Dagur - 15.06.1987, Blaðsíða 8

Dagur - 15.06.1987, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 15. júní 1987 AðaHundur Dagsprents hf. verður haldinn fimmtudaginn 18. júní kl. 16.00 að Strandgötu 31. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Stjórnin. Nauðungaruppboð á fasteigninni Einholt 8e, Akureyri, þingl. eigandi Karl Sigurðs- son, ferfram í dómsal embættisins Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri föstud. 19. júní kl. 16.15. Uppboðsbeiðandi Bæjarsjóður Akureyrar Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð á fasteigninni Hafnarstræti 86b, Akureyri, talinn eigandi Snæbjörn Magnússon, fer fram i dómsal embættisins Hafnar- stræti 107, 3. hæð, Akureyri föstud. 19. júní kl. 16.45. Uppboðsbeiðandi Bæjarsjóður Akureyrar. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð á fasteigninni Kaupvangsstræti 21 n.h., Akureyri, þingl. eigandi Rafsegull h.f., fer fram í dómsal embættisins Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri föstud. 19. júní kl. 17.15. Uppboösbeiðandi Innheimtumaður ríkissjóðs. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð á fasteigninni Móasíða 9d, Akureyri, þingl. eigandi Pálmi Björnsson, fer fram í dómsal embættisins Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri föstud. 19. júní kl. 17.30. Uppboðsbeiðendur eru Bæjarsjóður Akureyrar og Brunabóta- félag íslands. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð á fasteigninni Hafnarstræti 97, Akureyri, þingl. eigandi Huld Jóhannesdóttir, fer fram í dómsal embættisins Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri föstud. 19. júnf kl. 13.45. Uppboðsbeiðendúr eru Sigurður G. Guðjónsson hdl., Gunnar Sólnes hrl. og Iðnaðarbanki (slands h.f. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð á fasteigninni Skarðshlíð 12d, Akureyri, þingl. eigandi Einir Þorleifsson, fer fram í dómsal embættisins Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri föstud. 19. júní kl. 14.45. Uppíoðsbeiðendur eru Gunnar Sólnes hrl. og Ólafur B. Árna- son hdl. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð á fasteigninni Stórholt 9, neðri hæð, Akureyri, þingl. eigandi Birgir Antonsson, fer fram í dómsal embættisins Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri föstud. 19. júní kl. 15.15. Uppboðsbeiðandi Innheimtumaður ríkissjóðs. Bæjarfógetinn á Akureyri. 79% nemenda á háskólastigi eða í námi eriendis koma frá höfuðborgarsvæðinu Fjórðungssamband Norðlend- inga hefur útbúið töflur sem sýna skiptingu nemenda eftir námsstigum og landshlutum haustið 1985. Töflurnar eru byggðar á nemendaskrá 1985 sem birt hefur verið í Hagtíð- indum og í þeim kemur margt athyglisvert fram. Ef litið er á skiptingu nemenda á framhaldsskólastigi eftir landshlutum sést að 57% nemenda eiga lögheimili á höfuð- borgarsvæðinu en á því svæði búa 54,7% landsmanna. í öðrum landshlutum búa 45,3% þjóðar- innar en þaðan koma' 43% nemenda. Samkvæmt þessum töflum fara 69% árganganna 16-19 ára á höfuðborgarsvæðinu í framhalds- nám en landsmeðaltalið er nokkru lægra eða 61,2%. Af landsbyggðinni er minnst hlutfall á Vestfjörðum, 42,6%, en mest á Norðurlandi eystra og Vestur- landi, um 56,5%. Fyrir árgang- ana 20-25 ára er landsmeðaltalið Skriðjöklar á Húsavík: „Á landsmót" - mynd- band gert við lagið Hressileikinn var í fyrirrúmi á Húsavík í síðustu viku er verið var að taka landsmótslagið upp á myndband. Það mátti sjá Skriðjökla í stuði víða um bæinn en þeir flytja lögin „Á landsmót,“ og „Mamma tekur slátur,“ á plötu sem Samver gefur út í samvinnu við lands- mótsnefnd. Höfundur beggja laganna og textanna er Bjarni Hafþór Helga- son. Á myndbandinu með lands- mótslaginu koma Skriðjöklar fram sem fjölskylda sem er að koma á landsmótið á Húsavík eins og fjöldi fjölskyldna mun væntanlega gera í næsta mánuði. Guðni Halldórsson fram- kvæmdastjóri landsmótsnefndar sagðist hafa trú á að landsmóts- lagið ætti eftir að verða vinsælt og það væri samkvæmt markmiðum nefndarinnar að hafa hressileik- ann í fyrirrúmi yfir landsmót- inu í heild. IM Guðni Halldórsson ásamt hressum Skriðjöklum. Mynd: IM Nauðungaruppboð á fasteigninni Óseyri 1a, Akureyri, þingl. eigandi Þór h.f., fer fram í dómsal embættisins Hafnarstræti 107,3. hæð, Akureyri föstud. 19. júní kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur eru Innheimtumaður ríkissjóðs og Bruna- bótafélag íslands. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð á fasteigninni Tjarnarlundur 5b, Akureyri, þingl. eigandi Snæbjörn Guðbjartsson o.fl., fer fram í dómsal embættisins Hafnarstræti 107,3. hæð, Akureyri föstud. 19. júní kl. 15.30. Uppboðsbeiðandi Bæjarsjóður Akureyrar. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð á fasteigninni Draupnisgata 5, Akureyri, þingl. eigandi Gunnar Kristdórsson, ferfram í dómsal embættisins Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri föstud. 19. júní kl. 16.00. Uppboðsbeiðandi Bæjarsjóður Akureyrar. Bæjarfógetinn á Akureyri. aðeins 29% en fyrir höfuðborgar- svæðið er það 36%. Af lands- b^ggðinni er lökust aðsókn í nám á efri stigum á Suðurnesjum og Vestfjörðum en mest er hún á Norðurlandi eystra, 25,7%. Um 79% allra nemenda á háskólastigi eða í námi erlendis koma frá höfuðborgarsvæðinu, en þess má geta að nám erlendis er í langflestum tilvikum á háskólastigi. Þetta er 22 prós- entustigum hærra hlutfall en hlut- ur höfuðborgarsvæðisins er á framhaldsskólastigi. Lands- byggðin hefur hins vegar aðeins 21% nemenda á háskólastigi eða í námi erlendis en er með 43% af heildarfjölda á framhaldsskóla- stigi. Hér vantar því greinilega mikið upp á til þess að jafnvægi ríki. Um 57,5% þeirra nemenda af höfuðborgarsvæðinu sem stunda nám á framhaldsskólastigi sækir háskólanám eða nám erlendis en aðeins 20,6% af hliðstæðum nemendahópi af landsbyggðinni. Landsmeðaltalið er 41,7% og ef landshlutar utan höfuðborgar- svæðisins ætluðu að ná því þyrftu að bætast við 1293 nemendur en það samsvarar tvöföldun á fjölda nemenda frá landsbyggðinni sem nú stundar nám á háskólastigi eða er í námi erlendis. JHB Verðbólgan komin í 20% Kauplagsnefnd hefur reiknað vísitölu framfærslukostnaðar miðað við verðlag í júníbyrjun 1987. Reyndist hún vera 199,48 stig, eða 2,0% hærri en í maíbyrjun 1987. Af þessari 2% hækkun stafa um 0,4% af hækkun á verði mat- vöru - þar af um 0,3% vegna hækkunar á verði landbúnaðar- afurða 1. júní sl. — 0,1% stafar af hækkun húsnæðisliðs, 0,3% af hækkun á verði bensíns úr kr. 28,00 í kr. 30,60, rúmlega 0,5% af hækkun á verði tóbaks og áfengis 14. maí sl. og um 0,7% stafa af hækkun á verði ýmissa vöru- og þjónustuliða. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala framfærslukostnaðar hækkað um 1?,2%. Hækkun vísi- tölunnar um 2,0% á einum mán- uði frá maí til júní svarar jafn- framt til 26,8% árshækkunar. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 4,7% og jafngildir sú hækkun 20,1% verð- bólgu á heilu ári. Leiðrétting í blaðinu á föstudaginn er frétt um könnun á stöðu kvenna í fyrirtækjum á Akureyri. Þau mistök urðu að vitlaus fyrirsögn var sett við fréttina, fyrirsögnin átti við allt aðra frétt um könnun sem jafnréttisráð gerði á fjölda kvenna í ráðum, stjórnum og nefndum á vegum ríkisins. Er beðist velvirðingar á þessum leiðinlegu mistökum. Þá er í fréttinni sagt að samnorræna verkefnið „Brjótum múrana“ hafi verið í gangi á þessu ári en það er ekki rétt því það fór af stað árið 1985 ög er fjögurra ára verkefni. Er því ætlað að auka fjölbreytni í starfsvali kvenna og rn.a. auka hlut kvenna í stjórnun, en ekki eingöngu til þess eins og segir í fréttinni. HJS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.