Dagur - 15.06.1987, Blaðsíða 3

Dagur - 15.06.1987, Blaðsíða 3
15. júní 1987 - DAGUR - 3 langt komin og einmitt þessa dag- ana er verið að setja þökur á hann. Vonast er til að hægt verði að taka hann í notkun seinna í sumar. Þá eru hafin jarðvegs- skipti í götum. Ætlunin er að jarðvegsskipta hér í 3 götum í sumar og undirbúa þær undir malbik næsta ár. Þetta eru svona helstu framkvæmdirnar.“ - Hver eru að þínu mati helstu framtíðarverkefni bæjarfélags- ins? „Mál málanna eru varanleg gatnagerð og umhverfismál. Þar stöndum við ekki nægjanlega vel og höfum hug á að gera verulegt átak í þeim málum á næstu árum. Reyndar var meiningin að mal- bika heilmikið í sumar og við ætl- uðum að taka mikið fyrir til að fá frekar hagstæð tilboð í verkið. En þegar til kastanna kom reynd- ust þau mikið yfir kostnaðaráætl- un svo þar með voru forsendurn- ar fyrir þessu snögga átaki okkar í varanlegri gatnagerð brostnar og við verðum víst að sætta okk- ur við að taka þetta á lengri tíma. Þá má ekki gleyma uppbygg- ingu hafnarinnar, lífæðar byggðarlagsins, sem er auðvitað mjög stórt mál. Siglufjarðarhöfn kom út sem mesta löndunarhöfn landsins á síðasta ári og það er mikið og vaxandi líf í kringum hana. Það er í kringum hana sem vaxtarbroddur atvinnulífsins hér er. Atvinnulífið er mjög blómlegt í bænum núna, það hefur verið það alllengi og okkur vantar fólk í vinnu.“ - Hefur bæjarfélagið styrkst undanfarið? „Já, það má segja að hér sé allt á uppleið. Ef við fengjum veru- lega fjármuni í að byggja upp höfnina, þannig að veiðiflotinn mundi sækja enn frekar hingað inn, yrði það til að styrkja þjón- ustugreinarnar mikið. Það sem stendur okkur fyrir þrifum er aukið viðlegurými.“ - Nú hefur á síðustu misserum verið hart deilt í bænum út af byggingu leiguíbúða, svokölluðu bakaríismáli, sem fyrrverandi meirihluti krata og allaballa sprakk út af á dögunum. Hefur ekki verið erfitt fyrir þig að starfa við slíkar aðstæður? „Það gefur auga leið, að það hefur ekki verið auðvelt. Það er auðvitað hlutverk bæjarstjóra að reyna að finna málamiðlanir ef þær eru fyrir hendi.“ - Hefur þá ekki komið fram, vegna endaloka þessa máls, gagnrýni á breytt áform í gatna- gerðarmálum? „Reyndar frá Alþýðuflokkn- um. En menn verða að átta sig á því, að þeir peningar sem fást í bakaríið í gegnum byggingasjóð verkamanna og eins lán frá bygg- ingaverktaka, hefðu ekki verið falir í neina gatnagerð. Þetta eru tveir ólíkir heimar. Annars vil ég hafa sem fæst orð um þetta mál.“ - Hvernig líkar þér í þessu samfélagi? „Það er mjög gott að búa hérna, mjög gott fólk hér: Jú, auðvitað eru svona staðir alltaf öðruvísi heldur en stærri staðirn- ir. Hér verður fólk að treysta miklu meira á sjálft sig.“ - Félagslíf? „Mjög blómlegt og mikið um klúbbastarfsemi. Það kom mér eiginlega á óvart hvað félagslífið er mikið.“ - Svo þú finnur þér eitthvað til afþreyingar. „Þegar maður á lausa stund, þá gerir maður það. Ég spila t.d. í briddsfélaginu hérna.“ -þá Akureyri: Viðhald malbiks 6,2 milljónir í ár - Nægir ekki til, segir Gunnar H. Jóhannesson Kostnaður við viðhald á mal- biki á Akureyri er 6,2 milljónir króna. Það er þetta er sú upp- hæð sem veitt var á fjárhags- áætlun fyrir þetta ár. Gunnar H. Jóhannesson deildarverk- fræðingur sagði að þessi upp- hæð þyrfti að vera talsvert hærri til að hægt væri að sinna nauðsynlegu viðhaldi. Gunnar sagði að ekki lægjufyrir tölur um hversu mikinn hluta af slitinu mætti rekja beint til nagla- dekkjanna. Stór hluti vetrarslits- ins væri þó af þeirra völdum. „Það er morgunljóst,“ sagði Gunnar, „að 6,2 milljónir nægja ekki til að sinna nauðsynlegu við- haldi.“ Aukafjárveiting til við- halds á malbiki hefur ekki komið til umræðu, að sögn Gunnars. Á höfuðborgarsvæðinu er fyrirhugað að hefja áróður gegn ,notkun nagladekkja vegna þess hve götur komu illa undan vetri. Gunnar sagði aðstæður hér fyrir norðan aðrar en í Reykjavík, en þetta mál yrði skoðað. Gunnar sagði að þegar malbik væri lagt í þriðja sinn á sömu götu væri venjan að fræsa göt- una. Ekki væru þó margar götur í bænum sem þyrftu slíka með- höndlun, þannig yrðu engar göt- ur fræstar í sumar. mþþ Blönduvirkjun: 400 manns í vinnu áríð 1989 Framkvæmdir við Blöndu- virkjun ganga vel og er gert ráð fyrir að kostnaður við framkvæmdir í sumar verði um 350 milljónir að meðtöldum vaxtagreiðslum og hönnunar- kostnaði. Vinnu við jarð- gangagerð lauk í febrúar síð- astliðnum og nú er verið að leggja síðustu hönd að styrk- ingu ganganna. Veggir jarðganganna verða þaktir steypu og því verki á að verða lokið í næsta mánuði og hafa gengið frá henni. Við þenn- an þátt verður unnið fram á haust og verði góð tíð er jafnvel búist við að unnt verði að ljúka honum á árinu. Þetta verða aðal framkvæmd- irnar við Blönduvirkjun í sumar en auk þess eru ýmsir smærri verkþættir eins og til dæmis að komið verður fyrir stýribúnaði við varaloku í botnrásinni. Þá hefur verið á döfinni að japanskir verktakar kæmu í haust og hæf- ust handa við sográsina sem er fyrsti þáttur vélaniðursetningar- þar með er þessum verkþætti lok- ið en segja má að hann hafi stað- ið yfir frá því framkvæmdir hóf- ust við Blönduvirkjun í septem- ber ’84. í sumar verður megin áhersla lögð á uppsteypu stöðvar- hússins og er gert ráð fyrir að við þann verkþátt sé eftir um eins árs vinna fyrir utan smærri áfanga sem ekki verður unnið við fyrr en að uppsteypunni lokinni. Júgó- slavneska fyrirtækið Metalna er um þessar mundir að vinna við frágang greinilagna en það eru rör sem vatnið fer um til véla virkjunarinnar, og mun á næst- unni verða hafist handa við að koma fyrir pípu í þrýstigöngun- um. Þrýstigöngin eru 230 metra há og verður pípan sett saman úr sex metra háum einingum sem Krafttak mun síðan sjá um að steypa inn eftir að Júgóslavarnir innar sem japanska fyrirtækið mun sjá um. Svo gæti þó farið að þessu verki verði frestað um hálft ár af hagræðingar ástæðum. Framkvæmdahraði við virkj- unina er svipaður og verið hefur undanfarin tvö ár og búist er við að hann verði líkur á næsta ári. Líklegt er að seint á þessu ári verði farið af stað með útboð fyr- ir stærsta þáttinn sem þá verður eftir, þ.e. stíflur og skurði vegna uppistoöulonsins sem líklega yrði hafist handa við seint á næsta ári. 1989 er svo búist við að veruleg aukning verði á framkvæmdum og það ár má búast við að um 400 manns verði við vinnu við virkj- unina en nú eru þar á milli 60 og 70 manns. Fari allt samkvæmt áætlun er gert ráð fyrir að gang- setning fyrstu véla virkjunarinnar verði um haustið 1991. G.Kr. Aðalfundur Minjasafnsins á Akureyri verður haldinn á Hótel KEA laugardaginn 20. júní kl. 14.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Við eyðum móðu á milli glerja Móða á milli glerja er algengt vandamál og afar hvimleitt. Til skamms tíma hefur eina lausnin verið sú að skipta um gier. En nú hef- ur verið fundin upp aðferð til að eyða móðu á milli glerja. Með þeim hætti má nýta bilaðar einangrunarrúður nokkur ár í viðbót. Aðferð þessi var þróuð hjá dönsku iðntæknistofn- uninni og er í því fólgin að bora göt í ytra glerið, háþrýstiþvo rúðuna og ganga síðan þannig frá borgöttinum að nægileg lofthreyfing sé á milli glerjanna til að móða myndist ekki á ný. Við komum, metum ástand glers og gerum bindandi verðtilboð yður að kostnaðarlausu og án allrar skuldbindingar af yðar hálfu. Við verðum starfandi á Akureyri í júní- og ágústmánuði. Hafið samband við okkur og leitið nánari upplýsinga. Síminn er 25603, Akureyri. Gluggahreinsarínn Simi 2 56 031 Akureyri

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.