Dagur - 22.06.1987, Page 7
22. júní 1987 - DAGUR - 7
Rannsóknarslöðin
við Mývatn vígð
Fyrir skömmu var Rann-
sóknarstöðin við Mývatn
vígð. Rannsóknarstöðin er til
húsa í gamla prestsbústaðnum á
Skútustöðum. Fjölmenni var
við vígsluna, enda blíðskapar-
veður.
Arkitekt hússins var Halldór
Halldórsson frá Garðsvík á Sval-
barðsströnd, en íbúðarhúsið þar
er sams konar og prestsbústaður-
inn á Skútustöðum og eins á
Leifsstöðum á Svalbarðsströnd.
Eru þetta einu húsin á landinu
með þessu lagi.
Saga hússins nær aftur til ársins
1926. Hermann Hjartarson sem
verið hafði prestur Mývetninga á
árunum 1916-’24 flutti sig yfir í
Laufás. Hafði Hermann verið
ástsæll af Mývetningum og lögðu
þeir hart að honum að koma
aftur. Buðu þeir fram aðstoð sína
við byggingu nýs íbúðarhúss.
Kom Hermann aftur árið 1925,
þannig að hann var ekki nema ár
í burtu.
Árið 1926 var hafist handa við
byggingu hússins og skrifuðu
bændur sig fyrir að þeir vildu
vinna fyrir ákveðna upphæð, en
ríkið greiddi byggingu hússins.
Einn aðalsmiður hússins var Jóel
Tómasson frá Stafni í Reykjadal,
en eins og áður segir lögðu sveit-
ungar Hermanns fram verklega
aðstoð.
Allt efni var flutt á hestum frá
Reykjadalsá í Reykjadal, en í þá
daga náði vegurinn ekki lengra
upp í sveitina.
Hermann bjó að Skútustöðum
fram til ársins 1944 og gistu heim-
ili hans fjölmargir lista- og vís-
indamenn, má þar nefna að Hall-
dór Laxness var þar tíður gestur.
Rannsóknarstöðin við Mývatn
var áður til húsa á Rifi í landi
Geirastaða. Það hús var um 40
fermetrar, en í nýrri bækistöð
Rannsóknarstöðvarinnar mun
aðstaða öll breytast til hins betra.
Húsið að Skútustöðum er á
tveimur hæðum, auk kjallara og
riss, en hver hæð er 65 fermetrar.
Húsið hefur þó ekki allt verið
tekið í notkun.
í Rannsóknarstöðinni fer frant
margs konar starf*semi. Aðilar
frá Náttúruverndarráði munu
hafa þar aðstöðu í tengslum við
rannsóknir á vatninu. Þá hafa
þarna aðstöðu þeir sem vinna að
rannsóknum vegna kísilgúrnáms
í Mývatni. Vísindamenn sem
áhuga hafa á rannsóknum munu
og hafa þarna aðstöðu sem og
aðilar frá Háskóla íslands, en nú
hafa stúdentahópar þaðan mögu-
leika á að koma að Mývatni og
dvelja þar við nám og rannsókn-
ir. mþþ
Helga Valborg Pétursdóttir oddviti Skútustaðahrepps afhendir Þóroddi Þór-
oddssyni veggteppi handofið af Auði Vésteinsdóttur.
Fjölmenni var við vígslu Rannsóknarstöðvarinnar í Mývatnssveit, sem er til
húsa í garnla prestsbústaðnum á Skútustöðum.
Myndir: Björn Bjömsson Mývatnssveit.
Ríkisútvarpiö á Akureyri:
Safnað
fyrir
sundlaug
í Grímsey
Sundlaug í Grímsey er mjög
brýnt mál fyrir eyjarskeggja
því reynslan hefur sýnt að
mörg manntjón má beinlínis
rekja til þess að viðkomandi
hefur verið ósyndur. Grímsey-
ingar hafa setið uppi með fok-
helda sundlaugarbyggingu
undanfarið því ekki hafa feng-
ist peningar til frekari fram-
kvæmda.
Ríkisútvarpið á Akureyri hef-
ur staðið fyrir fjársöfnun svo
sundlaugin megi verða tilbúin
sem fyrst. Örn Ingi Gíslason
myndlistar- og útvarpsmaður
sagði að tveir barnatímar í morg-
unútvarpi hefðu verið notaðir til
þessarar söfnunar og viðbrögð
fólks hefðu verið mjög góð því
alls söfnuðust milli 150 og 200
þúsund krónur.
Örn Ingi skellti sér meira að
segja í bjargsig í beinni útsend-
ingu og voru viðbrögð hans slík
að fólk sat bergnumið við
útvarpstækin. Aðspurður sagði
hann líðan sína hafa verið ólýs-
anlega, að snúa bakinu í hafið og
síga niður væri eitthvað sem
menn þyrftu að reyna til þess að
skilja þá tilfinningu.
Einnig seldu útvarpsmenn egg
og börn teiknuðu myndir og
seldu. Þarna var verið að blanda
saman vinnu og ánægju á hinn
skemmtilegasta hátt. Örn Ingi
sagðist líka hafa sent fjármála-
ráðherra flöskuskeyti úr Grímsey
og las hann það upp í útsending-
unni. Þar er skorað á ráðherra að
standa í skilum með greiðslur til
sundlaugarinnar og sagði Örn að
þegar væru komin jákvæð við-
brögð frá fjármálaráðherra.
Það er því vonandi að Gríms-
eyingar geti eignast sundlaug sem
fyrst svo enginn þurfi að vaxa
ósyndur úr grasi. Það getur tekist
með samstilltu átaki. SS
Til hamingju með
afmælið Akureyri!
Eins og þér er kunnugt
á Akureyri 125 ára
kaupstaðarafmæli
á þessu ári.
í því tilefni
bjóðum við
upp á sérstakan
afmælisafslátt
á allri Sjafnarmálningu.
Utimalning:
12-40 Itr. 15% afsláttur
41 - eða meira 20% afsláttur
Innimálning:
50 - 200 Itr. 10% afsláttur
200 - eða meira 15% afsláttur
Tilboðið stendur
tii 15. ágúst.
Byggingavörudeild
.Glerárgötu 36 — sími 21400.