Dagur - 24.06.1987, Qupperneq 9
1. deild kvenna:
Þór-ÍA
- í kvöld kl. 20.00
í kvöld fara fram þrír leikir í 1.
deild kvenna á íslandsmótinu í
knattspyrnu. Þór og IA leika á
Þórsvelli, Breiðablik og ÍBK í
Kópavogi og Stjarnan og KR í
Garðabæ. Allir leikirnir hefj-
ast kl. 20.
Þórsliðið hefur ekki enn kom-
ist á blað í 1. deildinni. Liðið hef-
ur leikið þrjá leiki, tapað öllum
og aðeins tekist að skora eitt
mark í þeim. í liðinu eru margir
ágætir leikmenn og það býr mun
meira í því en staða þess segir til
um. Þórsurum hefur þó gengið
illa að nýta þau færi sem hafa
skapast og ekki bætti úr skák að
aðalmarkaskorari liðsins, Inga
Huld Pálsdóttir meiddist fyrir
skömmu.
Umsjón: Kristján Kristjánsson
24. júní 1987 - DAGUR - 9
V, IjF & ■ ■> V > J
ffl'. mkm«- PHI' 1 8T ~ - JiSiSi : - !
>r VjX ,1 w W
jm' mWjgá? fgm ff? 1 jffr * Æ ÍW * m > ^ § i x/ g. W-V-i
4’ \\ 1, "f ■K ¥■. Æ^mMi
■ ymí
ÍA-liðið er mjög sterkt og er í íslenski landsliðshópurinn sem mætir Dönum í kvöld á Akureyri ásamt Guðna Kjartanssyni landsliðsþjálfara og Einari Gíslasyni sjúkraþjálfara.
toppbaráttu. Liðið hefur leikið Mynd: KK
þrjá leiki, unnið tvo og gert eitt _ mm r .
jafntefli. Það er ljóst að róður Landsleikur á Akureyri í kvöld - Island-Danmörk U-21:
Porsara verður erfiður 1 kvöld en
' „Danir alltaf verið með sterid
lið í þessum aldursflokki“
Staðan
1. deild kvenna
Staðan í 1. deild kvenna á
íslandsmótinu í knattspyrnu er
þessi:
Valur
KR
Stjarnan
ÍA
UBK
KA
Þór
ÍBK
4 4-0-0 14:0
4 3-0-1 7:2
4 3-0-1
3 2-1-0
3 1-0-2
4 0-1-3
3 0-0-3
3 0-0-3
12
9
9
7
3
1
0
0
- en við förum í leikinn með það að markmiði að vinna,
segir Guðni Kjartansson landsliðsþjálfari
„Mér líst vel á þennan leik.
Við förum í hann með það
sama að markmiði og í aðra
leiki, þ.e. að vinna. Eg vona
bara að allir mínir menn verði
heilir í kvöld, Sævar Jónsson á
við meiðsli í baki að stríða en
ég vona að hann geti spilað,“
sagði Guðni Kjartansson
landsliðsþjálfari íslands U-21
árs í knattspyrnu í samtali við
Dag. í kvöld fer fram stórleik-
ur hér á Akureyri er ísland og
Danmörk leika á aðalvellin-
um. Leikurinn sem er liður í
Evrópukeppninni hefst kl. 20.
„Ég hef aldrei séð þetta danska
lið en þeir hafa alltaf verið með
sterkt lið í þessum aldursflokki og
verið ófeimnir við að nota unga
atvinnumenn sem ekki komast í
„Stefni
að því að kasta
78 metra í sumar
- segir spjótkastarinn Sigurður Matthíasson
,íí
Sigurður Matthíasson frá
Dalvík, sigraði mjög örugglega
bæði í spjótkasti og kúluvarpi
á héraðsmóti UMSE um helg-
ina, eins og kom fram í blaðinu
í gær. Sigurður sem hefur dval-
ið við æfingar erlendis undan-
farin ár, nú síðast í Bandaríkj-
unum, er að verða einn fremsti
spjótkastari landsins og gefur
þeim Sigurði Einarssyni og
Einar Vilhjálmssyni lítið eftir.
Sigurður Matthíasson spjótkastari frá Dalvík ætlar sér stóra hluti í sumar.
Mynd: RÞB
Blaðamaður hitti Sigurð að
máli í vikunni og spurði hann
fyrst hvar í Bandarkjunum hann
væri og hvað hann væri að gera
þar annað en að æfa spjótkast.
„Ég er í skóla í Tuscaloosa í
Alabama og er að læra bæði kvik-
mynda- og fjölmiðlafræði.“
- Við hvernig æfingaaðstöðu
býrð þú við þarna úti?
„Æfingaaðstaðan er mjög góð.
Ég æfi með Sigurði Einarssyni en
við erum ekki með þjálfara okk-
ur til aðstoðar."
- Hvernig verður málum hátt-
að hjá þér í sumar?
„Ég verð hér heima að mestu í
sumar við æfingar en einnig ætla
ég að reyna komast eins mikið
erlendis í keppnir og mér er
unnt. Þá mun ég að sjálfsögðu
keppa fyrir UMSE á landsmót-
inu á Húsavík í sumar.“
- Hver er besti árangur þinn í
spjótkasti?
„Ég hef kastað lengst 73,50 m
en það gerði ég á Bislet leik-
vanginum í Osló í fyrrasumar. Ég
hef sett mér það markmið í sum-
ar að kasta 78 m, því þá get ég
keppt á meðal þeirra bestu. Ég
finn að ég er á uppleið og það er
mikil hugur í mér,“ sagði Sigurð-
ur Matthíasson.
A-liðið. Þetta á að geta orðið
sterkt hjá okkur, við erum með
reynslumikla menn innan um en
svo aftur menn með frekar litla
reynslu,“ sagði Guðni ennfrem-
ur.
- Hvemig hefur þessum liðum
gengið í Evrópukeppninni til
þessa?
„Okkur hefur ekki gengið
nógu vel. Við töpuðum fyrir
Tékkum hér á Akureyri í fyrra-
haust, 0:4 og fyrir Finnum ytra
1:2. Danir töpuðu fyrir Tékkum
en unnu Finna.“
- Hvernig kunna íslensku leik-
mennirnir við sig hér á Akureyri?
„Þeim líður mjög vel hér og
eru ánægðir. Hér er ekkert
vandamál að fá velli til að æfa á
en það getur aftur skeð fyrir
sunnan og þá er völlurinn sem
leikið verður á í kvöld, góður.
Andinn í hópnum er mjög góður,
menn eru að kynnast en það eru
ný andlit í hópnum að þessu
sinni.“
- Saknarðu þess að hafa ekki
Sigurð Jónsson í hópnum?
„Það er alltaf styrkur í góðum
mönnum ef þeir eru tilbúnir í
slaginn en annars ekki. Sigurður
er sennilega hræddur við meiðsli
en það styttist í það að æfinga-
tímabilið á Englandi hefjist að
nýju. Strákarnir hér heima verða
því bara að sýna að það kemur
maður í manns stað,“ sagði
Guðni Kjartansson. Hann von-
aðist eftir góðum stuðningi áhorf-
enda og þeir ættu ekki að láta sig
vanta á völlinn í kvöld því hér er
svo sannarlega um stórleik að
ræða. í íslenska hópnum eru sex
leikmenn úr Akureyrarliðunum,
þeir Haukur Bragason, Þorvald-
ur Örlygsson og Gauti Laxdal úr
KA og Siguróli Kristjánsson,
Hlynur Birgisson og Júlíus
Tryggvason úr Þór.
í landsliðshópnum sem mætir Dönum í kvöld eru m.a. þessir leikmenn frá
Akureyrarliðunum KA og Þór. Mynd: kk