Dagur - 24.06.1987, Síða 12
Akureyri, miðvikudagur 24. júní 1987
Hvað ertu bráðlátur?
^eáíomyndír
Viltu fá myndirnar þínar
eftir 3, 2 eða 1 klukkustund?
Til þjónustu reiðubúin.
Hafnarstræti 98 - Akureyri Sími 96-23520,
Verkmenntaskólinn:
Keypt húsgögn fyrir
stjómunarálmu
Til stendur að kaupa nokkurt
magn af húsgögnum og innan-
stokksmunum fyrir Verk-
menntaskólann á Akureyri. Er
þetta ætlað fyrir svokallaða
stjórnunarálmu og er um að
ræða borð og stóla og einnig
eitthvað af hillum og léttum
milliveggjum eða skilrúmum.
Þorvaldur Jónsson, formaður
skólanefndar Verkmenntaskól-
ans, sagði að þetta yrði að mestu
eða öllu leyti keypt frá Gamla
kompaníinu í Reykjavík. Hann
sagðist hins vegar ekki geta sagt
fyrir um hvert verðið myndi
verða en samkvæmt upplýsingum
blaðsins mun það vera á bilinu
tvær til þrjár milljónir.
Enn hefur ekki verið gengið
endanlega frá kaupunum þar sem
arkitektinn er þessa dagana að
athuga með ýmis smáatriði eins
og áklæði o.fl. JHB
Lögreglan á Siglufirði:
Gert við klefana
til bráðabirgða
Horfið hefur verið frá því að
hefja byggingu húss fyrir
bæjarfógetaembættið og lög-
regluna á Siglufirði í sumar
íþróttafélagið Þór:
Byggja
1000 fer-
metra félags-
heimili
Á félagssvæði Iþróttafélagsins
Þórs á Akureyri munu í júlí
hetjast framkvæmdir við bygg-
ingu félagsheimilis. í vetur var
skipuð þriggja manna nefnd til
að vinna að undirbúningi
verksins og hönnun hússins er
langt komin.
Að sögn Aðalsteins Sigurgeirs-
sonar formanns Þórs verður
húsið, kjallari, hæð og ris, alls á
milli 900 og 1000 fermetrar.
Kjallari og hæð verða hvor um
sig um 370 fermetrar. í kjallara
verða vélageymsla, búningsher-
bergi, ljósalampar, nudd, heitir
pottar og fleira. Á hæðinni verð-
ur síðan veitingaaðstaða og sam-
komusalir. í risinu er ráðgert að
hafa fundarherbergi fyrir deildir
félagsins. Þessar hugmyndir eru
þó ekki endanlegar, enda hönn-
un ekki lokið.
En það er fleira en félagsheim-
ili á áætlun hjá Þórsurum. Norð-
an hússins, sem staðsett verður
vestan við hinn nýja grasvöll
félagsins, er fyrirhugað að byggja
sal fyrir veggtennis og vestan þess
mun svo í framtíðinni rísa
íþróttahús. Fljótlega verður haf-
ist handa við að malbika tvo
tennisvelli austan við malarvöll
félagsins en undirbúningsvinnu
við þá er lokið.
Eins og áður segir'er fyrirhug-
að að framkvæmdir hefjist í júlí
og að sögn Aðalsteins verður
reynt að klára húsið að mestu á
ekki fyrir en heyrst hefur að
kostnaður verði allt að 30 millj-
ónir. ET
eins og ráö var fyrir gert. í stað
þess hefur verið ákveðið að
hefja framkvæmdir næsta vor
og á þeim að vera lokið á fyrri
hluta árs 1989. Þetta þýðir að
ekki er í sjónmáli lausn á
vandamáli lögreglunnar á
Siglufirði hvað fangageymslur
varðar, en klefarnir hafa í
langan tíma verið innsiglaðir
að kröfu heilbrigðiseftirlits.
Erlingur Óskarsson bæjarfó-
geti á Siglufirði sagði þetta þýða,
að gera yrði einhverjar bráða-
birgðaráðstafanir við klefana svo
haégt verði að brúka þá þar til
nýja húsið kemst í gagnið. Taldi
hann líklegt, að komið verði fyrir
fölsku gólfi í klefunum og séð til
þess að hægt verði að dæla vatni
fyrirvaralaust úr þeim. Þá yrði að
mála klefana vel.
Erlingur kvaðst samt vera
ánægður með að fá skriflcga stað-
festingu á að nýja húsið verði
klárað fyrir þennan ákveðna
tíma. Aðeins fengust í verkið 5
milljónir af fjárlögum þessa árs
og þótti sýnt að ekki yrði gert
mikið fyrir þann pening. -þá
Veiðidagur fjölskyldunnar var á sunnudaginn. Þessa veiðimenn hitti Ijós-
myndari Dags við Ljósavatn. Þeir nutu þess greinilega að veiða í Ljósavatni
- en um aflabrögðin skal ekki fjölyrt.
Flugleiðir
gefa
Akureyri
listaverk
Á fundi bæjarráðs nýlega var
lagt fram bréf frá Flugleiðum
þar sem tilkynnt er að stjórn
Flugleiða hafi samþykkt að
færa Akureyri að gjöf útilista-
verk sem komið verði fyrir á
stað sem bærinn tilgreini og
minni á upphaf flugstarfsemi á
Akureyri fyrir fimmtíu árum.
Efnt verður til samkeppni
meðal myndlistarmanna um gerð
þessa listaverks. Dómnefnd verð-
ur skipuð fulltrúum Flugleiða,
Akureyrarbæjar og Bandalags
íslenskra listamanna. Þær tillögur
sem berast verða til sýnis á sér-
stakri sýningu sem haldin verður
hér á Akureyri.
Bæjarráð þakkaði þessa gjöf
og hefur tilnefnt Gunnar Ragnars
formann menningarmálanefndar
í dómnefnd. Verkinu hefur ekki
verið valinn staður en bæjarráð
hefur falið skipulagsnefnd, að
höfðu samráði við menningar-
málanefnd, að tilgreina stað fyrir
útilistaverkið. JOH
Mjólkurframleiðendur í Skagafirði:
Fer helmingur þeirra
yfir fullvirðisrétt?
„Ástandið í kvótamálunum er
síst betra hér en annars staðar.
Mér sýnist allt stefna í að inn-
vegin mjólk til samlagsins
verði 300-500 þúsund lítrar
fram yflr fullvirðisrétt og rúm-
lega helmingur innleggjenda
fari yfir,“ sagði Snorri Everts-
son samlagsstjóri Mjólkursam-
lags Skagfírðinga.
Fullvirðisréttur samlagssvæðis-
ins er 8.380.449 lítrar. í lok maí,
þegar 9 mánuðir voru liðnir af
verðlagsárinu var búið að fram-
leiða 71% af honum. Um miðjan
júní stefndi í milljón lítra innlegg
í mánuðinum, en hefði þurft að
vera 810 þús. lítrar þann mánuð
og næstu 2, til að fullvirðisréttar-
markinu í lok verðlagsárs verði
náð.
Snorri sagði að fyrstu innleggj-
endurnir hefðu farið yfir í síðasta
mánuði og nokkrir færu yfir í
þessum. Ástæðurnar taldi hann
vera, góð hey í vetur, tíðina
undanfarið og líklega bjartsýni
margra á að fá greitt fyrir
umframframleiðsluna.
-þá
Skortur á bygginga-
lóðum á Siglufirði
jarðrask í Hólsdal veldur óánægju
Byggingalóðir eru af skornum
skammti á Siglufírði og hafa
bæjaryfírvöld gripið til þess
ráðs að búa til lóðir. Flatlendi
er lítið og þær lóðir sem fyrir
eru bjóða upp á hús með kjall-
ara. Slík hús eru dýr í byggingu
og því var gripið til þess ráðs
að aka efni í tjörn sunnan til í
bænum og búa þannig til lóðir
fyrir einlyft hús.
Aðspurður sagði ísak Ólafsson
bæjarstjóri að þrír einstaklingar
biðu eftir því að komast á þetta
svæði sem nú er verið að útbúa.
„Það hefur verið sáralítið um
byggingar hérna. Það var eitt ein-
býlishús byggt hér í fyrra. En það
er náttúrlega það sem mönnum
gremst að lífeyrissjóðspeningarn-
ir fara héðan úr peningastofnun-
um og koma svo ekki til baka í
formi lána,“ sagði ísak.
Efnið í þessar lóðir er tekið
inni í Hólsdal og hefur efnistakan
og það jarðrask sem henni fylgir
vakið nokkra óánægju hjá fólki.
Því finnst illa farið með fallegan
dal sem blasir við úr bænum.
„Ástæðan fyrir því að við tökum
efnið inni í Hólsdal er einfaldlega
sú að það kostar óhemju mikið
að aka efni. Þetta er bara spurn-
ing um peninga,“ sagði ísak.
Hann bætti því við að það væri
til ákveðið vinnuplan fyrir Hóls-
dalinn í sambandi við efnistöku
og í því plani væri gert ráð fyrir
að bæjaryfirvöld rnyndu ganga
frá þessum svæðum eftir sig.
„Það má kannski segja að það
hafi skort á að því hafi verið fylgt
eftir að ganga almennilega frá
námunum en það hefur þó verið
viðleitni í þá áttina. Það er verið
að taka ákveðin svæði núna og
ganga frá þeim eins og hægt er, sá
í og útbúa tjarnir," sagði ísak.
Hann sagði að þetta væri mikið
rót meðan á þessu stæði og að ein
náma væri ekkert endilega tæmd
á einu ári. Raskið stæði oft yfir í
lengri tíma en menn hefðu áætlað
og ekki þýddi að græða svæðin
fyrr en búið væri að taka úr þeim
það sem þyrfti að nota og ekki
fyrirsjáanlegt að þau yrðu notuð
á næstunni. SS