Dagur - 30.06.1987, Blaðsíða 3

Dagur - 30.06.1987, Blaðsíða 3
30. júní 1987- DAGUR -3 - Nú ert þú gamall KA- maður. Er ekkert erfitt fyrir þig að vinna á Þórsvellinum af þeim sökum? „Ég er mikill Þórsari í dag og það eina sem eftir er af KA- manninum í mér er gamla líning- in á KA-skyrtunni sem ég spilaði í með 6. flokki undir styrkri stjórn Balla Árna. Ég finn ekkert fyrir því að menn líti mig horn- auga vegna þessa og þó svo ein- hverjir gerðu það þá væri mér sama.“ - Þú varst um árabil einn ást- sælasti tónlistarmaður þessarar þjóðar. Ertu hættur í tónlistinni? „Ja, ég var nú síðast í Skrið- jöklum en sá mig knúinn til að hætta þar. Maður sem er löngu kominn á giftingaraldurinn hefur engan tíma fyrir svona hama- gang. Satt að segja skil ég ekkert í félögum mínum að haga sér svona sínkt og heilagt. Þetta er auðvitað ekkert starf að flengjast um landið þvert og endilangt með fíflalætin í fyrirrúmi. Ég kalla það ekki vinnu fyrr en hún er farinn að krefjast nokkurra líkamlegra átaka. Ég er dauð- hræddur um að þeir lendi á endanum í rennusteininum eins og svo margur útlenskur tónlist- armaðurinn. Og ég bið Guð að svo verði ekki.“ - Má skilja það svo að þú sért skilinn að skiptum við félaga þína? „Nei, nei, ekki alveg. Ég reyni nú að umgangast þá til að hafa góð áhrif, reyna að snúa þeim til betri vegar. Én oftast er það eins og að sá í stórgrýti. Svo sá ég mig knúinn til að vinna með þeim að síðustu plötu til að þeir biðu ekki algert tónlistarlegt skipbrot.“ - Nú heyrist manni að þú hafir verið aðalnúmerið. Er nokkur hætta á að þeir spjari sig án þín? „Jú, sjálfsagt geta þeir lifað af þessu hringli, enda vel launað að skemmta skrattanum. En ég vil nota þetta tækifæri til að senda hughreystandi kveðjur til allra þeirra ættingja og vina.“ - Ef við snúum okkur að öðru þá hefur þú verið í knattspyrn- unni til fjölda ára. Ertu hættur? „Það fer nú sjálfsagt að verða minna um þetta sprikl enda löngu ljóst að það var ekkert stórstirni á ferð þar sem ég var.“ - En svo við ljúkum þessu nú á hátíðlegan hátt. Stefnirðu á eitthvað sérstakt í lífinu? „Ja, mig hefur alltaf drcymt um að eignast góða konu.“ JHB Opinberar stofnanir: Mun fleiri karlar en konur í ábyrgöarstööum Ef marka má könnun scm Olafur Jónsson þjóöfélags- fræöingur hefur unnið fyrir jafnréttisráð vantar mikið upp á að konur og karlar hafi jafna stöðu í ýmsum ábyrgðar- og stjórnunarstörfum innan fyrir- tækja. Þetta er sérlega athygl- isvert þegar haft er í huga að til eru lög sem segja að atvinnu- Sauðárkrókur: Engin tilboð í gangstéttir Síðastliðinn fimmtudag átti að opna á Sauðárkróki tilboð í steypu og frágang gangstétta í Hlíðarhverfi nyrðra, Raftahlíð og norðan við þar sem götur voru malbikaðar 1983. Ekki eitt einasta tilboð barst í verkið sem er 6250 fermetrar af gang- stéttum auk hugsanlegrar steypu á stofnæðum í Sæ- mundarhlíð og Sauðárhlíð fyrir sama einingarverð. Lítið fyrírtækí til sölu Gefur góða tekjumöguleika. Upplýsingar í símum 21471 og 24795. „Það er allt vitlaust að gera hjá iðnaðarmönnum hér og ekki bætti úr skák að við vorum held- ur seinir að bjóða þetta út. Ég er samt vongóður um að við steyp- um gangstéttirnar í sumar og við verðum að gera það. Við steyp- um þær þá bara sjálfir á kvöldin og um helgar ef ekki vill betur til,“ sagði Snorri Björn Sigurðs- son, bæjarstjóri. Síðustu daga hafa rukkanir fyr- ir síðustu afborgunum gatnagerð- argjalda verið að berast til íbúa í Hlíðarhverfi nyrðra. Þess er ekki beinlínis að vænta að þeir hlaupi upp til handa og fóta með greiðsl- ur því í skuldabréfinu með gatna- gerðargjöldunum eru ákvæði sem leysa gjaldendur undan síðustu aftorgun þeirra verði gangstéttir ekki steyptar á þessu ári. Það gæti því reynst bæjarsjóði dýrt spaug ef ekki tekst að steypa gangstéttirnar í ár. -þá rekendur skuli vinna markvisst að því að störf flokkist ekki í sérstök kvenna- og karlastörf. Könnunin sem hér um ræðir fjallar um kynjaskiptingu í helstu stjórnunar- og ábyrgðarstöðum hjá hinu opinbera. Litið var sérstaklega á skipt- inguna á aðalskrifstofum ráðu- neytanna og á Hagstofunni og þar, sem og í hinum stofnunun- um, var skiptingin sláandi. Af 12 ráðuneytisstjórum var engin kona og karlkyns skrifstofustjór- ar voru 11 á meðan ein kona gegndi þeirri stöðu. Af 26 deild- arsérfræðingum voru 21 karlmað- ur og af 4 sendiherrum var engin kona. Minni munur var á deild- arstjórum en þar voru 19 karlar og 15 konur, 8 karlar voru háskólamenntaðir fulltrúar en engin kona. 31 kona flokkaðist undir „aðra fulltrúa" en enginn karl og aðeins einn bar BHM starfsheiti og var hann karl. Svipaða sögu er að segja þegar litið er á 9 aðrar stofnanir sem voru með í könnuninni. Mest sláandi dæmið var um deildar- sérfræðingana en þar voru 70 karlar og 1 kona. Þá voru 54 deildarstjórar karlkyns en aðeins 9 konur, 39 karlar voru verkefn- isstjórar en 3 konur. Niðurstaðan er að það eru einkum karlar sem eru í helstu stjórnunarstöðum í opinberum stofnunum. Þeir eru einráðir í stöðum ráðuneytisstjóra og skrif- stofustjóra auk þess sem allir forstjórar þeirra stofnana sem athugaðar voru, voru karlar. JHB Styrkir til háskóla- náms í Grikklandi Grísk stjórnvöld bjóöa fram í löndum sem aöild eiga aö Evr- ópuráðinu fimm styrki til háskólanáms í Grikklandi háskólaár- iö 1987-’88. Styrkir þessir eru ætlaöir til framhaldsnáms eöa rannsóknastarfa aö loknu háskólaprófi. Umsóknarfrestur er til 15. júlí nk. Umsóknum skal skila til menntamálaráöuneytisins, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, sem jafnframt lætur í té tilskilin umsóknareyöublöö og nánari upplýsingar. Menntamálaráöuneytiö, 25. júní 1987. wm' Hjúkrunarfræðingar Eftirtaldar stöður hjúkrunarfræöinga í heilsu- gæslustöðvum eru lausar til umsóknar nú þegar: 1. Staöa hjúkrunarforstjóra viö Heilsugæslustööina í Ólafsvík. 2. Staöa hjúkrunarfræðings viö Heilsugæslustööina á Þórshöfn. 5. Staöa hjúkrunarfræðings viö Heilsugæslustööina i Fossvogi, Reykjavík. 6. Staöa hjúkrunarfræðings viö Heilsugæslustööina í Reykjahlíö, Mývatnssveit. 7. Hálf staöa hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustööina á ísafirði. 8. Staöa hjúkrunarfræðings viö Heilsugæslustöðina á Eyrarbakka. Staöan veröur veitt frá 1. september. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf viö hjúkrun sendist heilbrigðis- og tryggingamálaráöuneytinu, Laugavegi 116, Reykjavík. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 25. júní 1987. Slerkasti mað Norðuríands í Miðbæ Akureyrar laugardaginn 4. júlí kl. 10,30 Ríkismat sjávarafurða: Fiskvinnsla til fyrirmyndar - er kjörorð úttektar á gæðamálum í fiskvinnslu Á vegum Ríkismats sjávar- afurða hófst 9. júní síðastliðinn úttekt á hæfni fiskvinnslufyrir- tækja til að framleiða gæða- vöru. Úttektin fer fram undir kjörorðinu Fiskvinnsla til fyrir- myndar og er lögð áhersla á að fá glögga mynd af ástandi hreinlætis og búnaðar í fisk- vinnslufyrirtækjum, svo og ytra og innra umhverfi þeirra. „Einn mikilvægasti hluti úttekt- arinnar er að kanna hvernig stað- ið er að gæðamálum í fyrirtækj- unum og hvort þau hafa gæða- stýringu, eða vísi að gæðastýr- ingu,“ segir í nýútkomnu frétta- bréfi RS. Jafnframt segir að mikilvægt sé að góð samvinna náist með stofnuninni og viðkom- andi fyrirtækjum. Ætlunin er að úttektinni verði lokið um miðjan september og skýrsla tneð niðurstöðum liggi fyrir 15. október. Sú skýrsla verður síðan lögð til grundvallar frekari aðgerða á þessu sviði. í áðurnefndu fréttabréfi segir að mjög mismunandi sé hvernig þessum málum er háttað hjá fisk- vinnslufyrirtækjunum. Sums staðar sé ástandið til mikillar fyrirmyndar en annars staðar þannig að viðkomandi húsum ætti tafarlaust að loka. Þeir sem ferðast hafa á erlendri grundu þekkja stjörnukerfi sem gefa til kynna hversu góð tiltekin hótel eru og sú þjónusta sem þau veita. Ætlun Ríkismatsins er að byggja upp svipað stjörnukerfi fyrir fiskvinnslustöðvarnar þar sem tekið verður mið af mark- vissri og góðri framleiðslu og hreinlæti Þannig verður ekki að- eins bent á það sem betur má fara heldur þess einnig getið sem vel er gert. ET i k>___________ Hellusteypan Fjölnisgötu 6b baó hressii Braga. Glæsileg verdlaun: Bikarar og peningar 1. verðlaun: Kr. 20.000,- 2. verðlaun: Kr. 10.000,- 3. verðlaun: Kr. 5.000,- Hvar eru týndu tröllin? - Ertu sterkur? - Vertu með! Þátttaka tilkynnist í síma 24840 og 27710 Akureyri fyrir 25. júní. Undankeppni sunnudaginn 28. júní ki. 14.00 við íþróttahöllina á Akureyri Framkvæmd: Lyftingarao Akureyrar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.