Dagur - 30.06.1987, Blaðsíða 2

Dagur - 30.06.1987, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 30. júní 1987 viðtal dagsins ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 520 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 50 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERTTRYGGVASON, EGILL BRAGASON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368), HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, RÚNAR ÞÓR BJÖRNSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. leiðari_____________________________ Flokkur í vanda Fullyrða má að miðstjórnarmenn Alþýðu- bandalagsins hafi átt erfiða helgi er þeir komu saman til að fjalla um svokallaðar „Varmalandsskýrslur" þ.e. naflaskoðunar- skýrslur nokkurra leiðtoga Alþýðubanda- lagsins. í skýrslum þessum reyna leiðtog- arnir að finna skýringar á slæmri útkomu Alþýðubandalagsins í síðustu alþingiskosn- ingum og leiðir út úr þeim tilvistarvanda sem flokkurinn á við að stríða. Allir eru leiðtogarnir málglaðir mjög enda skýrslurnar samtals um 200 blaðsíður að lengd. Verkefni miðstjórnarmannanna var því ærið, ekki einungis að lesa skýrslurnar, heldur líka að sætta hin ólíku sjónarmið sem þar koma fram. Ekki skal fullyrt um það hvernig miðstjórnarmönnum Alþýðubanda- lagsins tókst til um helgina en fréttir þær sem borist hafa af fundinum gefa til kynna að lítt hafi miðað áleiðis. Alþýðubandalagið beið afhroð í síðustu alþingiskosningum og er nú minna en Al- þýðuflokkurinn. í sjálfu sér er því eðlilegt að flokksforystan reyni að gera sér grein fyrir orsökunum. Þeir sem fylgjast með stjórn- málum en standa utan við Alþýðubandalag- ið þurfa ekki að lesa langar skýrslur til að skilgreina þann vanda sem flokkurinn á við að glíma. Undanfarin ár hafa innri deilur og valdabarátta einstaklinga verið þar alls ráð- andi og púðrið hefur allt farið í átökin milli hinna stríðandi afla í flokknum, lýðræðisfylk- ingarinnar og flokkseigendafélagsins. Stefnumörkunin hefur setið á hakanum með þeim afleiðingum að Alþýðubandalagið er sem nátttröll í heimi stjórnmálanna, staðnað og miðstýrt afl fámennrar klíku. Margt bendir samt til þess að sú nafla- skoðun sem nú er í gangi innan flokksins, stefni ekki að því marki sem ætla mætti, þ.e. að breyta um stefnu og skerpa áherslur. Miklu fremur virðist stefnan sett á að finna syndaselina, einhverja sökudólga sem kenna má um ófarirnar. Þegar þeir eru fundnir verður þeim væntanlega fórnað á flokksaltarinu og ný forysta valin. Vart munu þær aðgerðir ná að lægja öldurnar nema síður sé, hvað þá að afla flokknum aukins fylgis. Máltækið segir að brennt barn forðist eldinn. Forystumenn Alþýðubandalagsins virðast ekki skilja þá líkingu sem í því felst. BB. „Mig hefur alltaf dreymt um að eignast góða konu“ - segir Logi Már Einarsson vallarstjóri á Þórsvellinum Nýráðinn vallarstjóri á Þórs- vellinum á Akureyri heitir Logi Már Einarsson. Logi er Akureyringur, fæddur að sumarlagi 1964, en hefur þrátt fyrir ungan aldur komið víða við eða eins og hann segir sjálfur: „Maður hefur verið iðinn við að afla þjóðarbúinu tekna, þó einkum með störfum við grunnatvinnuvegina.“ Eftir miklar fortölur féllst Logi á að leyfa viðtal, sagðist þó aldrei hafa verið mikið gefínn fyrir sviðsljósið. Það lá beint við að spyrja hann um fyrri störf. „Ja, það er nú ýmislegt skal ég segja þér,“ svaraði hann heldur drjúgur í bragði. „Ég hef unnið á frystihúsi, stundað róðrá í mann- skaðaveðrum, verið í byggingar- vinnu, kennt í Barnaskóla Akur- eyrar auk þess sem ég hef að mestu leyti séð um gatnafram- kvæmdir í bænum síðustu árin. Af þessari upptalningu sést að ég hef unnið við flest annað en það sem telst til virðingarstarfa.“ - Hvernig líkar þér á Þórsvell- inum? „Það er mjög fínt að vinna hér. Það væri hins vegar skemmtilegra ef vellirnir væru betri en þeir eru óvenju illa farnir nú.“ - Hvað gerirðu helst? „Þetta er að miklum hluta almenn umhirða, vökvun, sláttur o.s.frv. Einnig erum við alltaf eitthvað að sá og planta auk ýmislegs annars sem til fellur. Þá fer líka drjúgur tími í að smala óþekkum börnum útaf. Akkúrat þessa stundina erum við að setja niður runna sem eiga að virka sem skjólbelti. Það er að vísu mín skoðun að mun mikil- vægara hlutverk þeirra sé að verj- ast nískum áhorfendum." Á leið til viðgerða. Myndir: mþþ Vallarstjórinn segir undirsátum sínum fyrir verkum. # Eintal við sálfræðing Piltur nokkur, sem stund lagði á stærðfræðinám við Háskólann varð einhverju sinni eins og gengur ástfang- inn mjög. Stúlkan sem trufl- aði rannsóknir hans á föllum, afleiðum og heildum og hvað þetta alit saman heitir, var sálfræðinemi og las gjarnan á sömu lesstofu og pilturinn. Til að gera langa sögu stutta, þá hvorki gekk né rak í máli pilts og stúlku framan af vetri. Svo var það á svo- kölluðum 1. des. dansleik stúdenta að heldur betur fór að ganga og segir sagan að dansaður hafi verið vanga- dans allt til loka ballsins. Ein- hver talaði að vísu um mikil þrengsli á dansgólfinu. Hvað um það stúlka fór heim með pilti og segir sama saga að þar hafi hún dvalist i ágætu yfirlæti í átján tíma samfleytt. Varð piltur glaðvær, hress og kátur sem aldrei fyrr að afloknu átján tima spjalli þeirra. Varð þá til þessi vísa: Maður sig lagði í líma að lækna sinn hugarsting og átti í átján tíma eintal við sálfræðing. # Magnast hugarstingur Adam var eins og margir vita ekki lengi í Paradís (hvað ætli hann hafi samt verið lengi nákvæmlega?). Ekki kom sái- fræðingurinn í fleiri átján tíma „viðtalsheimsóknir,“ og gerðist stærðfræðineminn þunglyndur nokkuð um skeið og mátti vart líta í bækur sínar. Með hjartað lamað af sorg, eins og einhvers staðar stendur, varð til þessi vísa: Heyrast raunir mikiar manns magnast hugarstingur enginn kemur inn til hans eins og sáifræðingur. Segir þá ekki fleira af stærð- fræðinema þessum, nema hvað sögur herma að hann hafi að mestu náð sér eftir sálfræðimissinn, tekið próf sín með sóma og uni hag sín- um bærilega

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.