Dagur - 30.06.1987, Blaðsíða 6

Dagur - 30.06.1987, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 30. júní 1987 Bindindissteftian í Sovétríkjunum í samræmi við ályktun miðstjórn- ar Kommúnistaflokks Sovétríkj- anna frá því í maí 1985 „um aðgerðir til að vinna bug á drykkjuskap og alkoholisma", hafa Sovétmenn hrint af stað mikilli herferð til að uppræta drykkjuskap og áfengissýki. En hvers vegna er þörf á bar- áttu gegn drykkju, þegar það er alkoholisminn, sem er alvarleg- asta ógnunin (þar á meðal þjóð- félagslega) innan hvers þjóðfé- lags. Sjúkleg ásókn í áfengi, sem brýtur niður persónuleikann, á sér sínar rætur: þeir, sem í dag eru alkoholistar, voru í gær drykkjumenn og daginn þar áður „hófdrykkjumenn" eða „sam- kvæmisdrykkjumenn“. En ástæð- an er ekki einungis sú, að flestir hófdrykkjumenn verða fyrr eða síðar ofdrykkjumenn eða alko-i holistar - stöðug notkun áfeng- is, jafnvel þó í smáum skömmt- um sé, skerðir mjög hugarorku hvers manns, og starfsgetu, gerir hann ábyrgðarlausan gagnvart öðru fólki, fjölskyldu sinni og þjóðfélaginu, dregur úr félags- legri starfsemi. Ofdrykkja hefur reynst erfiður þröskuldur á leiðinni til betra þjóðfélags, meiri þroska einstakl- inganna - andlega, siðferðilega og líkamlega. í ályktuninni var baráttan gegn ofdrykkju skil- greind þannig, að hún hefði „mikla pólitíska þýðingu“. Engin bannlög Allt frá stofnun Sovétríkjanna hefur það verið viðurkennt, að barátta gegn drykkjuskap væri meðal hinna þýðingarmestu verkefna á sviði félagsmála. Sér- stakar nefndir og samstarfshópar voru sett á fót um land allt til að stjórna baráttu gegn áfengisnotk- un. Ríkið ákvað að setja ekki á algert áfengisbann - gamlar hefð- ir verða ekki kveðnar niður með því einu að setja bann við fram- leiðslu og sölu áfengis. En þrátt fyrir það, að aldrei væru sett nein „Bannlög“ í landi okkar, voru Sovétríkin fyrstu 25 árin eftir stofnun þeirra í hópi þeirra ríkja, þar sem minnst var 'rukkið. Árið 1940 var alkohol- ■yslan á mann 2,5 sinnum minni > árið 1913 og samsvaraði 2 lítr- af hreinu alkoholi á hvern nstakling - tífalt minna en í rakklandi, fimmfalt minna en í italíu eða í Sviss og þrisvar sinn- um minna en í Bandaríkjunum. Á þessum tíma hugsuðu marg- ir sem svo: Þar sem hið sovéska þjóðfélag felur ekki í sér neinar ástæður til drykkjuskapar (stétta- skiptingu, kynþáttamisrétti eða annars konar misskiptingu, atvinnuleysi, óvissu um framtíð- ina o.s.frv.) hlýtur drykkjuskap- ur að hverfa af sjálfu sér. Pær sál- fræðilegu orsakir, sem viðhaldið hafa drykkju manna um þúsundir ára, voru ekki teknar með í reikninginn. En við vorum minnt á þær á sjötta áratugnum - skömmu eftir að síðari heimsstyrj- öldinni lauk. Sorgunum drekkt Styrjöldin varð öllum Sovét- mönnum mikil harmsa ónir manna höfðu hori A 30. norræna bindindisþinginu, sem haldið var í Alþýðuhúsinu á Akureyri í síðustu viku, hélt Nickolay S. Tchernykh merkan fyrirlestur um herferð þá sem Sovétmenn hafa hrint af stað til að upp- ræta drykkjuskap og áfengissýki í Sovét- ríkjunum sem þar er mikið vandamál. Erindi þetta er hið merkasta og birtist hér ílauslegri þýðingu Þorsteins Jónatansson- ar. áfengi keypt, hefur verið takmark- aður. Tala verslana, sem mega selja áfengi, hefur verið skorin verulega niður og öllum áfengis- búðum, sem voru í nágrenni gagnfræðaskóla eða mennta- skóla, heilsugæslustofnana, verksmiðja, á útivistarsvæðum, um borð í skipum, járnbrautar- lestum eða öðrum samgöngu- tækjum, hefur verið lokað. í öll- um hlutum Sovétríkjanna eru áfengisverslanir nú tvisvar tii þrisvar sinnum færri en áður var. En venjum og siðum verður ekki útrýmt á einu andartaki. Neysla áfengis hefur greinilega minnkað, en auðvitað er hún Frá fundinum ■ Alþýðuhúsinu. við dauðann á vígstöðvunum, á heimilum sínum, og orðið að sjá á bak vinum sínum, skyldmenn- um og ástvinum. Milljónir kvenna misstu eiginmenn sína. Hundruð þúsunda af börnum urðu munaðarleysingjar og tóku út þroska sinn fyrir tímann. Þús- undir karlmanna, sem voru þó svo heppnir að halda lífi, urðu örkumla. Margir þeirra völdu auðveldustu leiðina til að drekkja sorgum sínum, áfengið. Drykkjuvandamálið var aftur komið til sögunnar og þjóðfélag- ið var ekki viðbúið að mæta því; ásóknin í áfengi var talin óhjákvæmileg og eðlilegar eftir- stöðvar þess, sem á undan var gengið. Pjóðfélagið reyndi aðeins með fojrtölum að vinna gegn þessu. Núna er ein aðalástæðan fyrir mikilli áfengisnotkun sú, að fjöldi fólks er flækt í drykkjusið- um. Að baki liggja engar félags- legar eða sálfræðilegar hvatir aðrar en þær, að þetta fólk telur neyslu áfengis hluta af eðlilegum lifnaðarháttum sínum. Drykkju- skapur blómstrar vegna þess að fólk veit ekki hve miklar hætturn- ar eru, skilur ekki hversu skað- legt áfengið getur verið, ekki ein- ungis hverjum einstaklingi heldur og þjóðfélaginu í h ild. vegna þess að í hi '-unarleysi hefur ’ndalaust veriö japlaö á skaðleysi „ nauðsyn drykkjusiða og hefða. Meirihluti þjóðarinnar (léttvínsneytendur og hófdrykkju- menn) er ekki háður áfengi af neinum sálrænum ástæðum, en sálrænar ástæður geta vegið mjög þungt; samkvæmi, móttökur og heimsóknir gesta, hátíðahöld, ráðstefnulok - öllu þessu er venjulega fagnað með áfengi - og það er erfitt að sigrast á þeirri venju. í ályktuninni er því lögð áhersla á þá nauðsyn, að „finna og framkvæma alhliða aðgerðir, er séu vel undirbúnar skipulags- lega, stjórnunarlega og með fræðslu til að efla baráttuna gegn áfengisnotkun og gera hana árangursríkari". Ný stefna Skilgreining fyrri mistaka okkar hjálpaði okkur til að móta nýja stefnu í baráttunni við áfengið og á að forða okkur frá að gera sömu mistökin öðru sinni. Ein meginlina hinnar nýju stefnu er þessi: Hún kemur til framkvæmda þegar í stað um allt landið og verður fram haldið þar til algerlega hefur verið sigrast á drykkjuskap. í framhaldi af þessu hafa þegar verið settar hömlur á sölu áfeng- is. Áfengir drykkir eru ekki leng- ur seldir fólki undir 21 árs aldri. Sá tími dags, sem hægt er að fá ekki úr sögunni. Pess vegna hefur það gerst, að biðraðir hafa mynd- ast sums staðar við þær verslanir, sem enn selja áfengi. Það er verkefni framtfðar að eyða þess- um biðröðum. Eftir að sala áfengis minnkaði varð Ijóst, að breytingar þurfti að gera á allri verslun með það. Ríkisstjórnin ákvað, að frá og með árinu 1986 skyldu sérstakar tölur settar inn í áætlanir um framleiðslu og efnahagsafkomu hvað áfengi snerti, en það ekki talið með annarri framleiðslu eða sölu, og heildsala eða smásala áfengis skyldi ekki talin með þeg- ar metin væri afkoma fyrirtækja og möguleikar þeirra á greiðslum til starfsfólks. Dregið úr framleiðslu Á sama tíma hefur framleiðsla á áfengi í Sovétríkjunum verið dregin saman. Um það bil 2000 verksmiðjur og framleiðslustöðv- ar hafa hætt. Sumar þeirra hafa verið endurbyggðar til fram- leiðslu á ávaxtasafa, kryddvör- um, sælgæti eða frystum ávöxtum - og aðrar hafa verið teknar til frantleiðslu á skepnufóðri. Framleiðsla óáfengra drykkja fer vaxandi. Gera má ráð fyrir, að eftir fimm ár hafi hún þrefald- ast frá því sem nú er. Nú fæst auk þess meira úrval þessara drykkja. Hin nýja baráttustefna gegn áfenginu gerir ekki aðeins ráð fyrir takmörkunum á framleiðslu og sölu áfengis heldur og strang- ara eftirliti með neyslu þess. Þannig er t.d. í samþykkt frá Æðsta ráði Sovétríkjanna, sem kom til framkvæmda 1. júní 1985, bannað sérstaklega að drekka áfenga drykki á götum úti, á íþróttaleikvöngum, í skemmtigörðum eða öðrum opinberum stöðum. Fólk, sem brýtur þessar reglur eða sést mjög drukkið á opinberum stöðum, hlýtur áminningu eða sekt. Sé um endurtekin brot að ræða, er hægt að senda það í vinnubúðir og í alvarlegum til- fellum jafnvel í fangelsi. Drykkjumenn sektaðir Drykkja er stranglega bönnuð á vinnustöðum, í verksmiðjum, á fundum, í opinberum stofnun- um, skólum, veislum og móttök- um. Pað hefur alltaf verið illa séð, að menn væru drukknir við vinnu. Nú er hægt að beita sektum, ef slíkt kemur fyrir. Dugi þetta ekki til, á viðkomandi á hættu að missa vinnuna. Og annað þýðingarmikið atriði:' Pað eru ekki bara drykkju- mennirnir, sem verða sektaðir, heldur einnig þeir yfirmenn, sem hafa það viðhorf til drykkju, að þeir láta hana viðgangast á vinnu- stað. Pá gerir hin nýja bindindis- stefna kröfu til þess, að stjórnvöld, opinberar stofnanir og samtök launþega beiti enn- fremur þeim aðferðum að taka bónusgreiðslur af drykkjumönn- um, einnig eftirsóttar ferðir til hvíldarstaða og önnur forrétt- indi. Þá er ábyrgð lögð á hendur þeim, sem koma unglingum til að drekka. Sektum er beitt gagnvart foreldrum, sem vaida því að börn fara að drekka, og ennfremur ef börn þeirra hafa verið tekin fyrir drykkju á opinberum stöðum eða á almannafæri. Alvarlegri refs- ingar bíða þó þeirra, sem koma ungiingum til að drekka. Áður voru þeir dæmdir í eins árs fang- elsisvist eða betrunarvinnu; stundum var þó sekt látin duga, ef ekki var um alvarleg atvik að ræða. Nú hefur sektarupphæð verið þrefölduð og fangelsisvist getur orðið allt að tveimur árum. Þá tekst ekki að vinna bug á drykkjuskap nema gerðar séu ákveðnar ráðstafanir til aö koma í veg fyrir bruggun í heimahús- um. Samkvæmt nýju lögunum varðar það nú hegningu, sem er allt að þriggja ára fangelsi, að brugga eða selja sterka drykki eða eiga birgðir slíkra drykkja, sem ætlaðar eru til sölu. Sama á við, ef menn eiga bruggunartæki í fórum sínum. Til viðbótar fram- angreindri refsingu getur svo komið betrunarvinna og háar fjársektir. Sé um endurtekin brot að ræða, getur hegningin orðið fangelsisvist allt að fimm árum og eignaupptaka. En þrátt fyrir svona strangar hegningar jókst heimabruggun verulega á síðustu árum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.