Dagur - 30.06.1987, Blaðsíða 8

Dagur - 30.06.1987, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 30. júní 1987 AStyrkur til háskóla- Tgiannacst? náms í Japan Japönsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa íslendingi til há- skólanáms í Japan háskólaárið 1988-’89 en til greina kemur að styrktímabilið verði framlengt til 1990. Ætlast er til að styrkþegi hafi lokið háskólaprófi eða sé kominn nokkuð áleið- is í háskólanámi. Þar sem kennsla við japanska háskóla fer fram á japönsku er til þess ætlast að styrkþegi leggi stund á japanska tugu um a.m.k. sex mánaða skeið. Umsóknir um styrkinn, ásamt staðfestum afritum prófskír- teina, meðmælum og heilbrigðisvottorði, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 1. ágúst nk. Sérstök umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 25. júní 1987. Frá menntamálaráðuneytinu: Lausar stöður við framhaldsskóla Menntaskólann við Hamrahlíð vantar stundakennara í stærðfræði og tölvufræði. Upplýsingar gefur skólameistari. Kvennaskólann í Reykjavík vantar kennara í líffræði, enn- fremur stundakennara í landafræði, skólameistari gefur upp- lýsingar um þá stöðu. Umsóknarfrestur um áður auglýstar kennarastöður við Menntaskólann og Iðnskólann á ísafirði framlengist til 10. júlí. Óskað er eftir kennurum í íslensku, dönsku, efnafræði og þýsku, tvær stöður í stærðfræði og hlutastööur í ensku og frönsku. Ennfremur kennarastöður í rafmagns- og rafeinda- greinum, vélstjórnargreinum, siglingafræði og öðrum stýri- mannagreinum. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykja- vík. Menntamálaráðuneytið. Kennara vantar við Grunnskólann í Bárðardal. Húsnæði á staðnum. Góðir tekjumöguleikar. Upplýsingar hjá skólastjóra í síma 96-43291 til 9. júlí. Konu vantar við ræstingar á Hótel Stefaníu frá og með 1. júlí. Upplýsingar veittar á staðnum. Hótel Stefanía. Rafvirki eða maður með hliðstæða menntun óskast til framtíðarstarfa í Raflagnadeild KEA. Upplýsingar gefur starfsmannastjóri í síma 21400. Kaupfélag Eyfirðinga. Stúlku vantar í hannyrðaverslun. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Upplýsingar í Hannyrðaverslun Maríu Hafnarstræti 103. Starfsmaður óskast í Byggingavörudeild KEA, miðstöðvalager. Sumarvinna. Upplýsingar gefur Kristján Erlingsson í Byggingavörudeild KEA. Kaupfélag Eyfirðinga. _/jb róttiL_________________________________ Pollamót UMF Reynis í knattspyrnu 6. flokks: A-lið Þórs sigraði - sigraði B-lið Þórs í úrslitaleik A-lið Þórs sigraði í afmælis- móti Ungmennafélagsins Reynis í knattspyrnu 6. flokks, sem fram fór á Árskógsvelli á laugardag. Liðið lék til úrslita við B-lið Þórs og sigraði 4:1 eftir að staðan hafði verið 1:1 í hálfleik. Um 3.-4. sæti léku UMFS og Tindastóll og höfðu Sauðkrækingar betur 4:3, eftir framlengingu og vítaspyrnu- keppni. Mótið sem haldið var í tilefni af 80 ára afmæli UMF. Reynis, fór mjög vel fram og var framkvæmd þess til mikill- ar fyrirmyndar. Alls tóku 10 lið frá 6 félögum þátt í mótinu, frá Þór, Tindastól, Leiftri, UMFS, KS og UMSE. Hver leikur var 2x10 mín. og var leikið í tveimur riðlum. Sigurveg- arar í hvorum riðli léku til úrslita á mótinu en liðin sem urðu í öðru sæti í hvorum riðli, léku um 3.-4. sæti. Veitt voru verðlaun fyrir 3 efstu sætin og einnig fékk sigur- liðið farandgrip til varðveislu en stefnt er að því að gera þetta mót að árlegum viðburði. Það var fyrirtækið Straumrás sf. á Akur- eyri sem gaf öll verðlaunin. Úrslit leikja í riðlakeppninni urðu þessi: A-riðll: Þór A-Tindastóll B 2:1 UMFS A-KS B 9:0 Leiftur-Þór A 0:3 Tindastóll B-UMFS A 1:3 KS B-Leiftur 0:5 Þór A-UMFS A 3:0 Tindastóll B-KS B 5:0 Leiftur-UMFS A 1:3 KS B-Þór A 0:9 Tindastóll B-Leiftur 6:1 B-riðill: Þór B-Tindastóll A 4:0 Þór C-KS A 2:3 UMSE-Þór B 2:3 Tindastóll A-Þór C 2:1 KS A-UMSE 3:0 Þór B-Þór C 4:0 Tindastóll A-KS A 5:1 UMSE-Þór C 1:0 KSA-ÞórB 2:1 Tindastóll A-UMSE 2:0 Þór A sigraði með miklum yfir- burðum í A-riðli en A-lið UMFS hafnaði í 2. sæti. í B-riðli var keppni mun jafnari en Þór B komst í úrslitaleikinn á betri markatölu en Tindastóll og KS A en öll liðin töpuðu einum leik í riðlakeppninni. Tindastóll vann sér rétt til þess að keppa við A-lið UMFS um 3.-4. sætið, þar sem liðið vann KS A í riðlakeppninni en liðin höfðu einnig jafna markatölu. Þór A sigraði Þór B sem fyrr sagði í úrslitum 4:1 og skoruðu þeir Bjarni Guðmundsson 2, Arnar Lyngdal Sigurðsson og Þóroddur Hjaltalín mörkin en Ingólfur Pétursson skoraði mark B-liðsins. Það var meiri hasar í leik UMFS A og Tindastóls í keppn- inni um 3. sætið. Davíð Þ. Rún- arsson skoraði fyrir Tindastól í fyrri hálfleik en Anton Ingvars- son jafnaði fyrir UMFS í síðari hálfleik og úrslitin 1:1. Því varð að framlengja en hvorugu liðinu tókst að skora í framlengingunni og því fór fram vítaspyrnu- keppni. Alls tóku 8 leikmenn víti úr hvoru liði og það voru Tinda- stólsmenn sem fögnuðu sigri, þeir skoruðu úr þremur spyrnum en Svarfdælir aðeins úr tveimur og úrslitin því 4:3 fyrir Tindastól. Þessi tvö lið léku til úrslita á pollamóti Reynis, A-lið Þórs í aftari röð en B-liðið í fremri röð, ásamt þjálfara sínum og liðsstjóra. f ' MS& ’ , ' ' . &js> JHk mmwm |||i ■ mBm yz', 4 í 2 \ Æ á&' ■ mh/Wl: Mmm. 1 Lið Tindastóls í aftari röð og lið UMFS í fremri röð léku um 3.-4. sætið á mótinu. Með þeim á myndinni eru þjálf- arar liðanna. Myndir:KK Knattspyrna: Völsungur vann Aftureldingu Stelpurnar í 2. flokki Völsungs unnu góðan sigur á jafnöldrum sínum úr Aftureldingu er liðin léku á Húsavík á laugardag í íslandsmótinu í knattspyrnu. Pálína Bragadóttir skoraði fyr- ir Völsung í fyrri hálfleik og reyndist það sigurmark leiksins. Stelpurnar í Aftureldingu áttu meira í síðari hálfleik en þeim tókst ekki að koma boltanum í netið hjá þeim húsvísku, sem fögnuðu sigri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.