Dagur - 30.06.1987, Síða 5

Dagur - 30.06.1987, Síða 5
30. júní 1987 - DAGUR - 5 - Hvernig hefur ykkur svo verið tekið hér á Siglufirði? „Okkur var mjög vel tekið, það er óhætt að segja að það hafi verið tekið ofsalega vel á móti okkur. Upphaflega var aðeins óskað eftir einni eða tveimur fóstrum en við sóttum þetta margar um og höfðum það í gegn. Þá eru líka meiri möguleik- ar að eftir 2-3 ár verði einhverjar eftir. Við sitjum sem fastast og ætlum í það minnsta að gefa staðnum séns í eitt ár.“ „Skemmtilegir krakkar“ Kristlaug viðurkenndi að þetta Siglufjarðarmál hefði skapað dálítil leiðindi í Fósturskólanum því vegna samstöðu þeirra sex varð ein útundan sem búin var að sækja um á Siglufirði og varð hún að vonum svekkt með þessi málalok. „Hún hvatti okkur til að sækja um, en við ákváðum síðan að halda hópinn, allar eða engin, og þar eð hún var nokkuð örugg með að fá stöðuna varð hún skiljanlega svekkt yfir þessu. Mér finnst óskaplega leiðinlegt að hún skuli ekki hafa komist líka. Mér finnst hún yndisleg og skemmti- leg stelpa og örugglega æðislegt að vinna með henni.“ Við lögðum þetta mál á hilluna og fórurn aðeins í ættfræðina. Ég spurði Kikku hvort einhver þeirra væri frá Siglufirði og svar- aði hún því til að engin af þeim hefði búið á Siglufirði en nokkrar gætu rakið ættir sínar þangað. Meðal annars var afi Kristlaugar, Anton Ásgrímsson, mætur Sigl- firðingur. - Hvað eru svo mörg börn hérna? Hefurðu tölu á öllum þessum skara? „Já, já. Þau eru alls 95, en skiptast fyrir og eftir hádegi þannig að það eru milli 40 og 50 í einu hérna.“ - Er heimilinu þá ekki skipt í nokkrar deildir eftir aldri? „Ekki eftir aldri. Ég er á móti því að flokka þau eftir aldri, þetta eru blandaðar deildir, en það eru þrjár leikskóladeildir og ein dagheimilisdeild. Upphaflega átti þetta bara að vera leikskóli en síðan voru veittar undanþágur á undanþágur ofan þar til hér var komin ein dagheimilisdeild. Þetta er alveg ágætis barnaheim- ili og skemmtilegir krakkar." Reykjavík upp á sömu laun af fyrrgreindum ástæðum. „Mig langar svo að mála húsið hvítt að utan, svart þak og svart meðfram gluggum,“ gall allt í einu í Kristlaugu. Þar með spunnust nokkrar umræður um húsið og hugsanlega fegrun þess. Stelpurnar voru sammála um það að húsið væri orðið ansi lélegt og of mörg börn væru fyrir þetta pláss. Því til sönnunar var ég teymdur inn í húsið og leiddur í allan sannleikann um fataklef- ana, deildirnar og þar fram eftir götunum. „Þetta er búið að vera bráða- birgðahúsnæði í 13 ár og deildirn- ar eru orðnar ansi litlar og ópraktískar,“ sagði Kristlaug. Við gengum inn í eldhúsið og ég spurði hvort heimilið væri með matráðskonu sem fæddi allan hópinn. Fannst það dálítið fjar- stæðukennt með tilliti til stærðar eldhússins. Það kom líka á dag- inn að heimilið fær mat frá hótel- inu en helst vildu þær geta komið því þannig við að eldamennskan færi fram á staðnum. Draumurinn um nýtt húsnæði Kaffið bragðaðist vel og maður fór að kynnast fóstrunum og öðru starfsfólki heimilisins. Hræðslan sem gagntók mann í upphafi var nú óralangt í burtu og satt að segja eru þær lýsingar kannski örlítið ýktar og kannski er það ekki fallega gert því „Hálfsann- leikur oftast er/ óhrekjandi lygi“ eins og Stephan G. kvað forðum. Einnig verður að hafa það í huga sem Einar Ben. sagði: „Aðgát skal höfð í nærveru sálar." Þeir vissu hvað þeir sungu þessir kallar. Jæja, á Barnaheimilinu við Hlíðarveg vinna 13 starfsmenn, 6 fóstrur og 7 ófaglærðir starfsmenn. Stöðugildin eru 12 en þrír starfsmanna eru í hálfum stöðum. Kristlaug og Brynja Svavarsdóttir, sem einnig er bæjarfulltrúi, sögðu að draumur- inn væri að byggja nýtt barna- Þröngt mega sáttir sitja „Úff, það er' svo heitt,“ dæsti blaðamaður þegar hér var komið við sögu. Blásandi bað ég þó Kristlaugu að skýra þetta betur með „skemmtilega krakka“ og hvort mikill munur væri á þessum börnum og þeim sem hún hefði kynnst í Reykjavík þegar hún var að læra. Þá sagðist hún ekki geta hugsað sér að vinna sem fóstra í Reykjavík, þar væri miklu meira stress. Börnin stressuð, foreldrar og starfsfólk líka. Á Siglufirði væri miklu rólegra og mann- eskjulegra umhverfi og mun skemmtilegra að vinna með börnunum þar. Þau væru lífsglöð og opin, ekki með allar byrðar heimsins og áþján á herðum sér eins og stundum virtist loða við börnin í Reykjavík. Aðspurð sagði hún að launin væru eilítið hærri en í Reykjavík, en þar starfa lægstlaunuðustu fóstrur landsins, og við bættist að þær fengu að halda hópinn. Einn- ig væri húsaleigan sanngjörn en hún sagði það hefði ekki komið _______________ til greina að ráða sig á dagvist í Brynja Svavarsdóttir (sitjandi) og Rristlaug Sigurðardóttir (í ballelt stellingu) píra augun ísúiskininu á Siglufírði. heimili og að sá draumur væri ekki mjög fjarlægur. Meiningin er að hefja fram- kvæmdir við nýtt barnaheimili næsta vor fáist fjárveiting til þeirra mála. Þá mun öll starfsem- in, leikskóladeildir og dagheimil- isdeild,. flytja þangað og gamla húsið lágt niður sem barnaheim- ili. í nýja heimilinu er gert ráð fyrir eldhúsi þannig að hér verður um sjálfstæðari stofnun að ræða. Þar til þessi mál komast á hreint ætla stelpurnar að láta sér líða vel í gamla húsinu og reyna að gera börnúnum dvölina sem ánægju- legasta. Eru þetta ekki göfug markmið? Hætta ber leik þá hæst hann stendur Ekki hafði ég brjóst í mér að tefja starfsfólkið öllu lengur enda börnin mörg og kröfuhörð á stundum. Einhver var farinn að gráta, kannski hefur slest upp á vinskapinn hjá smiðunum og hamrarnir látnir tala. Hætta ber leik þá hæst hann stendur, segir málshátturinn en í Ijós kom að smiðirnir voru allir ógrátandi og hinir hressustu. Hins vegar hafði lítil stúlka dottið og þarfnaðist huggunar sem hún og fékk í rík- um mæli. Þrátt fyrir elli og ýmsa fylgifiska hennar er Barnaheimil- ið við Hlíðarveg hið notalegasta, þar ríkir góður andi og ég er ekki frá því að börnin þar séu skemmtilegri en jafnaldrar þeirra í Reykjavík. Starfsfélagi minn var nú kom- inn aftur og sá hve ég var í góðu yfirlæti og þáði því kaffibolla. Spjallið hélt áfram um stund en fleiri verkefni biðu fróðleiks- þyrstra blaðamanna þannig að við þökkuðum fyrir okkur, kvöddum og héldum á braut út í heim atorku og framkvæmda sem Siglufjörður vissulega er um þessar mundir, a.m.k. kom bær- inn okkurþannigfyrirsjónir. SS „Skemmtilegir krakkar," segir Kristlaug um siglfirska æsku. Þessi tvö una sér hið besta með vörubílana og víst er að nóg er af efninu til að moka upp á þá. Myndir: ehb

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.