Dagur - 01.07.1987, Blaðsíða 6

Dagur - 01.07.1987, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 1. júlí 1987 Blaðamenn Dags voru á ferð um fíngeyjarsýslur á dögunum. Það var blíðskaparveður og vom þeir í kaffidrykkju og jólakökuáti á einum bóndabænum, sem og mörgum öðrum í þessari ferð. Þar bar margt á góma eins og gengur og gerist, og meðal annars það, að í nágrenninu byggj ungur bóndi sem fengist við hundarækt. Þetta vakti sannarlega áhuga þeirra og var ákveðið að freista þess að heimsækja hann og forvitnast um þessa iðju. Gunnar Einarsson bóndi á Daðastöðum, sem ræktar fjárhunda. Paö fyrsta sem við rákum aug- un í var, að ekki komum við að hefðbundnu hliði á afleggjaran- um að bænum heldur torkenni- legum vír sem strengdur var yfir veginn. Við giskuðum á að þetta væri rafmagnsgirðing, og tókum ekki aðra áhættu en að stökkva yfir og skilja bifreiðina eftir. Bærinn heitir Daðastaðir og er við nálguðumst hann fótgang- andi, tóku að streyma að ótal hundar, svo okkur varð um og ó. Þeir reyndust hættulausir. voru bara að heilsa gestum að góðum hunda sið. Hávaxinn maðurgekk á móti okkur sem reyndist vera bóndinn og hcita Gunnar Einars- son. Hann reyndist fús til þess að segja okkur frá sér og sínu áhugamáli sem ekki er nýtt af nálinni. Langaði alltaf að verða bóndi Gunnar er uppalinn í Hafnar- firði, en sagði að sig hefði alltaf langað til að verða bóndi og fara út í sauðfjárrækt. Hann sagði þetta þráhyggju hjá sér. Hann flutti að Daðastöðum fyrir fimm árum. íbúðarhúsið, sem hann segir það ljótasta í sveit á Islandi, byggðu víst þrír hugsjónamenn Hundarnir á Daðastöðum eru nú fimmtán að tölu og er nauð- synlegt að hafa þá svo marga til að halda kyninu við. Gunnar not- ar sjálfur aðeins fjóra hunda til fjárrekstrar, en það eru þeir Blakki, Ringo, Lars og Roy, sem reyndar er líka aðalhundurinn að sögn Gunnars. Hundurinn Roy og tíkin Lars eru líka aðal forfeð- urnir. Varðandi þjálfun á hundunum sagði Gunnar, að það væri ekki svo ýkja erfitt að temja þá, ef menn virkilega reyna og hafa áhuga á því. Tamningin byggist aðallega á umbun og aga, en auk þessa hafa hundarnir mjög gam- an af því að fá að vinna, svo hún er í sjálfu sér umbun fyrir þá. Til að byrja með, eru hundarnir lok- aðir inni, á meðan sauðfé er heima, því meðan þeir eru ótamdir, eiga þeir til að gelta að fénu og gera það sem þeir ekki mega. Það má ekki skamma þá fyrir þetta, því þá myndu þeir ekki skilja hvenær þeir mega, og hvenær ekki, þegar að þjálfun kæmi og væru því ónýtir. Gunn- ar er rétt að ljúka við smíði girð- ingar við hundakofann, svo hann geti hleypt þeim út þegar þarf, en hann hefur ekki áður haft svona aðstöðu fyrir þá. Hann sagði - Gunnar Einarsson, bóndi á Daðastöðum, sem verður með fjárt Einn af forfeðrum hundanna á Daðastöðum, sem allir eru af svokölluðu landamæra-collie kyni. sem ætluðu að stunda þar sam- yrkjubúskap, en flosnuðu upp. Gunnar hefur þar nú fimm hundruð ær, fjóra hesta, eina kú, tíu kálfa og tuttugu fullorðnar gæsir, auk hundanna fimmtán. Hann hafði ýmislegt út á niður- skurð til bænda að setja, sagðist sjálfur hafa farið út í margra milljóna fjárfestingar á fjárhús- um, sem hann síðan nýtti aðeins að % hluta. Okkur lék forvitni á að vita hvar hann Iærði þá kúnst að temja hunda, og reyndist hann hafa dvalið í Ástralíu og á Nýja- Sjálandi, og unnið þar á sauðfjár- búum. Þar vaknaði áhuginn og þar lærði hann að temja fjár- hunda. Áður en hann flutti í sveitina, vann hann sem vörður við landgræðslugirðingu á Reykjanesi og byrjaði þar með einn hund sér til aðstoðar. Fyrir tíu árum flutti hann síðan inn fjóra hunda af skosku fjár- hundakyni sem heitir landamæra- collie, eða „border-collie". Aðspurður um hvort ekki sé erf- itt að fá leyfi til að flytja inn hunda. sagði hann að leyfi fengist, eigi að nota hundana í ákveðnum tilgangi eins og sem hasshunda, leitarhunda eða fjár- hunda. Ekki mjög erfítt að temja Fjárhundar eins og þeir sem Gunnar hefur, eru hjarðhundar og gæddir þeim hæfileikum að halda fjárhópnum saman og að þeir gelta ekki við vinnu. Þeim er kennt bæði að reka og halda sam- an hóp. aðspurður, að geysilega dýrt sé að fóðra þá. Hann notar aðallega refafóður, og hefur stundum selt hvolpa, til að hafa upp í kostnað við fóðrunina. Vildi að fleiri hefðu áhuga Gunnar segist ekki þjálfa hund- ana til þess að selja þá, þeir séu svo dýrir vegna vinnunnar sem liggur í tamningunni, að enginn myndi hafa efni á að kaupa. Hann hefur aftur á móti selt áhugasömum mönnum hvolpa, og leiðbeint þeim við tamningu. Þeim sem hafa reynt þetta, hefur gengið vel, að sögn hans. En að hans mati, er áhugi fyrir fjár- hundum ekki nægilega mikill. í Skotlandi er t.d. mjög algengt að haldnar séu keppnir og sýningar á fjárhundum, og er það draumur Gunnars að þetta verði tekið upp hér á landi. Hann segir, að hafi þetta ekki tekist þegar hann verður kominn á efri ár, myndi hann vilja fara aftur erlendis og stunda það í ellinni að fylgjast með og stunda keppnir með fjár- hunda. Á Landsmóti Ungmennafélags íslands sem haldið verður á Húsavík dagana 9.-12. júlí nk., mun Gunnar verða með þrjá af fjárhundum sfnum, og ætlar að láta þá sýna hvernig farið er að. Petta er spennandi nýjung sem eflaust á eftir að vekja töluverða athygli. „Roy hægri!“ Á meðan að viðtalið fór fram, vorum við umkringd hundun-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.