Dagur - 01.07.1987, Blaðsíða 11

Dagur - 01.07.1987, Blaðsíða 11
1. júlí 1987 - DAGUR - 11 Landsfundur SJL í Reykholti Samtök um jafnrétti milli landshluta héldu landsfund sinn í Reykholti í Borgarfirði dagana 20. og 21. júní 1987. Fundinn sótti fólk úr öllum landshlutum og var hann all- fjölmennur miðað við aðstæð- ur - annríki og þá langvegu, sem fólk hefur að sækja úr fjarlægum byggðum. Þess vegna eru fundirnir haldnir á Bubbi með tónleika Bubbi Morthens heldur áfram að auðga íslenskt tóniistarlíf og nú ræðst hann til atlögu með hljómdisk í fararnestinu. Hér er á ferðinni fyrsta CD-útgáf- an, sem sérstaklega er gerð fyrir íslenskan markað. Auk laganna 10, sem prýða met- söluplötuna Frelsi til sölu býð- ur diskurinn upp á fjögur aukalög. Þau eru Blindsker og Leyndarmál frægðarinnar, hvorutveggja lög, sem Das Kapital gaf út á plötunni Lili Marlene. Þjóðlag er nýtt lag, sem Bubbi samdi við Ijóð Snorra Hjartarsonar og síðasta verk þessa nýja hljómdisks er hið mjög svo áheyrilega Skyttulag með Bubba og MX-21. Sá stórgóði gripur, sem Frelsi til sölu óneitanlega er, hefur nú þegar selst í 15 þúsund eintökum og með útgáfu hljómdisksins fer platan yfir 16 þúsund eintaka markið og er þar með orðin ein söluhæsta plata í sögu íslenskrar hljómplötuútgáfu. Þess má einnig geta að þetta er í fyrsta skipti, sem hljómtækja- fyrirtæki og íslenskur útgefandi sameina krafta sína. En hljóm- diskurinn er gefinn út í samvinnu Japís og Gramm. Þannig að sam- an stíga þessi fyrirtæki stórmerki- legt skref í útgáfu á íslenskri tónlist. Hringferð Bubba Morthens: Miðvikud. 1. júlí Hrísey Eyjafirði; fimmtudagur 2. júlí, Dynheimar Akureyri; föstudagur 3. júlí, Tjarnarborg Ólafsfirði; laugar- dagur 4. júlí, H-100 Akureyri; sunnudagur 5. júlí, Grunnskól- inn Kópaskeri; mánudaginn 6. júlí, Þórsver Þórshöfn; þriðju- dagur 7. júlí, Mikligarður Vopnafirði; miðvikudagur 8. júlí, Hnitbjörg Raufarhöfn. víxl um landið til að jafna aðstöðu. Fundurinn fjallaði um starf- semi samtakanna og framtíðar- sýn. Þar urðu miklar og málefna- legar umræður, margar ábend- ingar og tillögur komu fram sem veganesti til framtíðarstarfs. Áberandi grunntónn fundarins var einhugur um það að leita sem víðtækastrar samvinnu til aðgerða er jafni og treysti búsetu og lífskjör um land allt, og sam- tökin og efling þeirra væri væn- legast tæki þar til. Fundurinn ályktaði m.a. eftir- farandi: Landsfundur S.J.L. haldinn í Reykholti 20.-21. júní 1987 tel- ur að stefna samtakanna að jafna og treysta búsetu og lífs- kjör í landinu hafi aldrei verið þýðingarmeiri en nú og þörf fyrir eflingu þeirra aldrei brýnni. Fundurinn ályktar, að stefna samtakanna hljóti að höfða til manna hvar í flokki sem þeir standa, enda styðji þau engan stjórnmálaflokk sérstaklega og telji félögum sínum og stuðn- ingsfólki frjálst að skipa sér hvar í flokk sem það kýs. Landsfundurinn leggur á það þunga áherslu, að alþingi sam- þykki að láta kjósa stjórn- lagaþing, er setji lýðveldinu ís- landi verðuga stjórnarskrá og bendir á störf á vegum samtak- anna sem mikilsvert framlag þar til. Landsfundurinn telur, að sem allra fyrst verði að vinna því form og fylgi að landshluta- samtök sveitarfélaga fái aukið vald yfir sínum sérmálum og tilsvarandi hlutdeild í samfé- lagstekjum hvers svæðis. Mætti hugsa sér sem byrjunaráfanga, að innan tveggja ára hafi um helmingur samfélagsumsvif- anna komist „heim“. Fundur- inn skorar sérstaklega á þing- menn í öllum stjórnmálaflokk- um sem lýst hafa fylgi við aukið landshlutavald að standa við stóru orðin og styðja sterklega þessar tillögur. Eftirtalið fólk var kosið í stjórn samtakanna til eins árs: Aðalstjórn: Hlöðver Hlöðvers- son, Björgum S.-Þing., formað- ur. Þórarinn Lárusson, Skriðu- klaustri, N. Múl., meðstj. Magn- ús B. Jónsson, Hvanneyri, Borg., meðstj. Varastjórn: Sjöfn Halldórs- dóttir, Hátúni, Ölf., Árn., varaf. Halla Guðmundsdóttir, Dals- mynni, Hnapp. Siguröur Jónsson, Akureyri. Þökkum innilega samúð og vinarhug við fráfall og útför, PETRONELLU PÉTURSDÓTTUR. Jón Helgason, Gylfi Jonsson, Þorgerður Sigurðardóttir, Jón Gunnar Gylfason. Þökkum innilega öllum þeim, er sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, JÚLÍÖNU JÓHANNSDÓTTUR, Kirkjuvegi 9, Ólafsfirði. Skúli Pálsson, Guðrún Lúðvíksdóttir, Birgitta Pálsdóttir, Pálmi Sighvats, Sigursteinn Pálsson, Johanna Tómasdóttir, Hreinn Pálsson, Arna Antonsdóttir, Kristin Pálsdóttir, Kristinn Ásmundsson og ömmubörn. VEISLA í HVERRI DÓS KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ KEA AKUREYRI SÍMI: 96-21400 Úr bæ og byggð * — MESSUR Dalvíkurkirkja. Guðsþjónusta sunnudaginn 5. júlí kl. 11.00. Pétur Þórarinsson. Möðruvallaklausturskirkja. Guðsþjónusta sunnudaginn 5. júlí kl. 14.00. Burtfluttir íbúar sóknarinnar sér- staklega hvattir til að koma. Sóknarprestur. Þuríður Helga Jónsdóttir, Sunnuhvoli Glerárhverfi, varð áttræð í gær 30. júní. FERÐALOD OG UTILIF @Ferðafélag Akureyrar Skipagötu 13, sími 22720. Á vegum Ferðafélags Akureyrar verða farnar tvær ferðir um næstu helgi. 4.-5. júlí verður farið í Ásbyrgi- Hólmatungur-Mývatnssveit. 4. júlí verður farin gönguferð út á Látraströnd. Næstu ferðir Ferðafélags Akureyr- ar eru sumarleyfisferð, sem er far- in dagana 11.-18. júlí. Áætlun ferðarinnar er: Farið verður í Egilsstaði 11. og 12. júli. Höfn í Hornafirði 13. júlí. Kirkjubæjarklaustur 14. júlí. Þórsmörk 15. og 16. júlí. Jökuldalur (Nýidalur) 17. júlí. Einnig verður farin dagsferð 11. júlí í Suðurárbotna. Allar upplýsingar eru veittar á skrifstofu félagsins sem er að Skipagötu 13 og er opin frá kl. 17.00-19.00 mánudaga til föstu- daga. Síminn ei 22720 ■ LETTIH------------------------------------ Léttisfélagar Farin verður félagsferð í Sörlastaði 3.-5. júlí nk. Lagt verður af stað frá „réttinni" kl. 17.30. Fyrir þá sem þurfa að láta flytja fyrir sig farartgur er bent á að koma honum í Félagsheimilið í Breiðholtshverfi fyrir kl. 16.00 sama dag. Upplýsingar gefa Jónas í síma 25532 eða Þorvaldur í síma 23458. Ferðanefnd Léttis. Oskum eftir starfs- manni með meiraprof Einnig vantar starfsmann til starfa í glerverksmiðju. Uppl. veittar á skrifstofunni. ISPISf HF Starfsmaður óskast til afleysinga á bíl og til lagerstarfa í júlí og ágúst. Uppl. í Hrísalundi 3. Ekki í síma. Brauðgerð Kr. Jónssonar. Starfsmaður óskast til framleiðslustarfa. Upplýsingar aðeins gefnar á staðnum. Gúmmívinnslan hf. Rettarhvammi 1 Akureyri Simi 96-26776 Konu vantar við ræstingar á Hótel Stefaníu frá og með 1. júlí. Upplýsingar veittar á staðnum. Hótel Stefanía. Okkur vantar starfsfólk Upplagt sem aukavinna. Upplýsingar á staðnum kl. 16-19, sími 22710. 4 HJÓLAFERÐIR! Næstu tvo sunnudaga (5/7. og 12/7.) veröa farnar náttúruskoðunarferöir upp meö Skjálfandafljóti í Bárðardal á fjórhjólum. Leiðsögumaður verður með í för. Þeir sem reynt hafa þessar ferðir Ijúka allir upp einum munni - þær eru frábærar. Upplýsingar og skráning: Bílaleigan Örn • Sími (96) 24838. Vertu með - þú séð ekki eftir því! Ath. Það eru mennirnir sem stjórna tækjunum sem geta vaidið spjöllum á náttúrunni ekki tækin sjálf. í þessum ferðum er rik áhersla lögð á að slikt gerist ekki.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.