Dagur - 01.07.1987, Blaðsíða 1

Dagur - 01.07.1987, Blaðsíða 1
Gústaf Axel Guðmundsson með 15 punda urriðann, Hafþór Axel Einarsson með afa sínum á mvnd- inni. Metfiskur úr Litluá Oskadraumur veiðimannsins rættist hjá Gústaf Axel Guð- mundssyni á mánudag er hann dró stærsta fisk sem vit- að er til að veiðst hafi í Litluá í Kelduhverfi. Fiskurinn var 15 punda urriði, 78 cm á lengd og ummálið 51 cm. Gústaf fékk fískinn á flugu sem hann hnýtti sjálfur og var það Black Ghost Streamer 2. Margrct Pórarinsdóttir í Laufási sagði að fiskur sem veiðst hefði í ánni í sumar væri mun fallegri og áberandi stærri en áður. I fyrra veiddust 2244 fiskar í ánni en 500 fiskum fleira árið áður og voru þetta metár. Veiði hófst 1. júní í sumar og á laugardag höt'ðu 032 fiskar veiðst, margir þeirra 4-6 pund en einn 9 punda. Gústaf var einn og hálfan dag við veiðar í ánni og fékk alls 13 fiska en þann stóra veiddi hann á svæði no. 5. IM ístess hf: Fluttu út 500 tonn af fóðri „Það gengur vel hjá okkur, við erum með um 90% aukningu miðað við fyrstu fjóra mánuði ársins,“ sagði Guðmundur Stefánsson hjá ístess hf., þegar hann var spurður um afkomu fyrirtækisins. ístess hf. framleiðir fiskeldis- fóður í verksmiðju sinni í Krossa- nesi, og að sögn Guðmundar var réiknað með 40 til 60% aukningu í sölu á fóðri á árinu. „Við verð- um sjálfsagt yfir áætlun á árs- grundvelli. Annars eru bestu sölumánuðirnir júní, júlí, ágúst og september. Það er ekki raun- hæft að reikna með 100% aukn- ingu miðað við árið í fyrra en prósentutölur segja ekki allt. Aðalatriðið er að þetta gengur vel og betur en við áttum von á, í maí og júní fluttum við út liðlega fimm hundruð tonn af fóðri,“ sagði Guðmundur Stefánsson. EHB Sæluhúsið á Öxarfjarðarheiði: Smjör í dýnum oo hrossaskítur á gólfum - umgengnin vægast sagt hroðaleg „Gangnamenn hýsa þar hross- in sín, og við þurfum að moka undan þeim skítinn,“ sagði Guðni Oddgeirsson hjá Vega- gerð ríkisins á Þórshöfn er hann var inntur eftir því, hvernig umgengni í sæluhúsinu á Öxarfjarðarheiði væri. Blaðamenn áttu þar leið um nýlega og fannst aðkoman vægast sagt ömurleg. Skálinn leit vel út að utan, nýmálaður og laglegur. En þegar inn var komið var sagan önnur. í fremri skálanum var, eins og sjá má á myndinni spýtnabrak, hey og skítur á gólfum en það er þar sem hrossin eru hýst. Inn af þessum skála, er svo skáli með kojum, lítilli kola- eldavél eða kabyssu og Ieifar af kexi, salt og lítið fleira matar- kyns. A loftinu voru drullu- skítugar dýnur, sem fáir geta haft löngun til að sofa á. Guöni sagði að vissulega væri það í þeirra verkahring að sjá um þetta hús og að þeir hafi e.t.v ekki staðið sig nógu vel, en kom- in væri í þá uppgjöf vegna hræði- legrar umgengi. Matarbirgðir er ekki hægt að setja þar yfir sumar- tímann, þær þýöir ekki að fara með fyrr en eftir að ófært er orð- ið á haustin, því þeim er stolið, dreift um húsið, smjöri klínt í dýnurnar og annað í svipuðum dúr. Annars finnst honum umgengni heldur hafa skánað upp á síðkastið, svo kannski sé von til að hægt verði að fara að halda þessu viö. Hann sagði það undarlegt, að það virðist eins og að því- minni sem umferðin sé um heiðina, þá komi villidýrið upp í mönnum. Samkvæmt gestabókinni gista þarna ekki margir, sem von er. Einstaka útlendingar gera það þó, en nú mun kofinn næstum eingöngu vera notaður sem gangnakofi. „Norður-þingeyskir þændur ganga ekki vel um skálann, því miður. Þcir hreinsa ekki einu sinni skítinn undan hrossunum sem þeir hýsa inni í j húsinu. Umgengnin er vægast sagt hroðaleg. Það er leiðinlegt að koma þarna eftir göngur." Það er Vegagerð ríkisins sem á að sjá um þetta hús, en víðast hvar mun það vera Slysavarnafé- lag íslands sem sinnir slíku, og fannst Guðna að samræma þyrfti þetta. Annað vildi Guðni benda á sem ákaflega bagalegt er. En það er að skotmönnum virðist laus byssan þegar þeir eru á ferð, og fá útrás fyrir skotgleði sinni á umferðarmerkjum á heiðinni. Þetta er Ijótur leikur sem fullorð- ið fólk á ekki að láta kenna sig við. VG Inni í sæluhúsinu á Öxarfjarðarheiði. Þarna munu vera hýst hross í göngum á haustin. Mynd: VG Farsímar: Renna út eins og heitar lummur Farsímar seljast geysivel þessa dagana. Þeir aöilar sem Dagur hafði samband við sögðu skýr- inguna einkum vera ótta fólks um að við ríkisstjórnarskipti yrði settur söluskattur á þessi tæki. Fólk hefði því ekki beðið boðanna og fjárfest í farsíma. Símarnir kosta um 100 þúsund krónur þegar búið er að festa þá í bílinn. Leyfí þarf frá Pósti og síma og kostar það 6250 krónur. „Við höfum greinilega orðið varir við mikinn kipp í sölunni síðustu daga,“ sagði Þorsteinn Jósepsson sölumaður hjá Höldi hf., en fyrirtækið er með umboð á Akureyri fyrir Mobira Talkman farsíma. „Það má alveg segja að farsím- arnir renni út eins og heitar lummur," sagði Þorsteinn, en hann selur 2-4 síma að meðaltali á dag sem gerir 10-20 síma á viku. Hann sagði algengt að fyrir- tæki og verktakar keyptu farsíma en einnig væru einstaklingar í vaxandi mæli að fjárfesta í þess- um tækjum. Einkum og sér í lagi væru það karlmenn sem keyptu sér farsíma og nefndu þeir aðal- ástæðuna þá að láta konur sínar vita af ferðum sínum. Farsímar þeir sem Höldur hf. selur kosta frá 82 þúsund krónum og upp í 110 þúsund, en þá fylgir allur búnaður með í kaupunum, s.s. festingar í bíl, leiðslur og annað. „Salan er gífurleg," sagði Val- ur Finnsson hjá Straumrás sf., sem hefur umboð fyrir Dancall farsíma. Hann sagði að á föstu- degi í síðustu viku hefðu selst 22 símar og á milli 30-40 símar undanfarna 10 daga. Staðgreiðsluverð á Dancall far- síma er kr. 88.800. Valur sagði að til að byrja með hefði salan verið mest í skip og báta, en upp á síðkastið hefðu æ fleiri einstakl- ingar fest kaup á farsíma. mþþ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.