Dagur - 01.07.1987, Blaðsíða 9

Dagur - 01.07.1987, Blaðsíða 9
1. júlí 1987 - DAGUR — 9 —íþróttic Umsjón: Kristján Kristjánsson Sjö mötk og átta spjöld - er Þór sigraði KA í 2. flokki á Akureyrarvellinum Alfreð Gíslason lék vel gegn Júgóslövum og skoraði 4 mörk. Júgóslavíumótið í handbolta: Einn sætasti sigur íslands - íslenska liðið sigraði heims- og ólympíumeistara Júgóslava Islenska handknattleikslands- liðið gerði sér lítið fyrir og sigr- aði heims- og ólympíumeistara Júgóslava í leik íiðanna í fyrra- kvöld á Júgóslavíumótinu sem stendur yfir um þessar mundir í Júgóslavíu. Heimamenn höfðu yfir 8:5 í hálfleik en íslenska liðið jafnaði 9:9 í síð- ari háHleik, komst í 14:10 og sigraði örugglega 18:15. Óhætt er að fullyrða að þetta sé einn sætasti sigur sem íslenskt handboltalandslið hefur unnið. Einar Þorvarðarson átti mjög góðan leik í markinu og þeir Alfreð Gíslason og Þorgils Óttar Mathiesen voru markahæstir með 4 mörk hvor en þetta var fyrst og fremst sigur liðsheildar- innar. Islenska liðið er því komið í 4 liða úrslitakeppni á mótinu 'ásamt Sovétmönnum og mun leika þar við A.-Pjóðverja og Spánverja, sem urðu í tveimur efstu sætununr í B-riðli en Júgó- slavar þurfa að gera sér að góðu að leika um 5. til 8. sæti ásamt Norðmönnum og tveimur neðstu liðunum úr B-riðli. Þá sigruðu Sovétnrenn Norð- menn með 25 mörkum gegn 19 í fyrrakvöld í A-riðli og unnu því alla sína leiki í riðlinum. í B-riðli léku auk A.-Þjóðverja og Spán- verja, B-lið Júgóslava og félags- liðið Telister sem kom í stað Ungverja sem hættu við þátttöku á síðustu stundu. íslenska liðið tapaði naumt fyrir Sovétmönnum 20:21 í riðlakeppninni og gilda úrslitin úr þeim leik í úrslita- keppninni og eins úrslitin úr leik A.-Þjóðverja og Spánverja í B- riðli sem A.-Þjóðverjar unnu 22:19. Mjólkurbikarkeppnin: Leiftur og KS leika -í kvöld kl. 20 I kvöld verður leikin 3. umferð í Mjólkurbikarkeppni KSÍ og fer einn stórleikur fram hér fyrir norðan, Leiftur og KS leika í Ólafsfirði kl. 20. Búast má við fjörugum leik en þessi lið léku á sama stað á föstu- dagskvöld í 2. deildarkeppninni og þá höfðu heimamenn betur, skoruðu eitt mark gegn engu. Siglfirðingar ætla sér örugglega að hefna ófaranna og vinna í kvöld og komast þar með í 16 liða úrslit en þá koma 1. deildar- liðin inn í keppnina. Aðrir leikir í kvöld eru, ÍR- Víkingur, Grindavík-Selfoss, Leiknir-ÍBV, Reynir Stjarnan og Þróttur-Einherji. Þórhalla Gunnarsdóttir varð næst stigahæst einstaklinga á mótinu. Inga P. Sólnes ekkja Jóns G. Sólnes afhendir Svavari Þór Guðmundssyni Sólnesbikarinn. Mynd K1,B Svavar Þór hlaut Sólnesbikarinn Svavar Þór Guðmundsson sundmaður úr Óðni varð stiga- hæstur einstaklinga á minning- armótinu um Jón G. Sólnes sem fram fór í sundlaug Akur- eyrar um lielgina og hlaut að launum Sólnesbikarinn til varðveislu. Svavar hlaut 607 stig fyrir 100 m skriðsund. Þór- halla Gunnarsdóttir frá HSÞ varð í 2. sæti með 503 stig, fyr- ir 100 m skriðsund og Elsa M. Guðmundsdóttir Óðni varð í 3. sæti með 485 stig fyrir 100 m bringusund. Þetta var opið mót og auk sundfólksins úr Óðni, mættu keppendur frá bæði HSÞ og UMF. Kormáki til leiks. For- svarsmenn Óðins voru frekar óhressir með að ekki skyldu fleiri snjallir sundmenn annars staðar að af landinu mæta í mótið. Sex Ak.-met voru sett á mótinu, í sveina-, drengja- og hnátuflokki og þá bætti Elvar Daníelsson frá Kormáki héraðsmetið í hnokka- flokki í 200 m fjórsundi. Úrslit í einstökum greinum urðu þessi: 800 m skriðsund kvenna: 1. Birna H. Sigurjónsdóttir Óðinn 12:13,73. 200 m skriðsund karla: 1. Ottó Karl Tuliníus Óðinn 2:27,94. 2. Ómar Árnason Óðinn 2:41,63. 3. Hlynur Tuliníus Óðinn 2:42,23. 200 m baksund kvenna: 1. Þórhalla Gunnarsdóttir HSÞ 2:54,26. 2. Ingibjörg Gunnarsdóttir HSÞ 3:12,41. 3. Kristianna Jessen Kormákur 3:17,53. 4x100 m ijórsund karla: 1. Sveit Óðins sveinar 6:10,92. 200 m fjórsund karla: 1. Ottó Karl Tuliníus Óðinn 2:44,62. 2. Skúli M. Þorvaldsson Kormákur 3:14,92. 3. Elvar Danielsson Kormákur 3:14,97. 200 m fjórsund kvenna: 1. Þórhalla Gunnarsdóttir HSÞ 2:45,86. 2. Elsa María Guðmundsd. Óðinn 2:54,30. 3. Ingibjörg Gunnarsdóttir HSÞ 2:59,14. 100 m skriðsund karla: 1. Svavar Þór Guðmundsson Óðinn 58,29. 2. Ottó Karl Tuliníus Óðinn 1:03,25. 3. Kjartan Jónsson HSÞ 1:08,10. 100 m baksund kvenna: 1. Þórhalla Gunnarsdóttir HSÞ 1:17,45. 2. Erla Gunnarsdóttir HSÞ 1:25,18. 3. Elsa María Guðmundsd. Óðinn 1:26,97. 200 m bringusund karla: 1. Ottó Karl Tuliníus Óðinn 3:12,89. 2. Skúli M. Þorvaldsson Kormákur 3:23,35. 3. Óttar Karlsson Kormákur 3:26,01. 100 m bringusund kvenna: 1. Elsa María Guðmundsd. Óðinn 1:26,91. 2. Ingibjörg Gunnarsdóttir HSÞ 1:28,39. 3. Hólmfríður Aðalsteinsd. HSÞ 1:33,85. 100 m flugsund karla: 1. Ottó Karl Tuliníus Óðinn 1:17,75. 2. Ómar Ámason Óðinn 1:33,05. 200 m skriðsund kvenna: 1. Birna H. Sigurjónsdóttir Óðinn 2:33,72. 2. Elsa María Guðmundsd. Óðinn 2:33,76. 3. Vala Magnúsdóttir Óðinn 2:42,03. 200 m baksund karla: 1. Hlynur Tuliníus Óðinn 3:16,10. 2. Elvar Danielsson Kormákur 3:16,10. 4x100 m skriðsund karla: 1. Sveit Óðins sveinar 5:12,69. 2. Sveit Kormáks 5:12,98. 4x100 m fjórsund kvenna: 1. Sveit HSÞ HSÞ 5:34,23. 2. Sveit Óðins stúlkur 5:45,09. 800 m skriðsund karla: 1. Hilmar Danielsson HSÞ 10:40,40. 2. Ottó Karl Tuliníus Óðinn 10:59,48. 3. Hlynur Tuliníus Óðinn 12:01,94. 100 m skriðsund kvenna: 1. Þórhalla Gunnarsdóttir HSÞ 1:08,90. 2. Birna H. Sigurjónsdóttir Óðinn 1:09,91. 3. Ásthildur Ólafsdóttir Kormákur 1:15,22. 100 m baksund karla: 1. Ómar Ámason Óðinn 1:28,74. 2. Hlynur Tuliníus Óðinn 1:31,61. 3. Elvar Danielsson Kormákur 1:35,59. 200 m bringusund kvenna: 1. Ingibjörg Gunnarsdóttir HSÞ 3:12,69. 2. Hólmfríður Aðalsteinsd. HSÞ 3:15,29. 3. Birna H. Sigurjónsdóttir Óðinn 3:19,11. 100 m bringusund karla: 1. Ottó Karl Tuliníus Óðinn 1:25,31. 2. Skúli Þorvaldsson Kormákur 1:32,36. 3. Ómar Árnason Óðinn 1:38,50. 100 m flugsund kvenna: 1. Þórhalla Gunnarsdóttir HSÞ 1:21,77. Fimleika- námskeið Fimleikaráð Akureyrar mun gangast fyrir fimleikanámskeiði í júlí. Námskeiðið fer fram ■ í íþróttahúsi Glerárskóla á mánu- dögum og miðvikudögum frá 18- 19.30. Allir sem áhuga hafa eru velkomnir að mæta en nám- skeiðsgjaldið er 1000 krónur. Þór sigraði KA með fjórum mörkum gegn þrémur í nokk- uð sögulegum leik á Akureyr- arvellinum í fyrrakvöld. Þetta var fyrri leikur liðanna í Akur- eyrarmóti 2. flokks í knatt- spyrnu og þurfti Magnús Jóna- tansson dómari að sýna sex gul spjöld og tvö rauð í leiknum. Þórsarar byrjuðu leikinn mun betur og sóttu nokkuð í upphafi. En það voru hins vegar KA- menn sem náðu forystunni, þegar rúmt korter var liðið af leiknum. Jóhannes Valgeirsson fékk bolt- ann inn í teig og skoraði með glæsilegri hjólhestaspyrnu. Hlyn- ur Birgisson jafnaði fyrir Þór 12 mín. síðar. Hann fékk boltann inn fyrir vörn KA á móts við víta- teigshornið og vippaði snyrtilega yfir Ólaf Gottskálksson mark- vörð KA sem fór í skógarferð og í markið. Skömmu síðar kom Ólafur Þorbergsson Þór yfir með laglegu marki. Hann lék laglega á tvo varnarmenn KA og skoraði með góðu skoti frá vítateig í blá- hornið niðri. Á síðustu mínútu hálfleiksins bætti Árni Þór Árna- son við þriðja marki Þórs. Árni fékk boltann inn í teig, lék á einn varnarmann og skoraði með föstu skoti. Strax á 55. mín. skoraði Sigurpáll Aðalsteinsson fjórða mark Þórs. Hlynur lék í gegnum alla vörn KA og sendi boltann á Sigurpál sem stóð einn á mark- teig og hann skoraði af öryggi. Skömmu síðar minnkaði Grétar Pálmason muninn er hann fékk boltann óvænt inn fyrir vörn Þórs og skoraði auðveldlega. Á 80. mín. fór síðan að draga til tíð- inda. Birgir Karlsson sló til Sigurðar Harðarsonar í vítateign- um og Magnús dómari dæmdi réttilega vítaspyrnu og lét Birgi hafa reisupassann. Sigurður skor- aði sjálfur af öryggi úr vítinu. Strax á eftir fékk Grétar Pálma- son sem hafði komið inn á sem varamaður í hálfleik síðan að sjá rauða spjaldið fyrir að yfirgefa leikvöllinn án leyfis. Það léku því 10 leikmenn í hvoru liði síðustu mínúturnar. Skömmu fyrir leiks- lok hefði Árni Þór átt að bæta við fimmta marki Þórs en hann skaut yfir í dauðafæri. Fleiri urðu mörkin ekki og Þórsarar sigruðu sem fyrr sagði 4:3.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.