Dagur - 01.07.1987, Blaðsíða 12

Dagur - 01.07.1987, Blaðsíða 12
DACHJR Akureyrl, miðvikudagur 1. júlí 1987 Skipagötu 12 síml 21464 Opnimartími Crown Chícken í sumar verður frá kl. 11.00-23.30. Skipagötu 12 surii 21464 Eyjafjörður: Góður afli hjá togurum Togarar við Eyjafjörö hafa afl- að dável að undanförnu og einnig hafa togbátar margir hverjir aflað mjög vel. Afli hjá trillunum hefur hins vegar ver- ið mjög léfegur inni á firðinum og hafa þeir þurft að sækja allt út að Grímsey til að fá fisk. Bátar sem ■ vetur voru á netum eru nú margir að hefja rækju- veiðar. Harðbakur landaði þann 22. 233 tonnum og Kaldbakur síðan 140 tonnum tveim dögum síðar. Afli þeirra var að mestu leyti þorskur. Á Siglufirði lönduðu 2 togarar í síðustu viku. Stálvík iandaði 122 tonnum þann 24., Sigluvík kom með 128 tonn 26. júní. í gær landaði Sveinborg svo 100 tonn- um og Stálvík var aftur mætt, nú með 90 tonn. Afli rækjubáta hef- ur verið ágætur að undanförnu. Sólbergið landaði síðastliðinn föstudag fullfermi á Ólafsfirði, um 170 tonnum. Aflinn var að langmestu leyti þorskur. Skipið fór aftur til veiða í gær. í gær var síðan von á Sigurbjörginni til hafnar með um 160 tonn af heil- frystum fiski og flökum eftir 14 i daga túr. Á Dalvík landaði Baldur 83 tonnum 21. júní eftir fimm daga veiðiferð, og daginn eftir var Björgvin með 156 tonn eftir viku úthald. Björgúlfur landaði svo 170 tonnum þann 24. í gær var von á Dalborgu með um 90 tonn. Á Grenivík var landað um 130 tonnum í síðustu viku og í Hrísey hefur mikill fiskur verið að undanförnu. Þangað er í dag von á Snæfellinu með um 110 tonn. ET íjjróttafréttaritarar Ríkisútvarpsins: Oánægðir með, mótanefnd KSI - vegna niðurröðunar leikja „Við reynum að þjóna sem flestum,“ sagði Samúel Örn Erlingsson íþróttafréttaritari Ríkisútvarpsins, en hann varð fyrir svörum blaðamanns er leitað var svara við því, hvers vegna ekki væru beinar lýsing- ar á fleiri leikjum hjá norðan- liðunum í knattspyrnu í sumar. „Við höfum tekið þá stefnu aö lýsa sem mest, þegar sem flestir leikir eru í gangi. Við erum með fasta íþróttaþætti á miðvikudög- um og laugardögum, og fórum þess á leit við mótanefnd K.S.Í. í vor að tekið yrði tillit til þess við niðurröðun leikja í sumar. Við vorum óhressir með niðurstöð- una, það eru að vísu nokkrir leik- ir á miðvikudögum, en okkur finnst þeir of fáir. Ef við förum út fyrir þessa daga, viljum við helst ekki gera það nema um sé að ræða leiki sem skipta máli varðandi efstu sætin í deildinni, eða að um sé að ræða heila umferð. Nú svo hafa Reykjavík- urliðin kvartað yfir því, að aðsókn á leiki sé lélegri á laugar- dögúm m.a. vegna ferðalaga fólks og vilja síður hafa lciki á laugardögum. Ég vona að þeir sem skipuleggja leiki í þessu landi komist að raun um að það sé styrkur í að hafa leiki á ákveðnum dögum en öðrum. Við höfum fengið mjög góð viðbrögð hjá fólki við þessum þáttum t.d. í vetur þegar hand- boltinn stóð sem hæst, en þar voru flestir lcikir á miðvikudög- um og sunnudögum." VG í gær var staft á Akureyri þýska skcmmtiferðaskipiö World Discoverer. Þó aö hér sé á feröinni sérlcga glæsilegt skip, btiiö öllum nýtísku þæg- indum þá er þaö mjög frá- brugðiö „venjulegum lúxus- skipum" livaö feröir varðar. Farþegar skipsins fóru í gær i skoöunarferöir í Mývatnssveit og víðar og þangaö var fólkið svo sótt í gærkvöld. Blaðamenn Dags voru með í för og í föstudags- blaðinu vcröur sagt frá sigling- unni til Húsavíkur og nánar fjall- að um Itinar ævintýralegu ferðir skipsins, auk þess setti birt veröur viðltil \iö skipstjórann, Heinz Aye, ;i næstunni. ET Lögreglan byrjuð að klippa Lögreglan á Akureyri er nú byrjuð að líta í kringum sig eft- ir óskoðuðum bílum og klippa af þeim númeraplötur. Hún hófst handa sl. mánudag og klíppti af um 30 bílum fyrsta sólarhringinn. Aö sögn Erlings Pálmasonar, yfirlögregluþjóns, er lögreglan enn ekki farin að ganga í þetta af verulegum krafti þar sent miklar annir Itafa verið hjá bifreiða- eftirlitsmönnum. Entt eru t.d. tveir þeirra á Ólafsfirði. „Við för- um í þetta með gát til að byrja nteð enda viljunt við alls ekki valda fólki óþarfa óþægindum. Það er hins vegar nauðsynlegt að minna suma á og við mununt fara í þetta af nteiri krafti um leið og fjölgar aftur í eftirlitinu," sagði Erlingur Pálmason. Þrjár glæsilegar bensínstöðvar í byggingu á Akureyri: Fjárfestingar fyrir tugi milljóna „Þetta verða okkar nýjustu og bestu stöðvar, önnur er kom- in í notkun að hluta en Vega- nesti verður væntanlega tilbúið um miðjan júlí og stöðin við Leiruveg um 15. ágúst,“ sagði Vilhjálmur Jónsson, forstjóri Olíufélagsins hf. í Reykjavík, en nú eru þrjár nýjar bensín- stöðvar í byggingu á Akureyri. Olíufélagið hf. er með tvær þessara stöðva; Veganesti og stöðina við Leiruveg. Þriðja stöð- in er í eigu Skeljungs hf. og stendur hún við Hörgárbraut. Að sögn Vilhjálms er vonast til að hinar tvær nýju stöðvar félagsins verði til að auka þjónustuna við viðskiptamenn og að þeir fái þar góða og þægilega afgreiðslu. „Þó búið sé að taka hluta hins nýja Veganestis í notkun þá er það ekki nema svipur hjá sjón meðan enn er verið að vinna í lóðinni og hlutirnir eru ekki frágengnir, en þetta verða glæsilegar stöðvar," sagði Vilhjálmur. Sigurður J. Sigurðsson hjá Skeljungi hf. sagði að hin nýja stöð félagsins yrði tekin í notkun í mánuðinum en taldi ekki ger- legt að tilgreina nánari dagsetn- ingu. „Nú eru tólf ár síðan bens- ínafgreiðsla okkar í Kaupangi var tekin í notkun. Ferðanesti verður lagt niður og þessi stöð kemur í staðinn, og hún verður í fremstu röð á landsmælikvarða í þjónustu, þó hún sé ekki með þeim stærstu á landinu." sagði Sigurður. Þeir Vilhjálmur og Sigurður færðust undan því að nefna nokkrar um tölur um kostnað við framkvæmdirnar. en ljóst er að þær eru upp á tugi milljóna króna. EHB Ný bensínstöð Olíufélagsins hf. við Leiruveg. Nýtt Veganesti kemst i gagnið í þessum mánuði. Bensínstöð Skeljungs hf. við Hörgárbraut. Myndir. ehb

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.