Dagur - 01.07.1987, Blaðsíða 3

Dagur - 01.07.1987, Blaðsíða 3
1. júlí 1987- DAGUR-3 - Veita stöðvarnar á Hólum og Gunnarsholti einhverjar leið- beiningar til einstaklinga? „Á Hólum er ekki hægt að tala um neina leiðbeiningaþjónustu. Par er stunduð ræktun, þröng stofnræktun, sem er mjög umdeilanlegt markmið nú til dags. Þetta dregur úr mögu- leikunum á því að velja góða hesta og æxla því besta saman. Þetta eru vinnubrögð, sem mjög fáir hrossaræktendur nota í dag. Það er ekki eðlilegt að hrossa- kynbótabú ríkisins vinni eftir slíkum starfsreglum, við verðum að hafa víðara sjónarhorn." - Hafa einstaklingar í hrossa- rækt þá meiri möguleika hvað varðar breidd? „Já, miklu meiri. Hinn almenni ræktandi hefur meiri möguleika á að ná árangri. Það er alveg sama hversu miklir pen- ingar eru í boði ef við höfum ekki aðgang að bestu hrossunum, þá segja peningarnir ekki neitt." - Er samstarf hrossaræktunar- sambanda í einstökum landshlut- um nógu mikið með tilliti til kyn- bóta? „Það er alltaf að aukast, sam- böndin lána hesta og fá aðra í staðinn. Sífellt fleiri hrossarækt- unarsambönd hafa metnað til að hafa góða hesta í boði fyrir sína félagsmenn." - Er íslenski hesturinn að breytast fyrir tilstilli ræktunar? „Já, það er rétt. Við erum að rækta hann frá þessu lága og þétta byggingarlagi, sem er for- senda þess að hann hefur lifað af í landinu. Við erurn að reyna að lengja hálsinn og fæturna, auk þess sem reynt er að létta bolinn. Þetta gengur þvert á náttúruval miðað við íslenskar aðstæður. Við höfum líka betri hús og fóður en var.“ „Þýðir þetta að við fáum betri reiðhesta en áður? „Ég er ekki viss um það. Ég er persónulega á móti því að stækka hrossin mikið, mér finnst stærðin 140 til 145 cm að bandmáli á herðakamb ágætt en mér finnst ekki ástæða til að fara yfir það. Það er tilhneiging í þá átt að fá hávaxnari hross, það er enginn vafi." - Hvað verður þá um gamla, íslenska hestinn, hverfur hann með tímanum? „Ef menn eru að tala um litla, lubbalega og feita hestinn þá er hætt við því að eftir ákveðinn tíma, sjálfsagt árhundruð, finnist ekki „ekta“ íslenskur hestur lengur í þeirri mynd, sem þarfasti þjónninn var lengst af þekktur." EHB Hljóðbylgjan: Maraþondagskrá til styrktar sundlaugarbyggingu við Sólborg í fyrramálið hefst á Hljóð- bylgjunni maraþondagskrá til styrktar sundlaugarbyggingu við Sólborg. Það eru dag- skrárgerðarmennirnir Guð- mundur Ómar Pétursson og Þráinn Brjánsson sem standa fyrir dagskránni og ætla þeir sér að senda út samfleytt í 60 klukkustundir án hvíldar og safna í leiðinni áheitum frá hlustendum. Dagskráin hefst kl. 9.30 í fyrramálið og lýkur kl. 21.30 á laugardagskvöld. Léttleikinn mun verða í fyrirrúmi, tónlist, spjall og óvæntar uppákomur auk þess sem fréttir verða áfram á föstum tímum. Hugmyndin er að hlustendur heiti einhverri upp- hæð fyrir hverja klukkustund sem kapparnir sitja í útsending- unni, ^n takist þeim að sitja þessa 60 tíma hafa þeir að öllum líkind- um sett fslandsmet í „greininni." Byrjað verður að taka við áheit- um um leið og útsending hefst og verður hægt að koma þeim áleið- is með því að hringja í síma 27710 og 27711. Þá verður einnig opið hús á Hljóðbylgjunni allan tímann og þar getur fólk litið inn, fengið sér hressingu og tekið þátt í útsendingunni. „Ég á nú ekki von á öðru en okkur takist þetta. Við verðum í fríi í dag og hvílum okkur en mætum síðan eldhressir í fyrra- málið. Við vonum bara að Norð- lendingar verði duglegir að hringja inn áheit og styrkja þann- ig þetta góða málefni,“ sagði Guðmundur Ómar í samtali við blaðið Sundlaugin við Sólborg er nú fokheld en framkvæmdir við hana hafa legið niðri í tvö ár sök- um fjárskorts. Áætlað er að halda framkvæmdum áfram í sumar og láta ekki staðar numið fyrr en hægt verður að taka hana í notkun. JHB -------------------------- . ''"Tóbaksreykur mengar loftiö S og er hættulegur heilsunni. LANOLÆKNIR V_________________________> uu Tölvuritari Oskum eftir að ráða tölvuritara til starfa í Ullariðnaði. Æskilegt er að viðkomandi hafi verslunar- skólamenntun eða hliðstæða menntun og reynslu í tölvuskráningu. Um er að ræða áhugavert starf fyrir duglega manneskju. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf fljótlega. Umsóknir sendist starfsmannastjóra fyrir 10. júlí nk. og gefur hann nánari upplýsingar. <2S IDNAÐARDEILD 59 SAMBANDSINS GLERÁRGÖTU 28 AKUREYRI SÍMI (96)21900 Akureyri: Mávafargan á Brekkunni Eru mávar algengari en skóg- arþrestir á Brekkunni? Undar- lega er spurt en þó hafa Akur- eyringar fullan rétt til þess að spyrja að þessu því mávafarg- anið neðst á Brekkunni er með ólíkindum. „Ég get ekki sofn- að fyrir gargi á kvöldin, lóðin og göturnar eru þaktar þessum fuglum. Og á morgnana cr bíll- inn minn alltaf hvítflekkóttur af mávadriti,“ sagði íbúi við Helgamagrastræti. Satt er það að mávar eru áber- andi t.d. í Helgamagrastræti, Munkaþverárstræti, Oddeyrar- götu og Hamarstíg og sést það vel á hvítu driti á götunum. Vissulega er það óvenjulegt þeg- ar íbúar við þcssar götur sofna við mávagarg í stað þess að sofna við tístið í skógarþröstunum. í fljótu bragði mætti hugsa sér skýringuna á þessu liggja í ákveð- inni vistræðilegri hringrás. Eins og sagt hefur verið frá er gríðar- lega mikiö um grasmaðk í þessu hverfi og einnig er mikið af kött- um þarna. Hins vegar eru skógar- þrestir furðu lítiö áberandi. Þá getum við sagt að grasmaðk fjölgi úr hömlu vegna þess að kettirnir drepa þrestina sem annars myndu háma maðkinn í sig. Það er a.m.k. ljóst að ekki hef- ur gengið vel að stemma stigu við fjölgun katta og sjaldan hafa þrastarungar átt eins erfitt upp- dráttar. Þessir fáu þrestir hafa ekki getaö hindrað fjölgun grasmaðks og því eru mávarnir komnir til hjálpar til að freista þess að koma hringrásinni í eðli- legt horf. Eða hvað eru mávarnir annars að gera þarna? Þeir virð- ast vera komnir í maðkaveislu og gott ef þeir geta grisjað ósómann en hins vegar eru þetta öllu óskemmtilegri fuglar en blessaðir skógarþrestirnir. Er þá hægt að segja að ástæðan fyrir allri þess- ari brenglun og upphaf hringrás- arinnar sé sú að kcttir séu of margir fyrir þetta umhverfi? SS Tjaldborgartjald í útileguna * TVEGGJA MANNA ÁN YFIRSEGLS * ÞRIGGJA MANNA MEÐ OG ÁN YFIRSEGLS * FJÖGURA MANNA MEÐ YFIRSEGLI * FIMM-SEX MANNA MEÐ OG ÁN YFIRSEGLS HAFNARSTR. 91-95 - AKUREYRI - SlMI (96)21400

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.