Dagur - 16.07.1987, Side 2

Dagur - 16.07.1987, Side 2
2-DAGUR-16. júlí 1987 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLÁG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 520 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 50 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERTTRYGGVASON, EGILL BRAGASON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368), HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, RÚNAR ÞÓR BJÖRNSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. leiðari_____________________________________ Háttalag sem hæfir ekki sjálfetæðri þjóð Hótanir um að Bandaríkjamenn muni beita íslend- inga viðskiptaþvingunum ef þeir síðarnefndu hætti ekki hvalveiðum í vísindaskyni, hafa skotið mörg- um skelk í bringu, enda verulegir hagsmunir í húfi. Mikill meirihluti þjóðarinnar hefur fram til þessa fylkt sér að baki íslenskum stjórnvöldum og stutt stefnu þeirra í hvalveiðimálinu í einu og öllu. Með þeim samþykktum sem Bandaríkjamenn knúðu í gegn á fundi Alþjóða hvalveiðiráðsins á dögunum virðist sem þeim hafi tekist að rjúfa þá þjóðarein- ingu sem hér hefur ríkt um þetta mál. Svo sem fram hefur komið er í tillögu Bandaríkja- manna gert ráð fyrir að svipta ríkisstjórnir aðildar- ríkjanna því ákvörðunarvaldi sem þær hafa hingað til haft um eigin vísindarannsóknir og færa það í hendur pólitískra fulltrúa Alþjóða hvalveiðiráðsins, sem hafa engar fræðilegar forsendur til að byggja ákvörðun sína á. Hvað íslendinga varðar hafa þess- ar rannsóknaráætlanir verið unnar af færustu sér- fræðingum sem völ er á. Auk þess eru vísindamenn sammála um nauðsyn slíkra rannsókna. í 8. grein stofnsamnings Alþjóða hvalveiðiráðsins segir orðrétt: „Þrátt fyrir önnur ákvæði þessa stofnsamnings, getur ríkisstjórn sérhvers aðildarríkis veitt ein- hverjum þegni sínum sérstaka heimild til þess að taka, drepa eða meðhöndla hvali til vísindalegra rannsókna, með skilyrðum sem viðkomandi ríkis- stjórn aðildarríkis telur nauðsynleg um fjölda hvala og önnur atriði. Taka, dráp og meðhöndlun hvala samkvæmt þessari grein skal vera undanskilin öðr- um ákvæðum þessa stofnsamnings." í sömu grein er einnig að finna ákvæði um skyldu viðkomandi ríkisstjórna til að miðla öllum upplýs- ingum um rannsóknirnar til Alþjóða hvalveiðiráðs- ins. Tillaga Bandaríkjamanna gengur augljóslega í berhögg við 8. grein stofnsamningsins og þess vegna var íslenska sendinefndin á móti tillögunni. Hugleiðingar Halldórs Ásgrímssonar sjávarútvegs- ráðherra um að forsendur fyrir aðild íslendinga að ráðinu séu brostnar eru af sama toga spunnar. í sjálfu sér hafa tillögur þær sem samþykktar voru takmarkað gildi en hljóta fyrst og fremst að skoðast sem viljayfirlýsing Alþjóða hvalveiðiráðsins. Hins vegar geta Bandaríkjamenn reynst okkur skeinu- hættir því gildandi lög þar í landi veita bandaríska utanríkisráðuneytinu vald til að dæma um hvort hvalveiðar íslendinga brjóti í bága við samþykktir Alþjóða hvalveiðiráðsins. Ef sú verður niðurstaðan geta Bandaríkjamenn beitt okkur viðskiptaþving- unum. Full ástæða er til að óttast hugsanlegar refsiað- gerðir Bandaríkjastjórnar. Þarlend stjórnvöld hafa margsýnt að þau víla það ekki fyrir sér að beita aðr- ar þjóðir efnahagsþvingunum til að láta þær lúta vilja sínum — jafnvel þótt málstaðurinn sé hæpinn. Við megum þó ekki hlaupa upp til handa og fóta, láta röksemdarfærslur lönd og leið og lúta vilja erlends ríkis í einu og öllu af einskærum ótta. Slíkt háttalag hæfir ekki sjálfstæðri þjóð. BB. viðtal dagsins. „Húsavíkurbær hefur aldrei verið fallegri,“ sagði Guðni Halldórsson framkvæmda- stjóri landsmótsnefndar rétt fyrir mótið og fleiri tóku í sama streng. Þó margir hafi lagt hönd á plóginn við að fegra bæinn fyrir landsmótið er hlut- ur bæjarstarfsmanna á Húsa- vík stærstur, en þeir hafa unn- ið af miklu kappi undanfarnar vikur. Guðmundur Þorgríms- son bæjarverkstjóri og Sig- mundur Þorgrímsson aðstoð- arverkstjóri eru í viðtali dagsins. - Guðmundur, hvað gerðu bæjarstarfsmenn fyrir lands- mótið? „Það væri nær að spyrja um hvað við gerðum ekki. Við þurft- um að gera allt sem við erum vanir að gera að vorlagi og svo þurfti að gera mikið meira vegna landsmótsins, laga til íþrótta- svæðið, þekja fleiri hektara og ljúka öllu á skemmri tíma héldur en venjulega. Þegar nær dró landsmótinu þurfti að koma fyrir sorpílátum og setja upp snyrting- ar á tjaldstæðunum. Við gerðum okkur ekki grein fyrir hversu mikið fyrirtæki þetta var fyrr en að þessu kom.“ - Sigmundur, hvað tók undir- búningurinn langan tíma, hvað unnu margir og hve mikið? „í tvo og hálfan mánuð hefur verið mikil kvöld- og helgar- vinna. Til að byrja með vorum við með þennan kjarna sem er í vinnu allt árið en þegar fór að nálgast mótið bættust alltaf fleiri og fleiri við og undanfarinn mán- uð hefur verið mikil vinna hjá öll- um starfsmönnum. Það var mikil pressa fyrir 17. júní, þá var unnið til sjö um morguninn við að ganga frá lóð íþróttahallarinnar fyrir vígsluna.“ - Guðmundur, hvað stendur eftir af þessum framkvæmdum að loknu mótinu? „Það stendur allt saman eftir nema snyrtingarnar og lagnirnar á tjaldstæðunum. En öll þöku- lögn stendur eftir og það er gífur- lega mikið sem við fáum í bæinn sem við hefðum ekki annars fengið núna, t.d. er mikill munur að sjá fráganginn við Héðins- braut og sundlaugina, þetta hefði ekki verið gert á svona stuttum tíma nema vegna mótsins.“ Guðmundur t.v. og Sigmundur verkstjórar hjá Húsavíkurbæ. „Stemmningin alveg stóikostleg “ - segja Guömundur og Sigmundur verkstjórar hjá Húsavíkurbæ - Nú eru samt eftir kaflar sem mætti laga betur, haldið þið að þegar fólk sér hvað bærinn er orðinn snyrtilegur að það komi metnaður upp til að gera enn bet- ur og að það verði drifið í að lagfæra þetta? „Já, ég hugsa það,“ svaraði Sigmundur. „Það voru margir sem tóku kipp vegna landsmóts- ins og fóru að laga til hjá sér.“ Guðmundur bætti við: „Það má segja að þetta sé í fyrsta skipti sem við bæjarstarfsmenn fáum viðurkenningu fyrir okkar starf, hvar sem við komum er talað um hvað bærinn líti vel út, hvað allt gangi vel og að mikið sé unnið. Venjulega er svolítið hnýtt í bæjarvinnuna, það má varla krakki setjast niður svo ekki sé talað um að svona hafi bæjar- starfsmenn það.“ - Var mikil vinna hjá ykkur á sjálfu mótinu? „Við vorum stöðugt með tvo menn á viðgerðarvakt fyrir snyrt- # Skemmdar- verk • Undarleg er sú fíkn manna sem kölluð er skemmdarfíkn. Þetta er hvöt sem brýst út og bitnar á ótrúlegustu hlutum og er tilgangurinn óskiljan- legur. Um síðustu helgi fundu einhverjir dónar hjá sér löngun tll þess að ráðast á fjörutíu tré í Vaðlareit og fletta af þeim trjáberkinum með þeim afleiðingum að trén eru ónýt. Það hefur legið mikil og erfið vinna bak við þetta verk svo mikið hefur verið á sig lagt. Hefði verið nær, að láta vinnugleðina njóta sín á annan hátt í það minnsta þannig að gott leiddi af. Ekki var nóg um að lagst væri á trén, heldur var um sömu helgi lagst til atlögu við skúra, er börn í skólagörðun- um höfðu nýlokið við að byggja. Þegar saklaus börn fá ekki einu sinni að vera í friði, er of iangt gengið. Þeir fúlu menn sem hér áttu í hlut hljóta að vera sjúkir á sál. # Skotgleði - Skemmdarverk á vegamann- virkjum hafa einnig verið til umfjöllunar upp á síðkastið. Eitt af því sem athygli vekur varðandi þá umræðu, eru umferðaskilti sem notuð hafa verið sem skotmörk byssu- glaðra manna. Óhugnanlegt er til þess að hugsa, að menn sem framkvæma þessa hluti skuli hafa byssuleyfi. Sé hittni þeirra ekki betri en það, að þeir þurfi að æfa hana þegar á vettvang er komið með því að miða á mannvirki er vænlegra að þeir haldi sig heima þar sem minni hætta stafar af þeim. Það er nefni- lega aldrei að vita hvar skot sem geigar getur lent. Sama má svo segja um þá sem ráðast á neyðarskýli og fá útrás fyrir óeðli sitt, þetta allt eru menn sem að mati S&S eru matur geðlækna og taki þeir til sín sem eiga.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.