Dagur


Dagur - 16.07.1987, Qupperneq 12

Dagur - 16.07.1987, Qupperneq 12
 Akureyri, fimmtudagur 16. júlí 1987 KA-heimilið Opið frá kl. 8.00-23.00 virka daga og frá kl. 10.00-19.00 laugardaga og sunnudaga Ný nudd- ocf sólstofa í cjlæsilegru umhverfi Fjórir nýir lampar. ★ Nýjar perur. ★ „Allt nýtt.“ Sjón er sögu ríkari. ★ Heitt á könnunni. ★ Verið velkomin. Óhapp á hringferð Fornbflaklúbbur íslands er nú staddur á Austurlandi á hringferð sinni um landið til styrktar söfnun Krísuvíkur- samtakanna. Ferðalangarnir áætla að koma til Reykjavíkur á morgun en þegar hafa safnast hátt í þrjár millj- Þegar hópurinn var á ferð á Fjöllum fyrr í vikunni vildi það óhapp til að rúta af gerðinni Ford 47 valt við brúna yfir Víðidalsá. í bílnum voru auk ökumanns þrjú börn og marðist eitt þeirra lítillega. Nokkrar skemmdir urðu á bílnum. Mynd: RPB „Hitaveitusamkomulagið": Ekki viðunandi lausn - á vanda veitunnar, að mati framsóknarmanna - einhverjum þykja berin súr, segir Gunnar Ragnars Bótakröfur vegna tjóns á Ijósleiðarastreng: Geta hlaupið á hundr- uðum þúsunda Samkomulag milli Akureyrar- bæjar og ríkissjóðs varðandi aðstoð við Hitaveitu Akureyr- ar var samþykkt með 11 sam- hljóða atkvæðum í bæjarstjórn Vélflugféiag Norðurlands: Byggir flug- skýli fyrir tíu vélar Framkvæmdir við byggingu flugskýla Vélflugfélags Norð- urlands hófust um miðjan maí. OyggJ3 á tvö hús og verða fimm flugskýli í hvoru húsi. Alls verða þetta tæpir 1000 fermetr- ar. Það er Birgir Ágústsson sem teiknað hefur húsin. Um þessar mundir er verið að steypa grunninn í fyrsta húsinu, en vonir standa til að takist að ljúka byggingu þess í sumar og einnig að reisa grind hins hússins, og það klætt. Að sögn Víðis Gíslasonar, hef- ur þeim nú verið sagt upp hús- næði sem þeir hafa hingað til leigt hjá Flugfélagi Norðurlands í annars ágætu samstarfi, en þeir fá að geyma einhverjar vélar áfram í vetur eða þar til endanlegri byggingu beggja húsanna verður lokið. Það eru félagar í Vélflugfélag- inu sem fjármagna byggingarnar sjálfir en hver kost'naður á hvert skýli verður, liggur ekki fyrir enn. Á Akureyri eru nú 13 til 14 smávélar, af þeim á Flugfélag Norðurlands tvær, en að meðal- tali eru fjórir til fimm aðilar um hverja vél. VG á þriðjudaginn. Ríkissjóður yfirtekur erlend lán veitunnar að jafnvirði 100 milljónir íslenskra króna. Gjaldskrá Hitaveitunnar lækkar á næst- unni um allt að 20%. Sigurður Jóhannesson sagðist fagna þessu samkomulagi, en benti á að eingöngu væri um ákveðinn áfanga að ræða, en ekki viðunandi lausn á vanda hitaveit- unnar. Á fundinum óskuðu full- trúar Framsóknarflokksins eftir bókun þar sem fram kemur að samkomulag það sem meirihluti bæjarstjórnar hafi gert um yfir- töku ríkissjóðs á erlendum lán- um að jafnvirði 100 milljónum króna nái of skammt til viðun- andi lausnar á vandanum. Einnig kemur fram í bókuninni að ýmsar þær forsendur sem til grundvallar eru lagðar séu hæpnar. „Við lít- um svo á, að samkomulagið geti einungis talist áfangalausn á fjár- hagsvanda Hitaveitu Akureyrar og munum við samþykkja það sem slíkt,“ segir í bókuninni. Einnig kemur fram að í viðræð- um um lausn á vanda veitunnar á síðasta kjörtímabili hafi verið tal- ið að létta þyrfti af hitaveitunni alit að einum fjórða af heildar- skuldunum svo tryggja mætti fjárhagslegt öryggi hennar. í bókun Heimis Ingimarssonar segir að hann geti einnig sam- þykkt umrætt samkomulag sem áfanga á leið til nauðsynlegrar lækkunar á húshitunarkostnaði, en hann ítrekaði þá skoðun sína að með öllu óviðunandi sé að þrátt fyrir væntanlega lækkun muni húshitunarkostnaður enn vera u.þ.b. helmingi hærri hér en á höfuðborgarsvæðinu. „Slíkt hlýtur að hafa búseturaskandi áhrif,“ segir í bókun Heimis. Gunnar Ragnars sagði á bæjar- stjórnarfundinum að vfst kynni að vera, „að einhverjum þættu berin súr, en alvöru tilburðir til að leysa vandann hefðu ekki komið fram fyrr en á síðasta ári.“ „Það er óþarfi að hrópa hátt,“ sagði Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, „síðasti meirihluti gerði það sem í hans valdi stóð til að ná þessum samningum.“ mþþ Fyrirhugað er að ný íþrótta- miðstöð verði innréttuð í gamla Sjafnarhúsinu í Gilinu, nánar tiltckiö við Kaupvangs- stræti. Það er einstaklingur sem stendur fyrir kaupum á húsinu og því sem stendur bak við það og hyggst hann stofna hlutafélag um uppbygginguna og reksturinn. Þarna kemur til með að verða margþætt starf- semi og ber þar fyrst að nefna veggjatennis, en aðstaða fyrir þá íþróttaiðkun er ekki til stað- ar á Akureyri fyrir almenning. Húsin eru samtals um 1400 fer- metrar að flatarmáli og er áætlað að heildarkostnaður við húsa- kaupin og breytingar þær er gera þarf á því, verði um 30 miljónir króna. Breytingarnar felast aðal- lega í innanhússframkvæmdum svo sem að klæða veggi, leggja nýjar leiðslur, útbúa baðaðstöðu, mála og fleiru þess háttar. Veggjatennissalirnir verða alls þrír, en þar sem þessi íþrótt þarf mikla lofthæð, þarf að brjóta upp Eins og komið hefur fram í fréttum eru hafnar fram- kvæmdir hjá Pósti og síma við lagningu Ijósleiðarastrengs sem stefnt er að muni liggja hringinn í kring um landið. I Skagafirði er búið að mæla fyr- ir legu Ijósleiðarastrengsins milli Varmahlíðar og Sauðár- króks og fram Norðurárdal. Leggja á strenginn milli Sauð- árkróks og Blönduóss yfir Þverárfjall í sumar og ef tími vinnst til í haust milli Sauðár- króks og Varmahlíðar. Starfsmenn Pósts og síma hafa að undanförnu unnið að lagningu röra fyrir strenginn út frá stöðv- arhúsinu á Sauðárkróki. Streng- urinn verður plægður í jörð, í ca. 80 cm dýpt að sögn starfsmanns Pósts og síma. Fulltrúar skipulagsnefnda og sveitarstjórna nokkurra hreppa í Skagafjarðarsýslu héldu fund um þetta mál 15. júní sl. í Miðgarði þar sem einnig var mættur fulltrúi frá Pósti og síma og rafveitu- stjóri. Á þessum fundi kom m.a. fram að kostnaður við viðgerð á strengnum ef hann skemmdist eða slitnaði mundi nema nokkur hundruð þúsund krónum og sá sem valdur væri að því óhappi væri bótaskyldur. Því sé nauð- synlegt að formlega verði gengið frá samningum við landeigendur og samþykki skipulagsnefnda og sveitarstjórna liggi fyrir áður en nokkrar framkvæmdir verði hafnar varðandi lagningu strengs- ins. Fundurinn fól byggingafull- trúa Skagafjarðarsýslu Ingvari loftið yfir þeim, þannig að opið verður á milli tveggja hæða. Á efri hæðinni verða því svalir og veitingasala, þar sem hægt verður að sitja og horfa yfir veggja- tennissalina. Auk þessa verða í húsinu salir fyrir heilsurækt, aerobic, billiard og sólarbekki. í húsinu sem er bak við Sjafn- arhúsið, er svo fyrirhuguð önnur starfsemi sem ekki er alveg búið að ákveða hver verður, en líklega Gýgjar Jónssyni að biðja félags- málaráðuneytið um úrskurð á hvort ekki þurfi samþykki skipu- lagsnefnda sveitarfélaganna og sveitarstjórnanna fyrir staðsetn- ingu slíkra jarðlagna. Samkvæmt upplýsingum bygg- ingafulltrúa mun strengurinn víða liggja þvert á girðingar og vatnslagnir bænda og kannski fleiri aðila og e.t.v. um væntanleg tún og skógræktarlönd. Því er sú hætta fyrir hendi að tjón geti orð- ið á strengnum þurfi að endur- nýja eða lagfæra vatnsleiðslur, girðingar og brjóta og grafa larid til ræktunar. Byggingafulltrúi skrifaði ráðuneytinu bréf strax daginn eftir fundinn, þar sem óskað var eftir framangreindum úrskurði. -þá Laxá í Aðaldal: Mjög góð veiði Mjög góð laxveiði hefur verið á öllu landinu í sumar, eins og spáð hafði verið. í veiðihúsinu við Laxá í Aðaldal fengust þær upplýsingar að 795 laxar væru komnir á land frá 10. júní og er það bæði mun meira en vana- lega og einnig eru laxarnir stærri en vant er. 12 manns voru við veiðar í ánni í gær og og er það leyfilegur fjöldi hverju sinni. Síðustu dag- ana hefur veiði verið treg vegna sólskins og hita en í gær hafði hitastigið lækkað og komið upp- lagt veiðiveður. HJS verða þar spilakassar og mini- golf. Ef af þessu verður er vonast til að framkvæmdir geti hafist í haust, svo ef þær ganga vel má vænta þess að fá að njóta þessar- ar aðstöðu með vorinu. Væntan- lega verður nýting á húsinu góð, þar sem veggjatennis er vinsæl íþrótt þar sem það er stundað auk þess að vera nýlunda á Akur- eyri. vg Akureyri: Ný íþrótlamiöstöð í Gilinu - M.a. aðstaða til veggjatennisiðkunar o.fl. Sjafnarhúsið við Kaupvangsstræti, sem væntanlega mun hýsa nýja íþrótta- miðstöð með aðstöðu til þess að stunda veggjatennis. Mynd: GT

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.