Dagur - 20.07.1987, Blaðsíða 9

Dagur - 20.07.1987, Blaðsíða 9
20. júlí 1987 - DAGUR - 9 Heilbrigðisfulltrúinn á Sauðárkróki: Telur staðsetningu sorpbrennslu í Skarði ekki heppilega - Kálfárdalur betri kostur Á fundi heilbrigðisnefndar Skagafjarðar á dögunum lagð- ist Sveinn H. Guðmundsson heilbrigðisfulltrúi á móti því að sorpbrennsla yrði byggð á þeim stað sem bæjarstjórn Sauðárkróks hugsar sér, í landi Skarðs, á þeim stað sem sorp- haugar bæjarins eru staðsettir og taldi hann Kálfárdal fyrir ofan Sauðárkrók í landi Rípur- hrepps heppilegri stað. „Af núverandi staðsetningu hauganna eru töluverð óþægindi, s.s. lykt sem leggur yfir bæinn í norðlægum áttum og reyk sem blasir við víða úr héraðinu og veldur sjónmengun. Benda má á nýlega reglugerð um starfsemi Regnbogabækur: „Ég tek Manhattan“ Regnbogabækur hafa nú sent frá sér þriðju kiljuna og er titill hennar: Ég tek Manhattan eftir Judith Krantz. Höfundurinn er íslenskum sjónvarpsáhorfendum kunnur af þáttum er sýndir voru síðastliðinn vetur og nefndust: Dóttir málarans. Bók þessi hefur hlotið miklar vinsældir erlendis og var samtals í u.þ.b. þrjá mán- uði á vinsældalistum beggja vegna Atlantshafsins. Bókin er tæpar 400 bls. að lengd. Regnbogabækur fást í bóka- og smásöluverslunum um land allt og fást einnig í áskrift. sem getur valdið mengun. Sam- kvæmt henni er staðsetning sorp- brennsina ekkert einkamál neins, enda hefur bæjarstjórn Sauðár- króks sótt um staðsetningarleyfi til umsagnaraðila, sem eiga að fjalla um málið. Ég vil taka það fram að heilbrigðisnefnd Skága- fjarðar, sem er einn umsagnar- aðila, hefur ekki enn kveðið upp sinn úrskurð í málinu,“ sagði Sveinn H. Guðmundsson heil- brigðisfulltrúi. Á fundi bæjarstjórnar á dögun- um, þar sem fundargerð heil- brigðisnefndarinnar var tekin fyrir, virtist vera vilji bæjar- stjórnarmanna til að halda sér við það að sækja um byggingu sorp- brennslu í landi Skarðs. Kálfár- dalur hefði áður komið til tals í þessu sambandi, en mönnum ekki litist á þann stað vegna snjóþyngsla á vetrum og eins væri um langan veg að fara. Um þetta sagði heilbrigðisfulltrúinn: „Það er ljóst að gera þarf lagfæringar á veginum, en vegalengdin upp í Kálfárdal, sem er 5 km lengri en út í Skarð, er þó styttri en út í Helluland þar sem uppi voru áform á síðasta ári um byggingu sorpbrennsluþróar. Þá er ekki vafi á að þegar bæjarstjórn vill byggja sorpbrennsluna í Skarðs- landi er hún að hugsa um pen- ingahliðina. Það yrði eflaust ódýrari kostur. En Kálfárdalur er í hæfilegri fjarlægð frá Sauðár- krók. Þar eru fleiri möguleikar á förgun úrgangs en í Skarði. Þar er hægt að urða úrgang sem ekki er gott að brenna, s.s. úrgang frá Steinullarverksmiðjunni og fl. stöðum. Ekki er vitað um neina hættu á frárennsli úr Kálfárdal frekar en úr Skarðslandinu. “ -þá Þekkir þú íþrótta- mennina? „Gamall Þórsari" sem nú er búsettur í Reykjavík leit inn á rit- stjórnarskrifstofu Dags í vikunni með tvær gamlar myndir í pússi sínu. Hann hefur mikinn áhuga á að vita hvort einhver þekkir mennina sem á myndunum eru. Báðar eru myndirnar teknar í kringum 1930. Onnur er af félög- um í Leikfimifélagi Akureyrar en hin af 3. flokki Þórs sem sigraði í Akureyrarmótinu í þeim aldurs- flokki, að öllum líkindum árið 1929 eða ’30. Þeir sem telja sig þekkja þá sem á myndunum eru, eru vin- samlegast beðnir að skrifa Degi nokkrar línur eða hafa samband símleiðis. BB. Efnaverksmiðjan Sjöfn framleiðir: 100 bleiur á mínútu - segir Aðalsteinn Jonsson „Framleiðslan gengur Ijóm- andi vel og eftirspurnin er alltaf að aukast,“ sagði Aðal- steinn Jónsson, verksmiðju- stjóri hjá Sjöfn á Akureyri, en í fyrra hófst framleiðsla í verk- smiðjunni á dömubindum, bleium og sk. fæðingarbind- um. Að sögn Aðalsteins hefur verið stöðug sala í bleiunum og mikil aukning í sölu dömubinda. Þá er einnig nokkuð framleitt af fæð- ingarbindum, en það eru sér- hönnuð bindi sem konur nota á fæðingardeildum eftir barnsburð. Þrjár stærðir eru framleiddar af bleium; smábleiur, dagbleiur og náttbleiur. „Sala dömubinda hefur tvö- faldast á þessu ári. Okkar bindi eru ódýrari en þau innfluttu og hafa líkað mjög vel. Það þýðir ekkert að vera með ódýra vöru ef hún er ekki jafngóð og sú erlenda og okkar vara er fyllilega sam- bærileg að gæðum. Vélarnar, sem við keyptum vegna þessarar framleiðslu, voru dýrar en fram- leiðslan stendur vel undir fjár- festingunni og fyrirsjáanlegt er að aukning í sölunni er framund- an. Við verðum að keyra vélarn- ar allan daginn til að anna eftir- spurn og framleiðslan er um 100 bleiur á mínútu,“ sagði Aðal- steinn Jónsson. Fjórir starfsmenn vinna að framleiðslu á dömubindum og bleium en alls vinna um 75 manns hjá fyrirtækinu. EHB Sæsímastrengur iagður niður: Nýr símastrengur tekinn í notkun bráðlega - lagningu strengsins miðar vel „Verkinu miðar mjög vel. Við reiknum með að því Ijúki seinna í þessum mánuði,“ sagði Þorvaldur Nikulásson tæknifulltrúi Pósts og síma á Akureyri um framkvæmdir við lagningu símastrengs frá sím- stöð eftir Drottningarbraut, yfir Leiruveg og að Höfn á Svalbarðsströnd. Þegar þessum framkvæmdum er lokið verður sæsími lagður niður, en fyrir eru fimm sæsíma- strengir sem liggja frá Akureyri og yfir á Svalbarðsströnd. Sá fyrsti var lagður árið 1949 og er 12 línur, við hlið hans liggur ann- ar sem vera átti til bráðabirgða, en hann er enn í fullri notkun. Árið 1964 voru lagðir tveir strengir með 28 línum frá Skipa- smíðastöðinni Vör og að Hvammi á Svalbarðsströnd, og þá var einnig lagður venjulegur jarðsími frá Sandgerðisbótinni og yfir að Svalbarðseyri. „Þessir strengir voru orðnir fyrir og það má heita kraftaverk að þeir eru enn í sambandi vegna breyttra aðstæðna við höfnina. Við höfum þurft að flytja streng- ina til í lendingunni, en það hefur samt verið fátítt að strengirnir hafi bilað,“ sagði Þorvaldur. í strenginn sem verið er að leggja, verða lögð þrjú rör og einnig verður lagt fyrir ljós- leiðara, sem að sögn Þorvaldar er það sem koma skal. Hann sagði að hugsa þyrfti fram í tímann í þessum efnum, því breytingar eru mjög örar. „Ég tel þetta bestu og öruggustu lausnina. Lín- ur verða fleiri fyrir sveitina, við leggjum fyrir ljósleiðara sem hvort eð er hefði þurft að gera auk þess sem við leggjum rörin og hugsum þar með til framtíð- ar.“ Þorvaldur sagði að verkið hefði gengið vel og væri langt komið, en framkvæmdir hófust um mánaðamótin maí-júní. Eins og fyrr segir lýkur því væntanlega seinni part þessa mánaðar. mþþ .yy.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.