Dagur - 20.07.1987, Blaðsíða 2

Dagur - 20.07.1987, Blaðsíða 2
2-DAGUR-20. júlí 1987 A/iðtal dagsins. ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 520 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 50 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERTTRYGGVASON, EGILL BRAGASON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368), HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, RÚNAR PÓR BJÖRNSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASIMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Jeiðari.________________________________ Vísindaveiðamar og Þjóðviljinn íslensk sendinefnd, með Halldór Ásgrímsson sjávar- útvegsráðherra í broddi fylkingar, er nú stödd í Bandaríkjunum til viðræðna við þarlend yfirvöld um vísindahvalveiðar íslendinga. Að ósk Bandaríkja- manna var ákveðið að gera hlé á hvalveiðum íslend- inga meðan viðræðurnar standa yfir. Mikið liggur við að viðræðurnar verði árangursríkar. Bandarísk stjórnvöld hafa látið að því liggja að efna- hagsþvingunum verði beitt ef við látum ekki af hval- veiðum þegar í stað. Viðskipti okkar við Bandaríkin eru mjög umfangsmikil og þeim hagsmunum má ekki fórna. Samt sem áður getum við ekki sætt okkur við það að erlent ríki sýni af sér yfirgang og taki fram fyrir hendurnar á okkur með þessum hætti. Fyrir því þyrftu að vera veigamiklar forsendur en þær hafa ekki komið fram. Eins og áður hefur verið bent á eru Bandaríkjamenn að brjóta gegn 8. grein stofnsamnings Alþjóða hval- veiðiráðsins með kúgunaraðgerðum sínum. Islending- ar eru tilbúnir til að endurskoða rannsóknaráætlun sína, svo framarlega sem bent verður á betri leið til að rannsaka hvalastofninn í kringum landið og þar með lífríki hafsins, sem okkur er lífsnauðsynlegt að vita sem gleggst skil á. Vísindamenn eru langt komnir með að telja fjölda hvala í hafinu kringum ísland og enn sem komið er bendir ekkert til þess að hvalastofn- inn sé minni en ráð var fyrir gert. Fullyrðingar um að þeir hvalastofnar, sem íslendingar hafa veitt í þágu vísinda, séu í útrýmingarhættu, eiga því ekki við rök að styðjast. Hvalveiðar íslendinga eru viðkvæmt mál og um það þarf að fjalla á sanngjarnan og öfgalausan hátt. Flestir innlendir fjölmiðlar, að Þjóðviljanum undanskildum, hafa borið gæfu til þess að fylgja þeirri stefnu. Þjóð- viljamenn ákváðu snemma að beita sér gegn hvalveið- um Islendinga. Þeir hafa gleypt áróður öfgakenndra umhverfisverndarsinna hráan og gert hann að sínum. í framhaldi af því hefur Þjóðviljinn haldið uppi látlausri gagnrýni á íslensk stjórnvöld fyrir stefnu þeirra í hvalamálinu. Síðast á fimmtudaginn fullyrti Þjóðvilj- inn að hvalveiðarnar væru „ svartur blettur á mannorði okkar í umhverfismálum", eins og það var orðað í for- ystugrein blaðsins. Afstaða Þjóðviljans er illskiljanleg og jafnvel svo að Alþýðubandalagsmönnum sjálfum hefur blöskrað. Þannig setti einn þingmanna flokksins, Hjörleifur Guttormsson, hressilega ofan í við sína menn í grein í Þjóðviljanum fyrir skömmu. Þar gagnrýndi hann Þjóð- viljann fyrir „allsérkennilega umræðu" og einhliða málflutning varðandi hvalveiðar íslendinga - málflutn- ing sem ýti undir tortryggni í garð vísindarannsókn- anna. Að lokum lætur hann í ljós þá von að aðrir fjöl- miðlar fjalli um hvalveiðarnar á „öfgalausari hátt en Þjóðviljinn hefur verið ötull við.“ Eflaust bíða Þjóðviljamenn og vona að íslenska sendinefndin komi sneypt heim úr vesturför sinni. Við hin vonum að hún nái samkomulagi sem báðir aðilar geta sætt sig við. BB. Sigurður Hannesson um borð í Sæbjörgu í Grímscyjarhöfn. Mynd: JÓH „Kann vel við mig í Grímsey" - segir Sigurður Hannesson, sjómaður í Grímsey Sigurður Hannesson er 18 ára Grímseyingur sem blaðamaður rakst á um borð í bát í höfninni í Grímsey á dögunum. Hann var í óða önn að þvo lestina eftir síðustu veiðiferð og hann var spurður fyrst að því hver aflinn hafi verið. „Við komum með 1,5 tonn af þorski sem við vinnum sjálfir. Við erum tveir á bátnum, ég og bróðir minn, hann á þennan bát sem heitir Sæbjörg og er 11 tonna trébátur. Það er dálítið um það að ungir menn hér kaupi báta t.d á ég á sjálfur trillu sem liggur hérna á höfninni. Við vorum á netum í vetur en þá vorum við þrír á bátnum. Annars hefur veiðin hefur dræm núna undan- farið en það var ágætt í vetur. Ég hafði 300-400 þúsund á fyrstu 3 mánuðunum á árinu.“ - Það er nokkuð gott kaup. Hvað getið þið gert við pening- ana? „Ja, er ekki sagt að það sé auð- veldara að eyða peningunum en að afla þeirra. Maður eyðir þessu auðveldlega t.d. í að kaupa sér trillu eins og ég. Annars eru nokkrir krakkar sem að eiga bíla, sumir kaupa sér ódýra bíla og koma með þá hingað út í ey en svo er nokkuð um að krakkar kaupi dýrari bíla sem þau geyma í landi. Svo getur maður eytt þessu t.d. í vídeóið, það eru þrjár myndbandaleigur hér í eynni en þetta eru útibú frá stærri leigum í landi. Það kallast sennilega nokkuð gott að hafa þrjár mynd- bandaleigur á ekki fleiri íbúa en þeir eru eitthvað um 120 hérna. Ha, nei nei, við liggjum ekkert yfir myndböndunum hérna, mað- ur horfir á þetta af og til. Það er ekkert bíó hérna eins og í landi þannig að það kemur í sama stað niður. Síðan er nokkuð um að krakk- arnir vinni sér inn pening fyrir skólanámi, þ.e. þeir sem ætla sér í skóla og það eru alltaf nokkrir.“ - Og þér líkar vel að búa hérna? „Já, ég hef búið hér alla ævi og mér líkar vel hérna. Foreldrar mínir eru að vísu ekki fæddir og uppaldir Grímseyingar þannig að ég er kannski ekki hreinræktaður Grímseyingur. Faðir minn er Akureyringur og móðir mín er úr Borgarfirðinum. Þau fluttu hing- að fyrir 20 árum. # Betri samgöngur í síðasta tölublaði Feykis sem gefið er út á Sauðárkróki er að finna ansi skemmtilegt viðtal við Jóhann Lúðvíks- son á Kúskerpi í Skagafirði, fyrrverandi vegaverkstjóra. Þar segir Jóhann, sem er norskur að ættum, frá tildrög- um þess að hann settist að hér á landi, vinnubrögðum við vegagerð á vordögum vegagerðar á fslandi og geysilegum framförum sem átt hafa sér stað í þeirri grein síðan. Eða eins og segir í inngangi greinarinnar: Það hefur víst tæplega farið fram hjá neinum hvílík bylt- ing hefur orðið í vegamálum hér á landi síðustu ár. Malbik- aðir, uppbyggðir vegir verða sífellt stærri hluti af vegakerfi landsins og vinnuvélar ger- ast stórvirkari og glæsilegri. Einn af þeim mönnum, sem fylgst hafa vel með þessari byltingu í samgöngumálum, er Jóhann Lúðvíksson. í lok greinarinnar segir svo Jóhann: „Hugsaðu þér bylt- inguna sem hefur orðið síðan 1931 þá var ég hálfan mánuð á leiðinni frá Álasundi til Skagafjarðar. En árið 1985 fór ég frá Bergen klukkan 10 að morgni og var kominn heim í Kúskerpi um kvöldmat.“ # Vinabæja- stéttin Aspirnar við aðalgötu Sauð- árkróksbæjar, Skagfirðinga- brautina voru nokkuð til um- ræðu fyrir skemmstu. Bless- aðar aspirnar hafa ekki átt sjö dagana sæia síðan þær voru gróðursettar hverju svo sem þar er um að kenna. Menn voru ekki á einu máli þegar þær voru gróðursettar á sín- um tíma, það svo að mörgum hefur fundist merkilegt hvað þær hafa þó dafnað eftir allar bölbænirnar sem yfir þeim voru þuldar. Má nefna að þegar þær höfðu nýlega verið gróðursettar, en það var gert rétt fyrir vinabæjamót á Króknum, orti einn stuðn- ingsmanna minnihiutaflokks í bæjarstjórninni þessa vísu: Hér hafa þeir minnismerki sett að meiningin var góð er sjálfsagt rétt. Blaðlausar aspir ömurlega þétt, við aldrei gengna vinabæjastétt.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.