Dagur - 20.07.1987, Blaðsíða 3

Dagur - 20.07.1987, Blaðsíða 3
20. júlí 1987 - DAGUR - 3 Kannski finnst mörgum þetta veratilbreytingarlaust líf hér, lítið að gerast. Það er að mörgu leyti rétt en maður vinnur bara meira fyrir vikið og þá er það við sjó- mennsku eða störf sem tengjast sjónum, það er ekki um fjöl- breytt störf að velja hér. Svo get- ur maður farið í land þegar mann langar til að skemmta sér og það gerum við annað slagið. T.d. fóru nokkrir krakkar hérna á lands- mótið á Húsavík á dögunum." Þar með hoppaði Sigurður nið- ur í lestina og tók til við að þvo, enda eins gott að flýta sér í aðgerðina. Blaðamaður dundaði sér á meðan við að skoða færa- vindur sem voru í bátnum og greinilega voru nýjar. Þetta eru nýjar íslenskar vindur sem eru sjálfvirkar og mikil framför frá þeim útbúnaði sem áður var í bátum. Sigurður var spurður nánar um þessar vindur þegar lestarþvottinum var lokið. „Við keyptum tvær nýjar vind- ur í fyrra og tvær til viðbótar núna í vor. Þetta eru vindur frá DNG á Akureyri og hafa reynst vel. Það er hægt að stilla þær á marga vegu, t.d. hve mikill fisk- þungi á að vera kominn á línuna þegar dregið er upp og líka af hve miklu dýpi á að draga. Það er misjafnt á hve miklu dýpi veitt er, getur farið allt upp í 100 faðma. Það er létt verk fyrir okkur tvo að anna þremur vindum, þessir gömlu jaxlar voru stundúm einir með tvær eða þrjár vindur hér í gamla daga áður en þessi nýja tækni kom til og þeir gátu annað þessu öllu.“ - Hvernig gengur að selja fiskinn? „Við erum nú bara að byrja að verka í saltfiskinn. Hann fer á markað á Spáni, Portúgal og Ítalíu en það fer bara eftir gæða- flokkum. Við fáum ágætis verð fyrir hann enda er þetta mikil vinna við að ganga frá þessu.“ Og þar með kvöddum við þennan geðþekka Grímseying og töfðum hann ekki Iengur frá fisk- vinnunni. JÓH Mávafargan: Hefur ekki fjölgað á Akureyrarflugvelli - segir Sverrir Vilhjálmsson, flugumferðarstjóri Það hefur víst ekki farið fram hjá mörgum að fjöldi máva er á Akureyri og nágrenni, flest- um til sárrar gremju. Mávi virðist hafa fjölgað mikið í bænum undanfarin ár og sitja nú í görðum fólks þar sem áður var þröstur. Sumir hafa haft á orði að mávurinn lesi auglýs- ingar um knattspyrnuleiki því þeir eru mættir á völlinn fyrstir allra þegar leikir eru. Blaðið hafði samband við Sverri Vil- hjálmsson, flugumferðarstjóra á Akureyrarflugvelli og spurði hann hvort mávurinn væri ekki til vandræða þar. „Jú, jú, þeir eru það og það er mikið af þeim. Mér finnst þeim hins vegar ekkert hafa fjölgað hér undanfarin ár og ég er búinn að starfa hér síðan 1960 og mér finnst þetta vera mjög svipað, fugl sækir alltaf á flugvelli. Það eru viss tímabil sem mávurinn veldur meiri vandamálum en annars. Aðalbölið er frá miðjum júlí og fram í miðjan ágúst en þá eru ungarnir að verða fleygir og eru hér um allt.“ Aðspurður sagði Sverrir að mávurinn gæti skapað hættu og það væri reynt að hrekja hann af flugbrautinni þegar flugvélar væru að lenda. „Jú, við reynum að fækka mávinum, við skjótum svolítið af honum en það þýðir bara ekkert, þetta er svo mikill fjöldi.“ Sagði Sverrir að flugmenn kvörtuðu undan mávinum og bentu þeim á ef þeir sæju dauðan fugl. Fyrir tveimur árum lenti fugl í hreyfli vélar í eigu Flug- félags Norðurlands og skemmdist hann mjög mikið, en slys hafa aldrei orðið af völdum fugls á Akureyrarflugvelli og verður vonandi svo áfram. HJS Nyjar rófur að koma í verslanir - „Upptaka hófst óvenju snemma,“ segir Eiríkur Hreiðarsson garðyrkjubóndi „Eg byrjaöi að taka upp róf- jur fyrir viku og þær rófur sem plantað var út í vor eru orðnar vel sprottnar. Þetta er óvenjusnemmt enda hefur veðurfarið í vor verið hagstætt,“ sagði Eiríkur Hreiðarsson, garðyrkjubóndi á Grísará í Hrafnagilshreppi í samtali við Dag. Rófurnar hafa aðallega farið á markað í Reykjavík en einnig í verslanir á Akureyri. Eiríkur sagði að búðirnar ættu enn inn- fluttar rófur og rófur frá því í fyrra og væru því tregar til að taka mikið af nýjum rófum til að byrja með. Uppskeran í fyrra var 15-20 tonn og átti hann von á að uppskeran í ár gæti orðið minni þar sem svo snemma væri byrjað að taka upp. Verð á kílói af róf- um út úr búð er um 100 kr. en framleiðandi fær um 60 kr. í sinn vasa þegar kostnaður hefur verið dreginn frá. Eiríkur sagði að sér sýndist aðrar tegundir spretta nokkuð vel en seinna í þessum mánuði og í þeim næsta verður farið að taka upp kál og gulrætur en uppskeru- tímabilið stendur fram í október. Sölufyrirkomulag á grænmeti hefur verið gagnrýnt af garð- yrkjubændum, einkum fyrir það hve mikið af innfluttu grænmeti er á markaði þegar uppskerutím- inn hefst innanlands. „Það gerð- ist t.d. í fyrra að innflutt kál var á markaði hér fram í september en þá var uppskerutímabil á káli löngu hafið hér heima. Þetta get- ur skipt miklu máli varðandi hver afkoma bænda verður,“ sagði Eiríkur Hreiðarsson. JOH Loðnuverksmiðjur: Afkasta fimmföldum hámarksafla vertíðar á ári - aðalfundur félags fiskimjölsframleiðenda ályktar að loðnuverð sé ekki frjálst Nýlega var haldinn aðalfundur Félags íslenskra flskimjöls- framleiðenda þar sem meðal annars var samþykkt ályktun þess efnis að á meðan eigendur íslcnskra Ioðnuskipa gætu selt afla sinn erlendis, ef þeim lík- aði ekki verð hér heima, þá væri loðnuverð í rauninni ekki frjálst. íslenskum loðnumjölsverk- smiðjum er sem stendur óheimilt að kaupa loðnu af erlendum fiskiskipum og setja þær fram þá skýlausu kröfu að fá að sitja við sama borð og erlendir samkeppn- isaðilar. Að sögn Jóns Reynis Magnús- sonar, sem á fundinum var endurkjörinn formaður félagsins, framkvæmdastjóra Síldarverk- smiðja ríkisins, hefur undanfarin ár hallað mjög undan fæti í rekstri fiskimjölsverksmiðja. Á síðasta ári v'ar tugmilljón króna halli á rekstri SR og taldi Jón að svipaða sögu mætti segja af einkaverksmiðjunum. „Ef litið er á árin frá 1970 þá hefur verð á loðnuafurðum, reiknað í „raundollurum" farið mjög niður á við,“ sagði Jón í samtali við Dag. Á ráðstefnu sem FÍF hélt í maímánuði í samvinnu við Rann- sóknarstofnun fiskiðnaðarins, hélt Jón erindi um stöðu þessa iðnaðar. í erindi sínu bar Jón saman afkastagetu íslenskra fiskimjölsverksmiðja og þann afla sem kemur að landi á vertíð. Á síðustu vertíð voru veidd um það bil milljón tonn af loðnu og að hans mati er ekki hægt að búast við að hann verði öllu meiri á einni vertíð. Þennan afla segir Jón Reynir að hinar 22 verk- smiðjur sem nú eru í landinu geti unnið á 75 dögum þannig að afkastageta þeirra á einu ári er um 5 milljónir tonna. í framhaldi af þessu hefur Jón Reynir sett fram þá skoðun sína að verk- smiðjunum megi fækka úr 22 í 6! Á öðrum Norðurlöndum hefur fiskimjölsverksmiðjum fækkað í svipuðu hlutfalli og þarna er tal- að um en þó gengur rekstur þeirra erfiðlega. ET Póstur og simi: Ljósleiöari milli Akur- eyrar og Reykjavíkur - lokið við lagningu strengsins á næsta ári A næsta ári mega Akureyring- ar búast við að auðveldara verði að ná símasambandi við höfuðborgarsvæðið og aðra landshluta. Þá er ráðgert að lokið verði við lagningu ljós- leiðarastrengs milli Akureyrar og Reykjavíkur en á þessu ári verður lokið við lagningu hluta hans. Ljósleiðarinn sem verið er að leggja milli Akraness og Borgar- ness er fyrsti áfangi í nýju stafrænu sambandi milli Reykjavíkur og Akureyrar. í sumar verður einnig lagður ljósleiðari milli Blönduóss og Sauðarkróks og ef tími og peningar leyfa verður einnig lagt frá Sauðárkróki í Varmahlíð. Að sögn Birgis Sigurjónssonar, yfirmanns sambandsdeilda Pósts og síma kemur þessi strengur til með að auka símaumferðarget- una til muna. í ljósleiðastrengj- unum sem verið er að leggja eru sex ljósleiðarar en tveir slíkir geta flutt 2000 talrásir eða fjórar sjón- varpsrásir með þeim búnaði sem nú er fáanlegur. Með nýjum bún- aði verður hægt að margfalda flutningsgetuna á sama streng. í ár er gert ráð fyrir að leggja ljósleiðara frá Egilsstöðum til Reyðarfjarðar en ekki vitað hvenær lagningu strengsins kring- um landið verður lokið en sam- kvæmt upplýsingum Birgis Sigur- jónssonar verður það örugglega ekki fyrr en eftir 1990. JÓH Hafnarstjórn: Níu aðilum verði úthlutað lóðum - fyrir verbúðir Hafnarstjórn Akureyrar hefur mælt með því við byggingar- nefnd að þeim níu aðilum sem sóttu um lóðir fyrir verbúðir í Sandgerðisbót verði úthlutað þeim. Hafnarstjórnin hefur látið teikna 140 fermetra hús sem í verða níu pláss, 8-27,5 fermetrar að stærð. Byggingin verður alger- lega fjármögnuð af útgerðaraðil- unum sem flestir hafa útgerðina sem aukastarf. Þessa dagana er verið að keyra burðarlag í götuna við Bótina og þegar hún hefur verið malbikuð geta framkvæmdir við verbúðirn- ar farið af stað. í framtíðinni er gert ráð fyrir að byggðar verði fimm aðrar sams konar lengjur og sú sem rís í sumar en töluverð eftirspurn er hjá bátaeigendum eftir aðstöðu. ET Útgerðarmenn, skipstjórar Gúmmíbátaþjónusta Norðuriands veröur lokuö frá 29. júlí til 25. ágúst. Ragnar B. Ragnarsson. Nýja rafmagnsnuddtækið er komið Takið eftir: Lagar vöðvabólgu. NUDDSTOFAN Höfðahlíð 1, sími 25610.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.