Dagur - 20.07.1987, Blaðsíða 6

Dagur - 20.07.1987, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 20. júli 1987 íþróttiL Halldór Áskelsson átti stórleik í gær og hér er hann í þann veginn að skora þriðja mark Þórs. Mynd: gt. SL-mótið 1. deild: Þórsarar gjörsigruðu meistarana - Halldór með enn einn stórleik 2. deild: Leiftur hrinti Víkingum af toppnum Þórsarar standa nú mjög vel að vígi í 1. deild SL-mótsins. í gærkvöld lagði liðið að velli Islandsmeistara Fram, 4:1, í skemmtilegum leik. Sigur Þórsara var sanngjarn en þó full stór miðað við gang leiks- ins. Staðan í hálfleik var jöfn 1:1. Leikurinn fór mjög rólega af stað og liðin þreifuðu fyrir sér með varfærnum sóknum. Það voru Framarar sem fengu fyrstu færin í leiknum og þegar á heild- ina er litið fengu þeir fleiri færi. Það sannaðist hins vegar sem menn vissu að færin er ekki nóg að fá, þau verður að nýta. Pétur Ormslev náði forystunni fyrir Fram á 16. mínútu. Pétur fékk boltann frá Arnljóti Davíðs- syni og renndi sér á fleygiferð í gegnum vörnina og skoraði með föstu skoti. Jöfnunarmark Þórsara kom á 25. mínútu. Þórsarar fengu þá dæmda hornspyrnu og þeir Valur og Kristján spiluðu úr henni. Kristján sendi boltann fyrir markið þar sem Einar Arason kastaði sér fram og skallaði í markið. spyrnu, báðir á laugardag. Magni á Grenivík fékk Reyni Árskógsströnd í heimsókn og sigruðu heimamenn 2:1 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 1:1. Jón Ingólfsson skoraði fyrra mark Magna eftir að hafa fengið boltann frá Heimi Ásgeirssyni. Garðar Níelsson jafnaði fyrir Reyni beint úr aukaspyrnu. Sigurmarkið skoraði síðan Heim- ir Ásgeirsson úr vítaspyrnu í síð- ari hálfleik. Þá sigraði HSÞ-b Austra frá Eskifirði með tveimur mörkum gegn einu. Skömmu síðar fékk Einar Ásbjörn gullið færi á að ná for- ystunni fyrir Fram en tókst á ótrúlegan hátt að skalla yfir af markteig. Stuttu síðar átti hann annan skalla yfir en nú af lengra færi. Framarar áttu einnig fyrsta færið í síðari hálfleik þegar Pétur Ormslev skallaði í hliðarnetið eftir fyrirgjöf frá Ragnari. Ragn- ar sást varla nema rétt framan af leiknum því Árni Stefánsson sem nú lék að nýju með Þór hélt hon- um algerlega niðri. Á 60. mínútu náði Jónas Róbertsson forystunni fyrir Þór. Hann æddi þá upp vallarhelm- ing Framara og skaut föstum jarðarbolta af 20 metra færi Ekki leit út fyrir annað en Friðrik markvörður réði auðveldlega við skotið þar sem hann lagði sig niður, en yfir hann fór boltinn og inn. Friðrik varði hins vegar vel skot frá Guðmundi Val skömmu síðar. Það fór vel á því að Halldór Áskelsson skoraði þriðja mark Þórs. Kristján átti þá langa send- KA-menn lágu fyrir KR-ingum í gærkvöldi er liðin léku í Reykjavlk. KR-ingar sigruðu með tveimur mörkum gegn engu og var staðan 1:0 KR-ing- um I vil I leikhléi. Leikurinn fór rólega af stað en þó virtust KA-menn öllu ákveðn- ari í byrjun. KR-ingar komu þó meira inn í leikinn er líða tók á og tóku öll völd á miðjunni. Jósteinn Einarsson átti fyrsta fær- ið í leiknum, vann boltann skemmtilega og lék inn að mark- teig en skaut framhjá. Stuttu seinna átti Pétur Pétursson þrumuskot af 30 metra færi að marki KA sem Haukur varði frábærlega í horn. Tveimur mínútum síðar átti Björn Rafns- son þrumufleyg af 20 metra færi að marki KA en Haukur sýndi markvörslu eins og hún gerist best og varði. Og mínútu síðar voru KR-ingar enn á ferðinni. Þá gaf Andri Marteinsson fallegan ingu áleiðis að marki Fram. Við- ar ætlaði að senda boltann til Friðriks en með sínum dæma- lausa dugnaði og hraða stal Dóri boltanum, skaut „að gamni sínu“ í stöngina en svo aftur í markið, staðan 3:1. Fimm mínútum síðar varði Baldvin mjög vel skot frá Einari Ásbirni og Ragnari. Það var svo Hlynur Birgisson sem innsiglaði sigur Þórsara. Viðskiptum Hlyns og Janusar Guðlaugssonar lauk með því að Hlynur stal boltanum lék honum að marki og renndi snyrtilega undir Friðrik, 4:1. Skömmu fyrir leikslok átti svo Siguróli Kristjánsson firnafast skot rétt fram hjá marki Fram. Halldór Áskelsson var yfir- burðamaður á vellinum á sífelld- um þönum um allan völl. Hjá Þór var Árni einnig mjög góður og Baldvin var öruggur ef undan eru skilin eitt eða tvö glæfraleg út- hlaup í fyrri hálfleik. Hjá Fram var Pétur Arnþórsson bestur. Magnús Theódórsson dæmdi leikinn stórslysalaust. bolta fyrir mark KA en Haukur nánast stal boltanum af kolli Pét- urs Péturssonar. Á 34. mínútu fékk Björn Rafnsson boltann inn í vítateig KA en gott skot hans fór rétt framhjá. Mínútu síðar fékk hann boltann á sama stað og nú urðu honum engin mistök á, skoraði stöngin inn, óverjandi fyrir Hauk í marki KA. Það sem eftir var fyrri hálfleiks var í eigu KR-inga. Síðari hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri endaði þ.e. KR-ingar sóttu en KA varðist. Og eftir aðeins fjórar mínútur voru KR- ingar búnir að bæta við öðru marki. Það kom eftir mikla pressu. Björn Rafnsson gaf fyrir mark KA en Haukur sló boltann út á völlinn. Þá skaut Andri að marki KA og Haukur varði. Will- um átti þriðja skotið en KA- menn björguðu á markteig og loks skoraði Júlíus Þorfinnsson í fjórðu tilraun KR-inga, annað Sigurganga Leifturs á heima- velli stöðvaðist ekki þó að liðið fengi efsta lið annarrar deildar í heimsókn á laugardaginn. Leiftursmenn unnu sanngjarn- an sigur á Víkingum 3:1, en fengu þar með á sig fyrsta mark sumarsins á heimavelli. Heimamenn fengu óskabyrjun í leiknum því strax á 10. mínútu skoraði þjálfari þeirra Óskar Ingimundarson fyrsta markið. Sigurbjörn Jakobsson nikkaði þá boltanum yfir Jón Otta Jónsson markvörð Víkinga eftir langt innkast. Boltinn datt fyrir fætur Óskars sem afgreiddi hann snar- lega í netið, staðan 1:0. Víkingar voru meira með bolt- ann í fyrri hálfleik en náðu þó ekki að skapa sér umtalsverð færi. Þorvaldur varði vel ágætt skot frá Atla Einarssyni eftir þunga sókn Víkinga. En það er ekki nóg að vera með boltann ef menn skapa sér ekki færin, það gerðu Leifturs- menn hins vegar aftur á 25. mín- útu. Óskar fékk þá boltann á miðjum vallarhelmingi Víkinga, sneri sér við og sendi inn á miðj- una til Hafsteins Jakobssonar sem sendi boltann örugglega yfir Jón Otta, staðan 2:0. Jóni var skömmu síðar skipt útaf fyrir Pál Guðmundsson. Liðin fengu eftir þetta sín tvö færin eða svo. Þorvaldur bjargaði tvisvar mjög vel í marki Leifturs og skömmu fyrir leikhlé varði Páll í marki Víkings glæsilega skallabolta frá Halldóri Guð- mundssyni. í síðari hálfleik færðist aukin harka í leikinn en eins og í þeim fyrri var ekki mikið um fallegan samleik. Þriðja mark Leifturs skoraði Helgi Jóhannsson á 53. mínútu þegar hann skallaði bolt- ann í netið eftir horn. Skömmu síðar skall hurð nærri hælum Víkinga þegar Gústaf Ómarsson átti skot í þverslá. Víkingum tókst svo að minnka muninn á 62. mínútu. Þar var á mark KR. Nokkru síðar átti Tryggvi Gunnarsson skot að marki KR frá vítateig en hátt yfir. Næstu mínúturnar pressuðu KR-ingar og greip Haukur Bragason, besti maður KA oft skemmtilega inn í og klippti á sókn KR-inga. Á 11. mínútu síð- ari háifleiks sluppu KA-menn vel er Andra Marteinssyni var brugðið á vítateigslínu KA en ekkert dæmt. Nokkru síðar átti KA hættulegasta færi sitt í leikn- um er Þorvaldur Örlygsson skaut þrumuskoti að marki KR en Páll Ólafsson, markvörður KR-inga varði stórglæsilega. Það sem eftir lifði leiksins sóttu KR-ingar nokkuð stíft og máttu KA-menn þakka markverði sín- um og máttarvöldum að sigur KR varð ekki stærri. Erlingur Krist- jánsson og Arnar Freyr Jónsson fengu að líta hið fagurgula spjald hjá ágætum dómara leiksins, Sveini Sveinssyni. HB ferðinni Björn Bjartmars. Liðin skiptust á um að sækja það sem eftir lifði leiksins og áttu bæði sæmileg færi. Besta færið fékk Leiftursmaðurinn Helgi Jóhannsson þegar hann komst einn í gegn en lét verja frá sér. í liði Leifturs var Þorvaldur Jónsson markvörður langbestur og sannarlega maður leiksins. Halldór og Friðgeir voru einnig góðir. Hjá Víkingum var Trausti Ómarsson bestur. Árni Arason dæmdi erfiðan leik þokkalega og gaf þrjú spjöld. Völsi hefndi - s „Þetta var ætlun okkar, við komum til að sigra þá hérna, ekkert annað kom til greina en að hefna fyrir 2:4 tapið á Húsa- vík,“ sagði Guðmundur Ólafs- son þjálfari Völsunga eftir að þeir höfðu lagt Keflvíkinga að velli syðra I gærkvöld, 0:1, fremur óvænt. Það voru heimamenn sem voru meira með boltann framan af fyrri hálfleik án þess þó að skapa sér færi. Fyrsta færið var Húsvíkinga á 16. mínútu. Aðalsteinn Aðal- steinsson slapp þá inn fyrir vörn ÍBK en skaut naumlega framhjá í dauðafæri. 4. deild: HSÞ-C komið í úrslit Um helgina voru tveir leikir I E-riðli 4. deildar og tveir í F- riðli. I E-riðli sigraði Kormákur Árroðann 5:7. Leikurinn var sér- lega sögulegur fyrir þær sakir að Árroðamenn léku aldrei fleiri en 10 og byrjuðu aðeins 9. f hinum leiknum sigraði UMFS Neista með fimm mörkum gegn engu. í F-riðli fékk Æskan HSÞ-c í heimsókn og sigruðu gestir 1:3. HSÞ-c er þá búið að tryggja sig í úrslitakeppni 4. deildar, liðið er með fullt hús stiga og á aðeins eftir leik við Vask. Vaskur sigr- aði Austra á Raufarhöfn með tveimur mörkum þeirra Sigurðar Skarphéðinssonar og Jóns Berg Hjaltalín gegn einu. Vaskarar áttu einnig við mannavandræði að etja en leystu þau á þann veg að þjálfari þeirra Magnús Jóna- tansson lék með eftir 6 ára hlé frá boltanum. SL-mótið 1. deild: Sanngjam sigur KR á KA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.