Dagur - 29.07.1987, Blaðsíða 5

Dagur - 29.07.1987, Blaðsíða 5
29. júlí 1987 - DAGUR - 5 ir næstu dögum í afbrýðisemis- kasti? 12. Hún/Hann kemur heim úr klippingu og lítur vægast sagt illa út. Segir þú: a) „Ég fer sko ekki út með þér svona,“ b) „það er jú dálítið stutt, en það vex fljótlega,“ eða c) „æðislega ertu með falleg eyru“? 13. Þið eigið í heiftarlegu rifrildi og þú ert sannfærð(ur) um að þú hafir á réttu að standa. Hvað ger- ir þú? a) Neitar þú að tala við hann/ hana þar til hann/hún hefur beð- ist afsökunar, b) reynir að koma með málamiðlunartillögu eða c) bakkar sjálf(ur) og biður af- sökunar. 14. Maki þinn kemur heim úr ferðalagi. Hvað gerir þú? a) Heimtar gjöf, b) spyrð hvort það hafi verið gaman eða c) undirbýrð eitthvað sérstakt til að bjóða hana/hann velkomna(inn) heim. 15. Maki þinn gefur þér hræði- lega peysu í afmælisgjöf. Hvað gerir þú? a) Biður um kvittunina svo þú getir skilað henni, b) brosir, og notar hana af og til eða c) ert allt- af í henni. Niðurstöður: Ef þú hefur svarað flestum þín- um spurningum með a) gengur svo sannarlega mikið á í þínu hjónabandi, og þegar þið rífist skulum við svo sannarlega vona að þið sættist af jafn miklum ákafa og kom rifrildinu af stað. En ef þið ætlið að halda upp á silfurbrúðkaupið saman, skalt þú fara að hugsa jafn mikið um maka þinn og sjálfan þig. Ef flest svörin voru b) átt þú skilið að vera hamingjusöm(sam- ur) það sem eftir er. Þú veist greinilega að sé litið til lengri tíma, er betra að fara milliveginn en að lenda í rifrildi. Þú veist að hjónabandið er ekki byggt á skýjahnoðrum heldur föstum grunni. Hafi svör þín verið að mestu c), er enginn vafi á því að þú ert aðdáunarverð(ur). Hver myndi ekki dást að þeim sem alltaf víkur. En ef þú ferð ekki að taka tillit til þinna eigin þarfa og til- finninga og tala við maka þinn um þær, mun hlaðast upp óánægja sem brýst síðan þannig út að þú verður nöldurgjarn (gjörn) og óþolandi. Hvorugt er til að dást að. Þegar hrefnuveiðarnar voru bannaðar gátu hrefnusjómenn gengið inn í sóknarkvóta en sá kvóti er háður ýmsum skilyrðum, t.d. sóknartíma. Samkvæmt því þarf að vera í landi vissan fjölda af dögum í mánuði og þetta veld- ur litlum bátum oft vandræðum. Sagði Gunnlaugur að í vetur hefði hann ekki náð sínum kvóta þrátt fyrir að hann hefði verið að verða búinn með dagana og þar með útilokað þorskveiðar í sumar. í framhaldi af því mætti síðan búast við að kvótinn yrði skorinn niður fyrst ekki hefði veiðst upp í hann, mönnum hefndist fyrir að veiða lítið. „Mér finnst alveg forkastanlegt hvernig hefur verið farið með þessar fáu hræður sem stunduðu þennan smáhval. Við vorum hreinlega jarðaðir. Mér finnst að það ætti að gefa okkur frjálsar hendur með að fara á færi fyrst við eigum eftir kvóta en það er ekki hægt. Við höfum rætt þetta við ráðherra og fengið ávæning af loforðum en efndirnar hafa engar orðið,“ sagði Gunnlaugur Konráðsson. JHB Léleg aöstaða við Aldeyjarfoss Fyrir nokkru átti ég leið um Sprengisand. Fyrsta viðkoma var við Aldeyjarfoss, sem er án efa einhver fegursti foss á íslandi. Því miður verður ekki það sama sagt um salernisaðstöðuna, sem er til háborinnar skammar. Þarna er mikil umferð ferðamanna og langt á milli staða. Það er því mikilvægt að vel sé hugsað um þessa staði. Alltaf er verið að brýna fyrir ferðamönnum að ganga vel um landið og henda ekki rusli á víðavangi. Þarna er ekki einu sinni ruslatunna, því hafa menn notfært sér kamarinn og hlaðið ruslapokunum þar inn. Á miðjum Sprengisandi, nánar tiltekið í Nýjadal er skáli Ferða- félags íslands. Þangað er ólíkt að koma hvað varðar fyrrnefnda aðstöðu. Vel hirtir kamrar og viðeigandi aðstaða til að losa sig við ruslið. Þarna eru skálaverðir sem sjá um að halda öllu í lagi og þó að enginn skáli sé við Ald- eyjarfoss þarf auðvitað að vera einhver sem sér um að hirða þessa hluti. Kannski það sé ein- hver? Spyr sá sem ekki veit. Ferðalangur. VEISLA í HVERRI DÓS KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ KEA AKUREYRI SÍMI: 96-21400 Bítlavinafélagið - Dolbý - Sverrir Stormsker - Eggert Þorleifsson - Júlíus Brjánsson - Omar Ragnarsson - Jóhannes Kristjánsson eftirherma. Dagskrá: Föstudagur 31. júlí Kl. 22.00 Hljómsveitin Dolbý frá ísafirði leikur fyrir dansi. Kl. 24.00 Bítlavinafélagið leikur fyrir dansi Kl. 18.30 Ómar Ragnarsson fær alla til að veltast um af lilátri. Kl. 22.00 Hljómsveitin Dolbý leikur fyrir dansi. Kl. 24.00 Bítlavinafélagið og Karl Sighvatsson leika fyrir dansi fram á rauða nótt. fram eftir nóttu af alkunnri snilld. Sunnudagur 2. ágúst Laugardagur 1. ágúst Kl. 16.00 Eggert Þorleifsson og Júlíus Brjánsson spauga. Kl. 16.45 Bítlavinafélagið á tónleikum ásamt hljómborðssnillingnum Karli Sighvatssyni. Kl. 17.30 Tónleikar með Sverri Stormsker. Ekki amaleg ör-lög það. Kl. 16.00 Eggert Þorleifsson og Júlíus Brjánsson spauga grimrnt. Kl. 17.00 Tónleikar með Dolbý. Kl. 17.45 Jóhannes hermir eftir Kristjánsson. Kl. 18.30 Annsko Dans. Sverrir Stormsker. Kl. 22.00 Dansleikur með Dolbý. Kl. 24.00 Varðeldur. Bítlavinafélagið tryllir alla með aðstoð Kalla Sighvats. Einnig á svæöinu hestaleiga, bátsferöir, baðaðstaða í púlstofunni í Hólmavík. Hljómsveitakeppni á laugardag og sunnudag. Þátttökutilkynningar tilkynnast í síma 95-3129. VILTU KAUPA 100 ÞÚSUND KRÓNUR Á RÚMLEGA 75 ÞÚSUND KRÓNUR? ÞAD ER HÆGT MiD .. SPARNADI! Ef þú kaupir 100 þús. kr. skulda- bréf Lýsingar hf., sem kostar nú kr. 75.943,- ( miðað við gengi þessa viku), færð þú endur- greiddar kr. 100.000,- eftir 3 ár, auk verðbóta. Búnaðarbanki íslands hefur til sölu örugg skuldabréf Lýsingar hf. sem er í eigu Búnaðarbanka íslands, Landsbanka íslands, Brunabótafélags íslands og Sjóvá hf. Bréfin eru verðtryggð til 3 ára. Pau eru seld með afföllum, sem tryggja kaupendum 36% raun- virðisaukningu á tímabilinu, eða 10,8% raunvexti á ári. Söluverð 27.-31. júlí: 75.943,- í dag er verðmæti hvers bréfs orðið kr. 102.015,- vegna hækk- unar lánskjaravísitölu. BÚNAÐARBANKINN TRAUSTUR BANKI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.