Dagur - 29.07.1987, Blaðsíða 12
Akureyri, miðvikudagur 29. júlí 1987
Fréttamaður Stöðvar 2 á Akureyri:
Stefnt að ráðn-
ingu fyrir haustið
„Jú, það er stefnan hjá
okkur,“ sagði Páll Magnússon
fréttastjóri á Stöð 2, þegar við
inntum hann eftir því hvort
ekki væri þar á stefnuskrá að
ráða fréttamann á Akureyri.
„Við erum í startholunum með
að ráða þarna fréttamann í hluta-
starf. Trúlega myndi þessi maður
líka vinna verkefni í aðra þætti,
auk vinnu fyrir Eyfirska sjón-
varpsfélagið."
Enn hefur ekki verið gengið
frá fastráðningu, en fréttamenn
af öðrum fjölmiðlum hafa bjarg-
Akureyri:
Úttekt á rekstri
Hótel Varðborgar
Þessa dagana er verið að gera
úttekt á rekstri Hótel Varð-
borgar á Akureyri. Ingimar
Eydal, formaður stjórnar fyrir-
tækja I.O.G.T., segir að setja
þurfi fé í reksturinn þar sem
eldri hluti hótelsins sé úr sér
genginn og standi höllum fæti
gagnvart hinni auknu sam-
keppni.
„Við erum að skoða öll
þessi mál og móta framtíðar-
Jón Kristinsson:
Enn á
ferðinni
- Fer í dag í ferð
um héraðið
í dag hélt Jón Kristinsson af
stað í ferð sína um héraðið, en
hann heldur ótrauður áfram að
safna áheitum til byggingar
hjúkrunardeildarinnar Sels á
Akureyri.
Jón sagðist ætla að fara um allt
svæði Fjórðungssjúkrahússins á
Akureyri og í dag verður hann á
Kópaskeri og Raufarhöfn og á
morgun á Pórshöfn og Vopna-
firði. Húsavík verður síðasti
áfangastaður Jóns í þessari
yfirreið.
í ferð sinni ætlar Jón að bjóða
vistmönnum á dvalarheimilum
upp á samskonar dagskrá og
hann gerði í hjólreiðarferðinni til
Reykjavíkur, auk þess sem fólk
fær tækifæri til að veita verkefn-
inu stuðning sinn.
Vildi Jón koma á framfæri
kæru þakklæti til allra þeirra sem
greitt hafa götu hans og fyrir
þann velvilja og stuðning sem
hann hefði notið. „Ég hef hvar-
vetna fengið höfðinglegar mót-
tökur og er innilega þakklátur
öllum sem mig hafa stutt á ferð-
um mínurn," sagði Jón. mþþ
stefnu fyrir hótelið. Við vorum
lengi með það nýjasta í hótelmál-
um en samkeppnin hefur aukist
mikið og það er kominri tími fyrir
ákveðið átak. Við bíðum nú eftir
skýrslu sem verið er að vinna fyr-
ir okkur og þegar hún kemur
ákveðum við hvert framhaldið
verður," sagði Ingimar.
Nú mun ákveðið að Arnfinnur
Arnfinnsson. framkvæmdastjóri
hótelsins og Borgarbíós, láti af
störfum í haust. Sagði Ingimar að
Arnfinnur hefði um skeið hugleitt
að draga sig í hlé og hefði nú
ákveðið að láta verða af því í
haust eftir langt og giftudrjúgt
starf í þágu fyrirtækja I.O.G.T.
Stjórnin væri byrjuð að líta í
kringum sig eftir nýjum manni en
enginn hefði enn verið ráðinn.
Þá hefur Dagur einnig fregnað
að breytingar standi fyrir dyrum
á rekstri Borgarbíós en þar hefur
Sigurður Arnfinnsson verið bíó-
stjóri um nokkurt skeið. Ingimar
vildi hins vegar hvorki játa þessu
né neita. JHB
RAFGEYMAR
VIÐHALDSFRÍIR
í BfLINN, BATINN, VINNUVÉLINA
pörnm HF.
Varahlutaverslun ■
Við Tryggvabraut • Akureyn • Sími 22700
að þeim hingað til. „Það hafa
nokkrir prófað, og við ætlum að
leyfa það fleirum, en ekkert hef-
ur verið afráðið.“
Aðspurður um hvort viðbrögð
hafi verið góð við þeim frétta-
skotum sem verið hafa, sagði Páll
svo vera. „Við vitum að það er
mikið horft á okkur á þessu svæði
og að við þurfum að koma þessu
í fast form, þannig að þarna sé
maður sem fylgist með fyrir okk-
ur og sendi okkur regluleg
innslög."
Stefnt er að því að ganga frá
þessum málum fyrir haustið. VG
„Pinnhitt“ í teighöggi. Á landsmóti sem lýkur á laugardaginn, verða sleg-
in 16.776 slik! Mynd: GT
Landsmót í golfi:
18 holur
á 41A
klukkustund
Á Jaðarsvelli við Akureyri
stendur nú landsmót í golii
sem hæst. Mótið hófst í fyrra-
dag og því lýkur á laugardag-
inn.
Keppendur á landsmótinu eru
233 að þessu sinni og hafa aðeins
einu sinni verið fleiri. Keppend-
urnir koma frá 14 golfklúbbum
og keppt er í sjö flokkum.
í dag hefst keppni í meistara-
flokki karla og kvenna en aðrir
flokkar hafa þegar hafið keppni.
Leiknar eru 72 holur í hverjum
flokki, 18 á hverjum degi. Kepp-
endum eru sett tímamörk og
mega ekki vera lengur en 4'4
tíma að leika 18 holur. Það er því
eins gott að allt skipulag og
stjórnun gangi vel fyrir sig.
Ástæða er til að hvetja fólk til
að láta sjá sig að Jaðri og fylgjast
með spennandi keppni í fögru
umhverfi og njóta hinnar frábæru
aðstöðu sem GA hefur komið sér
upp. ET
Könnun Umferðarráðs:
Bílbeltanotkun hefur
aukist um 15,6% á einu árí
Okumönnum sem nota bílbelti
hefur fjölgað í 47,7% úr 32,1%
síðan í fyrra ef marka má
niðurstöður úr könnun sem
Umferðarráð lét gera um land
allt fyrr í sumar. Þetta er í
þriðja sinn sem þessi könnun
er gerð og voru niðurstöðurnar
kynntar fjölmiðlum í gær.
Heildarfjöldi bíla í úrtakinu
var 2365 og samsvarar það 1,84%
af bílaeign landsmanna. Öku-
menn þessara bíla voru í 72% til-
fella karlmenn en 28% voru
konur.
Ef litið er á heistu niðurstöður
þá sést að flest þau atriði er
könnuð voru hafa breyst til batn-
aðar. Fjölgun ökumanna sem
nota bílbelti verður að teljast það
markverðasta sem kom fram en
hún er 15,6% sem telst mjög
gott. Þá var einnig markverð
aukning á Ijósanotkun, 46,2%
bílanna voru með ljós en það er
aukning um tæp 13%.
Farþegum í framsæti með bíl-
belti fjölgaði úr 41,5% í 55,5%
og laus börn í framsæti reyndust
aðeins vera í 2% bílanna en
sambærileg tala frá fyrra ári var
3,3%. Börn í aftursæti, sem ann-
að hvort voru í bílstól eða með
bílbelti, voru í 39% bílanna, sem
er 7% aukning, og fullorðnir í
aftursæti með belti voru í 35,3%
bíla sem er svipuð aukning og hjá
börnunum. í 44,4% tilfella var
ökumaður einn í bílnum.
Sjúkrakössum, slökkvitækjum
o.fl. hafði fjölgað nokkuð síðan í
fyrra, sérstaklega sjúkrakössum,
en þeim fjölgaði í 31,1% úr
17,7%. Bílasímar reyndust vera í
6,6% bílanna.
Þá var einnig athugað almennt
ástand bifreiðanna, hemlabúnað-
ur, ljósabúnaður o.fl. og reyndist
hann vera góður í 90-94% tilfella.
JHB
Ríkið skuldar Grýtubakkahreppi
10 millj. vegna skólabyggingar
- Útsvarstekjur sveitarfélagsins tæpar 12 milljónir
- Þungur róður, segir Stefán Þórðarson sveitarstjóri
Síðasta haust var skuld ríkis-
ins við Grýtubakkahrcpp
vegna skólabyggingar 10
milljónir króna. Gerður var
samningur milli ríkisins og
sveitarfélagsins á síðasta ári
sem byggir á lögum um
skólabyggingar, en ríkið
greiðir 50% af kostnaði. Á
fjárlögum á þessu ári eru
1.200 þúsund af þessari
upphæð.
„Ef við fáum þessa skuld ekki
greidda verður róðurinn þungur
fyrir sveitarfélagið," sagði Stef-
án Þórðarson sveitarstjóri.
Byrjað var á byggingu skól-
ans árið 1977. Skólinn er á
tveimur hæðum og er hver hæð
611 fermetrar. Flutt var inn í
skólann árið 1981 og stefnt er
að því að ljúka byggingunni fyr-
ir haustið.
Leitað hefur verið eftir að fá
fé til byggingarinnar hjá fjár-
veitinganefnd og menntamála-
ráði á undanförnum árum eftir
því sem kostur hefur verið á.
„Við höfum verið í stöðugu
sambandi við þessa aðila og
vonum að úr fari að rætast.
Þetta hefur valdið okkur mikl-
um erfiðleikum og við höfum
þurft að draga saman seglin
hvað aðrar framkvæmdir
varðar. Þetta stendur í vegi fyrir
annarri uppbyggingu sveitarfé-
lagsins og það er mikið mál fyrir
okkur að fá svo háa skuld
greidda,“ sagði Stefán.
Um 430 manns búa nú í
Grýtubakkahreppi og sagði
Stefán að til viðmiðunar þessari
skuld þá væru útsvarstekjur
sveitarfélagsins samkvæmt nýrri
áiagningarskrá tæpar 12 millj-
ónir króna. „Af því sést best
hversu geysilega há þessi skuld
er,“ sagði Stefán. mþþ