Dagur - 29.07.1987, Blaðsíða 2
2 — DAGUR - 29. júlí 1987
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR:
STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
SlMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 520 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 50 KR.
RITSTJÓRAR:
ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.)
BRAGI V. BERGMANN
BLAÐAMENN:
ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERTTRYGGVASON, EGILL BRAGASON,
GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368),
HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR
(Hösavík vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN KRISTJÁNSSON,
RÚNAR ÞÓR BJÖRNSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON,
VILBORG GUNNARSDÓTTIR,
ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729)
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÖRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Jeiðari.________________________________
Stöðvum gróðureyðinguna
Á síðustu árum hafa augu manna æ meir opn-
ast fyrir nauðsyn þess að stöðva þá eyðingu
gróðurs sem átt hefur sér stað hér á landi. Á
ellefu hundruð ára afmæli íslands byggðar var
veitt töluverðu fjármagni til landgræðslu, en
því miður hefur það farið síminnkandi.
Það er ömurlegt að sjá stór gróðurvana
landsvæði svo ekki sé talað um ef tiltölulega
stutt er síðan þau voru þakin gróðri. Slík svæði er
að finna í öllum landshlutum og ekki síst á
Norðurlandi. Hins vegar er hér einnig að finna
marga fagra staði eins og t.d. Vaglaskóg,
Ásbyrgi og útivistarsvæði í Kjarna sem minna
okkur á að það er síður en svo vonlaust verk að
klæða landið kjarri og skógi. Þá ber kjarnmikill
gróður innan landgræðslugirðinganna vott um
að það er alls ekki vonlaust verk að rækta upp
örfoka landsvæði á heiðum uppi.
En það er ekki nóg að veita fjármagni í
áburðargjöf og gróður trjáplantna eða í girð-
ingar á vegum Landgræðslu ríkisins. Á einn
eða annan hátt, og þar gegna fjölmiðlar lands-
ins mikilvægu hlutverki, verður að eiga sér
stað enn frekari hugarfarsbreyting meðal
landsmanna. Það verður að kenna börnum að
umgangast náttúru landsins með virðingu og
fullorðið fólk verður að sýna gott fordæmi.
Bjargvættur lándsmanna um aldir, sauðkind-
in, er oft talinn í hópi þeirra sem einna helst
eiga sök á því hvernig komið er ástandi gróð-
urs hér á landi. Vafalaust er þetta rétt að vissu
marki, en ástæða er þó til að ætla að menn geri
heldur mikið úr hlutverki hennar. Bændur hafa
sýnt og sannað að þeir vilja gjarnan leggja sitt
af mörkum til að uppgræðsla landsins megi
ganga betur en raun ber vitni. Þannig hefur
fjöldi þeirra átt gott samstarf við Landgræðslu
ríkisins. Hinu er þó ekki að leyna að í hópi
bænda, rétt eins og í öllum starfsstéttum, eru
til einstaklingar sem koma óorði á heildina.
Þessir menn þverskallast við að skipuleggja
beit og vilja ekki taka tillit til annarra hags-
muna en sinna eigin.
Hrossaeign landsmanna hefur aukist veru-
lega hin síðari ár og er nú svo komið að lands-
menn eiga nokkra tugi þúsunda. Sérfræðingar
á sviði beitarþols telja að hestar, ekki síður en
• sauðkindin, eigi stóran þátt í því hvernig komið
er á sumum landsvæðum. En án efa verður erf-
iðara að takmarka hestaeign landsmanna en
fjölda sauðfjár.
Hvað sem öðru líður þá verðum við að stöðva
gróðureyðinguna. Landsmenn verða að taka
höndum saman og klæða landið á ný, breyta
svörtum sandflákum í falleg gróðursvæði og
bæta um leið alla umgengni við landið. ÁÞ.
viðtal dagsins.
„Mér líkar mjög vel hérna,
það var virkilega kærkomið að
breyta til.“ Það er Kristján
Sigurjónsson, annar af
umsjónarmönnum svæðis-
útvarpsins á Akureyri sem
mættur er í viðtal dagsins.
Kristján er kunnur útvarps-
maður, einn af brautryðj-
endunum á rás 2 og starfaði við
rásina þar til hann flutti norður
í vor. Kristján er fæddur og
uppalinn í Reykjavík, hvar
hann hefur alið mestan sinn
aldur, reyndar allan fyrir utan
þrjú ár þegar hann bjó á Laug-
arvatni. Hann var spurður
hvernig það hefði komið til að
hann fór að vinna við svæðis-
útvarpið á Akureyri.
„Þetta var að mínu frumkvæði.
Ég frétti af því í snemma í vor að
Finnur Magnús, sem starfaði við
svæðisútvarpið, væri að hugsa sér
til hreyfings. Ég hringdi í Emu og
spurði hana hvort hún hefði starf
handa mér og hún tók vel í það.
Mig langaði til að prófa eitthvað
nýtt. Ég var búinn að vera í
morgunþætti rásar 2 í þrjú ár
samfellt og var búinn að fá nóg af
því í bili.“
- Er mjög ólíkt að starfa við
rás 2 og svæðisútvarpið hér?
„Já, talsvert. í morgunþættin-
um var tónlistin aðalatriðið, við-
tölin voru frekar eins og krydd, í
svæðisútvarpinu er þetta alveg
öfugt, umfjöllun um málefni
svæðisins er aðalatriðið en tón-
listin er aukatriði. Nei, ég get
ekki gert mér grein fyrir því
hvort er skemmtilegra að vinna
við. í augnablikinu finnst mér
það sem ég starfa við núna mjög
spennandi, en það er kannski
vegna þess að ég var búinn að fá
nóg af hinu í bili.“
Kristján er kennari, menntað-
ur í þeim fræðum úr Kennarahá-
skóla íslands og kenndi í 5 ár
áður en hann hóf störf við
útvarp. En hvers vegna skyldi
hann hafa hætt kennslu og hafið
störf við útvarp. „Þetta byrjaði
þannig að sumarið 1983 sendi ég
tónlistarstjóra Ríkisútvarpsins
bréf, aðallega í bríaríi. Ég hef
alltaf haft áhuga á þjóðlagatónlist
og í bréfinu bað ég um að fá að
„Það var kætkomið
að breyta til“
- Kristján Sigurjónsson annar af
umsjónarmönnum svæðisútvarpsins
í viðtali dagsins
gera 3-4 þætti um þjóðlagatón-
list. Ég sendi Þorgeiri Ástvalds-
syni afrit af þessu bréfi og hann
hafði síðan samband við mig um
haustið, mér til mikillar undrun-
ar, og bauð mér að koma í prufu-
upptöku. Hún gekk mjög vel og
mér var boðið að vera með þjóð-
lagaþátt einu sinni í viku. Ég var
síðan með hann einu sinni í viku
um veturinn og kenndi jafnframt
á Seltjarnarnesi. Mánaðarlaunin
sem ég hafði fyrir þennan þátt
einu sinni í viku voru rúmlega
hálf mánaðarlaun kennara, sem
auðvitað sýnir hvað kennaralaun-
in eru lág. Ég gekk úr skugga um
að ég gæti fengið meira að gera á
rás 2 og það var auðsótt mál svo
ég hætti að kenna og byrjaði í
morgunþættinum, þar sem ég var
þar til ég kom hingað."
- Er ekki gífurlega erfitt að
vera með þriggja tíma morgun-
þátt á hverjum degi?
„Ég lenti aldrei í því. Meðan
ég var í morgunþættinum vorum
við þrjú með hann og ég var því
V* : : í í s. i ). .,
^ ■ ■■ ’■
«■*
' ■ 'ÍV' : (■.! )i : *
-- *****•»»*♦,,„»»
' ■ ■ •***** ■' '
'~'r '\
f&L « '***,«** ' ■
• Selir
frá Hollandi
Það er hreint ekki ónýtt fyrir
okkur íslendinga að í Hol-
landi skuli vera kvenmaður
sem rekur e.k. selaspítala -
og að þessi kvenmaður skuli
hafa valið ísland sem endur-
hæfingarstöð fyrir sjúklinga
spítaians. Rétt eins og vel-
flestir fjölmiðlar landsins hafa
nú greint frá kom sú holl-
enska með sex seli til Akur-
eyrar síðasta laugardag og
þaðan var flogið með gripina
út í Grímsey. Auðvitað voru
selagreyin frelsinu fegin og
mun hafa litist nokkuð yel á
sjóinn umhverfis Grímsey
enda er hann ekki eins og
skolpið sem leikur um sumar
strendur rfkja Evrópu.
• Selir éta fisk
Hitt er svo aftur anhað mál
hvort Grímseyingar - og
íslendingar svona yfirleitt -
eru jafn hrifnir og selirnir svo
ekki sé talað um bjargvætt
þeirra, hollensku konuna.
Selir éta fisk, mikinn fisk, og
talið er að hringormurinn
margfrægi eigi heima um
hríð í selaskrokkum. Þá má
hugleiða það hvort þeir pen-
ingar sem fóru í að ferðast
með selina sex hefðu ekki
komið að meira gagni ef þeim
hefði verið varið á annan
hátt. Sem dæmi má nefna að í
Hollandi eru þúsundir ung-
menna sem skjálfa og titra af
eiturlyfjaáti og súrt regn er að
drepa tré og fiska í Skandin-
avíu. Bara það að fljúga með
fjölmiðlafólk og seli i Gríms-
ey kostar sitt - máski ein
hundrað þúsund. Ætli ein-
hver endurhæfingastöðin í
Hollandi hefði ekki getað
notað þá aura?
# Skotnirfyrir
áramót?
Sagan segir að náungi í
Grímsey hafðf látið hafa það
eftir sér að Grímseyingar
skytu gjarnan sel og seidu í
minkafóður. Ágóðinn af sela-
sölunni mun renna til sund-
laugarinnar sem nú er verið
að byggja í eynni. Grfmsey-
ingurinn mun hafa bætt því
við að hann gerði ráð fyrir að
búið yrði að skjóta selina sex
og selja fyrir áramót. Þá má
bæta því við að það er nokk-
uö sérkennilegt að á sama
tíma og landsmenn mega
ekki koma með bita af
ósoðnu keti til landsins
mega útlendingar koma með
seli til iandsins. En landbún-
aðar- og dómsmálaráðuneyti
gáfu leyfi og getur þá nokkur
maður sagt nokkuð gegn vit-
leysunni?