Dagur - 29.07.1987, Blaðsíða 7
29. júlí 1987- DAGUR-7
Guðmundur heimsótti Dvalarheimilið Hvamm á Húsavík og heilsaði m.a.
upp á vistfólkið.
Guðmundur Bjarnason og Ólafur Erlendsson framkvæmdastjóri Sjúkra-
húss Húsavíkur á tali við starfsstúlku stofnunarinnar.
leysa þau verkefni sem við er að
glíma í þessum undirstöðu-
atvinnuvegum. Við höfum lagt
mikla áherslu á það að hafa áhrif
á stefnuna í landbúnaðarmálun-
um og það gerum við að sjálf-
sögðu best með því að fara með
það ráðuneyti. Á síðasta kjör-
tímabili var lagður grunnur að
þeirri breytingu sem algerlega
óhjákvæmilegt var að ráðast í og
við lögðum áherslu á að fá að
fylgja því verkefni áfram og sama
má reyndar segja um sjávar-
útveginn. Framsóknarmenn hafa
nú um nokkur ár stjórnað þeim
málaflokki og ég held að það sé
samdóma álit flestra sem að þeim
málum vinna að núverandi sjávar-
útvegsráðherra, Halldóri Ás-
grímssyni, hafi farist það starf vel
úr hendi.
Undirstöðuþáttur
velferðarsamfélagsins
Hvað mitt ráðuneyti varðar vil
ég segja það að heilbrigðis- og
tryggingamál eru undirstöðu-
þættir þess velferðarsamfélags
sem við höfum verið að byggja
upp á undanförnum árum og ára-
tugum, þ.e.a.s. að búa almenn-
ingi það öryggi að aldraðir, sjúkir
og fatlaðir í þessu þjóðfélagi okk-
ar eigi nokkra tryggingu fyrir því
að samfélagið aðstoði þá þegar á
þarf að halda. Pennan málaflokk
hefur Framsóknarflokkurinn
ekki haft með að gera frá því
heilbrigðis- og tryggingaráðu-
neytið var gert að sjálfstæðu
ráðuneyti, og það er því vissulega
ánægjulegt verkefni sem við
fáum nú að glíma við.
Frá því ég kom á þing hef ég
mest fengist við fjárhagsmál, ég
-hef átt sæti í fjárveitinganefnd
Alþingis og fjárhags- og við-
skiptanefnd en ég hef einnig átt
sæti í heilbrigðis- og trygginga-
nefnd og hef í gegnum þau
nefndarstörf nokkuð kynnst þess-
um málaflokki. Að sjálfsögðu
mun ég leggja mig fram um það
að gera mitt besta og reyna að
vinna að þessu verkefni eftir
bestu samvisku og getu og hlakka
til að takast á við þetta. Ég vinn
það verk sem flokksmenn vilja
treysta mér fyrir á hverjum tíma,
hér eftir sem hingað til.“
40% af fjárlögum
fara til heilbrigðismála
- Hver eru brýnustu verkefnin
í þessum málaflokki að þínu
áliti?
„Heilbrigðismálin eru stór og
viðamikill málaflokkur sem sést
best á því að um það bil 40% af
fjárlögum ríkisins renna til
hans. Stjórnarsáttmálinn kveður
á um að reyna að fara sem best
með þessa fjármuni og þar er tal-
að um að taka heilbrigðis- og
tryggingakerfið til gagngerrar
endurskoðunar. Að undanförnu
hafa hinar ýmsu nefndir verið að
skoða einstaka málaflokka, s.s.
verksvið og skipulag Trygginga-
stofnunar ríkisins og þá löggjöf
sem hún starfar eftir. Enn sem
komið er liggja engar niðurstöð-
ur eða álitsgerðir fyrir en ég mun
kanna það á allra næstu dögum
hvaða árangur hefur náðst í starfi
þessarar nefndar og leggja
áherslu á það að þessu starfi
verði flýtt svo sem kostur er. Ég
held að þótt mikið af því fjár-
magni sem þarna fer í gegn, t.d.
allar lífeyristryggingarnar, þ.e.
greiðslur til öryrkja og aldraðra,
sé nokkuð bundinn farvegur sem
við breytum ekki mikið, þá sé þó
nauðsynlegt að líta eftir því á
hverjum tíma hvað hægt sé að
gera til aðhalds og skynsamlegrar
stjórnunar á þessu fjármagni. Ég
hef nú þegar skoðað Trygginga-
Myndir: IM
Texti: IM/BB
stofnunina og rætt við fram-
kvæmdastjóra hennar og starfs-
fólk þar og mun í framhaldi af
því reyna að átta mig á því hvað
betur megi fara.
Varðandi heilbrigðisgeirann og
sjúkrahúsin, höfum við á undan-
förnum árum verið að taka upp
það skipulag í vaxandi mæli, að
einstök sjúkrahús fái ákveðna
fjárveitingu til sinna starfa, enda
er það talið leiða til þess að
aðhald og eftirlit með rekstrinum
verði betra en með gamla dag-
gjaldakerfinu, sem er auðvitað
enn við lýði hjá nokkrum sjúkra-
og heilbrigðisstofnunum.
Forvarnastarfíð
mikilvægt
Ég tel einnig mjög mikilvægt
að efla heilsugæslu almennt svo
og hið svokallaða forvarnastarf.
Forvarnastarf er reyndar mjög
teygjanlegt hugtak. Á vissan hátt
getur í raun og veru allt sem lýtur
að okkar mannlega samfélagi,
svo sem vinnutími, vinnutilhög-
un, fjölskyldulíf og tómstundir,
fallið undir það að vera fon'arna-
starf, í þeim skilningi að menn
lifi heilbrigðara lífi og þurfi
minna á heilbrigðisþjónustunni
og sjúkrahúsvist að halda. Ég
mun, eftir því sem hægt er af
hálfu heilbrigðis- og trygginga-
ráðuneytis að leggja áherslu á
þennan þátt. Hluti forvarna er
svokölluð manneldisstefna, sent
lýtur m.a. að fæðuvali og heil-
brigðu líferni og líkamsrækt og
þetta eru þættir sent við eigum og
verðunt að skoða vel.
Ég sá nýlega upplýsingar frá
landlækni um niðurstöður úr
skoðanakönnun sem gerð var
meðal unglinga. Niðurstöðurnar
sýna að það er áberandi fylgni
milli þess hvað unga fólkið átti
margar samverustundir með for-
eldrum sínum og lifði góðu fjöl-
skyldulífi annars vegar og svo
hinu hversu mikið eða oft það
neytti áfengis og annarra vímu-
efna eða komst í kast við lög-
gæslu. Því fleiri sein samveru-
stundirnar voru, þeim mun færri
voru þau tilvik sem unglingarnir
leiddust til óheilbrigðs lífernis.
Þetta færir okkur heim sanninn
um það að ef við getum byggt
upp heilbrigt og manneskjulegt
samfélag, þá er það að sjálfsögðu
einnig forvarnastarf sem dregur
úr útgjöldum þjóðfélagsins vegna
slysa og sjúkdóma.
Ég mun auðvitað reyna að
skoða það líka hvaða þætti heil-
brigðismálanna er hægt að skipu-
leggja betur og hvernig haga má
hlutunum þannig að sent best
nýting fáist á því fjármagni sem
fyrir hendi er. Ég vil þó undir-
strika að þrátt fyrir þetta tal mitt
um aðhald og sparnað varðandi
útgjöld þessa viðamikla mála-
flokks, mun ég leggja áherslu á
að samfélagið haldi áfram að
veita skjólstæðingum þessa ráðu-
neytis þann stuðning sem þeir
þurfa á að halda. Ég er ekki að
tala um að ég ætli að fara að
breyta uppbyggingu og skipulagi
þessara mála með byltingar-
kenndum aðferðum, heldur
aðeins að fá það besta út úr þeim
sem hægt er.“
í seinni hluta viðtalsins, sem birt-
ist á morgun, rekur Guðmundur
þau verkefni sem unnið er að og
framundan eru innan heilbrigðis-
kerfisins á Norðurlandi eystra.
Þá fjallar hann um málefni aldr-
aðra, herferö gegn eiturlyfja-
neyslu og fleira.
Starfsmenn
Óskum eftir smiöum, kranamanni og verkamönnum
vönum byggingavinnu.
byggir ht.
Símar: 96-26277, 96-26172 og 96-26270.
Krumpugallar
4-HJOLAFERÐIR
FARNAR VERÐA DAGSFERÐIR UPP
MEÐ SKJÁLFANDAFLJÓTI UM NÆSTU
HELGI OG ÞARNÆSTU.
ÞEIR SEM FARIÐ HAFA EIGA AÐEINS
EITT ORÐ - FRÁBÆRT.
(HÓPAFSLÁTTUR,
FJÖLSKYLDUAFSLÁTTUR.)
FERÐ ÁRSINS
VERÐUR FARIN
20. ÁGÚST.
ÞRIGGJA DAGA FERÐ
UPP AÐ VATNAJÖKLI
EINSTAKT TÆKIFÆRI.
(HÓPAFSLÁTTUR.)
Upplýsingar veita: Bílaleigan Örn sími 24838
og Stóruvellir í Bárðardal sími 43292.
(ATH. ÞESS ER VANDLEGA GÆTT AÐ ENGIN NÁTTÚRUSPJÖLL
SÉU UNNIN.)
STELPUR! DRIFIÐ
STRÁKANA MEÐ