Dagur - 29.07.1987, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 29. júlí 1987
„Stjómarflokkarnir hafa
jafiiað ýmsan ágreining
- og geta nú snúið sér samhentir að framgangi þeirra
velferðarmála sem ríkisstjómin leggur áherslu á“
Guðmundur Bjarnason heilbrigðis- og tryggingaráðherra er lík-
lega fyrsti Húsvíkingurinn, fæddur þar og uppalinn, sem gegnir
ráðherraembætti. Reyndar hafa menn sem tengjast Húsavík áður
setið á ráðherrastóli og nægir þar að nefna Áka Jakobsson, sem
fæddist á Húsavík en fluttist þaðan snemma. Hann átti sæti í
Nýsköpunarstjórninni svonefndu. I»á gegndi Húsvíkingurinn
Jóhann Hafstein ráðherraembætti í Viðreisnarstjórninni, en
Jóhann og allt hans fólk hélt mikilli tryggð við Húsavík. En
Jóhann fæddist ekki á Húsavík, heldur á Akureyri og mun Guð-
mundur því vera fyrsti „eiginlegi“ Húsvíkingurinn sem gegnir
þessu embætti og sá eini sem er þingmaður þeirra. Guðmundur
skrapp til Húsavíkur fyrir skömmu þegar örlítið hlé gafst frá
annríkinu í heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu. Hann sló reynd-
ar tvær flugur í einu höggi eins og þar stendur og heimsótti í leið-
inni nokkrar heilsugæslustofnanir í heimabæ sínum til þess að fá
innsýn í það sem þar fer fram. Hann gaf sér einnig tíina til viðtals
við Dag um stjórnarmyndunarviðræðurnar og þau viðfangsefni
sem bíða úrlausnar í heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu og
fleira sem tengist þeim málaflokki.
Við spurðum Guðmund fyrst um
stjórnarmyndarviðræðurnar.
„Auðvitað var það ljóst strax
að kosningum loknum að stjórn-
armyndun yrði erfið og myndi
taka langan tíma. Kosningaúrslit-
in voru þannig að ekki var ljóst
hvað við tæki og einnig var sýnt
að ekki yrði hægt að mynda
meirihlutaríkisstjórn öðruvísi en
með þátttöku a.m.k. þriggja
flokka. Við framsóknarmenn
lentum til að byrja með nokkuð
út úr umræðunni, enda virtist það
komið fram strax fyrir kosningar
hjá formönnum nokkurra stjórn-
málaflokka, að það bæri að reyna
myndun ríkisstjórnar án þátttöku
Framsóknarflokksins og að rétt
væri að gefa honum frí frá stjórn-
arþátttöku að þessu sinni.
Fyrsta verk Jóns Baldvins
að tala við Framsókn
Niðurstaðan varð hins vegar sú
eins og stundum áður, að þegar
fram í sótti náðu aðilar ekki sam-
komulagi og gátu ekki myndað
ríkisstjórn án okkar. Annað
mynstur virtist ekki geta gengið
upp. Eins og menn muna fékk
Jón Baldvin, formaður Alþýðu-
flokksins, umboð til stjórnar-
myndunar eftir nokkurn tíma, og
það er kannski svolítið spaugilegt
að það varð að vera hans fyrsta
verk að kveðja Framsóknar-
flokkinn til viðræðna við sig um
ríkisstjórnarmyndun, þótt Jón
Baldvin hafi kannski talað manna
mest um möguleikana á ríkis-
stjórn án Framsóknarflokksins.
Þessar viðræður fóru ágætlega
af stað og vel var unnið strax frá
upphafi. Þrír fulltrúar frá hverj-
um flokki fóru saman yfir hina
ýmsu málaflokka og reyndu að
samræma mismunandi sjónarmið
og finna út hver helstu ágrein-
ingsefnin væru. Að þessum
umræðum loknum var eins og
kæmi talsvert uppihald í þetta og
það tók töluverðan tíma að þoka
málum í þann farveg að menn
færu af alvöru að ræða um stjórn-
arsáttmála og skiptingu ráðu-
neyta, sem er auðvitað líka mjög
mikilvægt atriði.
Verkaskiptingin mikilvæg
Það var töluvert rætt um það í
fjölmiðlum að viðræðurnar hefðu
að langmestu leyti snúist um
ágreining um einstök ráðuneyti
eða ráðherrastóla. Það kann að
vera að svo hafi litið út. en ég vil
ekki gera lítið úr þeim þætti
stjórnarmyndunarinnar. því það
er síst minnsta atriðið hvaða
flokkur fer með hvern málaflokk.
Sem dæmi má nefna að nú. eftir
að stjórnarmyndunin er afstaðin.
hafa fjölmargir framsóknarmenn
komið að máli við okkur sem í
þessu stóðum og sagt að við hefð-
um aldrei átt að gefa það eftir að
formaður okkar flokks yrði for-
sætisráðherra. Flvað er þetta
annað en áhersla okkar flokks-
manna á það að við hefðum átt
að láta sverfa til stáls um forsætis-
ráðherrastólinn? Það er ákveðin
mótsögn fólgin í þessu; að segja
fyrst að þetta snúist allt um
einskisverðan stólaslag, en segja
síðan að við hefðum aldrei átt að
gefa þetta eða hitt eftir. Það
sama var uppi á teningnum varð-
andi fleiri ráðuneyti. Við lögðum
t.d. mikla áherslu á að halda
sjávarútvegsráðuneytinu og eins
býst ég við að einhverjum hefði
þótt það undarlegt ef við hefðum
gefið eftir landbúnaðarráðuneyt-
ið til Alþýðuflokksins. Ég legg
því áherslu á að verkaskipting
innan ríkisstjórnar er ekki síður
mikilvæg en þær leiðir sem menn
koma sér saman um að fara til að
leysa einstök vandamál.
ítarlegur stjórnarsáttmáli
Mjög langur tími fór síðan í að
fara yfir drögin að stjórnarsátt-
málanum, sem að þessu sinni er
mikið lengri og ítarlegri en ég
a.m.k. þekki til frá tveimur ríkis-
stjórnum þar á undan. Núna er
reynt að taka á sem flestum
rhálaflokkum og þeim gerð skil í
stjórnarsáttmálanum og starfslýs-
ingu þessarar ríkisstjórnar. Það
finnst sjálfsagt einhverjum að hér
sé um að ræða nokkurs konar
óskalista og því er auðvitað ekki
að neita að þegar þrír flokkar
með ólíkar áherslur koma
saman, vill hver flokkur um sig
koma sínum málum á framfæri
og láta þau njóta sín í endanlegri
mynd málefnasamningsins. Allt
þetta tók því sinn tíma en mér
finnst tíminn ekki skipta
sköpum, aðalatriðið er að menn
■^standi saman og vinni að þeim
málum sem fram eru sett í stjórn-
arsáttmálanum og leggi sig fram
um að ná þeim markmiðum sem
þar er stefnt að. Þótt þau náist
e.t.v. ekki öll, þá eru þau þó lýs-
ing á vilja þessarar ríkisstjórnar
og mest er um vert að flokkarnir
vinni saman af fullum heilindum í
framhaldi af þessu mikla undir-
búningsstarfi."
- Sumir hafa sagt að í þessu
samstarfi séu ákveðnir brestir og
því sé ekki líklegt að ríkisstjórn
þessara flokka nái að sitja út
kjörtímabilið. Hvað viltu segja
um þær hrakspár?
„Ég skal ekki á þessu stigi
leggja neinn dóm á það hversu
lengi þessi ríkisstjórn kemur.til
með að sitja - reynslan verður að
leiða það í Ijós. Ég vonast þó til
þess að svo ítarleg undirbúnings-
vinna sé líkleg til að styrkja stoð-
ir þessa samstarfs og ætti að hafa
leitt til þess að stjórnarflokkarnir
séu þegar búnir að jafna ýmsan
ágreining og geti snúið sér sam-
hentir að framgangi þeirra vel-
ferðarmála sem ríkisstjórnin
leggur áherslu á.
Rætt við
Guðmund
Bjamason
heilbrígðís-
og tngginga-
ráðherra
Fyrri hluti
Sögulegt samstarf
Mér finnst sjálfum það vera
nokkuð sögulegt atvik að Fram-
sóknarflokkur og Alþýðuflokkur
skuli nú hafa tekið upp stjórnar-
samstarf. Ég hef verið og er
reyndar enn þeirrar skoðunar að
þetta séu flokkar með svo líka
grundvallarstefnu að þeir eigi
mjög auðveldlega að geta unnið
saman. Ágreiningurinn sem verið
hefur mörg undanfarin ár þarna á
milli, hefur oft verið persónuleg-
ur eða persónubundinn og slíkt á
auðvitað að leggja til hliðar og
reyna að forðast þegar menn eru
að vinna í stjórnmálum og takast
á unt stefnur. Vissulega hafa
þessir flokkar haft ólíkar áherslur
í einstaka málaflokkum og má
þar m.a. nefna landbúnaðarmál,
þar sem þessa flokka hefur greint
nokkuð á á undanförnum árum.
En ég fagna því að nú skuli hafa
tekist samstarf milli þessara
tveggja flokka og ég vona að það
samstarf geti varað og orðið báð-
um þessum flokkum, sem eru af
sama meiði í raun og veru, til far-
sældar.
Hvað stjórnarsamstarfiö varð-
ar að öðru leyti tel ég aðalatriöið
vera það að hafa stjórn á efna-
hagsmálunum og þar meö hemil
á verðbólgunni. Traust efnahags-
líf og traust undirstaða atvinnu-
lífs er auðvitað það sern mestu
máli skiptir. Hitt kemur allt á
eftir. Dæmin sýna að ef óvissa
ríkir í atvinnumálum og efna-
hagsmálin fara úr böndunum,
getum við ekki búist við því að
það verði auðvelt að byggja upp
aðra þá þætti mannlífsins sem við
viljum leggja áherslu á.“
Framsókn með fjögur og
hálft ráðuneyti
- Ertu sáttur við þau embætti
sem komu í hlut Framsóknar-
flokksins í þessari ríkisstjórn?
„Ég held að hlutur Framsókn-
arflokksins varðandi skiptingu
ráðuneyta sé góður. Ég hef ekki
ástæðu til annars en að láta mér
það vel líka. Auðvitað hefðum
við gjarnan viljað að formaður
Framsóknarflokksins yrði áfram
forsætisráðherra. Hann á mikið
traust til þess embættis, það hafa
skoðanakannanir sýnt og úrslit
kosninganna í hans kjördæmi
sýndu það auðvitað líka en þar
vann hann stóran persónulegan
sigur. Skoðanakannanir síðan
hafa einnig sýnt að mikill meiri-
hluti þjóðarinnar vildi hafa
Steingrím Hermannsson áfram
sem forsætisráðherra. En um
þetta náðist ekki samkomulag og
við það verða menn að sætta sig.
Að því frágengnu lögðu fram-
sóknarmenn áherslu á það að
utanríkisráðuneytið kæmi í
þeirra hlut - að því tilskildu að
utanríkisviðskiptin yrðu færð
þangað og því má segja að fram-
sóknarmenn hafi a.m.k. fjögur
og hálft ráðuneyti út úr þessum
uppskiptum. Og það að hafa tvö
atvinnumálaráðuneyti, bæði
sjávarútveginn og landbúnaðinn,
er líka mjög mikilvægt fyrir
Framsóknarflokkinn því við vilj-
um áfram beita okkur fyrir því að