Dagur


Dagur - 17.08.1987, Qupperneq 3

Dagur - 17.08.1987, Qupperneq 3
17. ágúst 1987 - DAGUR - 3 Noröurlandskjördæmi vestra: Hugmyndir um stofnun þróunar- og fjárfestingafélags alveg um vélarrúmið og alla við- gerðarvinnu sem hægt er að vinna án þess að stoppa veiðar.“ - Snúum okkur þá að áhuga- máli þínu númer eitt tvö og þrjú, ferðalögunum. Þú nefndir áðan hús, bíl og vélsleða. Ertu mikill vélsleðamaður? „Já veistu það að ferðalög á vélsleða það er bara það dýrðleg- asta sem hægt er að hugsa sér í ferðamálunum. Þó eru göngu- ferðir að mörgu leyti skemmtileg- ar en þær eru bara svo andskoti erfiðar." - En þú stundar þær þó á sumrin? „Já ég hef reynt mörg undan- farin ár að fara eina góða göngu- ferð á sumri. Þá er ég að tala um svona fimm og upp í ellefu daga gönguferð með allan viðlegubún- að á bakinu. Jakob hefur um skeið setið í skálanefndum hinna tveggja gönguskála sem Ferðafélag Akureyrar á, í Lamba og Bræðrafelli. „Það var nú kannski hálf hallærislegt að starfandi sjó- maður sæi um viðhald á göngu- skálum félagsins. Ég bara gaf mér tíma í þetta og ég vil miklu frekar eyða honum í þetta en að horfa á sjónvarp eða liggja úti í trjábeði eins og moldvarpa. Ég hef gaman af þessu og ef menn vilja þá hafa allir tíma. Á sjónum hafði ég svo góðan tíma til að hugsa um þetta áhugamál mitt.“ Jakob hefur fimm sinnum farið í sjö til ellefu daga gönguferðir með Ferðafélagi Akureyrar eða Ferðafélagi íslands. „Við höfum verið í Hornvíkinni og farið svo í stuttar ferðir út frá henni. Ég er alveg ákveðinn í því að fara næsta sumar í Hornvík og eitt- hvað víðar.“ - En vélsleðaferðirnar eru þó númer eitt eða hvað? „Já. Nú er ég búinn að eiga vélsleða síðan 1974 og hef reynt að fara reynt að fara eitthvað á hverju ári. Bestu ferðina fór ég síðastliðið vor þegar við fórum nokkrir saman upp úr Kald- baksdal á Öxnadalsheiði, inn í Laugafell og gistum þar. Daginn eftir fórum við svo upp á Hofs- jökul en svo seinna um daginn suður í Tungnafell og seinna upp á Bárðarbungu og víðar. Þar lá landið sunnan og norðan Vatna- jökuls fyrir manni eins og landa- kort og í þessari ferð lenti ég í því besta útsýni sem ég hef nokkurn tíma séð. Þegar komið var inn fyrir Laugafell sá ekki ský á himni. Þetta var ævintýri líkast," sagði Jakob Kárason vélfræðing- ur og áhugamaður um ferðalög. ET Á fundi hreppsnel'ndar Blöndu- ósshrepps fyrr í sumar kynnti Sigfríður Angantýsdóttir, hreppsnefndarmaður, hug- myndir um stofnun þróunar- og fjárfestingafélaga landshluta. Hreppsnefnd fjallaði um málið og samþykkti samhljóða álykt- un þar að lútandi. í ályktun hreppsnefndar seg- Um síðustu mánaðamót var innvegin mjólk hjá Mjólkur- samlagi S.A.H á Blönduósi svipuð að magni til eins og um sama leyti í fyrra. Samlags- svæðið nær yfir Austur-Húna- vatnssýslu og eru 70 fram- leiðendur á þessu svæði en 8 framleiðendur hafa nú þegar fyllt fullvirðisrétt sinn. Páll Svavarsson, samlagsstjóri sagði í samtali við blaðið að full- virðisréttur samlagsins væri 95.000 lítrum minni nú en í fyrra og taldi hann að samlagið færi um Samþykkt var á bæjarstjórnar- fundi að fela bæjarstjóra, for- manni kjarasamninganefndar og starfsmannastjóra að leysa úr þeim málum er varða bfla- styrki og liggja fyrir. Þá er þeim falið að gera tillögur um fyrirkomulag þessara mála eftirleiðis. Sigfús Jónsson bæjarstjóri sagði að hér væri um óafgreitt ir: „Hreppsnefnd Blönduóss- hrepps lýsir stuðningi við hug- myndir stjórnar Þróunarfélags Islands hf. um stofnun þróunar- og fjárfestingafélaga í öllum kjördæmum landsins. Hreppsnefnd Blönduósshrepps vill greiða fyrir framgangi þessa máls og telur, að stofnun þróun- arfélaga í landshlutum renni 80.000 lítrum fram yfir rétt sinn á þessu verðlagsári en réttur sam- lagsins er 4.051.000 lítrar. Staðan væri því mun verri í ár en samlag- ið fór um 15.000 lítrum fram yfir framleiðsluréttinn á síðasta ári. Páll sagðist eiga von á að rúm- lega helmingur bænda á svæðinu fari yfir framleiðslurétt sinn og kæmi þar til að hey í vetur hafi verið góð, gott sumar auk þess sem bændur hefðu sennilega treyst á að eitthvað fengist greitt fyrir umframframleiðsluna líkt og gerðist á síðasta ári. Enginn framleiðandi er þó enn farinn að mál að ræða sem þyrfti að finna Iausn á. Um áramótin tekur.stað- greiðslukerfi skatta gildi og bíla- styrkirnir falla undir það þannig að þeir teljast tekjur sem þarf að borga af. Hann sagði að finna þyrfti nýjan flöt á þessu máli því starfsmenn gætu allt eins farið fram á að fá bíla í stað bílastyrks- ins sem fellur að mestu niður. SS stoðum undir uppbyggingu og iðnþróun á landsbyggðinni og nýting á fjármagni verði mark- vissari og betri.“ Sigfríður segir að samkvæmt hugmyndum um þessi landshluta- félög sé gert ráð fyrir ákveðnu lágmarkshlutafé, 10-15 milljónir og Þróunarfélag íslands leggi til hella niður mjólk sinni, allir senda hana inn til samlagsins en því ber skylda til að taka við henni og setja hana á erlenda markaði. Sagði Páll að í haust kæmi í ljós hvort eitthvað fengist greitt fyrir þessa vöru en hann átti síður von á þvf. í mjólkursamlaginu á Hvamms- tanga var innvegin mjólk um síð- ustu mánaðamót orðin 2.323.000 lftrar en það eru 89% af fullvirðis- rétti samlagsins. JÓH 20% af því. Stjórn og ákvarðana- taka sé í höndum heimamanna en þeirra er einnig að ákveða hvort af stofnun slíks félags verður. Sigfríður sagði að einhver áhugi væri fyrir hendi í Norður- landskjördæmi vestra en mönn- um þyki að í hugmyndum um þessi félög hafi gleymst að gera ráð fyrir þróunar- og rannsóknar- þættinum, þar sem starfsemi þessara félaga byggist einvöró- ungu á ávöxtun eigin fjár. Sýnist mönnum því að lítið fjármagn sé til að rækta þennan þróunar- og rannsóknarþátt og þetta atriði þurfi að tryggja áður en af slofn- un slíks félags yrði. Sem dæmi um eitt af verðug- um verkefnum félagsins væri að vinna að uppbyggingu ferðamannaþjónustu en mark- mið með félaginu er að fjár- magna arðbærar nýjungar og treysta uppbyggingu í atvinnulíf- inu. Ákveðin byggðastefna felst í þessum hugmyndum þar sem vilji er til að auka ábyrgð og áhrif heimamanna á þróun sinna mála heima í héruðum. Um staðsetningu starfsemi þessa félags sagði Sigfríður að eðlilegast væri að starfsemin yrði í sem nánustum tengslum við iðnráðgjafa á svæðinu enda komi nýjar hugmyndir fyrst inn á borð til hans. JÓH Fasteignasala - Sími 26441 Hafnarstræti 108. Sölumaður: Páll Halldórsson, heimasími: 22697. Lögmaður: Björn Jósef Arnviðarson. Umboðs- og heildverslun í fullum rekstri. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. Auglýsing i Degi BORCAR SIC Mjólkursamlag S.A.H. á Blönduósi: Stefnir í að samlagið fari langt fram yfir framleiðslurétt - „Á von á að rúmur helmingur framleiðenda á svæðinu fari fram yfir rétt sinn,“ segir samlagsstjóri Bílastyrkir vandamál í skattakerhnu Bæjarstjórn Akureyrar: Samþykkt að styrkja Hvítasunnusöfnuðinn Á fundi bæjarstjórnar Akur- eyrar sl. þriðjudag var sam- þykkt að veita IV2 milljón króna í styrk til dagvistar Hvítasunnusafnaðarins. Eins og fram hefur komið lét Alþýðubandalagið gera sér- staka bókun um þennan lið þar sem fram kom óánægja með þróun mála. En tillagan var samþykkt með 9 atkvæðum, Sigríður Stefánsdóttir var á móti en Heimir Ingimarsson sat hjá. Á fundinum sagði Sigríður að hún gæti ekki samþykkt að bær- inn tæki þátt í rekstri þessarar dagvistar. Fjárveitingar til dag- vistarmála væru ekki það háar og auk þess væri ekki forsvaranlegt að veita fé á þennan hátt meðan enn væri verið að athuga húsnæði undir dagvist bæjarins. Eðlilegur framgangur í dagvistunarmálum bæjarins gæti tafist í kjölfar þess- arar fjárveitingar. Hún sagði einnig að sér þætti ekki sniðugt að láta söfnuðinn fá slíka fyrirgreiðslu. Hann sæi um ráðningar á starfsfólki sem gæti verið með „varasaman áróður.“ Auk þess væri aldrei að vita hvaða sértrúarhópar heimtuðu slíka fyrirgreiðslu næst, e.t.v. Vottar Jehóva. Úlfhildur Rögnvaldsdóttir kvaddi sér einnig hljóðs um mál- ið og var ekki sammála Sigríði. Hún sagði að þessar 12 milljónir sem ráðstafað var til uppbygg- ingu dagvista væru enn ósnertar og ef þessi 1 lA milljón til Hvíta- sunnusafnaðarins gæti orðið til þess að bæta ástandið þá væri það vel. Hún sagðist ekki geta séð neitt athugavert við kristilegt uppeldi en foreldrum væri það í sjálfsvald sett hvort þeir sendu börn sín á umrædda dagvist. Það væri ekk- ert óeðlilegt að þessi dagvist fengi svipaða fyrirgreiðslu og dagvistin sem foreldrar reka í bænum. Um Votta Jehóva sagði hún að þeir væru allt annar hand- leggur. SS Hvaö er góö auglýsing? Allir auglýs- endur borga fyrir að fá auglýsingu birta íblööum. Hvers vegna auglýsa fyrirtæki þá vöru sína? Jú, til þess aö hún seljist. Þannig er hægt aö láta auglýsingu borga sig. En þaö er ekki sama í hvaöa blaði auglýst er, því mörg hafa litla útbrelöslu og fáa lesendur. Dagur hefur aftur á móti mikla útbreiöslu og lesendur eru fjölmargir. Það borgar sigþví að auglýsa ÍDegi, þar eru allar auglýsmgargóðar aug lýsingar.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.