Dagur - 17.08.1987, Side 8

Dagur - 17.08.1987, Side 8
8 - DAGUR - 17. ágúst 1987 Ltf ogflor ✓ í Mið- bænum Það var mikið um að vera í göngugötunni á Akureyri á fimmtudagskvöldið. er Hljóð- bylgjan stóð fyrir „afmælisupphitun“ í afmælismánuði. Fjöldi fólks mætti á svæðið og voru allir í hátíðarskapi eins og vera ber þegar stórafmæli er í nánd. Hvar stæði Adam án Evu og Akureyringar án fallhlífarstökkvara? Fallhlífar þeirra „Sigganna“ eru orðnar hluti af skemmtanahaldi okkar Akureyringa, rétt eins og Adam var Evu. Og að sjálfsögðu stukku þeir upphitunarstökk á fimmtudagskvöldið í einstakri veðurblíðu. Áður hafði flugvél dreift karamellum um stræti og torg. Stubbum til nokk- urra leiðinda lentu þær margar á þaki húss bæjarfógetaembættisins. Þrátt fyrir það var dagskrá fram haldið. Hljómsveitir stigu á svið og fluttu tónsmíðar sínar; Sniglabandið, Bítlavinafélagið og Al-plex við góðar undirtektir. Félagar úr Hjálparsveit skáta klifu niður hús númer 1 við Ráðhústorg. Og aftur upp. Frikki fréttamaður, sem er Friðrik Indriðason fylgdi á eftir á sléttbotna diskóbomsum sínum. Vakti hann almennan fögnuð áhorfenda sakir hugrekkis síns. Krakkar úr Leikklúbbnum Sögu valhoppuðu skrautleg um bæinn og að lokum var farin blysför ein heilmikil. Eða í stuttu máli; velheppnað og skemmtilegt kvöld hjá Hljóðbylgjumönnum. En látum myndirnar tala sínu máli. mþþ Akureyrarbær reisi 2.400 fermetra hús yfir Náttúrufræöistofnun Norðurlands - Tómas Ingi Olrich kynnir skýrslu nefndar Nefnd um húsnæðismál Nátt- úrufræðistofnunar Norður- lands hefur látið frá sér fara til- lögur og greinargerð sem for- maður nefndarinnar, Tómas Ingi Olrich, kynnti á blaða- mannafundi nýverið. Sem kunnugt er sameinast Lysti- garðurinn og Náttúrugripa- safnið í Náttúrufræðistofnun Norðurlands um næstu áramót og var nefndinni falið að kanna húsnæðisþörf stofnunarinnar. Á blaðamannafundinum hafði Tómas Ingi m.a. þetta að segja: „Auk þess að kanna húsnæðis- þörfina með tilliti til þeirra hug- mynda sem hafa komið fram um hlutverk þessarar stofnunar var nefndinni falið að kanna hvort Akureyrarbær gæti ekki haft samstarf við aðra aðila um rekst- ur stofnunarinnar. Einnig fylgdi skipunarbréfinu greinargerð þar sem nefndinni var bókstaflega gefið í skyn að henni bæri að kanna samstarfsmöguleika við Háskólann og Menntaskólann á Akureyri. Þessar hugmyndir hafa markað nokkuð störf nefndarinnar. Hún hefur sett fram hér tvær tillögur sem rétt er að gera grein fyrir. Þær tillögur eru svo skýrt afmark- aðar vegna þess að fyrri tillagan á einungis erindi við Ákureyrarbæ. Þar er gerð tillaga um það að Akureyrarbær reisi hús yfir Nátt- úrufræðistofnun Norðurlands, alls að flatarmáli um 2.400 fer- metrar. Þarna er gert ráð fyrir allstóru gróðurhúsi og rúmgóðri geymslu í kjallara, en það hús- rými sem færi undir sjálfa sýning- arsalina og rannsóknasafn Nátt- úrufræðistofnunar Norðurlands er rúmlega 1.600 fermetrar. Hitt er svo annað mál að tillaga tvö gerir ráð fyrir því að bæjar- stjórn Akureyrar skipi þriggja manna nefnd sem hafi tvíþætt hlutverk. Annars vegar að taka upp viðræður við ríkisvaldið um þátttöku ríkisins í rekstri Náttúru- fræðistofnunar Norðurlands, en hins vegar að leita leiða til þess, í samvinnu við ríkið, að leggja grundvöll að vísinda- og gagna- miðstöð á Akureyri og móta hug- myndir um rekstur slíkrar stofn- unar.“ Byggingalóö vestan viö Lystigaröinn Tómas sagði einnig að nefndin hefði ákveðna hugmynd um byggingalóð varðandi báðar þess- ar hugmyndir. Um er að ræða lóð í eigu Menntaskólans á Akur- eyri, vestan við Lystigarðinn og sunnan heimavistar MA. Nefnd- in telur þetta svæði mjög hentugt fyrir Náttúrufræðistofnun Norðurlands en Lystigarðurinn er einmitt hluti af þeirri stofnun. Tómas Ingi sagði ennfremur: „í þessari stofnun yrði rekið nátt- úrufræðisafn og Lystigarðurinn yrði hluti af því safni því þar er komin saman öll Flóra íslands þannig að garðurinn er safngarð- ur í eðli sínu. Auk þess eru stundaðar þar tilraunir með inn- fluttar plöntur, þannig að þar fer bæði fram safnstarfsemi og vís- indastarfsemi. En við höfum lagt á það áherslu að þessi þriggja manna Tómas Ingi Olrich formaður hús- næðisnefndarinnar. nefnd sem ætti að ræða við ríkis- valdið um að koma upp vísinda- og gagnamiðstöð á þessu svæði, hefði það veganesti að þarna yrði sem sagt byggt yfir starfsemi sem væri í senn á vegum Náttúru- fræðistofnunar Norðurlands, á vegum Háskólans og á vegurn framhaldsskólanna. Þarna er m.ö.o. um að ræða gagna- og bókasafn sem þjónaði Háskólan- um, framhaldsskólunum, Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri og Náttúrufræðistofnun Norður- lands. Þessir aðilar eiga flestir bókasöfn. Fjórðungssjúkrahúsið á allstórt bókasafn, Náttúru- fræðistofnun Norðurlands á stórt bókasafn, Menntaskólinn á all- mikið bókasafn og Verkmennta- skólinn á vísi að bókasafni. Háskólinn sem tekur til starfa nú í haust hefur þegar eignast bækur og bókasafn Háskólans mun vaxa mjög hratt á næstu árum. Ástæðan fyrir því að við leggj- um til að þessu verði steypt sam- an í eina heild er fyrst og fremst praktísk. Þessar stofnanir hafa allar þörf fyrir sérhæfða starfs- krafta til að skipuleggja þessi söfn og hafa á prjónunum áform um að ráða slíka menn. Slíka starfskrafta mætti að sjálfsögðu nýta mun betur ef þarna væri miðstöð og þetta væri eitt safn en ekki fjögur eða fimm. Okkur til stuðnings í þessu máli má benda á að í fylgiskjölum greinareerðar- innar er álitsgerð frá Sigrúnu Klöru Hannesdóttur sem er doktor í bókasafnsfræði og dósent við Háskóla íslands." Samstarfsverkefni Akureyrarbæjar og ríkisins Tómas hélt áfram: „Það sem veldur því að við höfum aðskilið þetta með þeim hætti sem nefnd- in hefur gert er fyrst og fremst það að hér er um tvö mjög ólík verkefni að ræða. Annars vegar hvílir kannski fyrst og fremst skylda á herðum Akureyrarbæjar að finna lausn sem fyrst á hús- næðisvanda Náttúrufræðistofn- unar, ekki síst með tilliti til þess að við næstu áramót tekur til starfa þessi nýja stofnun sem er sameiningaraðili milli Lystigarðs- ins og Náttúrugripasafnsins á Akureyri. Hins vegar er um miklu stærra og erfiðara verkefni að ræða sem snertir bæði Akur- eyrarbæ og ríkið. Þegar við töl- um um gagna- og vísindamiðstöð

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.