Dagur - 21.08.1987, Side 8

Dagur - 21.08.1987, Side 8
8 - DAGUR - 21. ágúst 1987 Um helgina var haldið heljar- innar skátamót í Vaglaskógi. Mótið var haldið í tilefni 75 ára afmælis skátastarfs á Islandi og 70 ára afmælis skátastarfs á Akureyri. Nafn mótsins var Sporið. Þátttakendur á mótinu voru aðallega af Norðurlandi, en þó komu nokkrir af Suður- og Vesturlandi. Mótið sóttu 350 almennir þátttakendur, en starfsmenn voru milli 50 og 60. Mótið hófst á fimmtudag og því lauk seinnipart sunnudags. Pað krefst mikillar vinnu að undirbúa skátamót sem þetta. Enda segir í ávarpi mótsstjóra, Garðars Lárussonar, í mótsbók: „Að halda svona mót krefst vinnu. Vinnu ótal margra sem trúa á þá hugsjón sem skátastarf- ið er. Eftir þrjátíu ár höldum við ef til vill mót hér í Vaglaskógi til að minnast 100 ára afmælis skáta- starfs á Akureyri og ég vona að við getum litið stolt yfir farinn veg þá.“ Er blaðamaður Dags kom í Vaglaskóg eftir hádegi á laugar- dag voru þátttakendur á ferð hér og þar um skóginn í svokölluðum póstum. Póstar þessir eru neta- braut, vatnasafarí, rennibraut, hindrunarbraut, trönubygging, málmleit, refaleit, frumbygging- Skátar ar, spilapóstur, safarí, róður, bogfimi, útieldun, taugamælir, þrykkingarpóstur, málningar- póstur, pokapóstur, tónlistar- póstur, starfspóstur, reiðhjóla- rallí, símapóstur og þrautapóst- ur. Börnin voru ótrúlega dugleg í Alltaf er gaman að sveifla sér, en þetta er einmitt ein elsta íþrótt skáta. í Vaglaskógi Um margt var spjallað í rjóðrinu og atburðir dagsins skipulagðir. póstunum og vatnasafaríið naut greinilega mestrar hylli. Þar var líf og fjör. Nokkrir drengir sáu um að bleyta þátttakendur vel og vandlega og það slapp enginn. Beittu þeir hinum ýmsu brögð- um til að ná takmarki sínu. Jdargir hafa líklega verið orðnir þreyttir eftir rölt um skóginn í marga tíma og ætli einhverjir hafi ekki sofnað yfir varðeldinum um kvöldið. Á ferð minni um skóginn rakst ég á hóp af krökkum og spurði hvað þau væru að gera. Svarið var: „Við erum í refaleit." Ekki reyndust þau vera að leita að lif- andi ref, heldur var þetta leikur þar sem þar til gerð tæki eru notuð. Eitt tæki er falið og það er stillt á sendi, síðan fær sá sem á að leita annað tæki sem stillt er á leit og pípir þá í tækinu. Síðan er gengið af stað eftir hljóðinu og Góðir félagar. það endar oftast með því að falda tækið eða „refurinn“ finnst. Krakkarnir í refaleitinni sögðust koma frá Hafnarfirði, Akranesi og Sauðárkróki. Þau voru því sum hver greinilega langt að komin. Pau litu hálfgerðum fyrirlitningar- augum á blaðamann þegar hann spurði hvort það væri gaman á skátamótum. „Auðvitað, annars værum við ekki hérna.“ Og þá vitum við það. I II. SÖLU Hjálmar, hlífðarföt, leðurföt, '^-"hlutir í létt bifhjól, dekk og slöngur. Gos, öl og sælgæti. Opið frá 9.00-18.00 alla virka daga. Pöntum og sendum í póstkröfu hvert sem er. Verslun í húsi Vélsmiðju Steindórs, Frostagötu 6a, sími 23650. Fasteignasala - Sími 26441 Hafnarstræti 108. Sölumaður: Páll Halldórsson, heimasími: 22697. Lögmaður: Björn Josef Arnviðarson. Strandgata 6, Spilahöllin, hús, tæki og rekstur. Möguleiki að selja tæki og rekstur sér og leigja húsnæðið. Til framleiðenda kindakjöts Bændur Athygli er vakin á því að ærgildi kjöts í fullvirðisrétti er 18,2 kg hvort sem kjötið er af dilkum eða fullorðnu fé. Fullvirðisrétturinn nýtist því best með því að leggja inn dilkakjöt í bestu gæðaflokkunum. Minna fer í O-flokk sé slátrað snemma í haust. Framleiðsluráð landbúnaðarins. Til mjólkur- framleiðenda Umsóknarfrestur um aukinn fullvirðisrétt í mjólk á verðiagsárinu 1987/1988, samkvæmt 13. og 14. grein reglugerðar númer 291/1987 er til 20. sept. n.k. Umsóknir skulu sendar stjórn búnaðarsambands á hverju búmarkssvæði. Framleiðsluráð landbúnaðarins. Kjamalundardagurinn: „Eflum heilsurækt í Kjamarlundi" - áletrun á nýju listaverki er afhjúpað verður Á sunnudaginn 23. ágúst kl. 15.00 verður hinn áriegi Kjarnaiundardagur. Að þessu sinni verður dagurinn sérstak- lega hátíðiegur því afhjúpað verður listaverk eftir Ágúst Jónsson listamann jafnframt því að staðið verður fyrir kaffi- söiu í fjáröflunarskyni. í ár er þess minnst að 50 ár eru síðan Náttúrulækningafélag íslands var stofnað á Sauðárkróki. Fyrir 15 árum gaf Akureyrar- bær Náttúrulækningafélagi Akur- eyrar lóð þá er byggingin stendur á, en fyrsta skóflustungan var tekin í ágúst ’79. Þegar árið eftir hófst kaffisala undir berum himni og hefur verið æ síðán í ágúst ár hvert. Ágúst Jónsson listamaður hef- ur gefið listaverk það er afhjúpað verður, og sótti hann efni í það vestur á Skaga, fallegar berg- myndanir í undirstöðu. Verkið stendur framan við bygginguna, en á því er hlaupari sem stefnir á Súlur. Áletrunin á verkinu er „Eflum heilsurækt í Kjarnar- lundi“. Enn vantar þó nokkurt fjár- magn til byggingarinnar þrátt fyr- ir styrki bæði frá hinu opinbera og einstaklingum, en Náttúru- lækningafélagið vill koma á fram- færi sérstökum þökkum til allra þeirra er hafa styrkt þá í gegn um árin. Starfsemin verður á þá leið, að stefnt er að því að þarna komi fyrst og fremst sjálfbjarga sjúkl- ingar. Gigtarsjúklingar eiga að ganga fyrir auk fólks sem þarf að jafna sig eftir sjúkrahúsdvöl. Lögð verður áhersla á hollustu- fæði og endurhæfingu, en kjör- orð félagsins er að undirstaða heilbrigðinnar eru réttir lifnaðar- hættir, rétt fræðsla, heilsurækt og að heilsuvernd þurfi að koma til áður en sjúkdómar gera vart við sig. VG

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.