Dagur - 21.08.1987, Page 12

Dagur - 21.08.1987, Page 12
O i .. - FiUOAO - vBvMeugé í'S 12 - DAGUR - 21. ágúst 1987 Mazda 323 árgerð 1987. Ekinn 10.000. Verð 400.000. Honda Civic árgerð 1986. Ekin 14.000, sóllúga. Verð 495.000. Subaru sendill árgerð 1985. Gluggalaus. Verð 330.000. Fallegar lóðir: Sex lóðir fá viðurkenningu að þessu sinni Sjafnarstígur 1, eigandi söfnuður Votta Jehóva. Umhverfí hússins er allt til fyrir- myndar eins og myndin ber með sér. Myndir: rþb Á undanförnum árum hefur Garðyrkjufélagi Akureyrar ver- ið falið að veita viðurkenningar fyrir snyrtimennsku, frágang og ræktun á lóðum bæjarbúa. Til þess er útnefnd dómnefnd ár hvert, sem að þessu sinni er skipuð eftirfarandi fólki: Björgvin Steindórssyni garð- yrkjumanni, Lilju Hallgríms- dóttur áhugagarðyrkjumanni og Tryggva Marinóssyni garð- yrkjumanni. ' Hefð hefur verið fyrir því að viðurkenningar þessar séu veitt- ar á afmæli Akureyrarbæjar sem er 29. ágúst, en að þessu sinni var ekki rúm fyrir það í dagskránni og fer því afhending viðurkenninganna fram sunnu- daginn 30. ágúst. Núpasíða 6a, eigendur Þorbjörg Jónasdóttir og Kristinn Sigurðsson. Kristinn var að slá er okkur bar að, og sagði hann að mikil vinna lægi bak við svona garð, sérstaklega á vorin. Plönturnar þeirra eru flestar fjölærar og reyna þau að nálgast þær þar sem verið er að grisja garða, en einnig kaupa þau töluvert. Hrísalundi .. 1 I helgar- matinn ★ Nýslátrað Fjallalamb ★ Nautakjötssteikur ★ Kálfakjöt ★ Svínakjöt ★ Folaldakjöt ★ Kjúklingar, nýgrillaðir ★ Úrvals vestfirskur hákarl. Verslið í Hrísalundi það borgar sig. Dómnefndin hefur lagt til að eftirfarandi lóðir hljóti viður- kenningu fyrir árið 1987 að þessu sinni: Sunnuhlíð 8, fyrir fallega götumynd. Eigendur eru Anna Pála Baldursdóttir og Eggert Eggertsson. Háhlíð 2, nýr garður en eigendur eru Ásta Sigurðardóttir og Þór Árnason. Ránargata 9, fyrir gamlan snyrtilegan garð. Eigendur eru Guðrún Aspar, Jóhann Kristinsson, Sólveig Jóhanns- dóttir og Þröstur Vatnsdal. Núpasíða 6a raðhús, eigendur Þorbjörg Jónasdóttir og Krist- inn Sigurðsson og Núpasíða 6h raðhús, eigendur Helena Sig- tryggsdóttir og Eiríkur Rósberg Arelíusson. Sjafnarstígur 1, fyrir frágang við nýbyggingur. Eigandi er söfnuður Votta Jehóva. Víða gengst garðyrkjufólk fyrir garðaskoðun á sínum heimaslóðum og nú um helgina stendur áhugafólki til boða að skoða þessar lóðir auk eftirfar- andi lóða sem áður hafa fengið viðurkenningar: Hamragerði 27, Kotárgerði 18 og Löngumýri 25. Til þessa hafa öll fyrirtæki

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.