Dagur - 21.08.1987, Page 13

Dagur - 21.08.1987, Page 13
21. ágúst 1987 - DAGUR - 13 Háhlíð 2, eigendur Ásta Sigurðardóttir og Þór Árnason. Enginn var heima þegar blaðamenn bar að, en við tókum okkur þó bessaleyfi til myndatöku. Garður þessi er ákaflega fallegur eins og hinir garð- arnir sem við skoðuðum. Núpasíða 6h, eigendur Helena Sigtryggsdóttir og Ei- ríkur Rósberg Arelíusson. Það var Valur Halldórsson 13 ára sem gaf okkur leyfi til myndatöku, en hann sagðist hafa hjálpað til við að vinna í garðinum, sér- staklega matjurtagarðinum sem var mjög snyrtilegur. Sunnuhlíð 8, eigendur Anna Pála Baldursdóttir og Eggert Eggertsson. Eggert var önnum kafinn við slátt þegar myndataka fór fram, en vildi ekki vera með á mynd. Hann sagði mesta vinnuna liggja í slætti, en Eggert segist þurfa að slá á fimm daga fresti og alltaf tví-slá. Eggert spilar golf og leit flötin hjá honum líka út eins og fallegustu „grín“ gera. sem skarað hafa fram úr fengið viðurkenningu. Garðyrkju- félagið vill benda á að ef fólk og fyrirtæki heldur áfram að skara fram úr, geta þeir fengið viður- kenningu að nýju eftir 10 ár. Félagið vekur einnig sérstaka athygli á þeirri framför sem orð- ið hefur á snyrtimennsku í Breiðholti. Þar hafa margir tek- ið sig myndarlega á þó að víða megi betur fara. VG Ránargata 9, eigendur Guðrún Aspar, Jóhann Kristinsson, Sólveig Jóhannsdóttir og Þröstur Vatnsdal. Guðrún var heima er blaðamenn bar að garði, og sagðist hún vera með mikið af fjölærum plöntum. Hún á eftir að taka betur til ■ garðinum áður en hann verður sýndur, en núna er hún önnum kafin í berjatíðinni. Sýning í Gamla Lundi Laugardaginn 22. ágúst 1987, kl. 16.00 verður opnuð sýning í Gamla Lundi við Eiðsvöll, á höggmyndum Hallsteins Sigurðssonar. Hallsteinn er vel þekktur listamaður og prýða verk hans ýmsa staði, svo sem Menntaskólann á ísafirði, Vistheim- ilið að Vífilstöðum, 7 myndir hans eru í eigu Listasafns Borgarness, 5 myndir í eigu Reykjavíkurborgar, 2 í eigu Listasafns Islands og 1981 gerði hann minnismerki látinna sjó- manna á Húsavík. Hallsteinn Sigurðsson er fæddur 1945 og stundaði nám við Handíða- og Myndlistarskólann í Reykjavík 1963-1966. Síðan hélt hann til London og stundaði nám þar 1966- 1972 þar af 3 ár í St. Martin’s School of Art. Hallsteinn hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í sam- sýningum bæði innanlands og utan: Korpúlfsstöðum 1975, F.Í.M.-saln- um 1980, Útísýning á Skólavörðu- holti 1967 og 1968, sýningum Mynd- höggvarafélagsins 1974, 1978, og 1979 og sýningunni Ungir Myndlist- armenn, Kjarvalsstöðum 1973. Young Artists 1973 í New Yourk, 18 íslenskir myndlistarmenn í Berg- en 1975, útisýning Nordisk Skulptur, Sveaborg Finnlandi 1978, Middelheim Biennal í Antwerpen í Belgíu 1979, sýning norskra mynd- höggvara í Osló 1980 og sýning á Álandseyjum 1982. Forráðamenn Gamla Lundar standa að þessari sýningu. Tíma- setningin var valin m.a. vegna 125 ára afmælis Akureyrarbæjar og má líta á þessa sýningu sem framlag Gamla Lundar til hátíðarhaldanna. Sýningin stendur til 30. ágúst og er opin frá kl. 17-20 daglega, en frá kl. 15-22 urn helgar. Miðvikudaginn 26. ágúst verður haldið Krakkamót KEA ”87 í knattspyrnu á Þórsvellinum í Glerárhverfi og hefst klukkan 10 fyrir hádegi. Gert er ráð fyrir að mótinu ljúki kl. 16. sama dag. Þátttökutilkynningum ber að skila til Felix Jósafatssonar, sími 24506. Rétt til þátttöku eiga yngstu flokkar íþrótta- og ungmennafélaga við Eyjafjörð, nánar tiltekið á félagssvæði KEA. Hér er átt við 10 ára og yngri. Krakkarnir fá pylsur og holla drykki meðan á mótinu stendur. ★ Athugið breyttan leikdLag! ★

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.