Dagur - 21.08.1987, Page 14
14 - DAGUR - 21. ágúst 1987
Slysavarnaskóli sjómanna:
Starfsemin
hefst í
september
Slysavarnaskóli sjómanna tekur
til starfa nú að loknum sumar-
leyfum í byrjun september n.k.
Kennsla fer fram með svipuðu
sniði og áður. Einkum verður
lögð áhersla á kennslu í endur-
lífgun, tlutningi slasaðra, ráðum til
að halda lífi við erfiðar aðstæður
og notkun björgunartækjabúnað-
ar um borð í skipum. Einnig
verður fjallað um lög og reglur
þar að lútandi. Þá er kennd
björgun með þyrlum, brunavarn-
ir og slökkvistarf.
Þar sem ekki hefur verið hægt
til þessa að sinna öllum beiðnum
um námskeiðahald á vegum
skólans, er mjög áríðandi að þeir
sem vilja komast á námskeiðin
fyrir áramót hafi samband við
skólann hið fyrsta.
Upplýsingar eru veittar á skrif-
stofu Slysavarnafélags íslands í
Reykjavík.
Markaðurinn
í Reistarárrétt
Nú á laugardag á milli kl. 13.30
og 17.00 verður líf og fjör í Reist-
arárrétt við Dalvíkurveg. Göng-
ur og réttir eru þó ekki á döfinni,
heldur verður þarna hinn árlegi
útimarkaður undir forsjá ung-
mennafélaganna í Skriðu- og
Arnarneshreppi.
Seljendur eru um 30 og fylla
alla dilka réttarinnar, en kaup-
endur spranga um almenninginn.
Á boðstólum er hinn margvís-
legasti varningur svo sem búta-
saumur, vefnaðarvara, brauð,
saltfiskur, sveppir, heimasaum-
ur, keramik, rúmfatnaður, skart-
gripir, pottablóm, klukkukassar,
sulta og bækur. Ungmennafélög-
in bjóða upp á „Tívolíleiki" en
unglingar ■ úr Möðruvallasókn
verða með hlutaveltu til ágóða
fyrir kirkjuna.
Um kvöldið sér svo ungmenna-
félagið í Skriðuhreppi að vanda
um svokallað körfuball að Mel-
um þar sem kvenfólkið kemur að
þessu sinni með drykkjarföng en
karlmenn með meðlæti.
Léttlamb á
Hótel KEA
Hótel KEA býður upp á fjöl-
breyttan matseðil um helgina
eins og jafnan áður.
Á matseðli helgarinnar er m.a.
að finna svokallað léttlamb, sem
er kjöt af sumarslátruðu. Kjötið
er fituminna og „léttara" en
venjulegt lambakjöt og hefur sú
nýjung að bjóða upp á kjöt af
sumarslátruðu mælst mjög vel
fyrir meðal neytenda. Mat-
reiðslumeistararnir á Hótel KEA
bjóða upp á léttlambið ofnsteikt
og borið fram með madeirabættri
túnfíflasósu. Auk þess er ýmsa
hefðbundnari rétti að finna á
helgarmatseðlinum sem er í gildi
föstudag, laugardag og sunnu-
dag.
Á laugardagskvöldið er að
venju dansleikur á Hótel KEA
og er það hljómsveitin Helena
fagra sem annast tónlistarflutn-
inginn.
jþrottiL
Norðurlandsmótið í golfi:
sppni hefst
fyrramál ið
Leikið á SkeggjabrekkuvelIi í Ólafsfirði
Norðurlandsmótið í golfí fer
fram á Skeggjabrekkuvelli í
Ólafsfirði um helgina og hefst
keppni kl. 9 í fyrramálið og
verður síðan fram haldið á
sunnudag. Leiknar verða 36
holur, með og án forgjafar og
verður keppt í karla-, kvenna-
og unglingaflokki. Búist er við
að allir sterkustu kylfingar
Norðurlands mæti til Ieiks.
Skeggjabrekkuvöllur sem er 9
holu völlur er í mjög góðu ásig-
komulagi um þessar mundir og
hefur sjaldan verið betri enda
verið unnið að miklum endurbót-
um á honum í sumar.
Norðurlandsmeistari í karla-
flokki án forgjafar árið 1986 varð
Axel Reynisson frá Húsavík en
Jónína Pálsdóttir í kvennaflokki.
Axel mun eflaust reyna að halda
titlinum á mótinu en Jónína er
flutt frá Akureyri til Reykjavíkur
og keppir nú undir merki GR.
Unglingameistari árið 1986 varð
Sigurbjörn Þorgeirsson frá Akur-
eyri og sigraði hann bæði í
keppni með og án forgjafar.
Búast má við skemmtilegu
móti og ættu golfáhugamenn að
fjölmenna í Ólafsfjörð og fylgjast
með þeim bestu á Norðurlandi í
keppni.
Körfubolti:
Dómaranámskeið
Tekst Axel Reynissyni að verja Norðurlandatitilinn í golfi í Ólafsfirði um
helgina.
Körfuknattlcikssamband ís-
lands og Dómaranefnd KKI
munu gangast fyrir dómara-
námskeiði í september.
Námskeiðið hefst fímmtu-
Handboltinn af stað
- eftir rúman mánuð - Þórsarar byrja á tveimur útileikjum
en KA-menn á tveimur heimaleikjum
Nú styttist í það að handbolta-
vertíðin hefjist fyrir alvöru.
Liðin æfa nú af fullum krafti
og nokkur þeirra halda innan
skamms í æfínga- og keppnis-
ferð erlendis, þar á meðal 1.
deildar lið KA og Þórs.
Keppni í 1. deild hefst þann
30. september en þá verður
leikin heil umferð.
KA-menn fá Stjörnuna í heim-
sókn í fyrsta leik en Þórsarar
sækja FH-inga heim í Hafnar-
fjörð. Breiðablik og KR leika í
Kópavogi, Víkingur og ÍR og
Fram og Valur mætast í Reykja-
vík. í annarri umferð sem leikin
verður 10. október leika Pór og
Valur í Reykjavík, KA og Fram
á Akureyri, Stjarnan og UBK í
Kópavogi, KR og Víkingur og ÍR
og FH í Reykjavík. Á þessu má
sjá að nýliðar Þórs þurfa að leika
fyrstu tvo leiki sína í deildinni á
útivelli en KA-menn leika sína
fyrstu tvo leiki á heimavelli.
Leikmenn KA og Þórs æfa sig
nú af fullum krafti fyrir kómandi
keppnistímabil en það er ljóst að
Þórsarar eiga fyrir höndum harða
baráttu fyrir því að halda sæti
sínu í deildinni. KA-menn sem
leikið.hafa í 1. deild undanfarin
ár ættu að geta blandað sér fyrir
alvöru í toppbaráttu í vetur, ekki
síst þar sem liðið hefur endur-
heimt þá Erling Kristjánsson og
Jakob Jónsson. Einnig hefur
gamla kempan Þorleifur Anan-
íasson æft mjög vel í sumar og
það kæmi umsjónarmanni íþrótta-
síðunnar ekki á óvart þótt Þor-
leifur léki með liðinu af fullum
krafti í vetur.
Dagur hafði samband við Þor-
leif og spurði hann hvort hann
hefði tekið skóna fram að nýju.
„Þó að Jón Kristinsson hafi hjól-
að í kringum landið um daginn,
er ekki þar með sagt að hann
verði sendur á hjólreiðakeppnina
á Ólympíuleikunum í Seoul og þó
að ég æfi handbolta um þessar
mundir, er ekki þar með sagt að
ég sé kominn inn í KA-liðið,“
sagði Þorleifur. Hvað um það,
reikna má með jöfnu og
skemmtilegu móti enda hafa
nokkir af okkar snjöllustu hand-
knattleiksmönnum snúið heim á
nú úr atvinnumennsku. Má þar
nefna Einar Þorvarðarson,
Sigurð Gunnarsson og Atla
Hilmarsson.
daginn 24. september og lýkur
sunnudaginn 27. september.
Námskeiðið verður bæði bók-
legt og verklegt.
Fyrirlesari verður norskur
alþjóðadómari Tor Christian
Bakken.
Þátttökutilkynningar skulu ber-
ast skrifstofu KKI fyrir 1. sept-
ember n.k. Námskeiðið er öllum
opið.
Dómaranefnd KKÍ mun einnig
gangast fyrir fundi mánudaginn
28. september með starfandi
dómurum. Ætlunin er að starf-
andi dómarar geti undirbúið sig
sem best undir næsta keppnis-
tímabil. Fyrirlesari verður Tor
Christian Bakken.
Allar nánari upplýsingar er
hægt að fá á skrifstofu KKI í síma
91-685949.
Knattspyrna:
Firma- og félagakeppni KA
Hin árlega fírma- og félaga-
keppni KA í knattspyrnu verð-
ur haldin á KA-velIi dagana
26., 27., 28. og ef til vill 29.
ágúst næstkomandi. Eins og
undanfarin ár verður leikið á
litlum völlum , 30 x 60 m og er
leiktíminn 2x10 mín.
Þeir leikmenn sem hafa leikið í
1. eða 2. deild eða verið á leik-
skýrslu í þeim deildum, eru ekki
gjaldgengir í keppnina. Óheimilt
er að leika á svokölluðum
grasskóm. Þátttökugjald er kr.
7000 fyrir hvert lið nema ef um
fleiri en eitt lið sé að ræða frá
sama fyrirtæki, þá lækkar
gjaldið. Þátttökutilkynningar
berist til Árna Freysteinssonar í
KA-heimilinu í síma 23482,
Bjarna Jónssonar í síma 24147
eða Friðfinns Hermannssonar í
síma 22900 sem einnig veita allar
nánari upplýsingar.
Kvennalandsliðið valið:
Þrjár frá Akur-
í nópnum
eyri
Jakob Jónsson verður í eldlínunni með KA í vetur.
Þær Stella Hjaltadóttir og
Hjördís Úlfarsdóttir úr KA og
Þórdís Sigurðardóttir mark-
vörður Þórs, hafa allar verið
valdar í landslið íslands í
knattspyrnu sem mætir V.-
Þjóðverjum í vináttuleikjum
ytra 4. og 6. september næst-
komandi.
Þær Stella og Hjördís eru
burðarásarnir í KA-liðinu,
Stella geysilega sterkur varnar-
maður og Hjördís snjöll bæði í
vörn og sókn. Þórdís hefur varið
mark Þórs í sumar af stakri prýði.
Aðrar í hópnum eru, Anna Sig-
urbjörnsdóttir Stjörnunni, Vala
Úlfljótsdóttir IA, Halldóra
Gylfadóttir ÍA, Sigurlín Jóns-
dóttir ÍA, Guðrún Sæmundsdótt-
ir Val, Ragna Lóa Stefánsdóttir
ÍA, Ragnheiður Víkingsdóttir
Val, Cora Barker Val, Magnea
Magnúsdóttir Stjörnunni, Ásta
María Reynisdóttir UBK, Vanda
Sigurgeirsdóttir ÍA, Arna K.
Steinsen KR, Ingibjörg Jónsdótt-
ir Val. Helena Ólafsdóttir KR,
Svava Tryggvadóttir UBK og
Inga Birna Hákonardóttir ÍBK.