Dagur - 26.08.1987, Blaðsíða 1
Filman þm
á skiliö þaö
besta'
F
Nýja Filmuhúsið
Hafnarstræti 106 • Sími 27422 Pósthólf 196
H-Lúx
gæðaframköllun
Hrað-
framköllun
i
Opið á
laugardögum
frá kl. 9-12.
Fiskmarkaður Norðurlands hf.:
„Stærstu vinnslurnar
tengjast okkur“
- segir Sigurður P. Sigmundsson
- en óvíst er hvort ÚA kemur inn í myndina
Gránuskúrinn þótti víst aldrei neitt augnayndi og nú er búið að rífa hann. Nokkur skúrræksni hafa orðið að lúta í
lægra haldi fyrir jarðýtum og stórvirkum vinnuvélum að undanförnu. Tilefnið er afmæli bæjarins sem nálgast óðum.
Mynd: RÞB
Útvegsbankamálið:
„Stjóm Sambandsins einhuga
um óbreytta stefnu“
- segir Valur Arnþórsson stjórnarformaður SÍS
Þessa dagana er verið að ganga
frá tölvutengingum og skipu-
lagningu hjá Fiskmarkaði
Norðurlands hf. á Akureyri.
Sex fiskverkunaraðilar hafa
þegar sótt um tengingu við
markaðinn en að sögn Sigurð-
ar P. Sigmundssonar, fram-
Bílvelta
á Hörg-
árbraut
í gærmorgun valt bíll á Hörg-
árbraut á Akureyri. Ökumað-
urinn sem var einn í bílnum ók
honum fyrst á Ijósastaur og
velti síðan.
Hann mun þó að sloppið frá
þessari ökuferð án teljandi
meiðsla að sögn lögreglunnar á
Akureyri.
Fiugfélag Norðuriands:
Fuglar
skemmdu
flugvél í
lendingu
Um síðustu helgi varð flug-
vél frá Flugfélagi Norður-
lands fyrir því óhappi, að
við lendingu höfnuðu
nokkrir fuglar á henni og
ollu nokkru tjóni. Óhapp
sem þetta mun vera nokkuð
algengt á flugvöllum víða
um land.
Að þessu sinni skemmdist
rafall á hreyfli, vængir vélar-
innar beygluðust og eru væng-
börð ónýt. Auk þess sprakk
framrúða og vélarhlífar brotn-
uðu. Ekki mun hafa verið
hætta á ferðum. Vélin verður í
viögerð í a.m.k. hálfan ntánuð
því panta þurfti í hana vara-
hluti erlendis frá.
Að sögn Sigurðar Aðai-
steinssonar framkvæmdastjóra
Flugfélags Norðurlands, er
talsverð óánægja með aö Flug-
málastjórn skuli ævinlega gera
lítið úr málum scm þessum.
Fetta slys væri ekki einsdæmi.
VG
kvæmdastjóra, er gert ráð fyrir
að tíu aðilar geti tengst mark-
aðinum innan tíðar.
Sigurður P. Sigmundsson sagði
að skrifstofa fiskmarkaðarins við
Strandgötu hefði nú verið inn-
réttuð og vinna við raflagnir og
annan frágang væri á lokastigi.
Starfsemi markaðarins verður
með þeim hætti að útgerðarmenn
hafa beint samband við markað-
inn og tilkynna aflamagn. Til-
kynningarnar eru síðan færðar
inn í tölvu og geta kaupendur þá
gert tilboð í aflann.
Eins og áður sagði hafa sex
fiskverkendur sótt um að verða
tengdir við markaðinn og verður
gengið frá tengingunum fyrir
mánaðamót. Þessir sex aðilar
eru: Hraðfrystihús Þórshafnar,
Fiskiðjusamlag Húsavíkur, Kald-
bakur á Grenivík, Magnús
Gamalíelsson Ólafsfirði, Þor-
móður rammi á Siglufirði og
Fiskiðjan á Sauðárkróki.
Þegar Sigurður var spurður
hvers vegna hann nefndi töluna
tíu sem fjölda þeirra aðila sem
tengst gætu markaðinum sagði
hann: „Stærstu vinnslurnar tengj-
ast okkur til að byrja með en ég
vil taka fram að við bjóðum öll-
um að vera með. Við tölum um
tíu aðila til að byrja með svo auð-
veldara verði að halda utan um
þetta. Útgerðarfélag Akureyr-
inga er inni í myndinni, þeir eru
stórir hluthafar í fiskmarkaðinum
en ég legg áherslu á að ég á eftir
að ræða nánar við forsvarsmenn
Ú.A.“
Þegar Vilhelm Þorsteinsson,
framkvæmdastjóri Ú.A., var
spurður um aðild félagsins að
fiskmarkaðinum sagði hann:
„Ú. A. er hluthafi í fiskmarkaðin-
um en ákvörðun hefur ekki verið
tekin um hvort við tökum þátt í
honum eða ekki.“ EHB
Stjórn Félags sauöfjárbænda
við Eyjafjörð hefur sent frá sér
harðorða fréttatilkynningu
vegna skýrslu sem send hefur
verið til landbúnaðarráðuneyt-
isins. í skýrslunni er lagt til að
öll sláturhús við Eyjafjörð
verði lögð niður.
í fréttatilkynningunni kemur
fram að stjórn Félags sauðfjár-
bænda geti samþykkt að öll sauð-
fjárslátrun á Eyjafjarðarsvæðinu
fari fram á Akureyri og bendir á
eftirfarandi atriði áliti sínu til
stuðnings:
„Stjórn Sambandsins er mjög
einhuga í því að halda óbreyttri
stefnu í málinu. Þ.e. að standa
við sín kaup á hlutafé ríksins í
Útvegsbankanum og er tilbúið
að kaupa það hlutafé allt, ef á
þarf að halda og eftir verður
leitað,“ sagði Valur Arnþórs-
son stjórnarformaður Sam-
bands íslenskra samvinnufé-
laga í samtali við Dag í gær,
eftir fund stjórnar Sambands-
1. Á Eyjafjarðarsvæðinu er
markaður fyrir allt það kindakjöt
sem þar er framleitt.
2. Við hlið sláturhússins á Akur-
eyri er ein fullkomnasta kjöt-
vinnsla landsins.
3. í Eyjafirði er gróður í jafnvægi
og ekki ástæða til að ætla að
sauðfé fækki verulega frá því sem
nú er vegna beitarálags.
4. Óvíða eru meiri afurðir eftir
hverja vetrarfóðraða kind en á
félagssvæði okkar.
5. Telja verður óæskilegt að
lengja verulega akstur með
ins um stöðuna í Útvegsbanka-
málinu svokallaða.
„Það sem gerðist nýtt er þetta,
að það kom fram lögfræðileg
álitsgerð frá Jóni Finnssyni hæst-
arréttarlögmanni, sem rennir
mjög stoðum undir rétt okkar í
málinu, ekki bara siðferðislegan,
heldur einnig lagalegan," sagði
Valur ennfremur.
- Hvert verður næsta skref í
sláturfé frá því sem nú er og allra
síst að ætla sér akstur yfir fjall-
vegi og óvegi.
Að endingu vill stjórnin lýsa
þeirri skoðun sinni að við samn-
ingu þessarar skýrslu hafi verið
viðhöfð óvönduð vinnubrögð, til
dæmis lítið samráð haft við slát-
urleyfishafa og ekkert við
bændur.
Þegar Sveinn Sigurbjörnsson í
Ártúni, formaður félagsins, var
inntur álits á málinu sagði hann:
„Skýrslan, sem hér er rætt um, er
sjálfsagt hugsuð sem vinnuplagg
málinu?
„Við munum bíða eftir svari
viðskiptaráðherra og ríkisstjórn-
arinnar."
- Áttu von á því að það berist
innan skamms?
„Ég efast um að það komi fyrr
en eftir ríkisstjórnarfund á
fimmtudaginn en um það get ég
þó ekki fullyrt,“ sagði Valur að
lokum.
fyrir landbúnaðarráðuneytið.
Eftir henni verður hugsanlega
samið lagafrumvarp til alþingis.
Mér finnst ekki eðlilegt að
alþingi geti ákveðið hvort KEA
reki sláturhús á Akureyri eða
ekki. Ef sláturleyfishafinn upp-
fyllir þau skilyrði sem hann þarf
að hafa ætti enginn að geta sagt
honum fyrir verkum með það
hvort hann megi slátra eða ekki.
Þetta er mál okkar og kaupfé-
lagsins sjálfs, fyrst og fremst.
alþingi getur bannað rekstur slát-
urhúss á Akureyri en mér finnst
slíkt ekki eðlilegt." EHB
Óvönduð vinnubrögð!
- stjórn Félags sauðfjárbænda í Eyjafirði mótmælir skýrslu um fækkun sláturhúsa