Dagur - 26.08.1987, Blaðsíða 5

Dagur - 26.08.1987, Blaðsíða 5
26. ágúst 1987 - DAGUR - 5 Um borð í Flugleiðavélinni ■ upphafí ferðar á leið út í óvissuna. Haukur, Fanney ásamt þriðja skiptinemanum, hvers nafn þau þekktu ekki. að unglingarnir tækju virkan þátt í íþróttum. „Félagslífið var mörgum sinnum betra, fullt af klúbbum og íþróttastarfsemi. Skólarnir hérna heima gætu mik- ið af þessu lært, mórallinn í skólunum verður betri með þessu móti. Þó var annað sem okkur þótti verra en það voru stunda- skrárnar. Þær voru eins alla daga vikunnar; við byrjuðum alla daga á því sama og enduðum á sömu greinunum. Maður gat orðið þreyttur á þessu til lengdar.“ Varðandi kennsluna þá voru skiptinemarnir ánægðir með hana nema sá sem hafði dvalið í Kanada. Taldi hann að kennarar hefðu hjálpað nemendum of mik- ið t.d. við úrlausnir verkefna. Einn skiptineminn sagði að aðal- munurinn væri sá að í bandarísku skólakerfi þyrftu nemendur að leggja talsvert á sig til að ná próf- um og reglur um mætingaskyldu væru miklu strangari en hér heima. „Það er vonlaust að skrópa þarna,“ sagði einn. Varðandi daglegt líf fólksins þá var það álit skiptinemanna að sem slíkt væri það ekki verulega frábrugðið daglegu lífi fólks heima. Þó sagði ein stúlka - en hún dvaldi í sveit í Bandaríkjun- um - að snemma hefði verið farið að sofa eða um kl. 9 á kvöldin. Allir voru skiptinemarnir sam- mála um að minni streita væri almennt í fólki. Að lokum spurði blaðamaður skiptinemana að því hvernig þeim hefði líkað sjónvarpsdag- skráin í Bandaríkjunum. Voru þau öll á einu máli um að geysi- legt framboð væri af sjónvarps- efni. Tugir sjónvarpsstöðva kepptust um að ná athygli fólks en eins og einn sagði: „Þótt við höfum um margar stöðvar að velja þá eru fréttir yfirleitt á sama tíma hjá flestum stöðvunum og margt annað efni er svipað þann- ig að fjöldi rásanna ruglar mann ekki verulega í ríminu. Mér fannst besta efnið yfirleitt vera á föstudagskvöldum.“ EHB Þessa mynd tók Fanney í „Edinburg High School“ af nokkrum vinkonum sínum. Greinilega líf og fjör í þeim skóla. Landsvirkjun tekur lán Mánudaginn 24. ágúst 1987 var undirritaður í London láns- samningur milli Landsvirkjun- ar annars vegar og Hambros Bank Limitcd, London, og sjö annarra erlendra banka hins vegar um lán til Landsvirkjun- ar að fjárhæð 40 milljónir Bandaríkjadollara að jafnvirði um 1560 milljónir króna á núverandi gengi. Af hálfu Landsvirkjunar var lánssamningurinn undirritaður af Halldóri Jónatanssyni, forstjóra Landsvirkjunar. Lánið er til 10 ára og er það tekið með einfaldri ábyrgð eig- enda Landsvirkjunar. Það er afborgunarlaust fyrstu 5 árin, en endurgreiðist síðan með 11 jöfn- um hálfsárslegum greiðslum. Landsvirkjun er þó heimilt að greiða lánið upp að meira eða minna leyti hvenær sem er á láns- tímanum. í lok hvers vaxtatíma- bils má breyta skuld samkvæmt láninu úr Bandaríkjadollurum í aðra þá gjaldmiðla, sem yfirfæra má hömlulaust á hverjum tíma í Bandaríkjadollara og einnig má á sama hátt breyta skuld úr slíkum gjaldmiðlum í Bandaríkjadoll- ara. Vextir af láninu eru millibankavextir í London eins og þeir eru á hverjum tíma að viðbættu vaxtaálagi sem er 3/16% p.a. Þannig reiknaðir eru vextir þessir nú um 7,5% p.a. að með- töldu vaxtaálaginu. Lánið er tekið samkvæmt heimild í lánsfjárlögum og kemur í stað eldra og óhagstæðara láns hjá Hambros Bank Limited. Reykjavík, 24. ágúst 1987 Landsvirkjun. Hótel Reynihlíð: Svipuð nýting og í fyrra „Sumarið hefur verið ágætt. Gistinýtingin er svipuð og í fyrra, en þá var algjört toppár. Eg man ekki eftir öðru eins í þau þrjátíu ár sem ég hef verið hér,“ sagði Arnþúr Björnsson hótelstjóri á Hótel Reynihlíð. Arnþór sagði að reiknað hefði verið með einhverri aukningu frá því í fyrra, „en þó ekki eins mikilli og ýmsir ferðamálafröm- uðir töluðu um.“ Arnþór sagði að gistinýtingin í júlí í ár hefði verið 94% og að ágúst hefði verið góður. Enn væri nokkur straum- ur, en hann hefði dottið dálítið niður. Miðað við árið í fyrra hefur matarsala á Reynihlíð minnkað, en endanlegar tölur liggja ekki fyrir. Ástæðan er fyrst og fremst sú að skemmtiferðaskip sem koma til Akureyrar eru seinna á ferðinni en var á síðasta sumri, en ferðafólk á þeim hefur við- komu í Mývatnssveit og er nú á ferðinni þar um miðjan daginn, en ekki í hádeginu eins og var. Salurinn á Hótel Reynihlíð er að sögn Arnþórs orðinn of lítill, en þó hafa 500 manns verið afgreiddir þar í hádeginu og þá í þremur hollum. Árið 1982 var nýr salur tekin í notkun við I hótelið og tekur hann rúmlega 60 manns í sæti. Á síðasta sumri var sett upp aðstaða til svefnpokagistingar í Hraunbrún, sem er vinnuskúr sem keyptur var frá Kröflu. Þar er pláss fyrir á milli 40-50 manns og sagði Arnþór að þar hefði oft verið fullt í sumar. mþþ Þrjár nætur í Hospitality Inn hótel (4rá stjörnu) með morgunverði frá Akureyri til Akureyrar á aðeins Brottför 26. sept. 10. okt. Heimkoma 29. sept. 13. okt.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.