Dagur - 26.08.1987, Blaðsíða 9
Umsjón: Kristján Kristjánsson
26. ágúst 1987 - DAGUR - 9
Körfubolti:
r Landslið U-21 árs:
Island-Danmörk
Þórsararnir Júlíus Tryggvason, Hlynur Birgisson og Siguróli Kristjánsson
eru í hópnum sem mætir Dönum í kvöld. Hlynur og Siguróli eru einnig í
hópnum sem undirbýr sig fyrir leikinn við A.-Þjóðverja í næstu viku.
Mynd: KK
- Leika í Nyborg í kvöld
Landslið Islands skipað leik-
mönnum 21 árs og yngri, mæt-
ir Dönum í kvöld í Evrópu-
keppninni í knattspyrnu og fer
leikurinn fram í Nyborg í Dan-
mörku. Þetta er flmmti leikur
Islands í keppninni, liðið hefur
gert jafntefli hér heima við
Dani og Finna en tapað hér
heima fyrir Tékkum og úti fyr-
ir Finnum.
Ein breyting hefur verið gerð á
íslenska landsliðshópnum frá
leiknum við Finna á Akureyri um
daginn. Hermann Haraldsson
markvörður sem leikur með
danska liðinu KB, kemur í stað
Hauks Bragasonar úr KA sem
meiddist fyrir skömmu og er úr
leik. Eftirtaldir leikmenn skipa
íslenska landsliðshópinn:
Markverðir:
Hermann Haraldsson KB
Páll Ólafsson KR
Aðrir leikinenn:
Þorvaldur Örlygsson KA
Gauti Laxdal KA
Erlingur Kristjánsson KA
Þorsteinn Guðjónsson KR
Andri Marteinsson KR
Rúnar Kristinsson KR
Þorsteinn Halldórsson KR
Kristján Gíslason FH
Ólafur Þórðarson ÍA
Sævar Jónsson Val
Jón Grétar Jónsson Val
Hlynur Birgisson Þór
Siguróli Kristjánsson Þór
Júlíus Tryggvason Þór
Leyfilegt er að hafa tvo eldri
leikmenn í liðinu, sem eru þeir
Erlingur Kristjánsson og Sævar
Jónsson.
OL-landsliðið:
- Tekur tyrkneskur þjálfari við liðinu?
Úrvalsdeildarlið Þórs í körfu-
knattleik er enn þjálfaralaust
en senn líður að því keppnis-
tímabil körfuknattleiksmanna
hefjist. Flest liðin í úrvalsdeild
hafa þegar gengið frá ráðningu
þjálfara og undirbúa sig af full-
um krafti fyrir komandi tíma-
bil.
<
Þórsarar hafa verið að leita
logandi ljósi að þjálfara á undan-
íörnum mánuðum en enn sem
komið er hefur lítið komið út úr
því. KR-ingar hafa veriö Þórsur-
um innan handar við leit á er-
lendum þjálfara og núna er
möguleiki á því að hingað komi
tyrkneskur þjálfari og taki við
Þórsliðinu. Það mál mun skýrast
á næstu dögum. Þórsarar hafa
einnig hafið æfingar af fullum
krafti en Ijóst er að framundan er
erfiður vetur hjá liðinu. Liðið
hefur misst nokkra snjalla leik-
menn en enga fengið í staðinn.
Má þar nefna þá Ivar Webster,
Hólmar Ástvaldsson og Ólaf
Adolfsson.
Samkvæmt fyrstu drögum,
leika Þórsarar sinn fyrsta leik í
úrvalsdeildinni gegn Haukum í
Hafnarfirði þann 17. október
næstkomandi. Fyrsti heimaleikur
liðsins verður gegn Val 23. okt-
óber.
Knattspyrna:
Stjaman
íslands-
meistarí
Lið Sfjörnunnar úr Garðabæ
varð íslundsmeistari 2. flokks i
knattspyrnu en í fyrrakvöld
fóru síðusfu leikirnir í A-riðli
frain og þá tryggði liðið sér
sigur með því að sigra ÍBV
5:1. Stjarnan vann 8 leiki en
gerði jafntefli við Fram í 9.
leiknum. Fram varð í ööru
sati, liðið vann 7 leiki en gerði
jafntcfli við Stjörnuna og Þór
sem hafnaði í þriðja sæti.
Lokastaðan í A-riðli 2.
flokks á íslandsmótinu í knatt-
spyrnu varð þessi:
Stjarnan 9 8-1-0 34:9 17
Frain 9 7-2-0 35:11 16
Þór 9 5-2-2 22:12 12
Þróttur 9 4-2-3 28:24 10
KR 9 4-1-4 22:20 9
Víkingur 9 3-3-3 13:16 9
ÍA 9 3-0-6 25:24 6
ÍBV 9 2-2-5 21:30 6
ÍBK 9 2-1-6 15:29 5
FH 9 0-0-9 9:48 0
Það mun mæða mikið á Konráði Óskarssyni leikmanni Þórs í úrvalsdeildinni
í vctur/ Mynd: RÞB
Knattspyrna 2. flokks:
Þórssigur á
elleftu stundu
Þórsarar hafa ekki
enn ráðið þjálfara
Held velur stóran hóp
- til undirbúnings fyrir leikinn við A.-Þjóðverja
Þórsarar sigruðu Víkinga í
fyrrakvöld með einu marki
gegn engu í síðasta leik liðanna
í A-riðli á íslandsmóti 2. flokks
í knattspyrnu. Leikurinn fór
fram á Þórsvellinum og skor-
aði Birgir Þór Karlsson eina
markið á síðustu mínútu leiks-
ins.
Leikurinn var í daufasta lagi og
mest var um kýlingar fram og til
baka. Þórsarar áttu nokkur ágæt
færi í fyrri hálfleik sem framherj-
um liðsins tókst ekki að nýta.
Seinni hálfleikur var afspyrnu-
slakur og hvorugt liðið gerði til-
raun til þess að spila boltanum.
Það stefndi því allt í steindautt
jafntefli er Birgir Þór fékk bolt-
ann út á hægri kantinn á síðustu
mínútu leiksins, lék með hann
inn að stöng og skoraði með góðu
skoti og tryggði liði sínu sigur.
Þórsarar urðu í þriðja sæti á
íslandsmóti 2. flokks, liðið tapaði
tveimur fyrstu leikjum sínum í
riðlinum í maí í vor en vann
fimm leiki og gerði tvö jafntefli
eftir það og hafnaði sem fyrr
sagði í þriðja sæti riðlisins.
Stjarnan varð íslandsmeistari
2. flokks og Fram varð í öðru sæti
eins og kemur fram hér annars
staðar á síðunni.
Birgir Þór Karlsson skoraöi sigur-
mark Þórs gegn Víkingi.
Sigfried Held landsliðsþjálfari
Islands í knattspyrnu hefur val-
ið 21 leikmann til undirbúnings
fyrir landsleik íslands og A-
Þýskalands í undankeppni
Ólympíuleikanna sem fram fer
á Laugardalsvellinum á mið-
vikudaginn eftir viku.
Hópinn skipa eftirtaldir leik-
menn:
Markverðir:
Friðrik Friðriksson Fram
Guðmundur Hreiðarsson Val
Birkir Kristinsson ÍA
Aðrir leikmenn:
Ingvar Guðmundsson Val
Guðni Bergsson Val
Njáll Eiðsson Val
Valur Valsson Val
Ágúst Már Jónsson KR
Halldór Áskelsson Þór
Siguróli Kristjánsson Þór
Ólafur Þórðarson ÍA
Heimir Guðmundsson ÍA
Sveinbjörn Hákonarson ÍA
Viðar Þorkelsson Fram
Þorsteinn Þorsteinsson Fram
Guðmundur Steinsson Fram
Pétur Arnþórsson Fram
Ormarr Örlygsson Fram
Guðmundur Torfas. Winterslag
Fyrsta leikvika hjá Islenskum
getraunum verður um næstu
helgi og þá verða á seðlinum
10 leikir úr 1. deild ensku
knattspyrnunnar, 1 úr 2. deild
og síðast en ekki síst, úrslita-
leikur Fram og Víðis í Mjólk-
urbikarkeppninni í knatt-
spyrnu.
þeir 16 leikmenn valdir sem fara í
slaginn við A.-Þjóðverja eftir
viku. Þrír leikmenn úr þessum
hópi verða í eldlínunni í Dan-
mörku í kvöld með U-21 árs lið-
inu. Það er Þórsarnir Hlynur
Birgisson og Siguróli Kristjáns-
son og Skagamaðurinn Ólafur
Þórðarson, eins og fram kemur
hér annars staðar á síðunni.
í næstu tveim leikvikum á eftir
verða síðan leikirnir sem eftir eru
í SL mótinu 1. deild í knatt-
spyrnu en síðustu tvær umferð-
irnar verða leiknar 5. og 12. sept-
ember. Ýmsar nýjungar verða á
starfsemi Getrauna í vetur en
nánar verður sagt frá þeim á
morgun.
Úr þessum hópi verða síðan
Fyrsta vika Getrauna