Dagur - 26.08.1987, Blaðsíða 7

Dagur - 26.08.1987, Blaðsíða 7
6 - DAGUR - 26. ágúst 1987 26. ágúst 1987 - DAGUR - 7 - Heimsókn á bæinn Stöng í Mývatnssveit, þar sem rekin er ferðaþjónusta Á bænum Stöng í Mývatnssveit búa hjónin Svala Gísladóttir og Ásmundur Kristjánsson. Auk þess að búa með kýr og kindur reka þau hjónin ferðaþjónustu og hafa gert það í 6 ár. Húsið á Stöng minnir meira á hótel en sveitabæ vegna þess hversu stórt það er. Þau Svala og Ásmundur er höfðingjar heim að sækja og blaða- menn Dags sátu í góðu yfirlæti á Stöng í tvo tíma. Við spyrjum þau fyrst hvernig sumarið hafi verið hjá þeim. „Það hefur verið ágætt, það hafa komið nákvæmlega jafnmargir í sumar og á sama tíma síðastliðið suntar. Sumarið í fyrra var mjög gott og óvenju mikill ferðamanna- straumur,“ sagði Svala. „Nýting- in mætti vera betri,“ sagði Svala og Ásmundur segja nýtinguna mega vera betri. Ásmundur og segir hana vera 50- 60%. Hægt er að taka 32 í gistingu á Stöng í einu. Þau Svala og Ásmundur segja að yfirleitt sé ekki fullt. „En þó kemur það fyr- ir þegar hóparnir koma. Það eru aðallega erlendir ferðamenn. Útlendingar eru í meirihluta þeirra sem hér gista, líklega 75- 80%.“ Spyrja mikið út í búskapinn Hægt er að fá morgunmat með gistingunni á Stöng og einnig kvöldmat ef pantað er með fyrir- vara. Síðan er sérstakt eldhús fyrir þá sem gista og þar geta þeir eldað sér sjálfir. Oft er talað um að íslendingar hafi lítið upp úr erlendum ferðamönnum, þeir komi með matinn með sér og að við séum ekki nógu dugleg að selja þeim aðgöngu að hinum og þessum stöðum. Við spyrjum þau Svölu og Ásmund hvort þau verði mikið vör við að ferða- mennirnir séu með mat með sér að heiman. „Mér hefur fundist vera minna af því í sumar heldur en áður,“ segir Svala. „Ég sá þetta mikið í ruslinu hérna áður fyrr en mér finnst bera lítið á því núna. Þeir versla bara hérna í grenndinni. En það er auðvitað til ennþá að erlendir ferðamenn komi með mestallan mat með sér.“ - Hvað bjóðið þið fólki upp á hérna, er hestaleiga eða eitthvað slíkt? „Nei, við erum ekki með hestaleigu. Við bjóðum í raun- inni ekki upp á neitt sérstakt. Fólk sem dvelur hér ferðast yfir- leitt um nágrennið, fer í Öskju, Dettifoss og fleira. Það sem gest- ir gera hérna á bænum er helst að fara í fjós og fylgjast með mjöltum. Margir spyrja mjög mikið út í búskapinn." Flestir sem gista á Stöng panta sér gistingu með einhverjum fyrirvara, en þó koma sumir óvænt og það er yfirleitt pláss fyr- ir alla. „Sumir hringja bara úr Reynihlíð eða annars staðar úr sveitinni og athuga með gistingu. Það eru sérstaklega íslendingar sem allt í einu dettur í hug að þeir þurfi að gista einhvers staðar. Það er misjafnt hvað fólk dvelur hér lengi, sumir eina nótt en aðrir allt upp í viku, bara til að slappa af og gengur það yfirleitt mjög vel,“ sagði Svala. Höfum verið að byggja ferðaþjónustuna upp Á Stöng er blandað bú. Síðasta vetur voru þar 215 kindur á fóðr- um og 22 höfuð í fjósi, eins og Ásmundur orðaði það. „Annars á maður ekki að tala um höfða- fjölda lengur heldur bara kvótann,“ segir Ásmundur og hlær. „Já, kvótinn er að verða búinn. Við höfum ekki kvóta fyr- ir síðustu vikuna af þessu verð- lagsári. Annars getur maður Svala og Ásmundur fyrir utan Stöng. alveg ráðið sjálfur hvað fram- leiðslan er mikil, það er ekkert ntál. Við erum komin í sönni vandræðin og aðrar Evrópuþjóð- ir, þar er landbúnaðarafurðunt sturtað á göturnar og hent á haugana í stórum stíl. Það er ekki komið jafnvægi þar ennþá." Mjólkin frá Stöng er lögð inn á Húsavík. Svala og Ásmundur sögðust ekki vera farin að skilja mjólkina eða hella niður og lík- lega ekki gera það. „Nú er stórt spurt," segir Ásmundur og skellihlær, þegar við spyrjum hvort það sé gott upp úr ferðaþjónustunni að hafa. Svala er hins vegar með svar á reiðum höndum. „Við höfurn í raun og veru ekki haft miklar tekjur af þessu því við höfum alltaf verið að byggja ferðaþjón- ustuna upp. Það þarf mikið í kringum þetta og stofnkostnaður var mikill. Svo tekur lágmark þrjú ár að vinna sér nafn. Auglýs- ingakostnaður fyrstu árin var mikill." Svala og Ásmundur hafa aug- lýst nokkuð erlendis. Bæði á ferðamannalandakorti og í sjón- varpinu í Þýskalandi. „Nei, það var ekki dýrt, það var hræódýrt. Við getum ekkert ntiðað við ísland. Þetta var skjáauglýsing. Það var hálfur skjárinn, auglýs- ingin birtist einu sinni á kvöldi í hálft ár og það kostaði 690 mörk, það er milli 13 og 14.000 kr.“ „Gœtum haji meira afferðamönnum “ - Bjöm Þorláksson viðrar skoðanir sínar i stuttu máli í Mývatnssveit býr margt mætra manna, ungra sem ald- inna. Einn þeirra er Björn Þorláksson og mun hann til- heyra flokki yngri manna sveit- arinnar, rétt liðlega tvítugur. Björn vinnur á Hótel Reyni- hlíð og þar hafa blaðamenn Dags notið góðrar þjónustu hans, sem og annarra. Það var því tími til kominn að spjalla aðeins við Björn og fá fram helstu framtíðaráform hans og viðhorf til lífsins. Björn segist hafa unnið á hótelinu á sumrin undanfarin ár og þykja notalegt að dvelja í sveitinni þrjá mánuði á ári. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1985. Síðan hef- ur hann tekið sér hitt og þetta fyrir hendur. „Ég hef prófað ýmislegt, var poppari í fyrra og í íslensku í Háskólanum síðastlið- inn vetur og fer sennilega til Sviss í hótelrekstrarfræði í vetur. Varðandi framtíðina þá hefur mér gengið illa að gera upp á milli listarinnar og lífsnautnar- innar. Listamaðurinn á aldrei pening og nærist einungis á sjálf- um sér.“ Björn lagði tveimur hljóm- sveitum lið og gerðu þær báðar út frá Akureyri. Remix og Rokk- bandið. „Nei, ég hef lítið spilað síðan. Að vísu erum við nokkrir saman með aðstöðu í sundlaugar- kjallaranum, en það er bara „underground“ hljómsveit. í henni eru m.a. nokkrir úr hljóm- sveitinni HVER sem gerði garð- inn frægan hér á árum áður. En ég tek það fram að ég geng ekki í gúmmískóm, en ég hef prófað lög- fræði eins og Þórhallur." - Segðu okkur aðeins frá því. „Ég innritaði mig í lögfræði síðastliðið haust. Las 14-16 tfma á dag og lagðist síðan í veikindi eftir IV2 mánuð. Þá hafði ég loksins tíma til að hugsa um hvort ég hefði gaman af þessu, það var í fyrsta skipti. Ég spurði mig hvort ég hefði gaman af að lesa lögfræði. Svarið var nei. Þá spurði ég mig hvort ég vildi vera 5-7 ár í lögfræði. Svarið var sömuleiðis nei. Loks spurði ég mig hvort ég vildi vinna við þetta Björn í fullum cinkennisklæönaði þjónustufólks í Hótel Reynihlíð þar sem hann hefur unnið undanfarin sumur. Myndir: mþþ Björn segist eiga erfitt með að gera upp á milli listarinnar og lífsnautnarinnar. í framtíðinni og svarið var örugg- lega nei, svo ég hætti.“ - Hvernig líkaði þér svo í íslenskunni? „Ja, það er nú það. Mér fannst mjög gaman í bókmenntafræð- inni en málfræðin var ekki við mitt hæfi. Gömlu málfræðinni er kastað fyrir róða og það eru komnar nýjar kenningar sem eru óskaplega flóknar. Nei, ég er ekki alveg ákveðinn í því hvort ég held áfram í íslenskunni. Ætli ég sendi ekki bara frekar frá mér bækur til krufningar hjá nemend- um.“ - Svo þú hefur fengist við skriftir? „Já. Opinberlega hefur lítið birst frá mér. Ritverk mín hafa aðallega birst í skólablöðum MA og síðan hafa þau legið niðri í skúffum. Þó hef ég afrekað að vinna til tvöfaldra verðlauna á listadögum MA, sem er sjaldgæft. Er það fyrir frumsamið tónverk og smásögu.“ „Það eru mjög góðar líkur,“ svaraði Björn þeirri spurningu hvort hann væri búinn að fá skólavist í Sviss. „Ég er búinn að fara í viðtal og það eru eiginlega bara formsatriðin eftir. Það er mjög lifandi að starfa við hótel- rekstur og það er líka mikill upp- gangur í þessu í dag. Að mínu mati höfum við enga peninga af erlendu ferðamönnunum miðað við það sem hægt væri. Þeir koma með skinkuna sína, bjórinn og allt með sér. Þeir heimta góða þjónustu fyrir ekki neitt og við fáum ekki krónu í baukinn. Ég vildi helst afmarka ferðamanna- strauminn við vel menntaða Breta sem tala Oxford ensku, það eru skemmtilegustu viðskiptavin- irnir. Þeir telja ekki peningana sína fimm sinnum og gleyma að segja takk. Þeir hafa skemmtilegt viðmót sent gefur manni svo mikið.“ Björn segist vera með róttækar hugmyndir í ferðamálum. „Það ætti t.d. að leggja meira upp úr hönnun veitingastaða og gera meira úr náttúrunni sjálfri í því sambandi. Ef það myndi rísa veitingahús hér í Mývatnssveit vildi ég hafa það eins og hverfjall í laginu. Þegar þú kæmir inn og pantaðir súpu fengirðu hana í skál sem er eins og hverfjall. Flest allir ferðamenn sem koma til íslands koma til að sjá náttúr- una. Það mætti lt'ka selja aðgöngu að viðkvæmustu ferða- mannastöðunum, ef þú ferð upp á Sigurbogann í París borgarðu 6 franka. Af hverju ætti ekki alveg eins að selja aðgöngu að vissum stöðum hér á landi?“ Það er greinilegt að Björn hef- ur ákveðnar skoðanir á þessum málum, en hann var að fara á vakt og það þarf að sinna ferða- mönnum svo við látum hér staðar numið. HJS Ekki sögðu þau gott að meta hvort auglýsingarnar hefðu haft áhrif, en það kæmu fleiri Þjóð- verjar nú í sumar en í fyrra og það er aldrei að vita hvað hefur valdið því. Fyrstu árin voru Þjóð- verjar í meirihluta, en síðan komu nokkur ár þegar lítið sást af þeim, en þeint hefur aftur fjölgað. Sagði Ásmundur að það væri orðin nokkur samkeppni í ferða- þjónustu bænda. Rúmlega 80 bæir hafa nú leyfi til að reka ferðaþjónustu og á 2. hundrað bæir bíða eftir leyfi. Erlendir ferðamenn sem koma að Stöng koma víða að, Frakkar eru þó í miklum meirihluta. „Þetta er allt frábært fólk sem kemur hingað, sama hvaðan það er,“ sagði Ásmundur og þau Svala könnuðust ekkert við leiðinlega franska eða þýska ferðamenn. „Ég býst við að fólk hagi sér öðruvísi þegar það kem- ur hingað eða á aðra sveitabæi, því finnst eins og það sé komið heim og er mjög elskulegt.“ Hef helst saknað físksins Það er ómögulegt að koma á bæ án þess að spyrja hvaðan fólkið sé. Það er þessi almenna íslenska ættfræðiforvitni. í Ijós kemur að Ásmundur er Mývetningur en Svala er fædd og uppalin fyrir vestan, nánar tiltekið á Patreks- firði. Kom hún í Mývatnssveit árið 1959. Svala hlær þegar við minnumst á að Mývatnssveit og Patreksfjörður geti ekki talist lík- ir staðir. „Þetta er eins og svart og hvítt að öllu leyti, landslag, hugsunarháttur og allt saman. Á Patreksfirði er bara snarbratt fjall, sjór og smá landræma þar sent nokkur hús standa og allt snýst um fisk. Nei, mér hefur aldrei leiðst, það er helst að ég hafi saknað fisksins.“ Við förum að rabba almennt um Ferðaþjónustu bænda, starfsmann hennar í Reykjavík sem sér aðallega um auglýsingar og kröfur sem gerðar eru til þeirra sem reka ferðaþjónustu. „Það er nauðsynlegt fyrir Ferða- þjónustu bænda að gera miklar kröfur til þeirra aðila sem fá að auglýsa undir merki þeirra,“ seg- ir Ásmundur. „Það þarf ekki nema einn sóða til að eyðileggja fyrir hinum og það getur tekið mörg ár að vinna upp það sem tapaðist á þessum eina sóða. Annars gerðist afleitur hlutur hjá ferðaþjónustunni í sumar, auglýsingabæklingurinn kom ekki út fyrr en í júlí og það kann að vera skýringin á því að ekki hefur orðið aukning á ferðam- önnum." Við höfum nú spjallað lengi við Svölu og Ásmund og látum hér staðar numið. Svala býður upp á kaffi og nýbakaðar kökur, en segir þó vera lítinn tíma til að baka. Að loknu kaffiþambi skoð- um við húsið sem okkur blaða- mönnum þótti í stærra lagi. Við skoðum bæði nýja hlutann, sem kannski telst ekki nýr lengur, byggður 1973. Hann er þó nýr miðað við eldri hlutann sem er byggður snemma á þessari öld og greinilega ekki af neinum vanefn- um. Allt er mjög snyrtilegt og það ætti ekki að fara illa um gesti í þessum húsakynnum. Við end- um á að smella af nokkrum myndum og kveðjum með þakk- læti fyrir góðar móttökur. HJS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.