Dagur - 26.08.1987, Blaðsíða 3

Dagur - 26.08.1987, Blaðsíða 3
26. ágúst 1987 - DAGUR - 3 Vilt þú bætast í stóran hóp ánægðra þvottavélaeigenda? Veldu þá eina af hinum frábæru EUMENIA þvottavélum, þær koma þér þægilega á óvart. Nokkur atriði sem við bendum á: 1. Þvo mjög vel. 2. Þvottatími aðeins 65 mín. 3. Orkunotkun aðeins 'A miðað við eldri gerðir véla. 4. Tekur mjög lítið pláss, og er létt og meðfærileg. 5. Góð þjónusta. Verð frá kr. 26.600,- Ingvi R. Jóhannsson Brekkugötu 7 - sími 26383 EUMENIA Alvöru þvottavél í takt við tímann. Mýflug: Byggja flugskýli Flugfélagið Mýflug í Mývatns- kvæmdum. Verið er að byggja sveit stendur nú í stórfram- flugskýli fyrir flugvélar félags- Afmælisdagskráin: Fjölþætt síðdegis- skemmtun fyrir alla aldurshópa Þegar skrúðgangan hefur skil- að sér inn á Ráðhústorg um kl. 14.30 á laugardaginn hefst samhangandi dagskrá á leik- sviði, göngugötu og nágrenni. Vopnafjörður: Tíð umferðar- slys í sumar Nokkuð virðist bera á því að óhöppum í umferðinni hafl fjölgaö hér úti á landsbyggðinni sé miðað við tölur um óhöpp á síðasta sumri. Þannig hafa á sumum svæðum orðið margfalt fleiri slys á þessu sumri en í fyrra t.d. á svæði lögreglunnar á Vopnafirði. Svæði Vopnafjarðarlögreglu markast að norðan við Gunnólfs- víkurfjall en að sunnan við Hellis- heiði. Á tímabilinu frá 1. júli til 15. ágúst urðu hvorki fleiri né færri en 8 umferðarslys á þessu svæði, í sumum tilfellum nokkur slys á fólki og í fjórum síðari óhöppunum fóru allir farþegar á sjúkrahús. Miklar skemmdir urðu á bifreiðum í þessum óhöppum og í síðustu fjórum til- fellunum eyðilögðust jafn margar bifreiðar. „Á þessu tímabili í fyrra urðu mun færri slys, kannski tvö eða þrjú. Manni finnst þessi aukning því alltof mikil og við vonum bara að þessi slysaalda sé gengin yfir hér á svæðinu,“ sagði Sigur- jón Andri Guðmundsson, lög- reglumaður á Vopnafirði er rætt var við hann um þessa slysaöldu. JÓH Þá verða Davíðshús, Náttúru- gripasafnið, Nonnahús, Minja- safnið og Sigurhæðir opin frá 9-17 og er aðgangur ókeypis fyrir gesti á afmælisdaginn. Síðdegisdagskráin verður mjög fjölbreytt. Á leiksviðinu í göngu- götunni verða sýndir ævintýra- þættir á vegum götuleikhúss Sögu. Stúlkur frá Dansstúdíó Alice verða með danssýningu, skátar bjóða upp á söng og skemmtiþætti og fimleikasýning verður á vegum Fimleikaráðs Akureyrar. Einnig fer fram kraftlyftinga- keppni á vegum Kraflyftingaráðs Akureyrar, Blásarasveit Tónlist- arskólans leikur létta tónlist og Ingimar Eydal og félagar sjá um tónlistarflutning á milli atriða. Á göngugötunni verða félagar úr götuleikhúsi Sögu á ferð og flugi, fimleikafólk mun spreyta sig á handahlaupi norður eftir götunni og félagar úr Hjálpar- sveit skáta munu sýna klifur á nálægum húsum. Ýmis leiktæki verða í gangi fyrir börnin, bæði á Ráðhústorgi og neðantil í Skáta- gili; Á flötinni austan við Samkomuhúsið verður hesta- og reiðsýning á vegum Hestamanna- félagsins Léttis. Á svipuðum slóðum munu stökkvarar úr Fall- hlífarklúbbi Akureyrar koma niður með nýja Akureyarfánann. Við Torfunefsbryggjuna verða félagar úr Siglingaklúbbnum Nökkva með fjölbreytta dagskrá og í Innbænum verða tívolíbátar í gangi á tjörninni, rétt innan við Minjasafnið. Rétt er að geta þess að síðdegis verða strætisvagnaferðir á hálf- tíma fresti úr miðbænum í söfnin í Innbænum. Fleiri sýningar verða í gangi og má nefna sýn- ingu á höggmyndum Hallgríms Sigurðssonar í Gamla Lundi og svo auðvitað iðnsýninguna í íþróttahöllinni. SS ins. Mýflug er í eigu nokkurra aðila, en stærsti hluthaflnn er Leifur Hallgrímsson, bóndi á Vogum. Byrjað var að reisa flugskýlið um verslunarmannahelgina og sagði Leifur að ætlunin væri að taka skýlið í notkun í haust. Verður það 315 fermetrar að stærð. Ekki sagðist Leifur vita hvað skýlið kostaði fullbyggt, annað en að það kostaði mikið. Mýflug á tvær flugvélar og hlut í þeirri þriðju, sem er kennsluvél. Hafist verður handa við leng- ingu flugbrautarinnar í haust. Sagði Leifur að fengist hefðu í það 2Vi millj. kr. sem væri alltof lítið og myndi sennilega duga til að taka kúpuna af vellinum, sem mun ekki vera sléttur heldur kúptur. Mýflug er aðallega með útsýn- isflug og sagði Leifur að það hefði verið þokkalegt að gera í sumar. „Það hefur verið heldur minna að gera í sumar en síðasta sumar, júlí var lélegur en ágúst er búinn að vera ágætur," sagði Leifur. HJS IÐNSYNINGIN VERÐUR ÆVINTÝRI LÍKUST Mikill ágangur sauðfjár - á veginum frá Víkurskarði til Akureyrar „Ágangur sauðijár hefur verið mikill í alli sumar á veginunt frá Víkurskarði til Akureyrar. Orsök þess er að búið er að sá í kanta á þessiim vegi og sauðféð ligg- ur í þessu eins og í túni,“ sagði Guðmundur Svafars- son, iimdæmisverkfræðing- ur Vegagerðar ríkisins á Akureyri, en talsvert er um að kvartað hafi verið undan ágangi sauðljár við veginn undaufaríð. íbúar á Svalbarðsströnd muna eftir ristarhliði sunnan við bæinn Garðsvík, sem hindraði sauðfé í að komast lengra á sínum tínta. Þegar nýi vegurinn yfir Víkurskarð var iagöur var hlióiö t'jariægt, og þykir inörgum sent sauðfé hafi lagsl þyngra á byggöirnar fyrir sunnan Garðsvík en áður var og valdi talsverðri slysahættu. Guðmundur Svafarsson sagði aö gamla ristarhliðið hel'ði verið sett upp af hreppn- unt á sinum tfma en þá var vegurinn um Svalharðsströnd minniháttar þjóðbraut en hringvegurinn lá um Vaðla- heiöi. Þegar vegurinn yfir Vík- urskarð var byggður var þessi vegur gerður að stofnbraut og þar með hluti af hringvegin- um. Hjá Vcgagerðinni eru til vinnureglur um að ristarhlið eru ekki sett upp á vegum af þessari gerð því slík hlið eru miklar slysagildrur. Þó eru á þessu tvær undantekningar því ristarhliö eru sett upp við mœðuveikigirðingar og við innakstur í þéttbýli, en hvor- ugu er til að dreifa í þessu tii- viki. „Eins og þarna háttar telj- um við að ágangur sauðfjár sé ekki rnál Vegagerðarinnar því við girðum meðfrant öllutn vegum á Svalbarðsströndinni. Ég bendi einnig á að ekkert ristarhlið er austan t heiðinni. Við vitum vel aö bændum gengur ntisvel að hemja sauð- fé en við þessu er ekki mikið að gera nema reyna að sjá til þess að það þvælist ekki inn á þessi svæöi,“ sagði Guðntund- ur Svafarsson. EHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.