Dagur - 28.08.1987, Blaðsíða 3
28. ágúst 1987 - DAGUR - 3
Feng breytt í Slipp-
stöðinni hf. á Akureyri
-fertil Grænhöfðaeyja í byrjun nóvembertil þróunarverkefna
Fengur, skip Þróunarsam-
vinnustofnunar íslands, er nú
til breytinga og endurbóta hjá
Siippstöðinni hf. á Akureyri.
Aætlað er að viðgerð á skipinu
kosti rúmar sex milljónir
króna. Að viðgerð lokinni
heldur Fengur til Grænhöfða-
eyja til þróunarverkefna.
Stefán Pórarinsson, annar
tveggja starfsmanna Þróunar-
samvinnustofnunarinnar, sagði
um þessar breytingar að verið
væri að útbúa skipið þannig að
það hentaði betur til togveiða. Þá
er tækjakostur að hluta endur-
nýjaður, breytt vinnuaðstaða á
dekki og komið upp betri
aðstöðu til að hýsa rannsóknar-
fólk um borð. Áætlað er að
breytingunum verði lokið um
mánaðamótin september-októ-
ber, en í maímánuði var ákveðið
að skipinu yrði breytt, en áður
var það aðallega miðað við tún-
fisk- og netaveiðar.
„Þegar ljóst var að við héldum
áfram að vinna að þróunarverk-
efnum á Grænhöfðaeyjum og
viðræður höfðu farið fram við
heimamenn var tekin ákvörðun
um að breyta skipinu til samræm-
is við þau verkefni sem framund-
an eru. Við reiknum með að
skipið komist af stað í nóvember
og ferðin til Grænhöfðaeyja tek-
ur 3-4 vikur. Fengur ætti því að
vera kominn á áfangastað í des-
ember. Þetta eru talsvert
umfangsmiklar breytingar, bæði
á dekki og í lest auk annarra
smærri atriða,“ sagði Stefán Þór-
arinsson.
Að sögn Stefáns var ákveðið
að láta Slippstöðina hf. vinna
verkið samkvæmt reikningi en
láta útboð ekki fara fram, m.a.
vegna þess að ýmis atriði varð-
andi viðgerðina eru ófyrirsjáan-
leg. EHB
Lausnir á vanda
misgengishópsins
stærðir s-xxl. Verð kr. 5.995.-.
Stærðir 140-164. Verð kr. 5.595.-.
Litir: Dökkblár, milliblár, grænblár.
Póstsendum samdægurs.
Sporthú^icL
HAFNARSTRÆTI 94
SÍMI 24350
DÚNÚLPUR
á dúndurgóðu verði
Að beiðni félagsmálaráðherra
hefur Ráðgjafastöð Húsnæðis-
stofnunar tekið saman yfírlit
um þá húsnæðiskaupendur
sem lent hafa í greiðsluerfíð-
leikum. Einnig hefur stöðin
áætlað stærð vandans og lagt
mat á leiðir.
Árið 1986 bárust Húsnæðis-
stofnun samtals 2.265 umsóknir
um lán vegna greiðsluerfiðleika.
Af þeim hlutu 1.985 umsækjend-
ur lán samtals að fjárhæð 575
millj. kr. Af þessum umsóknum
voru 1.003 frá umsækjendum
sem höfðu keypt eða byggt íbúð-
arhúsnæði á árunum 1980-1983,
1.065 umsækjendur höfðu hins
vegar keypt 1984 eða síðar. Árið
1983 varð mikið misgengi láns-
kjara og launa. Frá upphafi til
loka árs hækkaði lánskjaravísi-
tala um tæplega 19% umfram
laun. Um mitt ár 1986 hafði mun-
urinn lagast nokkuð. Sá hópur
sem lenti í greiðsluerfiðleikum
vegna kaupa sem fóru fram fyrir
misgengið hefur oft verið nefnd-
ur „misgengishópurinn". Að
mati Ráðgjafastöðvar Húsnæðis-
stofnunar stafar vandi misgengis-
hópsins í flestum tiifellum af mis-
gengi lánskjara og kaupgjalds.
Þó kemur fram í athugasemdum
stöðvarinnar að ýmsir úr hópnum
hefðu lent í greiðsluerfiðleikum
þótt svo að misgengi hefði ekki
komið fram.
Til jafnaðar voru skuldir þess-
ara umsækjenda 2.000.000 króna
á núverandi verðlagi. 80% skuld-
anna voru langtímaskuldir en
20% skammtímaskuldir. Ráð-
gjafastöðin telur að samanlagðar
skammtímaskuldir misgengis-
hópsins sem aðstoðar þurfi nemi
um 400 millj. kr.
47% umsókna sem bárust 1986
vegna greiðsluerfiðleika komu
frá fólki sem keypti eignir sínar
1984 og síðar. Vandi þessa hóps
stafar ekki af víxlgengi lánskjara
og launa. Að meðaltali skulduðu
umsækjendur í þessum hópi
2.150.000 kr. 1986 á núgildandi
verðlagi. Að mati Ráðgjafa-
stöðvar nema samanlagðar
skammtímaskuldir þeirra sem
lentu í greiðsluerfiðleikum 1984
og síðar 500 millj. kr.
í samstarfssáttmála ríkisstjórn-
arinnar segir að þeim, sem lent
hafa í greiðsluerfiðleikum með
lán vegna öflunar íbúðarhúsnæð-
is á undanförnum árum, gefist
kostur á endurfjármögnun slíkra
lána með vaxtakjörum húsnæðis-
íánakerfisins. Hluta af ráðstöfun-
arfé Húsnæðisstofnunar verði
varið í þessu skyni, en jafnframt
verði leitað samninga við við-
komandi lánastofnanir um kaup
á skuldabréfum Byggingarsjóðs
ríkisins. HJS
ÞYRNIROS!
MÁL AÐ VAKNA
IÐNSÝNINGIH
FER AÐ BYRJA.