Dagur - 28.08.1987, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - 28. ágúst 1987
- skemmtilegt viðtal við Ingibjörgu Bjömsdóttur Ijósmóður
í helgarviðtali að þessu sinni, er Ingibjörg Björnsdóttir ljósmóðir.
Ingibjörg hefur frá mörgu bæði fróðlegu og skemmtilegu að segja, en
hún hefur lifað fjölbreyttu lífí og víða farið. Yið ræddum um uppruna
hennar, skólagöngu og vinnu við hinar mismunandi aðstæður, þar sem
tækninni hefur fleygt fram á þessum tíma.
Ingibjörg segir Kka athyglisverðar sögur sem flestir hafa vonandi gagn
og gaman af að lesa.
„Ég ætla að gefa þér bláber
með rjóma í staðinn fyrir kaffi,"
sagði Ingibjörg þegar ég kom til
hennar á fallegt heimiii við Þór-
unnarstræti. Og ekki stóð hún við
orðin tóm, heldur bar á borð dýr-
indis nýtínd bláber og rjóma.
Þegar blaðamaður hafði gætt
sér á þessum kræsingum, byrjuð-
um við að góðum sið, á því að
tala um æsku og uppruna Ingi-
bjargar. „Ég er fædd í Hrísey, en
ekki alin þar upp því þegar ég var
15 vikna fór ég í fóstur í land. Til
fjögurra ára aldurs var ég í
Þorvaldsdal, sem nú er kominn í
eyði. Mamma var ekkja þegar
hún átti mig, og þegar ég fæddist
voru pabbi og mamma ekki gift.
Svo giftust þau og áttu aðra
dóttur, en þegar þau ætluðu að
fara að taka mig heim, veiktist
pabbi og dó. Mamma var því aftur
orðin ekkja og var þá ekki um
það að ræða að hún gæti tekið
mig aftur svo ég var áfram hjá
þessum góðu fósturforeldrum
mínum. Svo fluttist ég inn í
Möðruvallasókn, en þar bjó ég
ásamt fóstru minni sem þá hafði
misst manninn sinn, og börnum
hennar."
- Hvernig voru lífsskilyrðin á
þessum tíma?
„Þetta er í kringum 1930, þau
erfiðu ár í lífi íslendinga. Þá voru
kreppuárin og börn fóru strax um
fermingu að sjá um sig sjálf. Ég
fór að vinna fyrir mér í vist fljót-
lega eftir fermingu. Þegar ég var
t.d. 16 ára var ég í vist hjá
„Frúnni í Hamborg", en það var
Laufey Pálsdóttir kaupmannsfrú
í versluninni Hamborg. Akureyri
var þá mjög „danskur“ bær og
danskættaðir menn sem stund-
uðu hér verslun. Þetta var
afskaplega myndarlegt heimili,
en árið eftir var ég í vist hjá öðr-
um merkishjónum Kristjáni
Sigurðssyni kaupmanni og hans
konu, Sigurlaugu Jakobsdóttur.
Þeirra heimili var einnig mjög
myndarlegt.
„Hvað ertu að Iáta
barnið Iesa?“
Vistin fólst í því að vinna á
heimilinu öll heimilisstörf og
launin voru fæði og húsnæði auk
smá vasaaura sem voru að mig
minnir um 15 krónur á mánuði.
Sigurlaug vildi að mér farnaðist
vel hjá sér, og að ég yrði nú ekki
fyrir neinu því ég kom úr sveit.
Hún vildi líka uppfræða mig svo-
lítið og lánaði mér bók til að lesa
svo ég kynntist því sem gæti verið
varasamt. Bókin hét: „Dætur
Reykjavíkur". Mér er þetta mjög
minnisstætt því ég man að Kristján
sagði við hana: „Hvað ertu að
láta barnið lesa?”, og hún svar-
aði: „Ja, hún hefur bara gott af
því að vita hvað getur skeð, og
hvað þarf að varast," en í bókinni
var sagt frá léttlyndi og hvernig
var hægt að lenda á glapstigum.
En það var alveg ljómandi gott
að lesa þessa bók og ég hafði gott
af því.“
- Hver var skólaganga þín
Ingibjörg?
„í þá daga fóru flestir bara í
barnaskólann, en ég tók aðeins
einstaka námskeið. Nú ég fór í
Húsmæðraskólann á Laugalandi,
það var mjög góður skóli og mik-
ið upp úr honum að hafa. Það var
ekki mikið til að glepja svo
manni gat nýst námið. Reyndar
vann ég tvo vetur áður á Krist-
neshæli, sem þá var berklahæli til
að safna mér fyrir skólagjaldi.
Námið gekk ágætlega, þetta var
ákaflega skemmtilegur tími og
gaman í skólanum.
En svo vildi það svo óheppi-
lega til eitt sinn þegar við vorum
að fara í bæinn að ég varð fyrir
slysi. Við þurftum að ganga upp á
veg til að ná í mjólkurbílinn, en
þannig ferðuðumst við á milli.
Fyrir sunnan skólann var lækur
og yfir hann brú, en þegar ég var
að fara yfir hana datt ég á brún-
ina og skarst illa á hnénu. Með
mér var m.a. Erna Ryel vefnað-
arkennari sem nú er látin, og
vildi hún að ég snéri við en ég
ákvað að fara með í bæinn og láta
gera að sárinu á spítalanum.
Var talin af um tíma
Á sjúkrahúsinu tók á móti mér
Guðmundur Karl Pétursson yfir-
læknir, og þótti honurn þetta
leiðindasár, sem það var en hann
gerði að því eins vel og hægt var.
Það komst nú engu að síður blóð-
eitrun í þetta og ætlaði alveg að
fara með mig, því ég var talin af
um tíma. Eg meiddi mig 11.
nóvember 1938 og fór ekki af
sjúkrahúsinu fyrr en á afmælinu
mínu 18. febrúar árið eftir. Þá var
ég meira að segja ekki farin að
stíga í fótinn og þurfti að bera
mig heim.
I skólann fór ég aftur í mars,
en bætti mér upp missinn með
sumarnámskeiðum. Á þessum
tíma voru engar tryggingar og
þurfti ég auðvitað að borga mína
spítalavist. Ég á bréf sem ég
sendi bróður mínum um það þeg-
ar ég fór á sjúkrahúsið að gera
upp. Þar segi ég: „Ég er að verða
góð í fætinum svo er ég næstum
skuldlaus manneskja. Það á ég
Guðmundi Karli að þakka. Þegar
ég ætlaði að gera upp við hann og
vita hvað ég skuldaði, sagði hann
mér að fara til Gunnars
ráðsmanns, það væri víst nóg fyr-
ir mig. Fyrir sína hjálp gæti hann
ekki farið að taka borgun, það
væri nóg fyrir sig að ég hafi kom-
ist á fætur. „Eða hvað hefði ég
haft upp úr þessu hefðuð þér
dáið?“ Svo fór ég til Gunnars og
gerði upp við hann en öll skuldin
var ekki nema 350 krónur. Það
voru hvergi reiknuð meðul og
engar umbúðir. Það munaði mig
heldur betur um.
Eftir að ég vann á Kristnes-
hæli, ætlaði ég mér alltaf í
hjúkrun, en eftir þessa löngu
sjúkrahúslegu var ég komin með
svo lélegt bak að ég fékk ekki
læknisvottorð til að komast í
hjúkrunarnám. Skrokkurinn
varð að vera í fullkomnu lagi því
hjúkrunarstarfið var erfitt. Það
þurfti bæði að bera og lyfta sjúk-
lingum og þýddi ekki að vera með
bak sem ekkert mátti leggja á.
Eftir skólann, vann ég eitt ár á
Hvanneyri og eitt ár á Hreiða-
vatni en þetta var skemmtilegur
tími. Síðan kom ég aftur norður
og fór að vinna sem sjúkraliði á
Kristneshæli, en þá var það hlið-
stætt hjúkrunarstörfum. Sjúkra-
liðastéttin eins og hún er í dag,
varð ekki til fyrr en 1966. Nú
gat ég aftur komist í hjúkrunar-
nám, því mannekla var í stéttinni
en var þá ekki orðin nógu góð í
bakinu.
Frá Svíþjóð í
Ljósmæðraskólann
Þá sneri ég dæminu við og fór að
vinna í hannyrðaverslun í fjögur
ár. Fór svo til Svíþjóðar í skóla í
Gautaborg vegna hannyrðanna.
Þar hitti ég Margréti Sigurjóns-
dóttur sem var forstöðukona á
Kristneshæli þegar ég var þar, en
hún var þá í Gautaborg á hjúkr-
unarkvennaþingi.
Þarna hafði aftur blossað upp í
mér löngun til að vinna að hjúkr-
unarstörfum þar sem ég um
sumarið hafði unnið á sjúkrahúsi
í Gautaborg, og Margrét sagði
við mig: „Því ferðu ekki bara í
Ljósmæðraskólann,“ og það varð
úr að hún fór með umsókn fyrir
mig heim til íslands og mælti með
mér. En ég fékk svar um að
það væri fullt, þetta var svo seint
að sumrinu og mér var bent á að
sækja aftur um næsta ár. Ég réð
mig því áfram á sjúkrahúsinu
þennan vetur.
Svo þegar skólinn er settur,
hættir ein og ég fæ skeyti um að
ég geti fengið pláss verði ég kom-
in heim eftir þrjár vikur. A þess-
um tímum voru samgöngur ekki
greiðar auk þess sem ég þurfti að
fá mig lausa af sjúkrahúsinu. Það
gekk greiðlega að sleppa úr vinn-
unni, og fékk ég svo far með
gamla Fjallfossi og var komin
heim eftir nákvæmlega þrjár vik-
ur og byrjuð í skólanum.
Ég átti frændfólk í Hrísey, og
hreppstjórinn þar hafði samband
við mig og spurði hvort ég vildi
læra fyrir Hrísey, því þar vantaði
ljósmóður. Ég átti að fá einhvern
styrk frá þeim og tók ég þessu.“
- Hvernig var aðstaðan í Hrís-
ey til að vinna ljósmóðurstörf,
hafðir þú nóg að gera?
„Þetta voru nú ekki margar
fæðingar og gerði ég nú ýmislegt
annað vann t.d. í frystihúsinu
með. Fyrra árið mitt bjó ég í
Hrísey en seinna árið tók ég líka
Dalvík og sveitirnar í kring. Þá
varð mikið meira að gera og ég
flutti til Dalvikur.
Beið sex tíma eftir lækni
Að vinna við svona aðstæður, þar
sem allar fæðingar voru í heima-
húsum var auðvitað allt miklu
persónulegra og heimilislegra en
inni á stofnun. Það gat verið erfitt
en aðstæður fólks á þessum tíma