Dagur - 28.08.1987, Blaðsíða 11

Dagur - 28.08.1987, Blaðsíða 11
íbúar ■ raðhúsinu númer 35-45 við Skúlabraut á Blönduósi hér með viður- kenningar sínar. Særún hf. fékk viðurkenningu fyrir snyrtilega lóð. Kári Snorrason, fram- kvæmdastjóri og Kolbrún lnggjaldsdóttir tóku við viðurkenningunni fyrir hönd fyrirtækisins. / , / Það fer ekki framhjá mönnum að Akureyrarbær á stórafmæli. Hin- ir fyrstu íbúar Akureyrarkaup- staðar undu því ekki að vera kirkjulausir og hófust þegar handa. Ný kirkja var vígð árið 1863. Þangað gátu bæjarbúar leitað á gleði- og sorgarstundum þar til ný Akureyrarkirkja var vígð 17. nóv. 1940. Að eiga hæli og skjól í helgidómunum hefir verið bæjarbúum ómetanlegt. Næstkomandi sunnudag verð- ur hátíðarguðsþjónusta í Akur- eyrarkirkju í tilefni bæjarafmæl- isins. Vert er að sem flestir komi og þakki Guði fyrir allt, sem hann hefir verið, veitt og gefið Akureyringum í 125 ár. Sóknarprestar Akureyrar- prestakalls þjóna við guðsþjón- ustuna, Kirkjukór Akureyrar- kirkju leiðir sönginn undir stjórn Björns Steinars Sólbergssonar organista og Hólmfríður Þór- oddsdóttir leikur á óbó. Altaris- ganga verður í guðsþjónustunni. Sóknarprestar. Um síðustu helgi var opnuö höggmyndasýning í Gamla Lundi. Þar eru sýnd verk Hall- steins Sigurðssonar, myndhöggv- ara. Athygli er vakin á því að sýningin verður opin um helgina. Það kostar ekkert inn á sýning- una og hún er opin frá kl. 15-22 á laugardag og sunnudag en kl. 17- 20 aðra daga. HJS Frá Akureyrar- kirkju Fatasöfnun Hjálparstofnunar kirkjunnar til flóttafólks frá Mós- ambik hófst fimmtudag 27. ágúst og stendur frá kl. 17-20. Einnig veröur söfnunin á föstudag 28. og mánudag 31. ágúst á sama tíma dags. Móttakan verður í forkirkju kirkjunnar. Peningagjafir, frjáls framlög, fara í flutningskostnað fatasendingarinnar á áfangastað. Sóknarnefnd. 28. ágúst 1987 - DAGUR - 11 Eva Ösp Þórðardóttir og Inga Jenný Ingvarsdóttir héldu tombólu til styrktar sundlaugarbyggingu Sólborgar. Þær söfnuðu kr. 1462.-. Kærar þakkir. HAGKÁUP Akureyri því sá stóri gekk ekki út - aðra vikuna í röð!!! Kynnmgarþjonustan/SÍA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.