Dagur - 28.08.1987, Blaðsíða 10

Dagur - 28.08.1987, Blaðsíða 10
Á AKUREYRI INNTÖKUPRÓF Inntökupróf í Myndlistaskólann á Akuréyri fyrir skólaáriö 1987-1988 verður haldiö dagana 8.-11. september. Umsóknarfrestur til 1. september. Allar nánari upplýsingar í síma 96-24958. Skólastjóri. Frá Gagnfræðaskóla Akureyrar Almennur kennarafundur veröur haldinn þriöju- daginn 1. september kl. 10.00. Skólasetning veröur í Akureyrarkirkju föstudaginn 4. september kl. 14.00. Nemendur komi til viðtals í skólann mánudaginn 7. september á þessum tímum: 9. bekkur kl. 9.00, 8. bekkur kl. 10.30, 7. bekkur kl. 13.30. Skólastjóri. Blönduós: Fegrunarnefnd veitir viðurkenningar þrennskonar. Veitt var fyrir feg- ursta garðinn við einbýlishús, besta umgengni við fyrirtæki og fyrir bestu lóð við sameign. Fyrir fegursta garðinn fengu hjónin Gunnhildur Lárusdóttir og Sigurður Ingþórsson viður- kenningu en hús þeirra stendur við Urðarbraut 23 á Blönduósi. Best umgengni við fyrirtæki reyndist vera við rækjuvinnsluna Særúnu hf. og fyrir hönd þess tók Kári Snorrason, framkvæmda- stjóri og kona hans Kolbrún Ingjaldsdóttir við viðurkenning- arskjali. Fyrir bestu lóð við sam- eign fengu íbúar raðhússins við Skúlabraut 35-45 viðurkenningu. í ávarpi sem Kristín Mogensen varaoddviti hélt kom fram að mikið væri lagt til umhverfismála á Blönduósi og fólk væri einnig farið að hugsa meira um að fegra umhverfi sitt. Kristín sagði að haldið yrði áfram á þessari braut á næstu árum og vonaðist hún til að veiting viðurkenninga sem þessara yrði fólki hvatning til að fegra umhverfi sitt og ganga vel um. JÓH Síðastliðinn fimmtudag fór fram á Hótel Blönduósi veiting viðurkenninga fyrir fegurstu garða og góða umgengni kring- um fyrirtæki á Blönduósi. Það var fegrunarnefnd Blönduóss- hrepps sem veitti þessar viður- kenningar en þess má geta að þetta er í fyrsta skipti sem sveitarstjórn á Blönduósi veitir slíkar viðurkenningar. Viðurkenningarnar voru Hjónin Sigurður Ingþórsson og Gunnhildur Lárusdóttir taka hér við viður- kenningu fyrir fegursta garðinn við einbýlishús. P Laugardagskvöldio 29. ágúst Ekið frá kl. 20.55 til 00.55 á 30 mín. fresti frá Þingvallastræti um Brekkur og í Glerárhverfi án viðkomu á Ráðhústorgi. Frá Þingvallastræti - 55 mín. og 25 mín. yfir heilan tíma. Miðbær - 05 mín. og 35 mín. yfir heilan tíma. Miðsíða - 45 mín. og 15 mín. yfir heilan tíma. ix Ekið er án gjaldtöku Y> Strætisvagnar Akureyrar Epal hf. eignast húsnæði Verslunin Epal hf. í Reykjavík hefur nú tekið í notkun nýtt verslunarhúsnæði og eignast þar með eigið þak yfir starf- semi sína í fyrsta sinn í 11 ára sögu fyrirtækisins. Nýja húsið sem er við Faxafen 7 í Reykja- vík er alls um 1240 fermetrar og þar af er verslunarrými um 800 fermetrar, sem er þreföld- un frá því sem verið hefur að undanförnu. Epal-húsið er teiknað af Man- freð Vilhjálmssyni arkitekt, en allt innan dyra skipulagði danski arkitektinn Erik Ole Jörgensen. Þetta nýja hús markar tímamót í sögu fyrirtækisins. Þegar það hóf starfsemi sína fyrir liðlega áratug, var það til húsa í einu 35 fermetra herbergi og þá var versl- unin aðeins opin hluta úr degi og starfsmaður aðeins einn. Við opnun Epal-hússins verður kynntur nýr sófi, sem einn kunn- asti hönnuður Dana, Ole Kort- zau, hefur teiknað fyrir Epal. Sófinn er framleiddur hér heima en ætlaður til sölu utan lands sem innan. Hann hefur þegar verið kynntur erlendis, meðal annars í Illums Bolighus, þekktustu hús- búnaðarverslun á Norðurlönd- um, og í hinu kunna norræna tímariti Design of Scandinavia, þar sem ekki fá inni aðrar vörur en þær sem fram úr þykja skara. Starfsmenn Epals hf. eru nú 14. Framkvæmdastjóri fyrirtækis- ins er Eyjólfur Pálsson en stjórn- arformaður er Pétur Már Jóns- son.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.