Dagur - 28.08.1987, Blaðsíða 18

Dagur - 28.08.1987, Blaðsíða 18
18 - DAGUR - 28. ágúst 1987 .-t T- oo ----------------af erlendum vettvangi— Aðgangur bannaður öðrum en indíánum Cuna-iníánum hefur tekist það, sem fæstum indíánum í heiminum hefur heppnast, að halda landi sínu og sérkennum. Stjórnviska þeirra hefur byggst á vopnaðri baráttu og afneitun erlendra áhrifa, en jafnframt sam- starfi við alþjóðasamtök. Peir lágu hlið við hlið í hengirúm- um sínum í stóra pálmakofanum höfðingjar þorpsins, átta að tölu, og tottuðu langar pípurnar. Daufur logi í eldstæðinu varpaði veikum bjarma á þunnar reyksúl- urnar, sem stigu til lofts og blönduðust dularfullum merkjum og myndum, sem héngu niður úr þakinu. Æðsti höfðinginn sýndist vöðva- mikill og stæltur, þrátt fyrir það, að hann myndi fyrir löngu vera dauður fyrir elli sakir, ef hann hefði átt heima þar sem „menningin" ræður ríkjum. En sá gamli lifir ennþá, og það gerir indíánaþjóðflokkurinn hans einnig. Og hann safnar sér eldi- viði í regnskóginum, fléttar körf- ur úr pálmablöðum, býr til falleg- ar skálar, útskornar styttur og axasköft úr hörðum viði frum- skógarins, alveg eins og ættbálk- urinn hefur alla tíð gert. Hann stakk strái í pípuna og leit fránum augum til hinna höfð- ingjanna. Hann tók að syngja til- brigðalítilli röddu og á gömlu, leyndardómsfullu máli höfðingj- anna, söngva úr goðafræði indí- ána. Þetta hljómaði eins og það kærni frá löngu liðinni tíð, og andrúmsloft kyrrðar og hátíð- leika ríkti í kofanum. Það er ekki að ástæðulausu, að höfðinginn ber með sér virðu- leika og sjálfsöryggi. Með hern- aðarlist og dugnaði hefur hann ásamt þjóðflokki sínum staðið í því að veita framsókn menningar- þjóðanna viðnám. Öldum saman hafa hvítu mennirnir reynt en án árangurs að ná undir sig landi þessara indíána. En í þessu eina tilfelli hafa þeir hvítu orðið að láta staðar numið. Cuna-indíánarnir unnu sigur 1925 Það eru cuna-indíánarnir, sem hér um ræðir, en þeir eiga heima t Panama. Giskað er á, að þeir séu um 40 þúsund, en þar sem sum þorpa þeirra eru falin langt inni í frumskóginum meðfram ófærum fljótum, hafa menn aðeins mjög ónákvæmar tölur að byggja á. A sama tíma og mikill meirihluti af ættflokkum indíána hefur þurrkast út vegna 500 ára misþyrmingar, útrýmingarher- ferða og þrælkunar hefur cuna- indíánunum bæði tekist að lifa áfram sem indíánar og öðlast yfirráðarétt yfir stórum hluta þeirra landsvæða, sem þeir byggja. Cuna-indíánarnir hafa komið sér upp landamærastöðvum með vopnuðum varðmönnum, skipu- lagt alþjóðlegan stuðning við bar- áttu sína og að auki veitt öðrum indíánahópum stuðning í samn- ingum um eignarrétt á landi þeirra. Þessi mikla velgengni cuna- indíánanna er fyrst og fremst því að þakka, að hernaðarlega séð hafa þeir aldrei verið sigraðir. Öldum saman áttu þeir í grimmi- legri baráttu við Spánverja, sem sóttu inn á land þeirra. En, eins og aðrir skæruliðar, voru cuna- indíánarnir á heimavelli í veg- lausum frumskóginum. Stríðsmenn cuna skipulögðu árásir á spænsk þorp, sem byggð höfðu verið á yfirráðasvæði þeirra. Að árás lokinni hurfu þeir, eins og jörðin hefði gleypt þá, aftur inn í frumskóginn. Þrjóskulegur baráttuvilji þeirra kom því orði á, að þeir væru mjög herskár þjóðflokkur. En ófriðurinn hefur kostað sitt. Hér er um áð ræða fólk, sem er reiðubúið til að fórna öllu til að varðveita frelsi sitt fremur en að glata sjálfu sér undir stjórn aðkominna valdsmanna. Árið 1925 skipulögðu æðstu höfðingjar cunanna hið endan- lega uppgjör, sem miðaðist við það, að í eitt skipti fyrir öll skyldi óæskilegum áhrifum aðkomu- manna útrýmt af svæðinu. Ráðist var á allar herstöðvar, allar stjórnunarstöðvar hvítra manna. Lögreglumenn, innflytjendur og Kofarnir eru byggðir ur straum og palmablöðum, og á þeim blaktir fáni cun- anna sem merki um frelsi þeirra og sjálfstæði. Göturnar eru sandur og aftur sandur. trúboðar voru annað tveggja drepnir eða þeir urðu að flýja burtu úr öllum norðausturhluta Panama. Eftir þennan ótvíræða sigur fengu cunarnir viðurkennda eins konar heimastjórn yfir San Blas svæðinu, þar sem hefðbundin heimkynni þeirra eru - eða a.m.k. yfir stórum hluta þess. Sambandið við Panama er þó ekki neinn dans á rósum. Að Frumskógar og kóraleyjar Flest cunaþorpanna eru við ströndina á San Blas-svæðinu eða úti á litlu, flatlendu kóraleyjun- um, sem eru dreifðar eins og smáperlur milli kóralrifanna, sem hlífa þeim. Alls eru eyjarnar 365 talsins - ein fyrir hvern dag í árinu - og um það bil sjötti hluti þeirra er byggður. Hinar eru alvaxnar kókóspálmum og indí- ánarnir tína saman kókoshnet- Cunarnir þekkja frumsköginn ekki síður en vasana sína. En það er erfitt að ryðja skóg til að fá ræktunarjörð. Menn ganga þar í stígvélum til þess m.a. að verjast eitruðum köngulóm skógarins og öðrum skriðkvikindum. Það er karlmannsverk að ryðja skóginn, en konurnar taka þátt í ræktunarstarfinu. Rauðu klútarnir eru merki um að stúlkurnar séu orðnar fullorðnar og hafi haft á klæðum. Eftir að það gerist í fyrsta skipti eru þær lokaðar inni í kofa í fjóra daga. Eftir það eru þær máladar svartar með jurtalit, og síða svarta hárið þeirra er klippt stutt og þannig skal það vera alltaf síðan. Stúlkan lengst til vinstri er undantekning frá almennu reglunni um klæðaburð. Flest- ar konur klæðast að hefðbundnum sið þjóðarinnar, þeirra eigin þjóðbún- ingi. sumu leyti kemur það til af því, að enn er hluti af þorpum cuna utan þess landsvæðis, sem samn- ingurinn tekur til, og að hinu leytinu reyna Panamamenn sífellt að ná meiri völdum yfir San Blas. Síðast gerðist það 1962, að margar af eyjum cuna úti fyrir ströndinni urðu fyrir árás her- skipa frá Panama, sem ætluðu sér að stöðva viðskipti cuna við Colombíu. En einnig í þetta skipti lauk viðureigninni svo, að cunar gengu með sigur af hólmi, og enn eiga þeir mikil viðskipti við sæfara frá Colombíu. urnar og selja um borð í verslun- arskip, sem þangað leggja leið sína. Cunarnir eru duglegir og kunn- andi akuryrkjumenn. Nokkrar fjölskyldur ryðja í sameiningu dálítið svæði í regnskóginum, en gæta þess vel að hlífa ákveðnum trjám, sem þrífast með jarðar- ávöxtunum og veita skugga. Auk þess heldur rótarnet trjánna jarð- veginum saman og kemur í veg fyrir að jafnvægið í flókinni vist- fræði skógarins bresti. Að mán- uði liðnum, þegar viðurinn, sem felldur var, er orðinn þurr, er hann brenndur og miklir logar stíga til himins. En stóru trén, sem veita skugga og frumskógur- inn umhverfis verða ekki fyrir neinum skaða. Regnskógurinn getur ekki brunnið, til þess er hann allt of rakur. Eftir þetta er gróðursett í svæðið, m.a. maís, bananar, kókospálmar og maniok. Eftir nokkur ár fer að sneyðast um næringarefni í jarðveginum, þá er nýtt svæði rutt, en hitt er eftir- látið frumskóginum, sem er fljót- ur að festa þar rætur að nýju. Indíánar eru líka duglegir fiskimenn. Þeir eru sérfræðingar í að kafa niður á mikið dýpi á milli kóralrifanna og veiða lit- skrúðuga fiska, humra, sæskjald- bökur, risakrabba og jafnvel múrenur, ála með eitrað blóð og hættulegt bit. Mjóslegna£„Jlatbytnur undir seglum krussá á milli eyjanna, en cunar sækja líka lengra á haf út til að veiða djúpsjávarfisk. Bát- arnir eru höggnir til úr trjástofn- um og skreyttir útskurði, sem gerður er með litlum öxum. Þeir eru ekki aðeins notaðir til fisk- veiða heldur og til flutninga eftir ám frumskógarins og til strand- siglinga milli bæja í Panama og Colombíu, en það eru siglingar, sem oft taka marga daga. Indíánar yst sem innst Þorpið iðar af lífi. Kofarnir standa hver við annan og stund- um eru þeir byggðir á staurum úti í vatninu. Grísir rymja og smá- börn í litskrúðugum fatnaði hlaupa fram og aftur með ennþá yngri systkini á bakinu. Konurnar ganga í hefðbundn- um, skrautlegum fatnaði og bera skartgripi, skreytta flatarmáls- myndum, um fætur, arma og háls. Andlit þeirra eru máluð rauðleit með sterku litarefni, seni fæst úr fræi í skóginum. Frá enni og niður eftir nefinu liggur svart- málað strik, sem endar við nasa- hring úr gulli. Oft er einnig gullskraut í eyrum. Einmitt gullið hefur verið ein meginástæðan til þess, að hvítir menn reyndu að flæma cunana burtu úr eigin landi. En til þess að gull frumskógarins skyldi ekki lenda í röngum höndum og til að fá frið fyrir gullæði hvítu mann- anna, tóku gömlu höfðingjarnir vitneskju sína um fundarstaði gullsins með sér í gröfina. Næstum á hverju kvöldi eftir að myrkrið er skollið á er haldinn

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.