Dagur - 31.08.1987, Page 1

Dagur - 31.08.1987, Page 1
Bæjarstjórn Akureyrar tók á móti Vigdísi Finnbogadóttur á Akureyrarflugvelli. Forsetinn var heiðursgestur hátíð- arinnar. Hátíðarhöldunum erjýst í máli og myndum á síðum blaðsins í dag. Mynd: rþb Hreindýraskinn sútuð á Akureyri - Skinnaiðnaðardeild Sambandsins hefur gert samning við samtök Lappa í Noregi vegna hreindýraskinna og er fyrsta sendingin á ieiðinni „Við höfum athugað ýmsa möguleika vegna þess að við sjáum fram á hráefnisskort. Einn möguleikinn er sútun og verkun hreindýraskinna en í Noregi er töjuvert um slík skinn,“ sagði Örn Gústafsson, framkvæmdastjóri Skinnaiðn- aðar SÍS á Akureyri. Örn sagði að samningur hefði verið gerður við aðila sem verslar með hreindýraskinn. Pá hefði verið haft samband við samtök Lappa í Finnmörk og væru Lapp- arnir nú búnir að gera samning við Iðnaðardeildina um að hreindýraskinnin verði pækluð í Noregi og Finnlandi, en við það Iosna hárin af skinnunum. Feir hafa óskað eftir aðstoð og ráð- gjöf við þá vinnslu og munu starfsmenn Iðnaðardeildar láta hana í té. „Við ætlum að hefja sútun hreindýraskinna í stórum stíl og munum súta a.m.k. 250-300 þús- und ferfet fyrsta árið. Söluverð- mæti þessara skinna verður 30 til 40 milljónir króna og fyrsta send- ingin, 4 þúsund skinn, er á leið- inni til landsins um þessar mundir. Slátrun hreindýranna er nýlega hafin og ntunu skinnin berast í nokkrum sendingum fram til áramóta. Við ætlum að setja þetta á markað sem náttúruafurð en hreindýraskinnið hefur vissa eig- inleika sem gerir það sérstakt. Skinnin verða aðallega seld til Noregs og Ítalíu. Við erum einn- ig að skoða fleiri gerðir skinna frá Noregi og Bandaríkjunum til að bæta við framleiðsluna því við sjáum fram á að innlendum skinnum fækkar um allt að 100 þúsundánæstu2-3árum.“ EHB Hátíðarfundur bæjarstjórnar: Nýtt hús rísi norðan við Amtsbókasafnið Á hátíöarfundi bæjarstjórnar var einróma samþykkt tillaga, sem allir bæjarfulltrúarnir 11 höfðu skrifað undir, þess efnis að hús Amtsbókasafnsins við Brekkugötu verði stækkað á næstu árum. I tilefni 125 ára afmælis Akureyrarkaupstaðar samþykkti bæjarstjórnin að veita 2 milljónum króna til Dalvík: Maður stunginn með hníf Aðfaranótt laugardags var maður stunginn með hníf fyrir utan Víkurröst á Dalvík. Mað- urinn hlaut áverka á brjóst og var fluttur á sjúkrahiúsið á Akureyri. Betur horfðist á með meiðsl hans en ætla mátti og fékk hann að fara heim á laugardagskvöld. Að sögn rannsóknarlögregl- unnar á Akureyri, kom til ein- hverra óspekta fyrir utan Víkur- röst eftir dansleik þar á föstu- dagskvöld. Til einhverra átaka kom með árásarmanninum, sem búsettur er á Dalvík, og annarra manna sem leiddu til þess að hann stakk þennan mann með hníf. Tilræðismaðurinn náðist strax og var fluttur á lögreglustöðina á Dalvík til yfirheyrslu. Hann hef- ur játað verknaðinn og verið úrskurðaður í 14 daga gæsluvarð- hald. Rannsókn málsins stendur enn yfir. VG Frá og með 1. september verð- ur verðlag Dags sem hér segir: Mánaðaráskrift kr. 560.- en í lausasölu kr. 55.- eintakið. Grunnverð dálksentimetra kr. 400.- þess að hefjast handa við hönnun byggingarinnar. Þar með var hulunni svipt af leyndarmálinu, hvað Akureyrar- bær ætlaði að gefa sjálfum sér í afmælisgjöf. Að hefjast handa við nýtt hús norðan við Amts- bókasafnið, ekki aðeins til að taka við bóka- og skjalasafni heldur og til að nota undir lista- og menningarstarf í bænum. Gunnar Ragnars forseti bæjar- stjórnar mælti fyrir tillögunni og sagði meðal annars: „Nú þegar 25 ár eru liðin síðan þessi ákvörð- un var tekin, að byggja þessa byggingu, þá er safnið löngu orð- ið of lítið. Pað er búið að sprengja utan af sér starfsemina sem hefur aukist mikið á þessum árum. Safnið hefur fengið það hlutverk að þjóna sem prent- skilasafn og þar með að taka við öllu því sem prentað er á íslandi og til þess þarf mikið pláss. Það þótti því vel við hæfi, að núna á þessum tímamótum okkar réðumst við í að taka ákvörðun um að stækka þessa byggingu og efla og auka safnið og skapa því betra starfsumhverfi. Skemmti- legasta lausnin er að byggja ann- að hús. Það komi norðan núver- andi bókhlöðu. Það er hús sem félli vel inn í myndina og húsin yrðu síðan tengd saman með tengibyggingu eða gangi. Þarna mundi verða vinnuað- staða fyrir Amtsbókasafnið og héraðsskjalasafnið. Hugsanlega höfuðstöðvar listasafns bæjarins með sýningarsal sem einnig mætti nýta fyrir tónleika og fundi svo eitthvað sé nefnt af þeim mögu- leikum sem slíkt hús gæti boðið upp á. Tillagan gerir að sjálf- sögðu ráð fyrir því að aðstaða safnsins verði fyrst og fremst bætt en það er vel til fundið að slá fleiri flugur í þessu sama höggi og bæta úr brýnni þörf í sambandi við ýmis konar menningarstarf- semi sem við viljum halda áfram að hafa í hávegum hér í þessum bæ.“ SS Vel heppnuð iðnsýning - fjölmenni hefur komið á sýninguna frá því hún var opnuð á föstudag Mikill fjöldi gesta hefur skoð- að iðnsýninguna í íþróttahöll- inni á Akureyri, en sýningin var opnuð á föstudaginn. Á laugardaginn heimsótti forseti Islands, frú Vigdís Finnboga- dóttir, sýninguna. Iðnsýningin hefur vakið mikla og verðskuldaða athygli enda er þar um auðugan garð að gresja, hvort sem horft er frá sjónar- horni framleiðenda eða neyt- enda. Akureyringum og öðrum landsmönnum gefst hér einstakt tækifæri til að sjá og kynna sér það helsta sem er að gerast á sviði iðnaðar og í þjónustugrein- um iðnaðarins. Alls sýna þrjátíu og átta fyrir- tæki og stofnanir framleiðslu sína og þjónustu. Gestum býðst t.d. að taka þátt í margskonar get- raunum og bragða á framleiðslu- vörum fyrirtækja í matvælaiðn- aði. Pá er hægt að gera góð kaup á ýmsum vörum því þær eru seld- ar með afsláttarkjörum á sýning- arstað. Er það mál manna að hér gefist einstakt tækifæri til skemmtunar og fróðleiks fyrir unga sem aldna. EHB Sjá bls. 13

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.