Dagur - 31.08.1987, Page 2

Dagur - 31.08.1987, Page 2
2 - DAGUR - 31. ágúst 1987 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 520 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 50 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368), HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, RÚNAR ÞÓR BJÖRNSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Jeiðari_____________________________ Nýja húsnæðis- lánakerfið Á síðasta kjörtímabili voru mjög umfangs- miklar breytingar gerðar á húsnæðislánakerf- inu. Lánstími var lengdur og lánsupphæðir hækkaðar verulega. Auk þess var fjöldi hús- byggjenda og kaupenda, sem átti í greiðslu- erfiðleikum, aðstoðaður með ýmsum hætti. Fáum blandast hugur um að þær breyting- ar sem gerðar voru hafa verið til góðs. Ný lög voru sett og var það gert í fullu samráði við stéttarsamtökin í landinu og aðila vinnu- markaðarins. Nýja húsnæðislánakerfið hefur marga og ótvíræða kosti fram yfir aðra hús- næðislöggjöf sem verið hefur í gildi hér á landi og er fyllilega sambærilegt við það sem best gerist í nálægum löndum. En þegar mikl- ar breytingar eru gerðar á svo viðamiklum og margþættum málaflokki, er vart við því að búast að við öllu verði séð í fyrstu atrennu. Enda hefur komið í ljós að á nýja kerfinu eru ákveðnir gallar, sem þarf að lagfæra. Megin- gallinn er sá að ekkert er því til fyrirstöðu að fólk sem á umtalsverðar fasteignir fyrir, fái fullt lán hjá Húsnæðisstofnun ríkisins. Láns- kjör þar eru mun hagstæðari en gerist á almennum markaði og því er viðbúið að lán- takar, sem í raun þurfa ekki á húsnæðisláni að halda, falli í þá freistni að braska með pening- ana. Við þessu verða stjórnvöld að bregðast og ætti að vera tiltölulega einfalt að sníða þennan annmarka af. Það er alls ekki tilgang- ur húsnæðislánakerfisins að auðvelda mönn- um að hagnast óeðlilega á fasteignaviðskipt- um. Hinu er ekki að leyna, að nýja húsnæðis- lánakerfið á sér marga andstæðinga, sem flestir virðast vera á móti kerfinu af pólitísk- um ástæðum. Þessir andstæðingar kerfisins hafa haldið uppi linnulausum áróðri gegn Alexander Stefánssyni fyrrum félagsmálaráð- herra, sem átti stærstan þátt að þeirri bylt- ingu sem gerð var í húsnæðismálunum. Við- kvæði þessara manna er að kerfið sé hrunið og er sá söngur kyrjaður í tíma og ótíma. Þeir nefna langan biðtíma eftir lánum máli sínu til sönnunar og einnig þann galla sem að ofan er nefndur. Þessi áróður á sér engar stoðir. Nýja hús- næðislánakerfið stendur styrkum fótum og er heilsteyptara en nokkru sinni fyrr. Hins vegar þarf að sníða af því annmarkana og það verk- efni bíður úrlausnar núverandi félagsmála- ráðherra og alþingis. BB Fyrir um ári fengu Mývetning- ar nýjan sveitarstjóra. Sá heitir Jón Pétur Lyngdal, ungur maður að árum, fæddur og uppalinn á bænum Holtastöð- um í Húnavatnssýslu. Blaða- menn Dags heimsóttu Jón Pét- ur á skrifstofu sveitarstjóra í Mývatnssveit fyrir skömmu. Ræddum við um starf sveitar- stjóra, framkvæmdir í sveitinni og fleira. Jón Pétur kom frá Blönduósi í Mývatnssveit. vann þar á skrif- stofu hreppsins. ..Já, það hvarfl- aði aðeins að mér að sækja um þessa stöðu og mér líkar vel. Ég þóttist eitthvað vita um þetta starf. en ég þekkti ekkert til í sveitinni, ætli ég hafi ekki rennt hérna tvisvar eða þrisvar í gegn sem ferðamaður áður en ég varð sveitarstjóri. Ég kann alveg ljóm- andi vel við mig hérna og er ekk- ert á förum eftir því sem ég best veit sjálfur.” Jón Pétur lauk Samvinnu- skólaprófi árið 1982. ..Jú, jú, það var heilmikið fjör þar. Þetta er afskaplega skemmtilegur skóli. Já. ég er mikill samvinnumaður, en það er ekki þar með sagt að ég sé mikill samvinnuhreyfingar- Jón Pétur Lyngdal. „Líkar Ijómandi vel í Mývatnssveit" - segir Jón Pétur Lyngdal, sveitarstjóri maður eins og hreyfingin er núna.“ - Hvert er starfssvið sveitar- stjóra í Mývatnssveit? „Þetta er þó nokkuð mikið starf. Það eru fundir og ýmsir snúningar. Ég þarf síðan að sjá til þess að það sem hreppsnefnd ákveður sé framkvæmt. I sumar hafa það verið gangstéttalagnir í þorpinu, uppbygging á tjaldsvæði og þó nokkuð í kringum ferða- menn.“ - Eru það helstu framkvæmd- irnar í ár? „Já, en einnig hefur verið hald- ið áfram við skólabyggingu. Það er verið að byggja barnaskóla. Jú, jú, það er dýrt. Það er búið að gera samning við ríkið um hvað þeir borga mikið og það kemur, en kannski ekki mjög hratt. Það er gert ráð fyrir að taka skólann í notkun árið 1991 en ég álít að það dragist um 2-3 ár.“ - Er enginn skóli hér? „Það hefur ekki verið byggður ’ skóli hér, hann er í íbúðarhúsi í þorpinu. Það var byggt svolítið við það en þetta er voðalega þröngt. Já, það var orðin brýn þörf. Það hefur hins vegar verið deilt um það í sveitinni hvort það hafi verið brýn þörf að byggja þessi stærð af skóla sem verið er að byggja. En hann er alveg inn- an þeirra marka sem ríkið setur. • Góð skemmtun. Einhverjar skemmtilegustu teiknimyndapersónur sem á Ijósvakanum birtast, eru vafalaust þeir Tommi og Jenni. Eins og aðdáendur þeirra kannast við, er það leikur músarinnar að kettin- um, þar sem það er músin sem stendur uppi sem sigur- vegari. S&S er mikill aðdá- andi þessara félaga, en besti þáttur sem það hefur séð, fór fram á íþróttavellinum síð- astliðinn föstudag. Það er nefnilega þannig, að í augum Þórsara í sumar, hefur KA verið óttaleg mús, og hafa þeir látið það óspart I Ijós. Þarna var það músin sem lék köttinn ákaflega grátt, snéri honum bókstaflega í kríng um sig eins og dulu og lagði snyrtílega á völlinn í leikslok þegar endanleg úrslit lágu fyrir. skípting. S&S hieraði það eftir þennan leik, að annað liðið, væntan- fega það sem bjóst við að sigra, hafi farið fram á að reglum um tekjur af aðgangs- eyri sem ákveðnar voru síð- astliðið vor, yrði breytt. Þeir fengu sínu fram þ.e. að sig- urliðið fengi helmingi meira en það sem tapaði. Músin naut góðs af því. • Granna- kærleikur. Já, það er ekki margt sem áhangendur íþróttaliðanna á Akureyri geta komið sér sam- an um í hfta leiksins, og ríkir ekki mikill kærleíkur á milli þessara bæjar-systkina. Það er þó eitt, sem verður til þess að þessir hópar sameinast í gleði, og hefur S&S þótt ákaf- lega ánægjulegt að upplifa það I stúkunni í sumar. Þetta eina er, að þegar nágrannar okkar, Leiftur á Ólafsfirði hafa háð knattspyrnuleik á sama tíma og leíkur fer fram á Akureyri, hefur þulur jafnan verið iðinnn að tilkynna um gang mála. Leiftri hefurgeng- ið ákaflega vel í sumar og staðan því oft verið þeim i vil. Þegar tölur þeim í hag glymja i hátalarakerfinu brjótast jafnan út fagnaðarlæti í stúk- unni, og er mikið klappað. Eins er stunlð þungan ef illa gengur. Þetta kallar maður Grannakærleik.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.