Dagur - 31.08.1987, Page 5

Dagur - 31.08.1987, Page 5
31. ágúst 1987 - DAGUR - 5 Joseph hefði átt að hafa samband við geðlækni. En hugsunin um að eitthvað gæti verið að honum komst aldrei að. Hann byrjaði að njósna um Susan hvert kvöld og faldi sig í kirkjugarðinum meðan hann hlustaði á kórsönginn. Sus- an söng einsönginn í Ave Maria en það lag þoldi Joseph alls ekki því einmitt þetta lag hafði hann aldrei getað sungið án þess að vera laminn í æsku. Hann ákvað því að drepa Susan. Síðasta kvöldið hafði hann fal- ið sig á bak við stóran legstein í kirkjugarðinum þegar Susan gekk framhjá. Hann stökk á fæt- ur og stakk hnífnum sínum mörg- um sinnum í stúlkuna, sem gat enga björg sér veitt gegn þessari óvæntu árás. Það var söngfélagi hennar úr kórnum sem kom fyrstur á staðinn. Lögreglan upplýsti síðar að 30 hnífsstungur hefðu verið í líkinu. Enginn skildi neitt í neinu og ekki datt nokkrum manni í hug hvers vegna aum- ingja stúlkan hafði verið ráðin af dögum. Það eina sem lögreglan hafði til að fara eftir var barm- merki með áletruninni „Guð er kærleikur.“ Stuttu síðar barst lögreglunni til eyrna að maður að nafni Joseph Stout gengi einmitt með svona merki á sér. Þegar Joseph var kvaddur til yfirheyrslu gat hann ekki gefið neina skýringu á því hvers vegna merkið vantaði í jakkann og viðurkenndi síðan að hafa myrt Susan Stevenson. Hann var dæmdur í lífstíðarfang- elsi og geðlæknar sáu ekki annað en maðurinn hefði verið ábyrgur gerða sinna þegar verknaðurinn var framinn. „Ég fór til Reykjavíkur í fjóra daga og þegar ég kom aftur var búið að stela öllu grænmetinu úr garðinum, nema rósakálinu og svolitlu af hvftkáli," sagði Helga Sigríður í samtali við Dag. „Eg setti niður brokkál, blómkál, hvítkál og rósakál í vor og það var orðið vel sprottið þegar ég fór suður. Ég var að hugsa um að taka það upp áður en ég fór en það varð ekkert úr því. Daginn eftir að ég kom heim ætlaði ég út í garð að sækja mér hvítkál í hrásalatið og þá sá ég hvers kyns var. Það var mjög snyrtilega gengið frá öllu þannig að ég get varla ímyndað mér að börn hafi verið þarna að verki, en ég get samt ekki gert mér í hugarlund hver hefur gert þetta.“ Sagðist Helga hafa heyrt af öðrum garði sem grænmeti var stolið úr og það fólk hefði einmitt verið að heiman í nokkra daga. „Nei, nei, þetta er ekkert fjár- hagslegt tjón, en ég er óneitan- lega svekkt yfir þessu. Ég hef ald- rei sett niður grænmeti áður og þetta var því tilraun hjá mér,“ sagði Helga að lokum. HJS Ritvélar Olympía frá kr. 19.700.- Bdrother frá kr. 22.700.- Facit frá kr. 43.200.- ■Bókabúðin EddaH ■■I Hafnarstræti 100 Akureyri Sími 24334 HHi i r® ® /Wy rmrmrm rm rm nn iifiTirrnT m rm rm i 1111 IIll LLl mlffl m m m a rd rjíj rffi itn rm rm ffl rffi rffi m rm rm 1 n f TTT rm rm m rm rfn i ni rm rm rm Ul lii ií ffl a æ" 1 b ffl S ffl 1 S”i~l Frá öldungadeild Menntaskólans á Akureyri Innritun í öldungadeild fer fram dagana 1.-7. september á skrifstofu skólans. Skrifstofan er opin kl. 8.00-15.00 virka daga, og auk þess veröur kennslustjóri þar til viðtals kl. 15.00- 16.30 innritunard.agana. Sími skrifstofunnar er 25660. Við innritun ber að greiða innritunargjald kr. 4.500.- Sérstök athygli er vakin á því að stefnt er að því að bjóða framvegis upp á nám á ferðamáiabraut (leiðsögulínu) auk hefðbundinnar málabrautar. Á ferðamálabraut verð- ur auk tungumála lögð áhersla á náttúrufræði, landafræði, ferðamálafræði og fleiri greinar tengdar leiðsögu ferðamanna. Skólameistari. Atvinna - Kvöldvinna Viljum ráða nú þegar eða seinna konur og karla til starfa. Bónusvinna. Viljum einnig ráða konur til starfa frá kl. 17-22. K. JÓNSSON & CO HF. NIÐURSUÐUVERKSMIÐJA Sími 96-21466 602 Akureyri NÁTTLJRUVERNDARRÁÐ Hverfisgötu 26 • 101 Reykjavík • Sími 22520 ðtarf þjóðgarðsvarðar í Skaftafelli Náttúruverndarráð auglýsir starf þjóðgarðsvarð- ar í Skaftafelli laust til umsóknar frá 1. janúar 1988. Þjóðgarðsvörður er búsettur í Skaftafelli. Starf hans útheimtir m.a. haldgóða þekkingu á náttúrufræði og hefur hann umsjón með starfsemi þjóðgarðsins. Laun eru skv. launakerfi opinberra starfsmanna. Skriflegar umsóknir er greina frá menntun, aldri, fyrri störfum og öðru sem máli skiptir, skulu berast Nátt- úruverndarráði, Hverfisgötu 26, 101 Reykjavík, fyrir 25. september 1987. Náttúruverndarráð. Með einu bréfi bjóðast þér 6 tækifærí til að láta peningana vinna fyrír þig. Einfalt og öruggt. 9-11,4% vextir umfram verðbólgu. Ásíöasta ári stofnaöi Iðnaðarbankinn Verðbréfamarkað Iðnaðarbankans hf. til að geta boðið viðskiptavinum sínum jafngóða þjónustu í verðbréfaviðskiptum og í bankaviðskiptum. Nútímaþjónustu sem er í senn áreiðanleg, ánægjuleg og jáægileg. Kjörorð Verðbréfamarkaðsins er að gera verðbréfavið- skiptin einföld og örugg. Sem dæmi má nefna Verð- bréfareikninginn en hann er sérstaklega hentugur þeim sem búsettir eru utan Reykjavíkur. Til að fá upplýsingar um hvernig við hjálpum fólki við að ávaxta peninga þarf ekki annað en að fylla út meðfylgjandi miða og póst- senda hann til okkar. Við munum svara án tafar. Sýnið fyrirhyggju og látið okkar fólk um að ávaxta peningana. Vextirnir á traustum skuldabréfum eru nú 9-11,4% um- fram verðbólgu en það hefur jafngilt um 32-33% árs- vöxtum f rá áramótum. Hjá okkur eru verðbréfaviðskiptin einföld og örugg. Vinsamlegast sendið upplýsingar um þau atriði sem merkt er við. □ Verðbréfareikningur □ Eftirlaunasjóðireinkaaðila □ Sjóðsbréf 1 og Sjóðsbréf 2 □ Skammtímaskuldabréf Iðnaðarbankans □ Skuldabréf Glitnis hf. □ Mánaðarfréttir Verðbréfamarkaðs Iðnaðarbankans Nafn Heimili Sendist til Verðbréfamarkaðs Iðnaðarbankans hf., Ármúla 7,108 Reykjavík. Síminn er 91-68-10-40. ■|§ Verðbréfamarkaður 1= iðnaðarbankans hf.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.