Dagur - 31.08.1987, Page 9

Dagur - 31.08.1987, Page 9
31. ágúst 1987 - DAGUR - 13 Horft yfír sýningarsvæði Iðnsýningarinnar í Iþróttahöllinni, Myndir: EHB | : -rfjáL . jjuf 1 Fjöldi fólks hefur lagt leið sína á iðnsýninguna á Akureyri, og hefur stöðugur straumur sýn- ingargesta farið um íþrótta- höllina frá því að sýningin var opnuð kl. 17.00 á föstudag. Á sýningunni kennir að vonum margra grasa enda taka þrjátíu og átta fyrirtæki og stofnanir þátt í henni. Sýningargestum kemur almennt á óvart hversu mikil fjölbreytni er í iðnaði hér norðanlands og gefst hér kærkomið tækifæri bæði fyrir neytendur og framleiðendur til að kynnast hinum ýmsu hlið- um iðnaðarins. Sum fyrirtæki og stofnanir sem taka þátt í sýningunni, t.d. Landsvirkjun og Verkmenntaskólinn á Akureyri, tengjast iðnaðinum með einhverjum hætti þótt ekki sé um beina iðnframleiðslu að ræða. Kjartan Bragason var að kynna kjötvörur í sýningarbás Kjötiðn- aðardeildar KEA. - Kjartan, eru allar fram- leiðsluvörur kjötiðnaðarstöðvar- innar kynntar hér? „Já, allar vinsælustu og nýjustu vörurnar eru hér. Mér finnst skreytingin í kæliborðinu vekja sérstaka athygli gesta því við erum með skjaldarmerki bæjar- ins á nautavöðva og tókst sú skreyting mjög vel, fólk er ánægt með þessa kynningu okkar.“ - Þú ert að bjóða fólki að smakka sýnishorn af kjöti? „Já, þetta er kjötþrenna, þrjár áleggstegundir á sama pinnanum. Efst er hangikjötið, þá kemur Hawai-pylsa og neðst lamba- skinka. Við erum alltaf að gera tilraunir í þá átt að nýta lamba- kjötið betur.“ - Er þörf á að kynna fram- leiðsluvörur ykkar meira en hef- ur verið gert? „Það á ekki að þurfa hér á heimaslóðum en hvað varðar markaðinn sunnan heiða þá er mikil þörf á kynningu. En fyrir kemur að Akureyringar þekkja ekki allar framleiðsluvörur okkar og því er nauðsyn á frekari kynn- ingu og sem dæmi um þetta get ég sagt að þær vörur sem við sýn- um í kæliborðinu hafa allar verið til sölu í verslunum hér á Akur- eyri í a.m.k. mánuð og það er langt frá því að allir kannist við þessar vörur. Þetta er því þörf kynning.“ K. Jónsson & Co. hf er rótgróið fyrirtæki á Akureyri. Þótt fram- leiðsluvörurnar séu vel þekktar innanlands byggir fyrirtækið að langmestu leyti á niðursuðu fyrir útflutning. Ölafur Helgi Mar- teinsson, framkvæmdastjóri, var staddur í sýningarbás fyrirtækis- ins og margt var þar um manninn því sýningargestir vildu gjarnan smakka girnileg salöt og ídýfur úr framleiðsluvörum frá K. Jónsson & Co. - Hvað framleiðið þið helst? „Við framleiðum niðursoðið grænmeti, síld, rækju og sardín- Friðrik Sophusson iðnaðarráðherra setti iðnsýninguna. Þessi sérkennilega skreyting vakti mikla athygli en hún var unnin af starfs- mönnum Kjötiðnaðarstöðvar KEA. Margt var um manninn í sýningarbás K. Jónsson & Co. hf. enda boðið upp á gémsæta rétti. ur. Þessum vörum er pakkað á mismunandi vegu eftir markaðs- löndunum." - Hvernig leggst það í þig að kynna framleiðsluvörur ykkar á þennan hátt hér norðanlands? „Það er mikil aðsókn í sýning- arbás okkar en við höfum ekki gert neitt þessu líkt áður hérna og of snemmt að segja fyrir um árangur strax. Aðalmarkmiðið með þessari sýningu er að kynna vörur okkar fyrir heimamönnum hér norðanlands og á Akureyri.“ - Hversu mikill hluti af fram- leiðslu ykkar er fluttur út? „Það er 99 prósent, mestmegn- is rækja og síld. Þá framleiðum við kavíar sem við vonum að verði stór hluti af framleiðslunni. Við flytjum kavíarinn til Frakk- lands. Grænmetisniðursuðan er eingöngu fyrir innanlandsmark- aðinn, það borgar sig ekki að flytja grænmetið út, það er rétt svo að það borgi sig að flytja þetta til Reykjavíkur.“ - Hvernig er vöruþróun hátt- að hjá ykkur? „Hún er sífellt í gangi og eins og í öllum góðum fyrirtækjum er engin stöðnun. Rækjumarkaður- inn er nokkuð stöðugur hjá okk- ur því neysla á frystri rækju geng- ur í bylgjum en neysla á niður- soðinni rækju er stöðugri. Neysla á niðursoðinni rækju hefur reyndar dregist eitthvað saman innanlands en framleiðsla okkar fer nærri öll á Þýskalandsmarkað eða 90%.“ Ekki er hægt að tala um iðnað á Akureyri án þess að minnast Iðnaðardeildar SÍS. Iðnaðar- deildin var að sjálfsögðu með stóra sýningu, aðallega á fatnaði og vefnaðarvörum. Einnig var sögulegt yfirlit yfir sögu verk- smiðjanna í einum sýningarbásn- um og vakti það ekki minnsta athygli gesta. Fólki er hollt að forvitnast um sögu verksmiðj- anna og kynnast því hvílíkur hornsteinn þær hafa verið bæjar- lífinu í atvinnulegu og fjárhags- legu tilliti. Jón Arnþórsson leið- beindi gestum um sýningarbás- ana en gaf sér tíma til að svara nokkrum spurningum. - Þið hafið auðvitað tekið þátt í mörgum sýningum áður? „Já, það er rétt, núna síðast vorum við á Bú 87 fyrir sunnan. Þetta er hluti af sýningunni sem var þar, annars vegar ullar- og skinnavara og svo hinsvegar sýn- ing í tilefni af því að ullariðnaður á Akureyri er 90 ára á þessu ári því tógvinnsluvélar Eyfirðinga byrjuðu að snúast árið 1897. Ýmsum sögum fór af því hvernig fólki líkaði við þetta í byrjun og við erum einmit með texta hérna sem er dæmi um hvað fólki þótti þetta skrýtið, það mætti þessu með tortryggni.“ - Hver er tilgangurinn með kynningum eins og þessari? „Hann er fyrst og fremst sá að vekja athygli á því að 700 manns eru að vinna merkilegt starf í iðn- aði fyrir sinn eigin hag, bæjarhag og landshag. Iðnaðardeildin er með 45% af útflutningi lands- manna í þessum vöruflokkum og það er sjaldgæft að almenningi gefist tækifæri til að sjá hvað starfsfólk deildarinnar vinnur við og hver árangurinn er.“ - Finnst þér að Iðnaðardeildin veki mikla athygli hérna? „Já, við erum t.d. með spurn- ingakeppni um bandlitina og hnyklafjöldann í kassanum. Við erum líka að sýna það nýjasta í skófatnaði þannig að hér er það nýjasta sem boðið er upp á.“ - Átta Akureyringar sig almennt nægilega vel á mikilvægi sambandsiðnaðarins fyrir bæjar- lífið? „Nei, ég held að það sé eins og gengur og gerist, menn átta sig ekki á því hversu mikilvægur náunginn er í starfi. En eins og ég sagði áðan þá viljum við undir- strika það merka starf sem hérna er unnið og það er vel við hæfi á afmæli bæjarins að þessa sé minnst. En í sambandi við ullar- iðnaðinn vildi ég óska þess að hann sæi nú fram á bjartari daga en hann gerir á þessum síðustu tímum. EHB

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.