Dagur - 02.10.1987, Síða 3

Dagur - 02.10.1987, Síða 3
Á hvítum reitum og svörtum. Margeir í þungum þönkum. Það er alltaf erfitt að vinna skák - rætt við Margeir Pétursson stórmeistara, en fiest bendir til þess að hann sigri á Skákþingi íslands í dag verður tefld 13. og jafn- framt síðasta umferðin í landsliðsflokki á Skákþingi íslands. Að Ioknum 12 umferðum er Margeir Péturs- son efstur með 11 vinninga, Helgi Ólafsson er með 10 vinninga, í 3. sæti er Hannes Hlífar með 7,5 vinninga, þá kemur Karl Þorsteins með 7 vinninga og eina frestaða skák og Davíð Ólafsson er í 5. sæti með 7 vinninga. Þrett- ánda umferðin hefst að sjálf- sögðu klukkan 13 í dag í Alþýðuhúsinu. Margeiri næg- ir jafntefli í skák sinni við Gylfa Þórhallsson. Það rigndi svolítið úti þegar Margeir kom á ritstjórn Dags ásamt ungri dóttur sinni. í gær, þegar Dagur ræddi við Margeir, var frídagur hjá skákmönnun- um. Þeir voru í óða önn að undirbúa sig fyrir síðustu umferðina en flest bendir til að Margeir hafni í efsta sæti og að Helgi Ólafsson fylgi fast á eftir. - Hvernig hefur mótið verið það sem af er? „Þetta er búið að vera gífur- legt baráttumót. Það hefur ver- ið erfitt hvað það snertir að maður hefur orðið að vinna margar skákir. Ég vissi það raunar fyrir að mótið myndi vinnast á háu vinningshlutfalli og því mátti ekki slaka á klónni eitt andartak. Ef við berum þetta mót saman við mótið í fyrra þá má segja að þar hafi verið fleiri titilhafar en færri keppendur. Þá dugðu mér átta vinningar af ellefu. Nú er ég hins vegar kominn með tíu vinninga af ellefu mögulegum og næsti maður er með níu af ellefu. í fyrra gat ég leyft mér að gera jafntefli í tveimur síð- ustu umferðunum til að tryggja mér sigurinn. Að vísu nægir mér jafntefli á morgun en mikil spenna hefur einkennt allt mót- ið vegna hins háa hlutfalls sem ég minntist á.“ - Hefur einhver skákin á þessu móti verið öðrum erfið- ari? „Það er alltaf erfitt að vinna skák. í svona móti nýt ég góðs af því að þekkja andstæðing- ana. En ég væri í mun erfiðari aðstöðu erlendis á móti í sam- bærilegum styrkleikaflokki. Þar þekki ég ekki andstæðingana. Ég þekki þá sem ég leik við hér heima og get gert áætlanir í samræmi við það.“ - Hvernig hefur ykkur líkað að tefla hér á Akureyri? „Mjög vel. Aðbúnaður er til fyrirmyndar. Við teflum í stóra salnum í Alþýðuhúsinu sem er mjög hentugt. En ég hef orðið fyrir nokkrum vonbrigðum með aðsókn að mótinu. Akureyring- ar virðast ekki hafa mikinn áhuga á að koma og fylgjast með skákunuin - aftur á móti virðast allir vita nákvæmlega um stöðuna í mótinu. Það er sama hvert maður kemur. Við- mælendurnir vita um stigin og hvernig skákirnar fóru. Sérstak- lega á þetta þó við um skákir Akureyringanna.“ - Nú ert þú búinn að tefla og hefur unnið eða gert jafntefli í 25 skákum á undanförnum vikum. Er þetta ekki óvenju góður árangur? „Við verðum að hafa það í huga að allnokkrir þeirra sem ég hef unnið eða gert við jafn- tefli eru ekki mjög sterkir and- stæðingar. En ég hef teflt til vinnings í þessum 35 skákum og hef unnið 24.“ - Hvernig ætlar þú að tefla síðustu skákina. Munt þú ein- beita þér að því að ná fram jafn- tefli? „Ætli ég muni ekki haga segl- um eftir vindi." - Hvað með næstu mót? „Fram til áramóta mun ég ekki taka þátt í neinum meiri háttar mótum. En á nýju ári verður mikið að gerast. Ég tek þátt í a.m.k. þremur mjög öflugum mótum. Eitt er í Kan- ada, annað er Reykjavík og það þriðja er í New York. Einnig getur verið að ég tefli í Sviss. Nú hef ég hækkað í stigum og ef ég kemst í um 2550 stig þá verð ég ekki í vandræðum með að komast á mót ef ég leita eftir því.“ Dagur þakkar fyrir viðtalið og hvetur bæjarbúa til að fara í Alþýðuhúsið við Skipagötu klukkan eitt í dag. Helgi Ólafsson stórmeistari er sá eini sem getur veitt Margeiri keppni á Skákþinginu í dag. 2. október 1987 - DAGUR - 3 á mokka- og leðurfatnaði er í fullum gangi Henni lýkur á laugardag kl. 4 Verslun Iðnaðardeildar Sambandsins suu t FRIGOR frystikistur FRIGOR frystikistur 200 lítra, 275 lítra, 460 lítra, 380 lítra væntanlegar. 10% staðgreiðslu afsláttur.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.