Dagur - 02.10.1987, Side 5

Dagur - 02.10.1987, Side 5
VQOr leyrJAtNÍr* O __ Ql iíTiAn __ K 2. október 1987 - DAGUR - 5 Jón Ingi Cesarsson er trúnaðar- maður póstmanna á Akureyri en þessa dagana er mánuður lið- inn frá því níu faglærðir póst- afgreiðslumenn sögðu starfi sínu lausu. Jón Ingi ræddi við blaðamann um kjaramál póst- Jón Ingi Ccsarsson. // Póstmenn eru verst launaða starfsfólk ríkisins" - Jón Ingi Cesarsson trúnaðarmaður póstmanna á Akureyri á línunni manna, ástæðurnar fyrir upp- sögnunum o.fl. sem tengist starfinu. - Hvað ert þú búinn að starfa lengi við póstafgreiðslu? - Ég byrjaði hérna í október 1971 og er því búinn að starfa við þetta í sextán ár um þessar mundir. Laun okkar hafa á liðn- um árum oftast verið sambæri- leg við önnur almenn laun í landinu, við berum okkur t.d. gjarnan saman við bankastarfs- menn. Nú höfum við dregist aft- ur úr þeim í launum og byrjun- arlaun þeirra eru verulega hærri en byrjunarlaun póstmanna. - Hver er ábyrgð póstmanna í starfi og hvernig vinna er þetta? - Það er erfitt að útskýra þetta í stuttu máli en ef við tök- um t.d. starf póstgjaldkera þá vinnur hann í rauninni mjög flókið starf miðað við flesta aðra gjaldkera. Póstgjaldkeri þarf að kunna óhemju margar gerðir afgreiðslu og ábyrgð hans er mikil því geysilegir fjármunir fara um hendur hans dag hvern. - Hvernig hefur kjarabarátta póstmanna gengið undafarin ár? - Þetta hefur verið hörð bar- átta sem við höfum farið heldur halloka í. Formaður félagsins og fleiri halda því fram að póst- menn séu verst launaða starfs- stétt ríkisins og ég er sammála því. - Hvernig er menntun póst- manna háttað og hvernig tengist hún launum? - Þetta er þriggja ára nám. Eftir tveggja ára nám útskrifast menn sem póstafgreiðslumenn III. Eftir eins árs nám í viðbót fá menn starfsheitið yfirpóstaf- greiðslumaður. Einu sinni mun- aði fjórum launaflokkum á síðarnefnda starfsheitinu og almennum póstafgreiðslumanni en nú hefur sá munur minnkað um helming. - Hverju er þetta að kenna? - Akveðin hreyfing hefur verið í þá átt að hækka lægstu launin m.a. til að lokka fólk að þessari vinnu. Þeir sem eru orðnir gamalgrónir eins og við sem sögðum upp - og hafa starfsaldur frá fimm og upp í sextán ár - hafa setið á hakan- um. Það getur verið að samningsaðilinn hafi ofmetið trúmennsku okkar og haldið að við yrðum áfram sami þægi hóp- urinn og við höfum verið. Það gengur ekki að vinna þetta starf af hugsjón þegar maður þarf að framfleyta fjölskyldunni og sjálfum sér af þessum launum. - Viltu nefna dæmi um kaup póstmanna? - Yfirpóstafgreiðslumaður er með 34.762 krónur á mánuði. Byrjunarlaun, þ.e. póst- afgreiðslumaður II, er með 28.855 króna mánaðarlaun. Eft- ir 13 ára starf er yfirpóst- afgreiðslumaður með 39.478 krónur og algjör hámarkslaun eftir 18 ára starf eru rúmar 41 þúsund krónur. Ekkert okkar sem sögðum upp núna hefur náð þessum starfsaldri. Tveir eru búnir að starfa hér í sextán ár. Þessar tölur eru án 7,23% verð- bóta frá 1. okt. Þetta fólk er allt mjög dýr- mætir starfskraftar því enginn verður góður póstmaður nema á löngum tíma. Núna er mjög algengt að menn eru ekki nógu lengi í þjónustunni til að ná góðri kunnáttu í starfi og vönum póstmönnum fækkar óðfluga. - Hvað gerist ef allir vanir póstmenn hætta hérna að einum eða tveimur undanskildum? - Það yrði gífurlegt álag á þá menn sem eftir yrðu og satt að segja get ég ekki ímyndað mér slíkt ástand. Ég er hræddur um að viðskiptavinirnir fengju óþyrmilega að finna fyrir því ef ólært fólk gengi inn af götunni í þessi störf. - Hvað segirðu um þau ummæli Porgeirs Porgeirssonar að hægt sé að meta góða vinnu- aðstöðu til hlunninda? - í þau sextán ár sem ég hef verið hérna hef ég ekki séð neitt gerast í sambandi við vinnu- aðstöðu nema eðlilegt viðhald. Hér er ekki slæm vinnuaðstaða en það er út í hött að meta slíkt til launa. Hvað varðar þriggja mánaða framlengingu uppsagn- arfrests þá er það bara þving- unaraðgerð. Við sögðum ekki upp í þeim tilgangi að pressa á hlutina og vera svo áfram þó ekkert gerist okkur til hagsbóta. Ég get ekki skilið að þvingunar- aðgerðir skili neinu fyrir stofn- unina, við neyðumst til að hætta ef við fáum ekki Ieiðréttingu. Rót vandans er sú að ríkið verð- ur að gera upp hug sinn með til- liti til þess að standast sam- keppnina um starfsmennina. Þeir geta ekki haldið fólki á miklu lægri launum en gerist annars staðar, við förum ein- faldlega í önnur störf ef þetta breytist ekki. - Nú voru samningar póst- manna samþykktir á sínum tíma. Voru þeir samningar mistök? - Samningarnir voru sam- þykktir í vor með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða ófaglærðra starfsmanna. 800 manns eru í Póstmannafélagi íslands en þar af eru ekki nema um 150 fag- lærðir. Ég vil því orða þetta svo að síðustu samningar hafi verið mjög vanhugsaðir. Bréfberar og bílstjórar fengu sæmilega viðbót í samningunum en við hinir sát- um alveg eftir. - Að lokum: Gangið þið út 3. desember ef ekki semst? - Ég get ekki sagt til um hvað gerist ef þriggja mánaða fram- lenging verður sett á uppsagnar- frestinn en við förum í önnur störf að öllu óbreyttu. EHB EKswer þá úfeegt fjármagHifeix í Allar uppiysmgar veita verðtn^^^skiptum. KAUPÞING NORÐURLANDS HF Ráðhústorg 5 - Akureyri Sími 96-24700 Ökukennarafélag Norðurlands Aðalfundur félagsins verður haldinn mánu- daginn 5. október kl. 20.30 í húsnæði öku- skólans, Kaupangi. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf, lagabreytingar, önnur Sjórnin. mál. Nýtt á Súlnabergi RISAborgari 50% steerri Innihald: 100% nautakjöt, laukur, sýröar gúrkur, relish, jöklasalat, franskar kartöflur. Á kynningarverði vikuna 1 .-7. okt. aðeins kr. 340. ★ Fjölskyldutilboð á Súlnabergi sunnudaginn 4. október Spergilssúpa Fyllt grísasteik Frítt fyrir börn að sex ára aldri V2 gjald fyrir 6-12 ára. ★ Dansleikur laugardagskvöld Hljómsveit Finns Eydal leikur fyrir dansi til kl. 03.00. Húsið opnað fyrir aðra en matargesti kl. 23.00.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.