Dagur - 02.10.1987, Side 8

Dagur - 02.10.1987, Side 8
8 - DAGUR - 2' októ'bér 1987 LYFTARAR Eigum til afgreiðslu nú þegar mikið úrval notaðra rafmagns- og diesellyftara, ennfremur snúninga- og hliðarfærslur. Tökum lyftara upp í uppgerðan, leigjum lyftara, flytjum lyft- ara. Varahluta- og viðgerðaþjónusta. Líttu inn - við gerum þér tilboð. Tökum lyftara í umboðssölu. LYFTARASALAN HF. _____________|| Vatnagörðum 16. Símar 82770 og 82655. Sælkerar kitla bragðlaukana Karlakór Akureyrar Karlakór Akureyrar heldur aðalfund í Hljómborg Óseyri 6b, sunnudaginn 4. október kl. 20.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Fjölmennið stundvíslega. stjórnin. Mjólkursamlag KEA verður lokað eftir hádegi mánudaginn 5. október vegna jarðarfarar Magnúsar Vilhjálmssonar. Laugardagskvöldið 26. sept- ember síðastliðinn var haldið svokallað sælkerakvöld í Lax- dalshúsi. Er þetta fyrsta kvöld sinnar tegundar í þessu elsta húsi bæjarins og má því segja að það hafi verið tilraun. Talað var um að ef vel tækist til yrðu fleiri slík kvöld haldin og það er óhætt að segja að sú hafi orðið raunin, því það var sann- kölluð veisla í Laxdalshúsi. Veislustjóri var Margrét Blöndal, útvarpskonan góð- kunna. Það var Hermann Huij- bens sem sá um að töfra fram Ijúffenga rétti með góðri aðstoð Arnar Inga. Örn Ingi sá sömu- leiðis um að velja vín með matnum. En það var ekki ein- ungis veisla fyrir bragðlaukana heldur einnig fyrir eyrað. Tveir pólskir hljóðfæraleikarar sáu um þá veislu, þau heita Waclaw Lazarz, sem spilar á þverflautu og Dorota Manczsyk, sem spilar á hljómborð. Fólk mætti prúðbúið kl. 19.30 og þá var borinn fram kokteill. Rúmlega átta var sest til borðs og fljótlega kom fyrsti rétturinn á borðin. Það var eggaldinblandað- ur svepparéttur í brauði. Bragð- aðist hann ákaflega vel. Þá kom sinnfepssúpa með floteggi og rjómatopp, ekki var hún síðri. Næsti réttur á seðlinum freistaði undirritaðrar ekki mikið, djúp- steiktur sjósiginn þorskur með baunaspírum. Hann reyndist þó ekki afleitur og sumum þótti þetta besti réttur kvöldsins. Þegar signi fiskurinn var kom- inn á sinn stað voru bornar fram smjörristaðar kjúklingabringur með sælkerafyllingu og brögðuð- ust þær vel. Sorbit-ís með kræki- berjahlaupi var næstur á dagskrá og loks hreindýrasteik með kand- ískartöflum og fleira góðgæti, alls 9 tegundum. Að öðrum réttum kvöldsins ólöstuðum þótti undir- ritaðri hreindýrasteikin best. í lokin var svo kaffi og heimakon- fekt. Virkilega ljúfur endir á góðu kvöldi. Það er vonandi að framhald verði á þessum sælkera- kvöldum í Laxdalshúsi svo sæl- kerar Akureyrar og nágrennis geti átt þar notalegar kvöldstund- ir yfir ljúffengum mat í vetur. Takk fyrir mig. HJS Sláturhross óskast til útflutnings í byrjun október Vinsamlegast hafið samband við Sigurð Ragn- arsson í Búvörudeild Sambandsins, um skrán- ingu eða nánari upplýsingar: Sími 91-28200. Einnig er hægt að hafa samband við kaupfélög á staðnum. Búvörudeild Sambandsins. Félag hrossabænda. Innritun hjá skátum A sunnudag verður innritun hjá skátafélaginu Klakk. í skátafé- laginu Klakk eru starfandi 360 börn og unglingar á öllum aldri. Skátastarf býður upp á óþrjót- andi verkefni, jafnt úti sem inni, allan ársins hring. Innritunin fer fram eins og áður segir á sunnudaginn milli kl. 14.00 og 17.00 á eftirtöldum stöðum: I skátaheimilinu Hvammi, Hafn- arstræti 49. í skátaheimilinu Völubóli, Helga- magrastræti 17. í Lundarskóla, kjallara, gengið inn að norðan. I Síðuskóla aðalinngangi. Og auk þess í símum 26894 og 21812 á sama tíma. Auk þess verður tekið við umsóknum á skrifstofu félagsins alla næstu viku milli klukkan 17.00 og 19.00. Skrifstofan er í Hvammi, Hafnarstræti 49 og sím- inn þar er 26894. Skátafélagið Klakkur. Hilniar Gíslasun mun stýra öðru liðinu í Bændaglímunni. Golf: óskar eftir að ráða hugmyndaríkt fólk til að skrifa fasta þætti í blaðið. Tilskilin er góð íslensku- og vélritunarkunnátta og góð almenn menntun. Um eftirtalda efnisþætti er að ræða: ★ Unglingar ★ Neytendur ★ Hannyrðir ★ Popptónlist ★ Sígild tónlist ★ Matargerð o.fl. Ennfremur óskar blaðið eftir fólki til að skrifa fasta þætti um sjálfvalið efni. Umsóknir berist Braga V. Bergmann ritstjóra, sem jafnframt veitir nánari upplýsingar ef óskað er. Umsóknarfrestur er til 10. október nk. Strandgötu 31, Akureyri. Slmi 24222. Bændaglíman - a morgun Keppni samkvæmt mótaskrá hjá Golfklúbbi Akureyrar lýkur á laugardag en þá fer Bændaglím- an fram. Bændur að þessu sinni verða tveir valinkunnir bæjarbú- ar, þeir Hilmar Gíslason bæjar- verkstjóri og Guðjón Jónsson formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar. Hilmar hefur æft þokkalega í sumar, þetta 8-10 sinnum í viku og hann á ekki von á því að það verði erfitt að leggja sjóarann að velli. Guðjón er hvergi banginn og ætlar sér og sínu liði sigur gegn landkrabbanum. Það má því búast við jafnri og skemmti- legri keppni þar sem þeir Hilmar og Guðjón ætla sér báðir sigur. Allir félagar í GA jafnt byrj- endur sem þeir sem eru lengra komnir eru hvattir til þess að mæta og vera með í keppninni. Leiknar verða 9 holur og hefst keppni kl. 13. íbúðir fyrir aldraða: Norðurverk bauð lægst A fundi framkvæmdanefndar íbúða fyrir aldraða á Akureyri síðastliðinn föstudag, voru opnuö tilboð í jarðvegsskipti fyrir 30 íbúða húsi og bílastæö- um því tilheyrandi. Þrjú tilboð bárust í verkið. Lægsta tilboðið átti Noröurverk hf. 1.155.700, Möl og sandur bauð 1.568.500 og Rúdolf Jóns- son og Guðmundur Kristjánsson buðu 1.613.375 krónur. Nefndin ákvað á fundi sínum að fela Magnúsi Garðarssyni starfsmanni nefndarinnar að ganga til samninga viö Norður- verk unt að vinna verkiö. Kostn- aðaráætlun hljóðaði upp á 1.946.000 krónur þannig að til- boð Norðurverks er 79,5% af henni. Húsið scm um ræðir er fyrsti áfangi íbúðabygginganna en veröur boðiö út í þremur hlutum. Annar hlutinn verður steypa á gólfplötu cn sá þriðji og síðasti allt þar fyrir ofan. ET

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.